Helgarpósturinn - 19.01.1984, Blaðsíða 14
Lögfrœdingurmn og tenórsöngvarinn Júlíus Vífill í HP-viðtali
Hvernig lídur aðaltenór þegar óperufrumsýningu hefur
verið frestað í tvígang?
„Eins og slytti, “ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, „ég er gal-
tómur. “
Tvívegis er búið að slá frumsýningu Rakarans í Sevilla
á frest. Fyrst vegna óveðurs og svo vegna barkabólgu Krist-
ins Sigmundssonar baritóns sem syngur sjálfan Fígaró rak-
ara. Og fleiri söngvarar hafa fengið aðkenningu afkvefsýki
á þessum umhleypingasama árstíma. Júlíus Vífill fer ekki út
fyrir hússins dyr án þess að troða sér í peysur, smeygja sér
í vatterað vesti og margvefja löngum og þykkum treflinum
um hálsinn. „Maður er orðinn all svakalega nervös, “ segir
tenórinn. „Pað er náttúrlega ekkert í mannlegu valdi að
gera þegar söngvari veikist fyrir frumsýningu. Hinu er ekki
að neita að ég er spœldur. Eg var búinn að œfa, hlaða mig
upp og hvíla mig vel fyrir frumsýningarkvöldið. Ég var upp-
fylltur afkrafti, svo rosalegum að mér kom ekki dúr á auga
um nóttina þegar frumsýningunni var frestað. Pað sama
gerðist í síðara skiptið. Nú býð ég þriðju tilraunarinnar og
reyni að láta dampinn ekki detta niður. “
Priðja tilraunin — frumsýningin — er um helgina.
eftir Ingólf Margeirsson mynd Einar Gunnar
Við ræðum áfram um hið viðkvæma at-
vinnutæki söngvarans, röddina og radd-
böndin.
„Það er ekki hægt að taka neina sjénsa,
þegar aðalhlutverk á borð við Fígaró er í
veði. Maður syngur það ekki nema í topp-
standi," segir Júlíus Vífill. „Það sama gildir
um tenórhlutverk mitt, greifann af Alma-
viva. Þessir náungar verða að vera flottir,
þetta eru engin buffó-hlutverk; þú veist,
meira leikin en sungin, heldur erfið aðalhlut-
verk þar sem verður að beita röddinni til
fulls."
Átta systkini — einbirni þó
Júlíus Vífill Ingvarsson er sonur Ingvars
Helgasonar sem flytur inn m.a. Trabanta og
Wartburga en einnig bifreiðir frá Japan. Júlí-
us vinnur hjá föður sínum þegar hann stend-
ur ekki á senunni og syngur bjarta tenóra
með fallegri (bel canto) röddu, lærðri á Ítalíu.
En meira um það seinna. Snúum okkur dálít-
ið að uppruna Júlíusar Vífils.
,,Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Pabbi er frá Vífilsstöðum, þar sem afi var yf-
irlæknir. Mamma, Sigríður Guðmundsdóttir,
er hins vegar úr Hafnarfirði, þannig að ég er
mezzó-gaflari. Föðurættin er annars að aust-
an. Skrifarðu það líka? Nú, við erum átta
systkinin, fjórir bræður og fjórar systur. For-
eldrar mínir bjuggu á Hávallagötu 44, í lítilli
tveggja herbergja íbúð en þegar ég var smá-
hnokki fluttu þau austur í bæ. Ég varð hins
vegar eftir."
— Vardst eftir?
„Já, þannig er mál með vexti, að við hlið-
ina á okkur bjuggu afskaplega elskuleg, eldri
hjón, Helgi og Aslaug Sívertsen sem ég tók
strax tveggja til þriggja ára ástfóstri við. Ég
kallaði þau alltaf afa og ömmu. Þau voru
barnlaus og komin á eftirlaun þegar þetta
gerðist og þegar foreldrar mínir fluttu varð
það úr að ég byggi áfram á Hávallagötunni
hjá „afa og ömrnu". En auðvitað hafði ég
alltaf samband við foreldra mína og systkini,
þótt ég væri orðinn hálfgert einbirni."
— Hvoru megin lá foreldratilfinning þín?
„Ég hugsa að ég hafi haft meiri foreldratil-
finningu til fósturforeldranna, þótt samband
við foreldra mína hafi alltaf verið mjög náið
og gott. Og bræður mínir voru fyrst og
fremst vinir mínir, fremur en bræður. En
það er af uppeldi mínu að segja, að þau Helgi
og Áslaug áttu fallegt heimili og unnu listum
á einlægan og sannan máta. Þau sóttu mikið
málverkasýningar og konserta og tóku mig
ungan með. Þannig vaknaði áhugi minn á
listum. Þetta var nefnilega geysilega mikil-
vægur þáttur í æsku minni; ég kynntist
snemma listinni sem eðlilegum hluta af líf-
inu, og hef þess vegna aldrei þurft að snobba
fyrir listum eða telja mig hafa meira vit á list-
umenaðrir."
Með tárin í augunum
Þessum orðum trúir undirritaður þegar í
stað. Stutt viðkynning við Júlíus Vífil sann-
færir mann um að hér sé á ferðinni opinri og
einlægur listelskandi sem ræðst í söngverk-
efni sín á afdráttarlausan og kraftmikinn
hátt. Væri hægt að nota orðið ókomplexer-
aður listamaður? Hvað um það, áfram með
smjörið: Hvenær skyldi Júlíusi hafa dottið í
hug^að verða söngvari?
„Ég lagði mig ekkert sérstaklega fram við
söng á mínum æsku- og unglingsárum. Eg
hlustaði aftur á móti mikið á plötur, oft þegar
ég átti að vera að lesa undir próf — þá er
maður svo næmur. Einu sinni í Menntó, þeg-
ar ég stóð í strþngum próflestri, setti ég plötu
með Stefáni íslandi á fóninn — og búmm!
Það var eins og opnun, ég stóð bara á gólfinu
með tárin í augunum, þetta var svo ofsalega
fallegt. Þar með var það ráðið; mig langaði
til að reyna að verða söngvari. Þetta var í
fjórða bekk og á þeim tíma hlustaði ég á all-
an fjárann; eins og hinir þá keypti ég plötur
með Deep Purple og Led Zeppelin og þar
fram eftir götunum. En ég náði mér einnig í
klassíska músík og óperur og þótti dálítið
skrýtinn sem nennti að hanga yfir þessari
músík.
Söngnámið þá var ekki alveg eins að-
gengilegt og það er nú. Ég gekk í söngsveit-
ina Fílharmóníu á menntaskólaárunum og
hafði þá skömmu áður verið í tímum hjá
Snæbjörgu Snæbjarnardóttur. í söngsveit-
inni lenti ég í hóptímum hjá Einari Sturlusyni
og hann hvatti mig eindregið til að halda á-
fram. En eiginlega var ég ekki búinn að gera
það upp við mig, hvort ég vildi fórna öllu fyr-
ir sönglistina, því þannig er þetta einu sinni,
það þýðir ekkert hálfkák;ef maður ætlar út
í söng — eða aðra listgrein — þá verður mað-
ur að fórna öllu. Ég stóð sem sagt með stúd-
entsprófið í höndunum og innritaði mig í lög-
fræði. Hugsaði sem svo: Það er sniðugt að
fara í lögfræði, því þar opnast margar leiðir.
Þetta eru svo stefnumótandi ár, árin í kring-
um tvítugt. Hefði ég hellt mér út í söngnám
á menntaskólaárunum með það eitt í huga
að verða óperusöngvari, hefði ég alveg eins
getað búist við því að verða efnilegur alla
ævi og hafa ekkert upp úr krafsinu, ekki einu
sinni sæmilega menntun. Þess vegna skellti
ég mér í lögfræðina; ef söngurinn klikkaði
hafði ég alla vega góða menntun í bakið."
Lögfrœði
— Pú ert forsjáll maöur, Júlíus?
„Ja, nei, nei. Mér datt t.d. aldrei í hug að
fara út í læknisfræði. Sá aldrei rómantíkina
í þeim fræðum. En varðandi val mitt á lög-
fræðinni þá hafði mér alltaf hrosið hugur við
að setjast bak við eitthvert skrifborð og síð-
an ekki söguna meir. í lögfræðinni eygði ég
sem sagt hina ýmsu möguleika. En hvað um
það. Búið var að vara mig við að fyrsta árið
yrði stíft en síðan væri björninn unninn. Sér-
staklega var mér bent á Sigurð Líndal sem
viðsjárverðan mann. Þessu reyndist alveg
öfugt farið. Lögfræðin var langskemmtileg-
ust á fyrsta ári og þar með léttust og pró-
fessor Sigurður Líndal skemmtilegasti fyrir-
lesari sem ég hef hlýtt á. Sigurði er ekkert
heilagt, hann rabbaði um daginn og veginn,
en gerði mönnum jafnframt ljóst að þeir
yrðu að lesa sitt pensúm. Hin árin sem eftir
fylgdu voru ekki næstum eins skemmtileg,
og mér fannst neikvæður andi ríkja í deild-
inni. Ég gat að sjálfsögðu ekki unað mér við
einn hlut í námi, heldur var á kafi í söng-
námi, Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskól-
anum í Reykjavík og síðar í Söngskólanum
og söng í fjölda kóra. Jafnframt var ég fram-
kvæmdastjóri Úlfljóts og ritstjóri Vöku. En
þannig er ég bara gerður, verð að hafa mörg
járn í eldinum. Já, og ekki má gleyma að ég
vann einnig sem næturvörður á hóteli,
þannig að stundum svaf ég ekki heilu sólar-
hringana. Ég er nefnilega fæddur tvíburi, ég
hleð á mig verkefnum. En þetta var reyndar
á þeim árum þegar ég var einn.“
Nú brosir Júlíus Vífill breitt enda fjöl-
skyldufaðir og reyndar nýorðinn pabbi — í
annað sinn, því hann á einnig tíu ára son.
Á Ítalíu
„Þegar ég hafði lokið við lokaritgerðina í
lögfræðinni — sem ég vann í einum fleng —