Helgarpósturinn - 19.01.1984, Side 10
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Árni Þórarinsson
og Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarf ulttrúi:
Haligrlmur Thorsteinsson
Blaöamenn: Egill Helgason
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útlit: Björr. Br. Björnsson,'
Björgvin Ólafsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Guðmundur H. Jóhannesson
Auglýsingar:
Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóri:
Ingvar Halldórsson
Innheimta:
Jóhanna Hilmarsdóttir
Afgreiðsla: Þóra Nielsen
Lausasöluverö kr. 30.
Ritstjórn og auglýsingar eru
aö Ármúla 36, Reykjavík, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrif-
stofa eru að Ármúla 36. Simi
8-15-11.
Setning og umbrot:
Alprent hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Síðasta
hálmstráið
Happdrætti hafa ekki lengi
viðgengist á íslandi miöað við
pað sem þekkist I nokkrum ná-
grannalöndum okkar. Engu að
siður höfum við þegar náð for-
ystu ( þessu efni. Hvergi ann-
ars staðar I heiminum starfa
jafnmörg lotterl og er þar vit-
anlega miðað við blessaða
höfðatöluna.
Sá fjöldi haþpdrættismiöa,
sem rigniryfirþjóðinaáhverju
ári, er gffurlegur. Hann skiptir
nokkrum milljónum. Þessi
mergð gefur okkur að hvert
mannsbarn (landinu eigi völ á
þrettán happdrættismiðum á
árinu. Það er enn eitt heims-
metið sem íslendingar geta
státað af.
Helgarpósturinn fjallar um
þetta fyrirbæri á (tarlegan hátt
I blaðinu. Þar kemur meðal
annars fram að forráðamenn
helstu happdrættanna I land-
inu sjá ekki fram á samdrátt i
sölu sinni á þessu ári. Af orð-
um þeirra máskilja að kreppan
sem nú rlkir meðal launafólks
auki beinlinis lotterisneysl-
una.
Þeir segja íslendinga von-
glaða með eindæmum,
einkanlega þegar stóri vinn-
ingurinn sé annarsvegar. Þeir
lifi fyrirlukkuna. Hún sé þeirra
helsta hálmstrá þegar að
þrengir. En eins og jafnan áður
verða þeir fáir i ár sem hreppa
munu stóra vinninginn. Þeir
verða margir sem ganga slypp-
ir frá borði sem endranær. Á
þennan hátt er happdrættis-
tromlan um leið örlagahjól
margs launamannsins.
Svo sem fram kemur I grein
Helgarpóstsins um þetta mál-
efni starfa nú rúmlega hundr-
að happdrætti I landinu. Þaö
sem vekur hvað mesta athygli
þegarsáfjöldi erhafðurf huga
er að enginn skýr skilyrði eru
af hálfu dómsmálaráöuneytis-
ins um leyfisveitingar til rekst-
urs happdrættis. Þar er ein-
ungis höfð að leiðarljósi ára-
löng hefð sem erfst hefur milli
starfsmanna.
Lögin um happdrætti á ís-
landi eru lika komin til ára
sinna. Þautóku raunargildi all-
mörgum árum áður en fyrsta
happdrættið kom til sögunnar
hér á landi. Ljóst er að margt
þárf aö endurskoöa Iþeim, svo
og afmarka skilyrði ráðuneyt-
isins ( þessum efnum. Það er
þeim mun nauðsynlegra þegar
vitaö er um nokkra misnotkun
á þessu fyrirbæri, eins og
Helgarpósturinn skýrir frá í
grein sinni.
Möröur í
útvarpinu
Heiðraða ritstjórn!
í grein sem Páll Baldvin Bald-
vinsson ritar í Helgarpósti 5.,jan.
um flutning Ríkisútvarpsins á
Merði Valgarðssyni eftir Jóhann
Sigurjónsson eru þessi orð látin
falla: .hinsvegar leiðist mér
tildrið í hérlendum leikstjórum
þegar þeir eru að skrifa sig fyrir
leikgerðum, eins og það hafi ekki
tíðkast frá upphafi að leikstjórar
styttu, skeyttu saman og yfirleitt
réðu talsverðu um þau verk sem
þeir stýrðu, og þætti ekki tiltöku-
mál.“
Varðandi þessi orð vil ég taka
fram eftirfarandi:
Enginn ábyrgur aðili hefur hald-
ið því fram að Bríet Héðinsdóttir
hafi samið „leikgerð" upp úr
Merði Valgarðssyni. I prentaðri
dagskrá stóð einungis að Bríet
hefði gert útvarpshandrit og í les-
inni kynningu var talað um út-
varpsgerð. Þessi orð hafa sömu
merkingu og erlend orð eins og
„radio version" eða „radiobear-
betning“ og merkja ekki annað en
það að gerðar hafi verið ýmsar
tæknilegar breytingar á Ieikriti
sem upphaflega er samið fyrir
annars. konar miðil en útvarp.
Engin leið er að leggja í þau sama
skilning og orðið leikgerð sem er
íslenskun á orðinu dramatísering,
en það er látið ná yfir leiktexta
sem samdir eru upp úr annars
konar bókmenntatextum, oftast
skáldsögum. Þetta ætti raunar
ekki að þurfa að segja manni með
jafn yfirgripsmikla þekkingu á öll-
um sviðum leikhúss, útvarps, sjón-
varps og kvikmynda og Páll Bald-
vin telur sig auðsæilega státa af.
Það er algerlega persónulegur
skáldskapur hans eins sem stend-
ur í staðareyndatali á undan
greininni að leikgerð sé eftir Bríeti
Héðinsdóttur og meiri háttar ó-
svífni að hnýta síðan í leikstjórann
fyrir það.
Hitt er svo annað mál að Bríet
hefur gert mun róttækari breyt-
ingar á handriti Jóhanns en að
stytta það. Veigamest og snjöllust
er sú breyting hennar á brennu-
þættinum, þar sem teknar eru inn
ýmsar orðræður úr Njálu sjálfri
sem Jóhann sleppti úr leikritinu,
að hluta af tæknilegum ástæðum.
Þannig er hljóðneminn fluttur á
milli þeirra sem eru inni í bænum
og brennumanna fyrir utan sem
er að sjálfsögðu ógerlegt á sviði.
Bragð þetta þjónar hér ekki síst
þeim tilgangi að auka dramatísk-
an þunga atriðsins, þar sem á-
heyrandinn skynjar með þessum
hætti mun betur návist beggja á-
takaaðila en í sviðsgerð höfundar.
Þessu og raunar ýmsu öðru hefði
Páll Baldvin kannski tekið eftir
hefði hann nennt að lesa útvarps-
gerðina, sem leiklistardeild sendi
honum, og bera saman við frum-
textann, sem ég vona hann eigi.
Og meðal annarra orða: hvaða
leikstjóra og verk á Páll Baldvin
við með glósum þeim sem vitnað
var til hér að ofan? Með fyrirfram
þökk fyrir birtinguna.
Jón Vidar Jónsson
leiklistarstjóri hljóduarps.
Listaupp-
gjör og LA
Ágæti menningarpóstur!
„Engin hornreka vil ég vera,“
sagði Bergþóra forðum og eins
mælir Leikfélag Akureyrar nú.
Gunnlaugur Astgeirsson skrifar
í Helgarpóstinn þann 12. jan. um
leiklistarárið 1983. Hann kveðst
þar láta hugann reika yfir starf-
semi leikhúsanna á sl. ári og gerir
•það skynsamlega svo langt sem
hugur hans nær.
En Gunnlaugur mætti vera
víðförlari í hugsun sinni og leik-
húsferðum. Honum og öðrum
heimakærum Reykvíkingum til
fróðleiks langar mig að geta þess
að á Akureyri hefur frá árinu 1907
staðið fallegt hús, Samkomuhúsið
svokallaða, og þar hefur starfað
óslitið frá 1917 leikfélag, sem
nefnist Leikfélag Akureyrar. Um-
rætt leikfélag fagnaði 10 ára af-
mæli sínu sem atvinnuleikhús á sl.
ári. Vafalaust má deila um verk-
efnaval þessa útkjálkaleikhúss og •
„listrænan metnað", sem Gunn-
laugur saknar hjá „stóru leikhús-
unum“. En við erum til. A.m.k. er
ég hrædd um að samstarfsmönn-
um mínum í leikhúsinu brygði í
brún ef ég reyndi á næsta viku-
lega samstarfsfundi að telja þeim
trú um að við værum ekki til.
Svo vill til að aldrei hafa fleiri
gestir komið langan veg til að sjá
sýningar okkar en á sl. ári og þá
ekki síður Reykvíkingar en t.d. ís-
firðingar eða Egilsstaðabúar og
kom þar einkum til söngleikurinn
My Fair Lady í leikstjórn Þórhildar
Þorleifsdóttur. Kom þar í ljós hvað
menning (hvort sem Gunnlaugur
kýs að kalla það handverkeða list)
getur orðið heimabyggð sinni
mikil lyftistöng og á ég þar eink-
um við hótel, verslanir, skemmti-
staði og aðra sem á lífsglöðum
ferðamönnum hagnast.
Ef litið er yfir liðið ár er mér
persónulega efst í huga hve marg-
ir hafa hrifist af leikstjórn, leik-
mynd og leikurum í leikritinu um
lokakaflann í ævi listmálarans
Van Gogh, „Bréfber-inn frá Arles",
og vísa ég þar til leikdómara blað-
anna, ekki síst.hins franskmennt-
aða leikdómara Helgarpóstsins á
Akureyri, Reynis Antonssonar.
Flug frá Reykjavík til Akureyrar
tekur þrjá stundarfjórðunga og
starfsmenn Helgarpóstsins eru
ævinlega velkomnir á sýningar
okkar.
En sem sagt. Við erum til!
Med bestv kvedjum,
Signý Pálsdóttir leikhússtjóri
Leikfélagi Akureyrar.
USTUPPGJÖR i
Gagnrýnendur Helgarpóstjins meta stöðu listgreina
á nýliðnu óri og velja helstu viðburði órsins
Stúdentaleikhúsit) bar aí
Helgarpósturinn þakkar vin-
samlega ábendingu og gott boð.
En þar eð blaðið hefur ekki tök á
að senda norður leikdómara úr
hópi sunnanmanna, m.a. vegna
kostnaðar, verða umsagnir um
uppsetningar LA áfram í höndum
Reynis Antonssonar, enda æski-
legt í sjálfu sér að slík skrif komi
frá manni í viðkomandi bæjarfé-
lagi. Það breytir ekki því að vafa-
lítið eiga ýmsar sýningar LA
heima í úrvali bestu sýninga hvers
leikárs. HP óskar svo LA gæfu og
gengis á nýju leikári.
— Ritstj.
Finnum
tilganginn
í lífinu
Vandi vandamálanna í dag er
talinn hið einangraða þjóðfélags-
fyrirbæri fíkniefni. Já, mikil
ósköp, nóg er um þau talað (eða
öllu heldur röflað) en þrátt fyrir
allan talandann sitjum við jafn föst
í skaflinum og áður. Er það skrýt-
ið? Nei, reyndar ekki, en finnst
einhverjum það er það vegna þess
að sá hinn sami er samofinn
heimskunni í þessu öllu saman.
Ha, hvaða heimsku? Jú, þeirri að
halda að fleiri hasshundar, aukin
tollgæsla, víkingasveitir og svo-
kölluð uppfræðsla í fjölmiðlum og
skólum leysi einhvern fíkniefna-
vanda. .
Til að leysa vandann verðum
við að gera okkur grein fyrir að
fíkniefnaneysla er aðeins ein leið
sem þjóðfélagið notar til sjálfs-
flótta. Leið sem ekki er viður-
kennd en er etv. ekki verri en aðr-
ar leiðir s.s. brennivínsdrykkja,
vídeógláp, efnahagshyggja o.s.
frv.
Maður heyrir að eiturlyf séu
vandamál unga fólksins, sbr.
greinina um heróínið í síðasta tbl.
HP. En hverjar eru fyrirmyndir
unglingsins? Eru það ekki foreldr-
ar sem drekka í óhófi eða svo-
kölluðu „hófi"? Eru það ekki fjöldi
fyrirtækja sem svæfa unglingana
með tónlist, spilatækjum, vídeói,
allskyns skemmtunum og tísku-
fatnaði? Þess vegna virðist það í
minnsta lagi heimskulegt að ein-
angra fyrirbærið fíkniefni og e.t.v.
er það hræsni.
Ef talað er um ábyrgðarleysi hjá
unglingum innan þjóðfélags sem
veðsetur framtíð barnanna með
erlendri skuldasöfnun, sem eyðir
allri frjálsri orku í óþarfa hluti, er
ekki eðlilegt að ætlast til þess að
unglingarnir sýni ábyrgð.
Ef þetta er spurning um skiln-
ing, þá getur hver og einn sem
notar áfengi um helgar eða leigir
sér nokkrar vídeóspólur spurt
sjálfan sig, af hverju hann gerir
slíkt. Hver og einn sem skemmir
heilsu sína með því að sækjast eft-
ir lystisemdum í óhófi, getur spurt
sjálfan sig þessarar spurningar, til
þess að skilja, hvernig unglingarn-
ir skemma heilsu sína með dópi.
Hver og einn sem á erfitt með
samskipti nema undir áhrifum á-
fengis, ætti að geta skilið hvers
vegna unglingarnir nota dóp til að
eiga „afslappaðri" samskipti.
Hver og einn sem lifir í tilgangs-
leysi eða bráðabirgðatilgangi ætti
að skilja tilgangsleysi ungling-
anna.
Svo gott fólk, blundar ekki í
okkur löngun til að snúa baki við
heimskunni og finna varanlega
lausn fyrir alla og taka þá fyrir
þjóðfélagið í heild sinni, en ekki
einhver einangruð fyrirbæri inn-
an þess.
Spurningin er hvort þið eruð
reiðubúin að ríða á vaðið og gefa
unglingunum fordæmi. Reiðubúin
að hætta að sulla og hætta að
spenna ykkur upp, hætta að
kvarta yfir tímaleysi sem er ekki
annað en blekking. Reiðbúin að
hafa tilgang í lífi ykkar, tilgang
sem er varanlegur og ekki bund-
inn við húskofa eða fasteign á
hjólum. Reiðubúin að segja al-
þingismönnum frá siðleysi þeirra.
Reiðubúin að gjörbreyta þjóðfé-
laginu svo það líti ekki á manninn
sem hlut, að það þvingi ekki fólk.
Fíkniefnavandinn er ekki orsök,
heldur afleiðing. Afleiðing af þjóð-
félagi sem byggir á þvingunum,
sjálfsflótta og siðleysi. Einungis
með því að gjörbreyta þjóðfé-
laginu og gera það mannlegt,
munu fíkniefnin hverfa, því þá
verður engin þörf á sjálfsflótta,
engin þörf á að deyfa sig.
Lærið að þekkja ykkar innri
mann og lærið að hafa góð sam-
skipti við ykkur sjálf og aðra svo
þið þurfið ekki að flýja raunveru-
leikann. Lærið að losna við óttann
við annað fólk. Gerið þetta fyrst,
farið síðan út til þeirra sem í fíkni-
efnum eru ogsegið þeim það hvað
þið gerðuð og þá fyrst munu þau
hlusta á ykkur en ekki fyrr, því að
í dag hafið þið ekki siðferðilegan
styrk til að fá þau til að leggja eyr-
un við því sem þið segið í alvöru.
Tillaga til úrlausnar er því afar
einföld:
1. Að skilja sjálf og fræða ungl-
>nga um að það er þjóðfélagið
í heild sinni sem veldur vand-
anum.
2. Að eldri kynslóðin (fullorðna
fólkið) sýni fordæmi.
3. Að unglingarnir fái eitthvað í
staðinn. Að þeir læri að ,hafa góð
samskipti. Finni tilgang í lífinu.
Finnist meira gaman að vera vak-
andi en deyfðir. Að stuðla að því
að byggja upp nýtt þjóðfélag og
finna tilgang í því.
Ingibjörn Ólafsdóttir
Kristín Sœvarsdóttir
Þuríöur Vilhjálmsdóttir
leidbeinendur í Samhyggd.
10 HELGARPÓSTURINN