Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 17
 LISTAP Lárus Ýmir til New York: Gerir kvikmynd um Louisu Matthíasdóttur Stór sýning á olíumálverkum hennar fýrirhuguð á Listahátíð Louisa Matthíasdóttir listmál- ari mun sýna um 70 olíumálverk á Kjarvalsstöðum í boði Listahá- tíðar í vor. Sýning Louisu verður einn helsti myndlistarviðburður Listahátíðar. I sambandi viðsýn- inguna verður gerð hálftíma löng video-kvikmynd um Louisu en hún hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1941. Lárus Ýmir Ósk- arsson leikstjóri mun leikstýra myndinni, sem verðurtekin íNew York og hér heima ísfilm leggur til tœknibúnað en Knútur Bruun, eigandi Listmunahússins, hefur staðið að hugmynd og undirbún- ingi að myndlistarsýningu og kvikmyndagerð. Louisa Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 1917. Á fjórða áratugn- um stundaði hún myndlist í Kaupmannahöfn og hjá Marcel Gromaire í París. Þegar síðari heimsstyrjöldin skall á flutti hún til Bandaríkjanna og árið 1943 hóf hún myndlistamám hjá Hans Hoffmann í Eight Street School í Greenwich Village í New York. Hún er gift bandarískum listmál- ara og hefur búið í Bandaríkjun- um frá 1941. Louisa hefur sýnt víða um Bandaríkin og getið sér góðan orðstír sem einn fremsti „realisti” í bandarískri nútí'ma- myndlist. Þrátt fyrir langa búsetu í Bandaríkjunum sækir Louisa mestallan sinn efnivið í íslenskt umhverfi og náttúru og hefur komið nær árvisst til íslands í leit að yrkisefni. Sjálf hefur hún sagt eftiríarandi: ,£g býst við að fæð- ingarstaðurinn eða æskuslóðirn- ar séu manni hugleiknari en flest- ir aðrir staðir. Það er því eðlilegt að ég vilji mála íslenskt umhverfi. Andrúmsloftið á íslandi er mjög hreint. Þar fyrirfinnst ekki sú teg- und móðu sem einkennir önnur þjóðlönd Evrópu. í Ameríku geta komið dagar sem minna á ís- lenska daga, óvenjulega bjartir og baðaðir hvössu, allt að því hörðu ljósi. Þetta eru að sjálf- sögðu góðu dagamir.” Lárus Ýmir héit tilNewYork þ. 7. apríl og reiknað er með að gerð kvikmyndarinnar ljúki um mánaðamótin apríl/maí. Myndin er fyrst og fremst hugsuð sem kynningcumynd um líf og list Louisu Matthícisdóttur og er allt óráðið um sýningar á henni. - 1M. BALLETT Ævintýrin gerastenn Islenski dansflokkurinn sýnir ÖSKUBUSKU Tónlist: Serge Prokofév Höfundur dansa: Yelko Yurésha Höfundur œvintýris: Perrault Leikmynd, búningar og lýsing: Yelko Yurésha Aðstoð við leikmynd: Stigur Steinþórsson Yfirumsjón með dönsum: Belinda Wright Þegar ég var lítil og enn ólæs, var eitt af eftirlætisævintýrum mínum sagan cif Ösku- busku. Á dimmum vetrarkvöldum, þegar Kuldaboli lamdi húsið utan, var óendanlega gott að hreiðra um sig í hlýju rúmi og skoða myndirnar af Öskubusku, sem reis úr ösku- stónni og fann eilífa hamingju í faðmi hins hugprúða riddara. Að vísu er undirrituð orðin nokkum veg- inn læs og konur löngu búnar að lýsa frati á, svona móral, en engu að síður er ósköp þægilegt að láta það eftir sér einstaka sinn- um að skoða aftur jjessar myndir, hverfa með Öskubusku inn í nóttlausavoraldarver- öld, burt frá vonsku heimsins - ég tala nú ekki um, þegar tíðin er eins og hún er, eilífur suddi, hvergi stingandi strá. Það ríkti mikil gleði í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi á frumsýningu íslenska dans- flokksins, bæði meðal áhorfenda (sem er fátítt í seinni tíð) og dansara, sem hlutu nú loks umbun fýrir strit og fómir undanfarinna mánaða. Það geta víst fáir ímyndað sér þá þrot- lausu vinnu, sem liggur að baki þriggja þátta ballettsýningu. Sú vinna hefur ekki bara staðið í nokkra mánuði, heldur í mörg ár, heilan áratug. Um þessar mundir fagnar ís- lenski dansfiokkurinn sínu tíunda starfsári, og er Öskubuska eins konar prófsteinn á það, hvort hcmn hafi starfað til einskis eða skilað sér fram á veg. Og sem betur fer fyrir okkur öll þá stóðst flokkurinn þessa raun. Hann er loksins orðinn alvömdansflokkur, kröfuharður og metnaðarfullur. Það var mik- il dirfska - ofmetnaður, að manni fannst - að leggja til atlögu við eitt af meistaraverkum hinna sígildu balletta, en það tókst. Og það er ekki bara að þakka einhverri einni per- sónu, heldur öllum hópnum. Það er ekki síst í hópdönsum, sem reynir á hæfni dansar- anna, hárfína nákvæmni og samstillingu hverrar einustu hreyfingar. Þar bar hvergi skugga á, enginn skar sig úr, eyðilagði hóp- myndina. Sem betur fer hefur orðið töluverð endurnýjun í flokknum, hann hefur yfir sér ferskcm blæ, en samt agaðan. Það var ekki lítill fengur í því að fá hingað til lands þrautreyndan dansara og dans- skáld, Yelko Yurésha, ásamt konu sinni Be- lindu Wright, sem um árabil var meðal fremstu danskvenna Breta. Það væri ósann- gjarnt að segja, að þau hcifi unnið kraftaverk, en þau hcifa svo sannarlega lyft flokknum í hæðir, sleppt honum á flug. Og þá er bara að missa það ekki aftur. Tónlist Prokofévs er heit og rómantísk, og túlkun Yelkos er mjög svo í anda hennar, eins og vera ber. Örlög Óskubusku eru ævin- týri líkust, og Yelko hefur skapað sögu henn- ar ævintýrcdega umgerð. Alveg eins og í bók- inni forðum er hún yfirþyrmandi - drunga- legur kastali og svo þessi iðjagræni para- dísarlitur. Sumum kcmn að finnast hún ein- um of óraunveruleg, of myndabókarleg, en Yelko kýs að halda sig við hið hefðbundna. Það gerir hann líka í dansinum, trúr hinum klassíska stíl, og er þannig samkvæmur sjálf- um sér í einu og öllu - og Prokofév líka. Auðvitað hefur það sett Yelko skorður, að aðeins tveir karldansarar eru starfandi með íslenska dansflokknum. Þurfti hann að láta sér nægja unga pilta, sem aldrei hiifa fengið neina þjálfun í klassískum dansi. En þetta vandamál leysti hann á óaðfinnanlegcm hátt. Þeir féllu inn í myndina án þess að trufla og verða að fá lof fyrir það. Þeir Óm og Jóhann- es, sem eru Scmnkallaðir máttarstólpar flokksins, fengu lítið að spreyta sig, en þó gat maður séð, að Jóhannes er í framför, góður í stökkum, sterkur, en vantar sveigjanleika og mýkt. Hins vegar er greinilegt, að Örn er hættur að taka dansinn alvarlega. Enda mik- ið verk að vera framkvæmdastjóri dans- flokks á uppleið. Eins og ég sagði hefur átt sér stað mikil endurnýjun í flokknum, og er það vel. Það er komið samræmi í heildarsvip hans, sem hlýtur að vera takmark hvers dansflokks. Það er engin sem tmflar eða sker sig úr, allar hafa hlotið Scims konar þjálfun, scuns konar uppeldi í dansinum, allar línur em samsíða, samtvinnaðar. Hver og ein hefur þó sinn sérstæða yndisþokka, sem er aðcil hverrar dansmeyjar. Auður Bjarnadóttir dveíst hér heima um þessar mundir, og hlýtur það að vera mikils virði fyrir dansflokkinn að hafa endurheimt þennan frábæra dansara. Auður leiðir hópinn af miklu öryggi og skapar hon- um hinn hreina stí'l, sem er einkenni klæss- ískrar uppfærslu. Verður gaman að sjá hana spreyta sig á titiihlutverkinu seihna. Dísina góðu dansar Ólcifía Bjamleifsdótt- ir. Hún bregst aldrei vonum manns. Ólafía er metnaðarfull í starfi, nákvæm og kröfuhörð, og hefur oft sýnt góðan leik og dans. Að þessu sinni reynir lítið á fiana, en henni tekst þó að skapa eftirminnilega persónu. Þá er komið að því að segja frá systrunum þremur, Öskubusku og stjúpsystrum henn- ar. Stjúpsystumar em þær Birgitta Heide og Ingibjörg Pálsdóttir. Þær hafa báðar dansað með flokknum frá upphafi og eiga litríkan íslenski dansflokkurinn vann stórsigur í gærkvöldi. En óneitanlega var Ásdís Magnúsdóttir stjama kvöldsins. feril að baki. Hlutverkin reyna töluvert á leik- hæfni, og tókst þeim stallsystrum að koma þeim vel til skila með skemmtilegu látbragði og hreyfingum. Birgitta er í góðri þjálfun, sterk og stíl- hrein, en mætti temja sér meiri mýkt og sveigjanleika. Ingibjörg er líka í þjálfun, en hún er of þung til þess að fá notið sín í klassískum dansi. Hana skortir flug, þá upp- hafningu, sem leiðir hugeinn að ævintýrinu og er einkenni þessarar tegundar af dansi. Þrátt fyrir það, að flokkurinn ynni sigur í gærkvöldi, var stjama kvöldsins óneitanlega Öskubuska sjálf, Ásdís Magnúsdóttir. Ásdís hefur eiginlega allt, sem prýða má góðan dansara. Hún er lítil og grönn, sem veitir henni strax forskot fram yfir hinar, hún er létt eins og fis, svífur og fellur eins og lauf- blað, handahreyfingar em mjúkar og tal- andi, arabesque óaðfinnanlegt, og jafnvægi óskeikult. Það er augljóst, að Ásdís hefur lagt sig alla frcim, því að henni fatast hvergi. Hún býr yfir hinum ómetanlegu hæfileikum lista- mannsins að stækka og vaxa, þegcir á reynir, þegæ stóra stundin rennur upp. Mótdansari Ásdísar er franskur, Jean- Yves Lormeau. Hann er einn cif eftirlætis- dönsumm Frakka og stairfæ við Ópemna í París. Jean-Yves er glæsilegur maður, stökk- fimur og sterkur, en skorti hið fullkomna jafnvægi og fágun til þess að ná tökum á áhorfendum í gær. Kom það manni á óvart, að jafnreyndur dansari léti það eftir sér að mistakast í hringjum. Auk þess gætti óstyrks í tvídansinum á móti Ásdísi, og dró það tölu- vert úr ánægjunni. Eflaust má þar um kenna stuttum æfingatíma, þar sem Jean-Yves komst ekki til landsins á réttum tí'ma. Það var eins og þau Ásdís kynnu ekki alveg að spila hvort á annað, og þess vegna vantaði herslumuninn. En eflaust stendur þetta til bóta með meiri æfingu. Eitt er það sem mig langar til að minnast á að lokum, en það eru hinir glæsilegu búning- ar, sem Velko hefur teiknað, en Marjorie Rogers frá Englandi útfært með aðstoð starfskvenna saumastofu Þjóðleikhússins. Minnist ég þess varla að hafa séð svona glæsilega búninga á sviði leikhússins. Við vorum í sannkölluðum ævintýraheimi,og það sem meira var, við vorum að horía á alvöruballett, þar sem jafnvel búningamir voru ekta. Marjorie Rogers saumaði búninga Margot Fontain og vann árum saman fyrir stærstu ballettflokka Evrópu. Hvert saumfar er byggt á áralangri hefð, handbragðið þaul- hugsað og þrautreynt. Og þannig á það líka að vera - aðeins það besta er nógu gott. Þannig hefst það að lokum. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.