Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 9
stöðvar SÁÁ byggir á grunni AA- samtakanna og litið er á starfið í stöðvum SÁÁ sem undirbúning að þátttöku alkóhóiistanna í fundastarfi séimtakanna. Þessi samvirkni hefur skilað sér í gríð- arlegri fjölgun AA-deilda hér á landi síðustu árin, sérstaklega þó eftir að sjúkrastöð SÁÁ á Silunga- polli tók til starfa 1978. Árið 1972 voru aðeins tvær AA-deildir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. í dag eru þær 60-70! í meðferð- inni er eindregið mælst til þess að fólk sæki AA-fundi reglulega að lokinni meðferð. Reynslan kennir alkóhólistum að slái þeir slöku við í fundasókn þá sé voð- inn vís. Og þetta er alkóhólistum í meðferð sagt oft á dag. Samkennd og óœskileg rómantík Á milli funda og fyrirlestra á Vogi spjallar fólkið saman. Hér og þar í húsinu hefur dönsku stól- unum verið raðað saman og í þeim bera litlir hópar fólks sam- an bækur sínar. Það kynnir sig óspart fyrir nýliðunum og er ótrúlega opinskátt. Hvergi á landinu hef ég hitt íslendinga, drukkna eða ódrukkna, sem eru jafn óhræddir við að opna sig og tala frítt. Þessi opnu samskipti líkjast því þegar ófærð þjappar vegfcnendum nær náunganum, þegcir fólk verður veðurteppt saman í vetrarveðrum. Ókunnug- ir verða málkunnugir og jc.,nvél vinir. í þeim tilvikum - eins og raunin er á Vogi - sitja allir í sömu súpunni. Samskiptin eru svo opin og trúnaðurinn svo mikill að maður veit ekki fyrri til en einhver er búinn að segja manni alla ævi- sögu sína. Við þessar aðstæður myndast sterk vináttubönd á nokkrum dögum og þau eru litin jákvæðum augum, svo lengi sem þau eru talin gagnleg. Um ,með- ferðarrómantíkina” gegnir öðru máli. Hún er vel þekkt fyrirbæri en illa séð. Það er algengt að fólk af gagnstæðu kyni fari að trúa hvort öðru fyrir ýmsu í meðferð- inni og að gagnkvæm hrifning skapist. í fyrirlestrum er fólk var- að við þessu vegna þess að það er talið taka athyglina frá með- ferðinni. Fólki er sagt að það eigi fullt í fangi með sjálft sig og eigi ekki að hugsa um aðra, að það sé skynsamlegast fyrir alla aðila að mynda ekíd tilfinningasambönd á þessum tíma. Þann sólarhring sem ég dvaldi á Vogi virtist mér smá stríðni og glens vera látið nægja í rómantík og kynferðis- málum. Það, og klúrir brandarar: „Sjálfs er höndin hoilust,” til dæmis. Hvaða séns eiga þau? En hver verður árangurinn hjá fólkinu? Hvaða séns á t.d. strák- urinn tvítugi utan af landi sem ég hitti? Hann veit ekki cilveg hvort hann er alkóhólisti en þar sem ýmislegt bendir til þess, sérstak- lega þó mikil drykkja hjá honum og cilkóhólismi í ættinni, tekur hann enga sénsa og gerir ráð fyrir því að hann sé það. Hvaða séns á hann? Eða 27 ára konan sem var búin að halda í mörg ár að hún væri geðveik og ganga til sál- fræðings út af því; hvaða mögu- leika á hún? „Eg sagði sálfræð- ingnum náttúrlega aldrei að ég drykki svona ofsalega,” sagði hún mér á Vogi. Tólf árum áður hafði ég hitt þessa sömu stelpu þegar ég vann í þorpi úti á Iandi. Þá vann hún í mötuneytinu þar sem ég borðaði. „Uss, blessaður vertu, ég var farin að drekka þá,” segir hún. „Ég drakk bara á virk- um dögum þegar enginn var að pæla í því, en ekkert um helgar, bara til að sýnast.” En hassdíler- inn sem segir að þetta sé bar- átta upp á líf og dauða hjá sér núna. Á hann séns? Hann dreif sig í meðferð þegar hann sá að alkó- hólisminn hafði náð yfirhönd- inni. Hann Vcir að tapa leiknum. „Ég var farinn að klikka svo oft í dílingum, farinn að gera fleiri og fleiri mistök.” Hann var búinn að vera í amfetamíni og kókaíni, og notaði núna tækifærið í meðferð- inni og hætti að reykja tóbak líka. Hann er dæmi um þá tegund vímuefnasjúklinga sem hefur far- ið ört f jölgandi á meðferðarstofn- unum hin síðari ár, og fá sömu meðferð og áfengissjúklingamir: Vímugjafinn er tekinn frá þeim og þeim bent á aðrcir leiðir til að fá „kikk” út úr lífinu, kennt að nota aðrar aðferðir til að leysa sín mál. Hvað á dílerinn mikla möguleika á því að ná aftur upp baráttuvilj- anum og sjálfsvirðingunni sem áfengið var búið að brjóta niður? Eða skrifstofustúlkan, rafvirkinn, kennarinn og læknirinn? ,A síðustu sex árum hafa 25-30% náð þessu í fyrstu um- ferð,” segir Brynjólfur Hauksson læknir. ,Tyrsta umferð innifelur í langflestum tilvikum frsimhalds- meðferð líka. Fimm til tí'u prósent ná þessu í annað skipti.” Frá því sjúkrastöðin á Sogni var sett á laggimar hafa um 4000 rnanns innritast í meðferð hjá SÁÁ. Inn- ritcuiir þessara 4000 einstaklinga síðan em um 6500. „Það er meira en að segja það og það gengur ekkert hjá manni nema maður vilji það sjálfur,” segir einn sjúklingurinn við mig á ganginum. Við vorum að tala um einn sjúklinganna sem hafði fengið vilyrði foreldra sinna fyrir því að þau myndu hjálpa honum að kaupa sér íbúð ef hann stæði sig. Undanfarið hefur hann sofið flestar nætur í Hverfissteini, cuin- að hvort bankað þar upp á eða verið hirtur af Hlemmi, þar sem hcinn dvelur langtímum saman. Ég spurði hann sjálfan hvort hann langaði í íbúð. ,Ja, það væri fínt að eiga einhvem stað tíl að geta djúsað á,” sagði hann. Það var eins og hann nennti varla að standa í þessu. En hann átti eftir nokkra daga af meðferðinni og honum getur þess vegna hcifa snúist hugur núna. „Ég veit ekki um betri meðferð á alkóhólisma,” segir Brynjólfur Hauksson, „og ég held það sé erf itt að ná árangri nema skýr- greina þetta sem afmarkaðan sjúkdóm. Það gengur ekki upp að skýrgreina þetta sem afmarkað- an aumingjaskap þeirra sem verða alkóhólistar - það er sjúk- dómurinn sem breytir karaktem- ,um. Margir hafna þessu en þeir sem taka þessu drekka ekki aftur.” „Ég er búinn að skoða öll helstu trúar- og heimspekisyst- em sem til em,” segir hassdíler- inn sem ég talaði við, „og það höfðar ekkert þeirra jafn mikið til mín og kenningar Martinusar, sem var Dani, nýlátinn. Hann miðaði kenningar sínar við þarfir þeirra sem höfðu enga fótfestu í lífinu lengur vegna pælinga sinna. Kenningar AA-samtak- anna em byggðar á svipuðum gmnni. Þetta er púra mannrækt.” HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.