Helgarpósturinn - 19.01.1984, Síða 25

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Síða 25
Vörður L. Traustason lögregluþjónn og á neðri myndinni er Vagn Kristjánsson bifreiðarstjóri og spurði við hvern það talaði? Vörður heiti ég, var svarið. Þá átti fólk til að segja, svolítið pirrað: Já, ég veit það, en við hvern tala ég . . . Það eru nú orðin þó nokkur ár síðan þetta var og fólk hér á Ak- ureyri alveg hætt að kippa sér upp við nafnið." Stofnfélagi á Hreyfli — Vagn Kristjánsson bifreiðarstjóri Ofarlega á starfsaldurslista leigubílastöðvarinnar Hreyfils er bifreiðarstjóri sem heitir því ágæt- lega viðeigandi nafni Vagn Krist- jánsson. Vagn hóf störf á Hreyfli í ársbyrjun 1944, telst því einn af stofnfélögum stöðvarinnar og hef- ur starfað þar lengstum síðan — „haft þar stöðvarpláss," eins og hann orðar það sjálfur. „Afi minn, sem hét Vagn Eiríks- son, sá mér fyrir nafninu og síðan hefur það gengið áfram í ættinni til barnabarnanna minna — ég á til dæmis sonarson og alnafna norður á Akureyri. Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirðinum og þar var nokkuð um að menn hétu þessu nafni í mínu ungdæmi. Þeg- ar ég var um tvítugt flutti ég suður á mölina, tók þar meiraprófið fljótlega og hef ekið síðan." En hafði nafnið einhver áhrif á það að Vagn ákvað að setjast við stýrið? Vagn hlær að tilhugsun- inni: „Nei, það held ég ábyggilega ekki. Maður var bara spenntur fyrir bílum á þessum árum og síð- an hefur þetta verið eins og hver önnur vinna. Hins vegar get ég ekki neitað því að ýmsum hefur þótt svolítið kyndugt að ég skuli heita Vagn og starfa við akstur, en það hefur nú verið meira í gríni en alvöru. En ég hef aldrei þurft að kvarta neitt undan nafninu — það er svo sérkennilegt og sjaldgæft að menn hafa ekkert þurft að hafa fyrir því að finna á mig alls konar uppnefni eins og á alla Jónana og Guðmundana." var ekki lengi að taka við sér, kom1 fram og spurði hvort hér væri nokkur Arinbjörn. Síðan hef ég stundum verið kallaður þessu nafni og ekkert verið að amast við því.“ Því má kannski bæta við að þeim feðgunum Loga og Sigur- birni Eldon er fleira til lista lagt en arinhleðsla og múrverk. Báðir mála þeir „sér til hugarhægðar í skammdeginu" og héldu saman málverkasýningu í Ásmundarsal síðastliðið vor — það er sumsé fleira sem gengur í ættir en þessi óræðu tengsl við eldinn .. Átti að heita Regína Petrína — Regína Rist fótsnyrtisérfræðingur „Ég heiti einfaldlega Regína eft- ir henni Iangömmu minni,“ segir Regína Rist, sem í simaskránni er titluð fótsnyrtisérfræðingur. „En ættarnafnið okkar systkinanna er komið frá föður okkar, Lárusi Rist sundkennara. Upprunalega mun það víst vera komið frá Dan- mörku og Þýskalandi. Við erum talsvert mörg sem berum þetta nafn núorðið, bræður mínir tveir auk mín og börnin þeirra. Nei, ég man ekki eftir því að mér hafi verið strítt á nafninu, það væri frekar að ég hafi notið þess vegna föður míns. Það hefur held- ur aldrei farið neitt í taugarnar á mér, þótt það sé svolítið óvenju- legt — en fyrst átti ég reyndar að heita Regína Petrína og það hefði ég ekki kært mig um.“ En nafnið, Rist, hafði það ein- hver áhrif á starfsval Regínu? „Nei, nei, það er víst alveg ör- uggt að nafnið breytti engu til eða frá um cið ég fór að læra fótsnyrt- ingar. Ég hef aldrei litið þannig á málið, ekki fremur en ég er vön að hugsa um nafnið mitt þegar ég geng framhjá rist á göturæsi eða þegar ég rista mér brauð . . . Ég hef heldur ekki orðið vör við að fólk velti þessu mikið fyrir sér — það er frekar að það spyrji mig að því hvort ég sé nokkuð dóttir hans Lása gamla Rist.“ Þótt Regína sé titluð fótsnyrti- sérfræðingur í símaskránni og sé menntuð sem slík frá Svíþjóð, starfar hún ekki nema endrum og eins á þeim vettvangi — „þá helst í tengslum við kvenfélög," segir hún sjálf. Hvundags starfar hún á öðru sviði heilbrigðismálanna, á sótthreinsideild Borgarspítalans. — Vörður L. Traustason lögregluþjónn á Akureyri „Ég veit nú ekki alveg hvernig á því stendur, en það var pabbi sem vildi endilega láta mig heita þessu nafni. Ég veit ekki hvort hann hafði eitthvað sérstakt í huga eða hvort honum fannst það einfald- lega fallegt," segir Vörður Traustason, 31 árs gamall Vest- manneyingur, nú starfandi sem lögregluþjónn á Akureyri. Svo bætir hann við: „Auðvitað kom það fyrir að mér var strítt á þessu sem krakki og kallaður dyra-vörður, hús-vörður og fleira í þeim dúr, en ég man nú ekki til þess að ég hafi látið það slá mig mikið út af laginu. Nú er það náttúrlega óvenju vel við hæfi að lögregluþjónn heiti Vörður — réð nafnið einhverju um starfsval Varðar? „Nei, nei, biddu fyrir þér. Það er ekki nafninu að kenna að ég varð lögreglumaður, síður en svo. Ég starfaði sem bifvélavirki áður og langaði einfaldiega að breyta til, prófa eitthvað nýtt og það var sennilega bara hver önnur tilvilj- un sem réð því að ég fór í lögregl- una.“ Og hvernig er svo að vera Vörð- ur lögreglumaður? „Nú,eðlilega er ég oft kallaður Vörður laganna, kannski ekki síst af því ég heiti fullu nafni Vörður Leví Traustason og á það til að skrifa Vörður L. undir skýrslur. Svo var það fyrst þegar ég byrjaði hérna að ég átti svolítið erfitt með að fá fólk til að trúa þessu — það kom fyrir að fólk hringdi á stöðina — T-'1 Gaukur á Stöng veitingahús, Tryggvagötu 22, sími 11556 RÍt— HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.