Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 11
leita brýn málefni nútímans - fé- lagsleg vandamál asfaltsins og sitthvað sem lýtur að sálarlífi þess nýja íslendings eftirstríðsár- anna, já þá vill íslenskan stund- um fara undan manni í flœmingi. Til doemis er það mikil nýlunda hér á íslandi að rœða hömlulaust um kynferðismál og alltþað sem kynferðislegt er og íslenskur orðaforði ákaflega blankur að tilbrigðum við allt það sem á út- lensku nefnist; sexual, sex, sex- ualitet og svo má lengi telja. Jú, hlutirnir eru kyn- eitthvað, eða kynferðislegir- eitthvað, en það vill oft verða ósköp fátœklegt þegar reynt er að útbúa skikkan- lega lœsilegan texta. Það hljótið þér, ágœtu konur sem skrifa um mál kynja og kynferðis í tímaritið Veru, að vita kvenna best. Þetta er nú fyrst og síðast ástœðan fyrir því að ég, vesl blaðamaður og liðleskja í kvennabaráttunni, tók uppá því að berja saman „nýyrðið” „ást- reitni’’ í tilefni af greininni um „sexual harassment" eða kyn- ferðislega áreitni á vinnustöðum. Orðið var sumsé œtlað til brúks, skammtímabrúks, yfir vandamál sem enn hefur ekki hlotið verð- uga nafngift á íslensku - enda tekið fram í greininni að það vœri aðeins notað þar til „eitthvað heppilegra kœmi uppúr dúrn- um”. Eg ætla sumsé ekki að halda uppi stórum vörnum fyrir orðið, en tel að ástreitni sú sem fjallað var um i greininni sé alls óskyld og raunar ranghverfan á þeirri heiðríku ástleitni sem ríkti á milli Dafnis og Klói í sveitasæl- unni forðum. Hœngurinn er bara þetta ógeðslega forskeyti kyn Ástreitni, kynferðisleg áreitni á vinnustöðum, er mál sem sáralit- ið hefur verið rœtt hér á landi - þetta fullyrti ég í greininni og full- yrði enn, þótt vísast hafi ástreitni i hinum víðfeðmari birtingar- myndum verið rædd fram og aft- ur. Þetta var líka skoðun fjöl- margra kvenréttindakvenna sem ég rœddi við; nefnum Kristínu Astgeirsdóttur, Helgu Sigurjóns- dóttur, Ingibjörgu Hafstað, Guð- rúnu Ólafsdóttur (já, mamma biður líka að heilsa, Helga). Enda kom það á daginn að engin þeirra gat bent mér á upplýsing- ar eða efni á vísum stað um þessi mál, heldur þurfti ég að leita fanga í bandarískum timaritum. Þær vissu heldur ekki til þess að þau hefðu verið tekin sérstaklega fyrir á fundum í Kvennafram- boði, Rauðsokkahreyfingu eða öðrum kvennasamtökum. For- ystukonur í verkalýðshreyfing- unni sem ég rœddi við könnuðust varla við það að svonalagað fyrirfyndist. Það ernú öll umrœð- an, þrátt fyrir að „kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði ekki fráskilin kynferðislegri áreitni alls staðar annars staðar í kring- um okkur..." Jafnréttissinnaðar baráttukveðjur, Egill. Sören átti frumkvæðið í frásögn Helgarpóstsins í síð- ustu viku af hinni miklu ensk-ís- lensku orðabók sem væntanleg er næsta haust og gefin verður út af Bókaútgáfu Amar og Orlygs, slæddust meinlegar villur. Sagt var að Jóhann S. Hannesson, fyrr- verandi skólameistari, hefði átt frumkvæðið að vinnslu bókar- innar og unnið að mestu einn að henni frá árinu 1980 að efnisöfl- un. Hið rétta er að frumkvæði þessa máls átti Sören Sören- son. Hann tók sig til er hann komst á eftirlaunaaldur og þýddi 40 þúsund orða orðabók. Bóka- útgáfan samdi síðan við Sören um úgáfuna en réð jafnframt Jó- hann S. Hannesson til þess að búa handritið til prentunar og stjóma því starfsliði sem ráðið var auk Jóhanns til þess starfs, sem staðið hefur síðan árið 1980. Helgarpósturinn biður Sören Sörenson velvirðingar á mistök- unum. á góma í þjóðmálaumræðunni. Ekki er síst um að ræða atvinnu- leysi meðal kvenna, sem einatt f júka fyrst þegar harðnar á dalnum hjá fyrirtækjunum. Þeir hjá Junior Chamber em sagðir hafa talsverð- ar áhyggjur af þessu og heyrir HP af því að einn af JC-klúbbunum, JC Borg, hafi gripið til þess ráðs að stofna til nýrra atvinutækifæra fyr- ir konur með allsérstæðum hætti. A fundi hjá JC Borg, sem haldinn var í veitingahúsinu 1 Kvosinni fyrir skömmu, er sagt að fengnar hafi verið gengilbeinur í kanínubúning- um að hætti bandaríska Playboy- klúbbsins. Ekki er að efa að kanín- urnar hafi mælst vel fyrir hjá körl- unum í klúbbnum, en þessi JC- klúbbur er lokaður öðmm en körl- um. Ekki er vitað hvort kanínumar skemmtu sér jafn vel, né heldur hvort þær em komnar með sér- stakt stéttarfélag. Slíkt félag gæti heitið Kanínur á fundi, skammstaf- að KÁF ... Leiðrétting Fyrir slys í prentsmiðju féllu niður fyrirsagnir á Hringborð Sig- urðar A. Magnússonar og útvarps- pistil Gísla Helgasonar í síðasta HP. Fyrirsögn Hringborðsins var Stóri bróðir stækkar og útvarps- pistilsins Hrollvekja. Beðist er velvirðingar á þessu. L istahátíð verður haldin að venju í Reykjavík næsta sumar og menn eðlilega famir að velta því fyrir sér með hvaða móti þeir lista- hátíðarmenn hyggist gleðja augu og eyru hátíðargesta. Enn mun efn- isskrá hátíðarinnar vera óráðin að miklu leyti, svör eða afsvör hafa ekki enn borist, en þó munu tveir stórviðburðir fastákveðnir: Ashk- enasí snýr ciftur á Listahátið eftir nokkurt hlé og ekki bara einn Ashkencisí heldur tveir, því í fylgd með þeim eina sanna Vladímír verður elsti sonur hans, ,Janta- píanóleikari" að sögn. Meðspilarar þeirra feðga á tónleikum í Laugar- dalshöll verða heldur ekki af lakara taginu - hvorki meira né minna en Sinfóníuhljómsveit Lundúna, en Ashkencisí er einn cif stjómend- um þeirrar sveitar. Hinn stórviðburðurinn er á sviði myndlistarinnar: þar er um að ræða fimm íslenska myndlistar- menn búsetta erlendis sem heim- sækja gamla landið með myndverk sín í farangrinum. Þar skal fyrstan frægan telja Erró, en auk hans kemur frá HoIIandi Sigurður Guð- mundsson, frá Kalifomíu mynd- höggvarinn Eyfells og frá New York Louisa Matthíasdóttir... NÓATÚNI 17 - SÍMAR 1-72-60 & 1-72-61 Nú er svínakjöt á góðu verði Aöeins 128 pr. kg. Árbæjarmarkaóurinn Símar 78200, 71200. 1/1 skrokkar tilbúnir í frystikistuna. Ekkert shampoo jafnast á við EL’VITAL frá Afíar vörur markaðs verði OPIÐ Mánud.—fimmtud. 9—19. Föstud. 9—20. Laugard. 9—16. GLÆSILEGT URVAL HÚSGAGNA Á TVEIMUR HÆÐUM -------- RAFTÆKJADEILD II.HÆÐ. Raftæki — Rafljós og rafbúnaöur. FLATEY II.HÆÐ. Bækur, búsáhöld, gjafavörur. JL-PORTIÐ TAU OG TÖLUR SÍMI 23675. ALUIGARNI SIMI 20431 Muniö okkar hagstæöu greiðsluskilmála JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn Jli vtSA Jön Loftsson hf. 1,1) ' I' JU J'JU JiLiMT' Hringbraut 121 Simi 10600 L’OREAL rir sundiðkendur alveg frábært avrrAL BAISAM EL« 5HAMPOO SHAMPOO afW L'ORÉAL HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.