Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.01.1984, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Qupperneq 19
Hugmynda — fljúgandi — kíminn — skarpleikur spjall við Sigurð Pálsson um Jakob og meistarann eftir Kundera „En þegar endurreisnartímanum lýkur hefur vest- rænni hugsun áskotnast viðauki: Þaö er kraftur skynseminnar, efans, leiksins og fallvaltleika alls sem mannlegt er. Á þeirri stundu risu Vesturlöndin hæst. Þegar rússnesk heimska flæddi yfir land mitt, fann ég eins og fyrirósjálfráðri tilhneigingu til þess að baöa mig I þessum anda. Og hvergi finnst mér hann vera jafn samþjappaöur á kröftugan og mikilfenglegan hátt og i þessari veislu skarpleika, klmni og hugmyndaflugs sem er Jakob örlagatrú- ar.“ (Úr formála Kunderas að Jakobi og meistaran- um). Á myndinni: Arnór Benónýsson sem meistarinn, Helgi Björnsson sem Jakob. Hver á að byrja? Byrja þú . . . Um hvað fjallar verkið? Nei, ætlarðu að spyrja eins og allir blaðamenn um hvað verkið fjallar? Það er hræðilega erfið spurning, álíka sígild og það er erfitt að svara henni... Sigurður Pálsson snýr taflinu við að hætti góðra varnarskák- manna: Hvernig ætlarðu að orða þessa spurningu betur? Jæja, hvernig verk er þetta, muldrar blaðamaður forviða. Þetta er hugmynda-fljúgandi- kíminn-skarpleikur, ansar leik- stjórinn. Hva? Við sitjum á Borginni, blaða- maður og Sigurður Pálsson rithöf- undur og leikstjóri, og erum að reyna að hefja viðtal um Jakob og meistarann, leikrit eftir tékkneska útlagaskáldið Milan Kundera sem aftur er byggt á Jaques le Fatal- iste, Jakobi örlagatrúar, skáld- sögu eftir franska upplýsingar- manninn Diderot. Þetta er brjálæðislega einkenni- lega nútímaleg skáldsaga, segir Sigurður. Litli bróðir Birtings eftir Voltaire. Skandall að hún skuli ekki vera til á íslensku. Svo bætir hann við: Ég held að við Kundera höfum ekki ólíkan þenkimáta að því leyti að við unum okkur betur í 18du öldinni en samtímanum — ég er ekki frá því að leikritið sé eins konar saknaðarljóð til Diderots og þeirra félaga, þeirrar lífsnautna- glöðu skynsemi sem þeir áttu, skemmtilegrar blöndu af fílósófíu og tilfinningasemi. Þarf ég nokk- uð að taka fram að þetta er gam- anleikur? Ég tel að það sé heldur engin til- viljun að Kundera skrifar leikritið um það leyti sem Rússar flæða yfir Tékkóslóvakíu 1968. Hann var þá tekinn í karphúsið sem einn af for- sprökkum vorsins í Prag, einangr- aður og gert ómögulegt að starfa, plokkaður út úr uppflettibókum og símaskránni — með öllum ísmeygilegustu aðferðum stóra bróður var sumsé stefnt að því að láta sem hann væri ekki til, þurrka hann út. Kundera segir einhvers staðar að hann hafi lært að meta kímni- gáfuna undir ógnarveldi Stalíns og að æ síðan hafi engin tilhugsun valdið honum meiri skelfingu en að heimurinn missti sinn húmor- istíska sans. Leikritið er enda eins og saga Diderots þrælháðskt og ktmið, skrifað til heiðurs lífs- nautnatrúnni og frelsinu til að leika sér að hugmyndum. Og hverjir eru þá Jakob og meistarinn? Þeir eru parið, húsbóndinn og þjónninn, sem eru gegnumgang- andi í allri hugmyndasögu Vestur- landa — Don Kíkóti og Sansjó Pansa, Svejk og 'Lúkas höfuðs- maður og fleiri sígildar samstæð- ur . . . Jakob og meistarinn undir leik- stjórn Sigurðar verður frumsýnt fimmtudaginn 26ta janúar í Stúd- entaleikhúsinu. Þar er eins og áð- ur blandaður hópur áhugafólks og atvinnumanna sem leggst á eitt um að skapa frísklegt leikhús, en aðalhlutverkin, Jakob og Meistar- inn, eru í höndum tveggja nýút- skrifaðra leikara, Helga Björns- sonar og Arnórs Benónýssonar. Leikmynd og búninga gerir Guðný Richardsdóttir. -EH BOKMENNTIR Hámenningarklám Anai's Nin: Smáfuglar — þýdd af Gudrúnu Bachmann. löunn 1983. Á þeim árum er Lystræninginn var og hét gáfum við félagar út erótískt bókmenntarit er bar nafnið: Lostafulli ræninginn. Ég held það hafi verið Þjóðviljamenn er gáfu því nafnið hámenningarklám — kannski orð að sönnu. Okkar ætlun var að kynna góð- bókmenntir þrungnar erótík, alþýðu jafnt sem hæstaréttardómurum til upplyftingar. Ekki var amast við ritinu enda amaðist það ekki við frímúrurum. í fyrsta heftinu var saga eftir Anai's Nin, þann höfund er skrifað hefur hvað bestan erótískan texta fyrr og síðar. Sú hét Marcel og var úr sagnasafninu Delta of Venus, er Iðunn gaf út í fyrra og bar nafnið Unaðsreitur. í ár gefur Iðunn út seinna erótíska sagnasafn Anai's, Little Birds og nefnist það Smáfuglar. Guðrún Bach- mann hefur þýtt bækurnar báðar. Þegar Unaðsreitur kom út vantaði í bókina tvær sögur. Þær fjölluðu um sifjaspel! og lík- riðil. Það þarf engri sögu að sleppa úr Smá- fuglum — það örlar varla á þeim dularheim- um mannsnáttúrunnar er svo ótæpilega eru kannaðir í Unaðsreit. Þarmeð er ekki sagt að Smáfuglar fjalli aðeins um venjulegt fólk í ástarleikjum. Bestu sögurnar eru fullar af óvæntum atburðum og furðum sálarlífsins. Þetta er enginn amrískur glassúr a la Play- boy. Sögurnar fjalla gjarnan um málara og fyrirsætur þeirra og ein hinna bestu er Myndin. „Málarinn Novalis og María kona hans voru nýgift. Hún var spænsk og hann hafði orðið ástfanginn af henni vegna þess hvað hún líktist því málverki sem hann mat mest, Maja Desnuda eftir Goya.“ En María var spænsk og kaþólsk og smáborgaraleg og leyfði manni sínum aldrei að sjá sig nakta utan einu sinni — síðan þverneitaði hún, Eitt sinn kom hún að manni sínum á vinnustofu hans þarsem hann málaði nakta fyrirsætu. Afbrýðin rændi hana svefni og hún fór að taka inn svefntöflur. Málarinn notaði tæki- færið og málaði hana nakta er hún svaf, en vakandi hafði hún glatað ást hans. Eitt sinn dvaldi hún vikutíma hjá vinum sínum. Þegar heim kom sá hún þetta: ,,Á gólfinu á vinnu- stofunni lá mynd af henni og ofan á henni lá maðurinn hennar og nuddaði sér upp við hana. Hann var nakinn, hárið úfið, limurinn reistur. Svona hafði hún aldrei séð hann áður. Hann hreyfði sig frygðarlega upp við myndina, kyssti hana og strauk milli fóta hennar. Maria hafði aldrei séð hann njóta á þennan hátt, hann virtist viti sínu fjær og allt í kringum hann lágu myndir af henni, nak- inni, þokkafullri, fagurri. Hann horfði á þær með ástríðu og hélt síðan áfram ímynduðum faðmlögum sínum. Þarna naut hann með henni taumlauss unaðar, konunni sem hann hafði aldrei kynnst í veruleikanum. Við þessa sýn fuðraði upp hin niðurbælda munúð hennar, laus úr viðjum. Þegar hún afklæddist birtist honum önnur María, María sem var tendruð ástríðu, skefjalaus eins og á myndunum, bjóðandi líkama sinn blygðun- arlaust, takandi hiklaust við öllum atlotum hans í ákafri þrá þess að afmá myndirnar úr hugarheimi hans, bola þeim til hliðar." Sagan um saffranið er einnig snilldarvel sögð og mætti einhverntíma fjalla um erótíska matargerð í blaði þessu. Guðrúnu Bachmann tekst vel að halda losta og blæfegurð sagnanna í þýðingu sinni og er það ærinn vandi. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.