Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.01.1984, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Qupperneq 23
AFSLÁTTUR HRINGBORÐIÐ I dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson Opinberunarbók Benjamíns Hvaðan berast slík undur og stórmerki? Píslarsaga Gyðing- anna (friðþæging alls mannkyns?) afhjúpun lífslyginnar (hér á landi í Gerzku ævintýri Halldórs frá Laxnesi), ákæra á höfuðklerka og kennimenn þjóðkirkjunnar fyrir skort á trúarsannfæringu og heimóttarskap frammi fyrir Hinu Illa. Allt þetta og miklu meira. Svo sem fall Babýlonar hinnar miklu, sem er sú andlega Moskva sem nær um allan heim. Allt stendur þetta skrifað í Heilagri Ritningu — fyrir 2000 árum, auðskilið þeim sem læsir eru á Guðs orð. El Nin var helzta skurðgoð Babýloníumanna. Altari hans fannst við fornleifagröft í Pergamos í Litlu—Asíu, og var þaðan flutt, fyrst til Berlínar og síðan til Moskvu. Þetta hásæti Satans var Ráðstjórninni fyrir- mynd að grafhýsi Lenins (E1 Nins). —;-------s Tákn nákvæmninnar NACHI KÚLULEGUR ,,Suo sannarlega sem ég lifi, segir herrann drottinn, skal ég ríkjayfir yður með sterkri hendi, útréttum armlegg og fossandi heift. Og ég mun flytja yður frá þjóðunum, og safna yður úr löndunum, þangað sem yður var tvístrað, með sterkri hendi, útréttum armlegg og foss- andi heift og leiða yður inn í eyði- mörkina milli þjóðanna og ganga þar í dóm við yður augliti til aug- litis. “ Hvar standa þessi orð? í gamla testamenti, Ezekiel og Jesaja. Hvað tákna þau? Herleiðingu, tvístrun og píslir Gyðingaþjóðar- innar 2000 árum síðar. „Utréttum armlegg, fossandi heift". Nazistakveðjan, haturs- ræður Hitlers, Goebbels og Gör- ings. Hver var sú óheilaga þrenn- ing? Verkfæri í höndum drottins til að koma fram hefndum á hinni Guðs útvöldu þjóð fyrir brigð hennar við Drottin. „Angistartími Jakobs," þjáning- ar og tortíming Gyðinganna í Evrópu undir lok styrjaldarinnar miklu — allt er þetta fram komið af spádómsorðum Biflíunnnr fyrir 2000 árum. ,,Þá munu menn framselja yður til pyntinga og taka aflífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. “ — Líka þetta (Matt. 24; 1—36) — er það ekki fram komið, 2000 árum síðar? Nægja tvö þúsund ár og tvö fet af ösku? Nægja til hvers? Til þess að beygja svíra hinna Guðs útvöldu til að veita Jesú viðtöku, þegar endur- lausnarinn vitjar aftur hins hrjáða mannkyns? „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár“ syngjum við einir þjóða í þjóðsöngnum (sem Matt- hías orti upp úr Davíðssálmum). Þetta mun vera réttur skilningur á tímatali Biflíunnar. Jesús reis upp frá dauðum á þriðja degi. Reiði Guðs hefur staðið í 2000 ár. Upp- risan, Guðsríkið er í nánd . ,,En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hœtta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himn- anna birtast. Þá mun tákn Manns- sonarins birtast á himni og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi... Himinn ogjörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða" (Matt 24■ 1-36). Úranos á grísku þýðir himnar. Kraftur himnaefnisins er kjarn- orkan. Kraftar himnanna munu bifast þýðir að kjarnorkan er leyst úr læðingi, kjarnorkusprenging- ar. Fyrir 2000 árum bjó höfundur þessara spádóma yfir þekkingu, | sem vísindamenn nútímans öðluðust fyrst nýlega. Hvað þýðir það? Biflían er Orð Guðs, hins al- vitra og almáttuga, en ekki mann- anna verk. Sú kirkja, sem ekki skilur þetta, viðurkennír og boð- ar, er heiðinn dómur. Vituð ér enn, eða hvat? Nachi legur er japönsk gæóavara á sérsaklega hagstæöu verói. Allaralgengustu tegundir fáanlegarálager. Sérpantanir eftir þörfum. HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 85656 OG 85518 UMFERÐARMENNING STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. IUMFERÐAR RÁÐ föndur. Glataða kynslóðin hans Ólafs Hauks virtist engu hafa að glata. Það verður því enginn hér- aðsbrestur þótt hún týni sjálfri sér. Samt komu út nokkrar góðar bækur. En engin á borð við Benja- mínsbók. Hún er ein, án saman- burðar. En hvernig ber að taka svona bók? Hún er þrungin þekkingu og lærdómi. Höfundurinn er einn úr hópi fárra útvalinna lærdóms- og menntamanna á okkar tíð, sem hafa miklu að miðla. Hagfræði- kaflinn er hreint afbragð. Ritgerð- in um „kjarabaráttu og þjóðfélag" er það bezta sem um það efni hef- ur verið skrifað á íslenzku; harm- saga hins unga lýðveldis, skilin djúpum skilningi. En ég spyr enn: Hvernig ber að taka svona bók? Hin eiginlega opinberunarbók (IV og V hluti: Egummig og trúmál) er handan míns þekkingarsviðs. Mér virðist sem höfundurinn hafi orðið fyrir trúarreynslu líkt og Páll frá Tarsus. Af þeim rótum er runnin sú sannfæring, sem reist er á bjargi. Þar er ekki töluð nein tæpitunga við hálfheiðna kirkju eða afvegaleiðendur æskunnar (skurðgoðadýrkendur hinnar nýju Babýlonar). Mættum við hundheiðnir efna- hyggjumenn trúlausrar aldar biðja höfuðklerka og kennimenn (a.m.k. Sigurbjörn og Þóri Kr.) að láta ljós sitt skína, en setja það ekki undir mæliker. Marxista þarf ekki að kveðja til sögu. Þeirra er hið útbrunna skar. En þessi bók á ekki að liggja í þagnargildi. Eða hvað segja fræðimennirnir um þetta: „Kæmi Jesús með „nýtt vín“ til Reykjavíkur og vildi fá inni í blöðunum með það, þá er það fyrirfram gefið mál, að það mundi ekki ganga. Morgunblaðið hefur að vísu lýst því yfir, að það sé sverð og skjöldur kristninnar í landinu. En þeir Matthías og Styrmir myndu áreiðanlega standa sem veggur gegn birtingu slíkra skrifa. Sökum fyrirvitundar sinnar myndi Guð að sjálfsögðu sjá svo til, að nýtt dagblað yrði stofnað, svo að Jesús gæti birt skrif sín, hið nýja vín. Hvaða nafn gæti maður hugsað sér að blaðið fengi: Nýr belgur? Vínpressan? Rauð.. Nei, nú hætti ég. Annars gæti ég valdið ótímabœrum skiln- ingi. “ í Opinberunarbók og af spá- dómum Jeremia má ráða að reiði Guðs mun beinast að Babýlon og djöfladýrkun hennar á vorum dögum. Og samkvæmt dæmisög- unni um Davíð og Golíat mun Risaveldið fá stein í ennið (haf- stein). „Það mun nægja. Þegar því er lokið mun mannkyn allt anda léttar.“ Og Dómsdagur, Ragnarök, End- urfæðing — allt er þetta í nánd. Með fullri vissu. Það stendur skrifað. Og ekki bara einhvern tíma, heldur núna. Því að nú eru liðnir sex dagar (6000 ár) hjál- præðisvikunnar og því komið að hvíldardeginum. Enn er spurt: Hvaðan berast slík undur og stórmerki? Guðs Orð? Já, eins og það er skilið réttum skilningi í opinberunarbók Benja- míns: EG ER. Hver var Benjamín? Yngsti son- ur Jakobs, albróðir Jóseps, hin týnda ættkvísl ísraels. Nafnið merkir hamingjusonur, haft um þjóðflokk sem bjó „hægra megin“ á fljótsbakka. í trúarjátningunni er sagt: „ — og situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs...". Sitthvað er gefið í skyn um að íslendingar kunni að vera hin týnda ættkvísl. Dr. Benjamín H. Eiríksson birt- ist okkur sem hagfræðingur, efna- hagsráðgjafi ríkisstjórna, ^rithöf- undur, spámaður. Bók hans ÉG ER, er engri annarri lík. Hún er einstök í samanlögðum íslenzkum bókmenntum, ef ekki heimsbók- menntum. Hún er ritgerðasafn fremur en ævisaga; samt er hún öðrum þræði ævisaga, saga mikillar ævi. Og Opinberunarbók er hún. í samanburði þótti mér aðrar venjulegar bækur þurmur þrett- ándi. Ævisögur stjórnmálamanna misfánýtt hjal. Skáldskapartil- burðir yngri höfunda bragðlítið HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.