Helgarpósturinn - 08.03.1984, Side 3
Frá
verksmióju-
dyrum til
viötakenda
Skipadeild Sambandsins hejur um þrjú hundr-
uð stajsmenn á sjó og landi, sem sjá um að
Jlytja vörur heim og heiman. Þá eru ótaldir um-
boðsmenn okkar og samstaijsaðilar erlendis.
Sérþekking og hagræðing gerir okkur kleijt að
bjóða hagstæð Jlutningsgjöld.
Þú getur verið áhyggjulaus — við komum vör-
unni Jrá verksmiðjudyrum til viðtakenda.
ViðJlytjum allt, smátt og stórt.Jyrir hvern sem er,
hvert sem er.
Þú tekur bara símann og hringir.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200
Bonn, Berlín,
Listmunahúsið
☆ „Þetta byrjaði allt með
sýningunni úti í Berlín og
Bonn s.l. haust,” segir Sig-
urgeir Sigurjónsson Ijós-
myndari. Hann og vinur hans
og kollegi, Guðmundur Ing-
ólfsson, opnuðu Ijósmynda-
sýningu í Listmunahúsinu
s.l. laugardag og stendur
sýningin til 18. þ.m. Við gef-
um Sigurgeiri aftur orðið:
,,í sambandi við heimsókn
forseta íslands til V.-Þýska-
lands í nóvembermánuöi á
fyrra ári, var okkur Guð-
mundi boðið að halda Ijós-
myndasýningu í Bonn og
Berlín, tengda íslenskum
menningardögum. Flugleiðir
keyptu alla sýninguna í
Berlín og talsvert seldist í
Bonn. Myndirnar í Listmuna-
húsinu eru því afgangurinn
frá Bonn-sýningunni að við-
bættum nýjum Ijósmyndum.
Alls eru myndirnar um 70,
bæði í svart-hvítu og lit og
sý.ningin sölusýning. Þarf ég
að bæta einhverju við?” Viö
svöruðum spurningunni neit-
andi, báðum Sigurgeirað
stilla sér upp við gömlu Ijós-
myndavélina sína og smellt-
um af honum mynd. Vonandi
prentast hún vel og verður
kannski sýnd í Bonn. Eða
Berlín. ★
I ☆ Umdaginnvarhaldin
1 ráðstefna um fíkniefni og
I fjölskylduna í Norræna hus-
I inu. Fluttir voru margir fyrir-
. lestrar og almennar umræö-
I ururðuílokinþarsemfynr-
o f\/rir Qvnr-
Ul ui uu i ■ i- -
lesarar sátu m.a. fynr svor-
I um. Einn fyrirlesaranna var
Þórarinn Tyrfingsson, yfir- .
I læknir sjúkrastöðvarinnar að j
• Vogi. Sumiráheyrendavoru
, qreinilega þjóðfélagslega |
| þenkjandi og spurðu mjog i
anda félagshyggju. Einn
I þeirra, sem talsvert haföi
1 haft sig í frammi, beindi eftir
I farandi spurningutil
* Þórarins: „Hvernig er það,
I finnst ykkur ekki nær að
breyta þjóðfélaginu sem
■ framleiðir alla þessa alka og
I eiturlyf jasjúklinga i stað
þess að vera alltaf að reyna
I að lappa upp á þá og senda
* þá aftur út í þetta sjuka þ)oð-
i félaa7” Þórarinn reis sein-
l lega á fætur, tók míkrafonmn
. og sagði þurrlega: „Þegar eg
ermeöáfengissjúklingfynr
framanmigsemeraðfa
I deliríum tremens og krampa,
• þá hef ég því miður ekki tima
l til að breyta þjóöfélaginu.
I Síöan settist yfirlækmrinn og
fékk ekki fleiri félagslegar
I spurningar þann dagmn. ★
I
I
I
I
I
I
I
l
I
Er byltingin ykkar í
hættu?
Við eigum í stríði, sem ekki hefur verið lýst yfir, en er raun-
verulegt stríð engu að síður. Griðarlegurh fjármunum er veitt,
m.a. í gegnum bandarísku leyniþjónustuna og Bandaríkja-
stjórn, til kaupa á hergögnum handaskæruliðum og til að koma
upp flugvöllum og annarri aðstöðu fyrir lið fjandsamlegt Nic-
araguastjórn - 73 milljónum dollara pau þrjú ár sem liðin eru frá
því að þessar árásir hófust.
- Það er sumsé stríð?
Það rikir stríðsástand. Hingað til hefur okkur tekist að halda
átökunum við landamærin, en það er unnið leynt og Ijóst að því
að koma af stað borgarastríði innan Nicaragua. Við búum við
daglegar árásir frá Costa Rica og Hondúras, njósnaflugvélar
fljúga daglega yfir og við óttumst það að hættan á erlendri
ihlutun aukist stöðugt. En þjóðin vill reyna allt til að forðast
stríð; við ráðum ekki yfir sömu möguleikum i landvörnum og
fjandmenn okkar til að ráðast á okkur. Andstæðingar okkar eru
búnir nýtisku vigvélum, en á móti því teflir Nicaragua takmörk-
uðum herbúnaði og vopnum og eindregnum vilja meirihluta
þjóðarinnar til að verja byltinguna. Ef kæmi til beins stríðs milli
Nicaragua og Bandaríkjanna yrði það eflaust langvinnt og
myndi kosta miklar fórnir og eyðileggingu - en við myndum
hafa sigur að lokum.
- Þið eigið líka í öðru stríði, áróðursstríði sem fer fram i
f jölmiðlum á Vesturlöndum, þar sem heldur betur hallar á
ykkur, finnst manni?
Við höfum náttúrlega lítið að gera í alla þá fjármuni og ítök
sem Bandaríkjastjórn ræður yfir. Það eru notuð flest ráð til að
sverta það sem áunnist hefur i Nicaragua. Við reynum að
verjast þessum árásum af fremsta megni og leggjum áherslu á
það að land okkar er opið hverjum þeim sem vill koma og
fylgjast með því sem þar er að gerast.
- Nú er ákveðið að kosningar fari fram í Nicaragua 4ða
nóvember á þessu ári. Eru þær haldnar vegna þrýstings
frá erlendum ríkjum?
Nei. Við höfum að vísu tekiðfullt tillit til tilmæla erlendra vina
okkar, til dæmis i alþjóðasambandi sósialista, um að ráðlegt
væri fyrir okkur að halda kosningar. En fyrst og fremst eru
kosningarnar haldnar vegna aðstæðna innanlands. Við álítum
að kosningar séu tímabærar núna vegna þess að við treystum
því fólki sem nú hefur lært að lesa og skrifa - ólæsi hefur á
skömmum tíma minnkað úr 52 prósent í 12 prósent- til að velja
sér þá fulltrúa sem það á skilið.
- Nú er haldið uppi gagnrýni á Nicaraguastjórn fyrir
ritskoðunartilhneigingar og skort á tjáningarfrelsi?
Þess ber að gæta að það eru viss andstöðuöfl innan Nicara-
gua sem taka eingöngu mið af hagsmunum erlendra aðila, en
ekki þjóðarinnar - fjölmiðlar sem vinna leynt og Ijóst að þvi að
grafa undan því sem áunnist hefur og afbaka raunveruleikann.
Þessum fjölmiðlum er ekki lokað, en lögð áhersla á að frétta-
flutningur þeirra, til dæmis af hernaðarframkvæmdum og iðn-
aðaruppbyggingu, sé í samræmi við raunveruleikann. Viðget-
um nefnt sem dæmi stærsta stjórnarandstöðublaðið, eitt
stærsta dagblað i Nicaragua: Það birti stóra frétt um það að
mestöll sykurframleiðsla Nicaragua væri flutt til Kúbu og því
hefði almenningur ekki nóg af sykri. Þetta á sér enga stoð í
raunveruleikanum og mikilvægt fyrir okKur á þessu stigi máls-
ins að reyna að koma í veg fyrir lygafréttir af þessu tagi. En nú
eru kosningar á næstaleitiog því hefurveriðákveðiðað rýmka
tjáningarfrelsið til muna þannig að þær geti farið fram á sem
lýðræðislegastan hátt. Annars vil ég benda á það að Bandaríkja-
menn geta í raun trútt talað um tjáningarfrelsi: Thomas Borge,
innanríkisráðhj Sandinistastjórnarinnar, var nýlega boðið i
fyrirlestraferð til Bandarikjanna á vegum Berkeley-háskóla.
Honum var neitað um vegabréfsáritun. Sendinefnd frá Nic-
aragua var á ferðinni í Bandaríkjunum fyrir nokkru. I ferðinni
voru tekin alls 37 viðtöl við nefndina. Að lokum varð það raunin
að ekkert þeirra birtist.
- Nú er byItingin bráðum 5 ára. Hvað hefur áunnist?
Stærsti áfanginn var auðvitað sá að ná sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarrétti, að firra okkur sífelldri erlendri íhlutun og létta
þeirri efnahagslegu undirokun sem var á tíma Somoza-stjórn-
arinnar. Nú getum við loks einbeitt okkur að því að nýta auð-
lindir landsins i þágu þjóðarinnar, en ekki einhverra útlend-
inga. Fyrir utan stórt átak í heilbrigðis- og menntunarmálum á
sér nú stað gríðarmikil uppbygging í iðnaði og landbúnaði.
Þetta eru stórverkefni sem krefjast mikils fjármagns, sem er
erfitt vegna stríðsrekstursins og almennrar fátæktar. Við eig-
um marga góða vini erlendis sem hafa komið til hjálpar - ekki
bara Kúbumenn og Sovétmenn einsog sumir virðast halda -
og öll hjálp er vel þegin. Ég gæti til dæmis imyndað mér að
íslendingar gætu veitt okkur ómetanlega aðstoð á sviði fisk-
veiða og jarðhita. _EH
Egda Velez er fyrsti sendiráðsritari í sendiráði Nicaragua í Stokk-
hólmi, en sendiherrann þar er eiginmaður hennar. Hún er sálfræðingur
að mennt, en hefur starfað í Stokkhólmi i tæp tvö ár. Hún er stödd hér á
landi þessa dagana i boði ýmissa samtakatil að kynnamálstað Sand-
inistastjórnarinnar í Nicaragua, ávinning byltingarinnar þar og þær
hættur sem aö henni steöja frá hinum stóra granna í noröri.
HELGARPÓSTURINN 3