Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 7
MAÐUR TIL MEÐFERÐAR Sólarhringur blaðamanns á sjúkrastöð SÁÁ eftir Hallgrím Thorsteinsson myndir Jim Smart Þetta er erfiður tími, tími uppgjörs. Meðferðin tekur 10 daga og það eru allt skuldadagar. Hér er sagt við alkóhólistana að þeir eigi þetta inni hjá sjálfum sér. Þeir einir geti borgað sér þessa skuld, sem hefur hlaðist upp með árunum, enginn annar geriþað fyrir þá. Sjúklingarnir verða að kasta öllum syndum sínum gagnvart öðrum bakvið sig á meðan þeir eru að gera upp eigin reikning. Þegar þeir koma er innistœða þeirra oftast nœr engin. Það er allt búið að vera eða á góðri leið til andskotans. Aðstoðin felstí því að hjálpa þeim að byrja að mynda sérnýja innistœðu hjá sjálf- um sér, hjálpa þeim að byrja nýtt lífán áfengis eða dóps. „Það er meira en að segja það,” er orðtak sem heyrist oft á Vogi, sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog. En hér, eins og alls staðar annars staðar, eru orð til alls fyrst. Hér eru það bara orð eins og ótti, hroki, sektarkennd, kvíði, blekk- ingar, spenna, lygi, rugl. Þetta eru þung orð og þau eru notuð hvað eftir annað á Vogi; í fýrirlestmm, á grúppufundum, AA-fundum á kvöldin og í einkasamtölum. Með þessum orðum er heimur alkó- hólistans greindur og það er bæði óþægilegt og erfitt fyrir sjúklingana að horfast í augu við það, að þau eigi við þá sjálfa, hvað þá viðurkenna það fyrir öðrum. Eftir að blekkingaheimur alkóhólistans hefur verið tættur niður og ekki stendur steinn yfir steini, er honum svo rétt upp í hendumar apparat sem hann hefur hingað til haft lítið af að segja í baráttunni við Bakkus, og það er vonin. Að berjast fyrir lífi sínu Hann gutlar með skeiðinni í baunasúpunni í hádegismatnum á sprengidag og horfir niður í borðið. ,JÞú lítur miklu betur út í dag,” segir félagi hans hinum megin við borðið, „það er allt annað að sjá þig.” „Það er líka furðulegt hvað maður er,” svarar hann. Hann er um fertugt og andlitið leynir eng- an veginn sukksamri fortíð. ,Alveg furðulegt hvað maður þó er miðað við það helvíti sem maður er búinn að drekka ... alveg frá fermingu.” Hingað kom hann beint af sjúkrahúsi. „Hvað var að þér?” spyr ég. „Það var bara drykkja. Eg var með ein- hvem fjandans verk hérna í bak- inu og ég hélt kannski að þetta væru nýmn, en svo fundu þeir ekkert að nýmnum. Ég hiýt bara að hafa dottið svona svakalega á bakið.” Hann hefur verið áður í meðferð og er núna á öðrum degi í prógramminu. Hann lítur upp úr súpunni. „Vitiði það, að nú hef ég trú á því að þetta fari eitthvað að ganga hjá mér,” segir hann. ,ý>að er flott,” segir félagi hans. í kringum okkur í matsalnum í nýju sjúkrastöðinni sitja rúmlega 40 sjúklingar að snæðingi við nokkur hringlaga borð. Borðin eru hluti cif danska húsgagnasett- inu sem var keypt í stöðina og olli svo hávæmm deilum úti í þjóðfé- laginu í haust. En það er ekki ver- ið að tala um svoleiðis smámál yfir matnum, heldur aðalmálið. Sjúklingamir segja hver öðrum drykkjusögur af sjálfum sér og öðmm, velta fyrir sér hvað þeir hafi þegar tileinkað sér í pró- gramminu, og gera góðlátlegt grín: „Hver heldurðu að trúi þér, þú ert helvítis fyllibytta, he-he!” En alian h'mann kraumar alvaran undir niðri. Flestum er ljóst hvers vegna þeir komu hingað; Þeir em að berjast fyrir lífi sínu. Þúertnýr, velkominn Ég er bara héma til að skrifa blaðagrein, aðskotadýr í sólcir- hring, uppáþrengjandi blaða- maður, finnst mér. En ég er alveg eins og sjúklingamir, í SÁÁ-nátt- fötum og slopp, og mér er tekið opnum örmum. ,ý>ú ert nýr, vertu velkominn," segja þeir hver á fætur öðmm þegar ég stend upp frá fyrsta hádegismatnum. Koma upp að mér og heilsa mér bros- andi með handabandi, .komstu i morgun?” „Já, þakka þér fyrir,” segi ég og verð hálf vandræðaleg- ur þegar ég útskýri að ég ætli að skrifa um það sem ég sjái og heyri og verði bara í sólarhring. Eg finn að tortryggni gýs upp hjá ein- staka manni, fullkomlega eðlileg tortryggni. Ég segist ekki vera að skrifa um þau sérstaklega, Jón Jónsson og Jónu Jóns, sem búa á KJeppsvegi og í Hraunbæ þetta og þetta og em alkóhólistar, heldur prógrammið og fólkið í því almennt. Þetta er tekið gott og gilt og fólk heldur áfram að vera opið við mig, þótt ég sé ekki yfirlýstur alkóhólisti eins og það sjálft og nær allt starfsfólkið. Ég er búinn að drekka í 12 ár, en er ég alkóhólisti? Ég veit það ekki. Vogur er næstum í hvarfi frá Vesturlandsveginum á vinstri hönd þegar keyrt er út úr höfuð- borginni. Nafnið Hvarf lenti líka í 4.-5. sæti í verðlaunasamkeppn- inni um nafn á stöðina. En það hefði verið hægt að gantast með það nafn: „Hann hvarf og hefur ekki smakkað það síðan ...” Sjúkrastöðin þurfti nafn sem ekki var hægt að fíflast með. Aðkoman er ennþá fremur óyndisleg því að HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.