Helgarpósturinn - 19.01.1984, Page 18

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Page 18
Heimur fullur af bjór, bjartsýni og vonleysi. Leikarar I hlutverkum sínum I Glsl Brendans Behan: Gisli Hall- dórsson sem Peg, Jóhann Sigurðar- son sem gíslinn, Kjartan Ragnars- son sem ónafn- greindur. Brestir í kassasviðinu — Leikfélag Reykjavíkur sýnir Gísl eftir Brendan Behan I kvöld, fimmtudagskvöld, snýr gamall góðkunningi aftur á leik- húsfjalirnar hér í Reykjavík. Það er Gísl, þetta forkostulega, grát- broslega örlagadrama Brendans sál. Behans, sem Leikfélag Reykjavíkur endurvekur nú rúm- um tuttugu árum eftir að leikritið fór sína fyrstu sigurför um heim- inn. „Það er næstum kunnara en frá þurfi að segja hversu skemmtilegt leikhúsverk þetta er,‘‘ segir Stefán Baldursson, sem leikstýrir verk- inu. „Það er svo laust í forminu, minnir oft á tíðum á losaralega kabarettsýningu, og gefur því leikurunum og öðrum aðstand- endum sýningarinnar ótal tæki- færi til að leika sér frjálslega með leikhúsformið. Við höfum verið að leitast við það upp á síðkastið hér í Leikfélaginu að brjóta upp þetta litla kassasvið sem er okkar hlutskipti og þetta leikrit gefur okkur einmitt tækifæri til að opna allar gáttir, bregða á leik útí sal og komast nær áhorfendum. Þótt Gísl virki á köflum á mann eins og söngleikur má ekki gleyma því að það er djúp og mikil alvara að baki, og ekki minni al- vara nú en þegar leikritið var frumsýnt. Þótt viðhorfin hafi eitt- hvað breyst, á öll gagnrýni leiks- ins því miður við enn þann dag í dag. Brendan Behan sagði eitt- hvað á þá leið að Gísl fjallaði um fánýti hermennskunnar, um fá- nýti þess að fólk þurfi að leggja líf sitt að veði fyrir lítilsverðar skoð- anir og málefni. Ekki rýrir það heldur gildi verksins að Behan skrifar það af eigin reynslu — hann var sjálfur meðlimur í írska lýðveldishernum og sat í fangelsi fyrir að reyna að smygla sprengi- efni yfir til Engiands. Allar þær kyndugu persónur sem koma fyrir í leikritinu og gera það óvenju spennandi fyrir leikara, eru greinilega fólk sem Behan hefur sjálfur hitt á lífsleiðinni, auk þess sem þær eru að meira eða minna leyti spegilmynd hans sjálfs." Það er ekki ofmælt að leikar- arnir í Iðnó gamla brjóti utan af sér litla kassasviðið, því reist hefur verið heilmikil brú sem nær frá sviðinu upp á svalirnár og eru leik- endurnir á þönum þar fram og aft- ur. Það er ungur leiktjaldasmiður, Grétar Reynisson, sem hefur skap- að leikmyndina. Tónlistin skipar einnig veigamikinn þátt í sýning- unni, í verkinu eru hvorki meira né minna en sautján söngvar — enda taldi Brendan Behan óhjá- kvæmilegt að syngja og dansa til að halda athygli bjórbelgdra landa sinna írskra. Það er Sigurð- ur Rúnar Jónsson sem hefur útsett tónlistina sem er af ýmsum toga - írsk þjóðlög, kabarettsöngvar og ballöður. Sigurður tekur jafnframt þátt í sýningunni og spilar á ein sjö-átta hljóðfæri, en annars ann- ast leikararnir allan tónlistarflutn- ing. Stefán Baldursson: „Við reynum að nýta þá tónlist- arkunnáttu sem er fyrir hendi í leikhópnum sjálfum, þeir spila á allra handa hljóðfæri, allt frá mandólínum til matskeiða, og auk þess lögðu tveir leikarar á sig það erfiði að læra á hljóðfæri sérstak- lega fyrir þessa sýningu. Nú hefur kór Leikfélagsins getið sér ágætt orð — næsta skref væri kannski hljómsveit Leikfélagsins... “ Aðalhlutverkin í Gísl leika Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Guðbjörg Thoroddsen. Áuk þeirra bregður fjölmörgum leik- urum Leikfélagsins fyrir í því for- kostulega mannfélagi sem heimur Brendans Behans er — fullur af bjór, bjartsýni og vonleysi... BOKMENNTIR Aö frœöa og skemmta Tómas Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á Islandi 1939-1945. Fyrra bindi. Órn og Örlygur, 1983, 175 bls. Bók Tómasar Þórs um heimsstyrjaldarárin síðari er hin fyrsta í nýjum bókaflokki Arnar og Örlygs um íslenska samtímasögu, er ná skal yfir tímabilið frá 1916/8-1980. Tómas segir í formála að stefnt sé að því að „bóka- flokkur þessi verði við hæfi þeirra er litla sem enga sérþekkingu hafa á sögu þjóðar- innar það sem af er þessari öld. Tilgangurinn er bæði að fræða og skemmta." Útlit og upp- setning fyrstu bókarinnar er í samræmi við þessi' markmið. Bokin er í svipuðu broti og Aldabækurnar vinsælu. Hún hefur að geyma samfelldan texta um nokkra helstu þætti þjóðarsögunnar frá stríðsbyrjun og fram á árið 1942, en auk þess er skotið inn fjölmörgum rammagreinum, m.a. efni úr dagblöðum frá þessum tíma, og bregða margar þeirra upp mjög skemmtilegum skyndimyndum af þjóðlífinu. Dæmi eru frá- sagnir af sprúttsölu, dansleik í Ingólfskaffi og deilum listamanna við Jónas frá Hriflu um það sem hann kallaði „klám-, kassa-, klossa- og klessulist". Þá er geysimikið myndefni í bókinni og hafa margar myndanna ekki birst áður. Er að þeim mikill fengur, margar myndirnar eru mjög góðar og varpa ljósi á það efni sem um er fjallað í textanum. Upp- setning bókarinnar er lífleg og formið sem valið hefur verið virðist líklegt til að þjóna þeim markmiðum er fyrr var frá greint. Höfundum yfirlitsrita af þessu tagi er alltaf nokkur vandi á höndum um það hverjar áherslur skuli setja, hverju skuli sleppt og hvað um fjallað. Þessi vandi er sumpart minni þegar fjallað er um þrengra efni, t.d. þegar fræðimenn reyna að varpa ljósi á og skýra eitthvert tiltekið viðfangsefni. Höfundar almennra yfirlitsrita um þjóðar- söguna verða kannski meira að treysta á sinn eigin smekk. Mér finnst ekki ástæða til að finna að þeim meginlínum sem Tómas Þór leggur í þessu riti. Meginmál bókarinnar skiptist í sex kafla og skiptist hver þeirra í marga stutta undir- kafla. Reynt er að hafa undirkaflana sem sjálfstæðasta og er það í samræmi við stíl bókarinnar; menn geta flett henni og skoðað og lesið einstaka þætti sem áhuga vekja, án þess að lesa hana endilega spjaldanna á milli. Þetta veldur þó óhjákvæmilega endur- tekningum, t.d. er oft sagt frá því að Breta- vinnan hafi orðið til þess að í stað atvinnu- leysis varð skortur á vinnuafli, en af þessu leiddi erfið vígstaða atvinnurekenda í kjara- samningum (m.a. bls. 113,114,117). Gegn þessu er reynt að hamla með ágætum milli- tilvísunum. Texti Tómasar er yfirleitt prýðilegur, skýr og lipur. Fengur er að myndaskrá og skrá um tilvitnanir og heimildir, sem þó hefði kannski mátt vera enn ítarlegri. Frágangur bókarinnar er yfirleitt ágætur, en prentvillur eru óþarflega margar og nokkrar smávillur um staðreyndir hafa flot- ið með. Þannig var Héðinn Valdimarsson aldrei formaður Alþýðuflokksins (bls. 43), Roosevelt var forseti Bandaríkjanna til 1945 en ekki 1944 (bls. 122), atkvæðatölur Al- þýðuflokks og Sósíalistaflokks í seinni kosn- ingunum 1942 hafa víxlast í töflu (bls. 161), og sá sem var kosinn forseti ASÍ 1944 hét Hermann Guðmundsson (ekki Herbert, bls. 111). Þá er Hermann, sem bar sigurorð af alþýðuflokksmanninum Helga Hannessyni í þessum kosningum, sagður hafa verið sjálf- stæðismaður. Hermann, sem var erindreki Sjálfstæðisflokksins 1939-42, segir hins veg- ar sjálfur í Verkamannafélagid Hlíf 70 ára að hann hafi gengið úr Sjálfstæðisflokknum 1942, einkum vegna gerðardómslaganna, og að til forsetakjörsins í ASÍ 1944 hafi hann einkum verið studdur af sósíalistum og nokkrum sjálfstæðismönnum. Hermann var svo þingmaður sósíalista 1946-49, en sagði sig líka úr þeim flokki. Eftir þetta var hann Tómas Þór Tómas- son — þegar á heildina er litið fer þessi nýi bóka- flokkur Arnar og Örlygs vel af stað, segir Ólafur m.a I umsögn sinni. lengi í forystusveit verkalýðshreyfingarinn- ar, en utan flokka. Þá má finna að ónákvæmni á stöku stað, t.d. þegar lýst er persónukjöri í tvímennings- kjördæmum (bls. 155) og þegar sagt er að þingmenn íhaldsflokksins og Sigurður Eggerz hafi stofnað Sjálfstæðisflokkinn 1929 (bls. 43), en Jakob Möller úr Frjálslynda flokknum skrifaði líka undir stofnyfirlýsing- una, þó hann væri ekki þingmaður þá. Þetta síðasta er nefnt hér vegna þess að stundum vanmeta menn þau áhrif sem Frjálslyndi flokkurinn, sem var mjög lítill flokkur, hafði á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þá má nefna að í kafla sem ber heitið „Klofningur í Sjálf- stæðisflokknum1' er skýrt frá því hvernig Ólafi Thors tókst „að bjarga fiokknum frá klofningi" (bls. 15). Vera má, að einhverjir vildu finna að túlk- un Tómasar á stöku stað, t.d. um að klofn- ingur Alþýðuflokksins og ASÍ 1942 hafi orð- ið réttinda- og kjarabaráttu verkafólks til góðs (bls. 112), eðaað ftamsóknarmenn hafi óneitanlega haft mikið til síns máls þegar þeirandmæltu kjördæmabreytingunni 1942 (bls. 156). En frásögn hans einkennist yfir- leitt af hófsemi og hlutlægni, án þess þó að verða þurr. Þær aðfinnslur sem hér hafa verið settar fram eru flestar smálegar. Þegar á heildina er litið fer þessi nýi bókaflokkur Arnar og Örlygs vel af stað. Það er gott markmið að fræða almenning um sögu þjóðarinnar — og skemmta honum svolítið um leið. Það ætti að takast ágætlega með þessari bók. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.