Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 10
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Sigmundur Emir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Utgefandi: Goögá h/f Framkvæmdastjóri: Guömundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru aö Ármúla 36. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Sérfræöingaveldi Áleitinna spurninga er spurt um íslenska verka- lýöshreyfingu í opnuviötali í Helgarpóstinum í dag - um stööu menntamanna og sér- fræöinga sem smátt og smátt hafa seilst til meiri áhrifa í hreyfingunni, um skort á lýöræöi og almennri virkni í hreyfingunni og bar- áttustööu verkalýöshreyf- ingarinnar í dag, sem líklega hefur ekki veriö lítilfjölegri í mörg ár. í téöu Helgarpóstsviötali ræðir Pétur Tyrfingsson, Dagsbrúnarverkamaöur og Fylkingarfélagi, um sér- fræöinga sem er ,,vippað inní verkalýösfélög til þess aö hægt sé að gera þá aö forsetum ASÍ“, og bætir viö síðar í viðtalinu: „Ef sú stefna væri tekin upp aö laun verkalýösforingja færu ekki yfir tuttugu þúsund kall, værum við að mestu laus við alla metoröastritara. Viö fengjum miklu betri menn til starfa. Þetta var stefna Mar- grétar Auðunsdóttur hér í eina tíð, aö menn ættu auð- vitað aö vera á þeim launa- töxtum sem þeim tækist að ná í gegn.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, gaf þær upplýs- ingar í yfirheyrslu Helgar- póstsins um daginn aö hann heföi tæpar 43 þúsund krón- ur í mánaðarlaun; sumsé snöggtum meira en flest þaö launafólk sem honum er falið að semja fyrir. Ás- mundur er einn af umrædd- um sérfræöingum i verka- lýöshreyfingunni, en þeir eru fleiri og fjölgar stöðugt. Hvort sem er viö þessa menn aö sakast eöa ekki, er þaö staðreynd að staða verkalýðshreyfingarinnar hefur fariö hríðversnandi síöustu árin - í stjórnartíð Alþýöubandalagsins - þar til að nú er Ijóst aö verka- lýðshreyfingin meö stöku undantekningum ætlar aö sætta sig viö einhverja mestu kjaraskerðingu í sögu lýöveldisins. „Þaö þarf aö breyta sam- bandinu milli fjöldans og for- ystunnar í eðli sínu,“ segir Pétur Tyrfingsson í opnu- viötalinu. Hér er nokkur kjarni máls. Fámennisveldiö í verkalýðshreyfingunni er slíkt - hvort sem halda um taumana upprennandi sér- fræöingar ellegar væru- kærir verkalýðsforingjar - aö hinn almenni félagi hefur litla möguleika til aö láta rödd sína heyrast, nema þegar samþykkja skal eöa hafna kjarasamningum. Og þaö sem meira er; félags- maöurinn almenni sér sennilega litla ástæöu til þess aö láta rödd sína hljóma - hvers vegna ætti hann að láta sig varða félag sem ekki sinnir honum hæt- ishót? 10 HELGARPÓSTURINN Að leggja ástarorð við ofbeldi Ritstjórcir góðir! Við greinina .Ástreitni - káf, þukl og kynferðislegar þvinganir á vinnustöðum“ (HP, 1. iii. ’84) vildi ég gjarnéui gera þessar at- hugasemdir: 1) Upplýsandi var að lesa þau orð í greininni, að .ástreitni er mál, vandamál, sem sáralítið hef- ur verið rætt hér á landi...” Upp- lýsandi vegna þess að greinar- höfundur virðist telja sig halda uppi málstað kvenna (sem ekki skal svo sem Vcúiþcikkað) en ber- ar sig af því að hafa lítið lagt við hlustimar, þegar konur sjálfar hafa orðið. Staðreyndin er auð- vitað sú, að kvenfrelsisbarátta hefur nú um nokkurt skeið (svo ekki sé meira sagt) gert atlögu gegn kynferðislegri áreitni í hverri mynd sem hún birtist og hvar sem hún birtist. Þeirri bcir- áttu má lýsa á margan veg en vaula með orðinu „sáralítil”. Til varnar sér í baráttunni grípur andstæðingurinn gjaman til þess ráðs að skoða hverja mynd mis- réttisins í einangrun frá öðrum birtingarmyndum þess, en með þeirri aðferð reynist honum auð- veldara að sniðganga scimhengi þeirra aflra og hugsanlegar or- sakir, án upprætingar hverra, misrétti mun áfrcim halda að við- gangast í einni mynd sinni eða annarri. Greinarhöfundur virðist hafa tileinkað sér jressa hentugu aðferð, hvort sem það er meðvit- að eða ekki, og athugar því ekki, að kynferðisleg áreitni á vinnu- stöðum verður ekki fráskilin kyn- ferðislegri áreitni alls staðæ ann- ars staðar í kringum okkur, hvort sem er í orði eða á borði. 2) (Og kemur þá að því nafni sem greinarhöfundur velur of- beldinu og fyrst varð til að hvetja til þessara skrifa.) Onnur gcimal- gróin aðferð til varnarog réttlæt- ingar misrétti/áreitni/ofbeldi er að kfæða það búningi ástar og umhyggju fyrir hinu veika kyni. Til þeirrar aðferðar seildist þing- maðurinn, sem árið 1909 sagði í umræðum um kosningarétt kvenna á Alþingi að „fxilitísku störfin eru ekkert leikfang. Þau eru hálfgert skítverk og við þess konar störfum eigum við að hlífa kvenfólkinu.” (0, hvað við erum góðir við þær!) Til þeirrar aðferðar grípa ritstjórar, sem birta myndir af hálfnöktum kon- um. (Ó, hvað þið eruð fallegar!) Til þeirrar aðferðar grípa nauðg- arar. (Ó, hvað þið eruð ómót- stæðilegar!) Og til þeirrar að- ferðar grípa þeir, sem kalla yfir- gangssemi á vinnustöðum, jafn- vel tilraunir til nauðgana, ,AST- reitni”. (Ó, hvað við elskum ykk- ur mikið!) Káf, þukl og kynferðislegar» þvinganir, hvort sem er á vinnu- stöðum eða einhvers staðar ann- ars staðar, getur vissulega aðeins verið bendlað við ást, sé hugtak- ið ást skilgreint svona: Ást er afl- gjafi þeirrcU" fullvissu, að einn hafi rétt til að ganga í skrokk öðrum (í bókstaflegri og afleiddri merk- ingu) á hvern þann máta, sem sá ástfangni telur sér henta hverju sinni og þá án tillits til vilja þess, sem ástin beinist að! Géið guð* forði mér frá slíkum elskhugum og níðhöggum gullhcimra þeirra. 3) Ykkur öllum til gagns og gjörvileika hjálegg ég eitt eintak af tímaritinu Veru, sem svona af og til fjallar um ofbeldi í krafti kynferðis. Og ykkur til auðveld- unar hef ég undirstrikað eftirfar- andi setningar: ,)iún leggur áherslu á að rannsaka kynlíf í þess rétta félagslega samhengi; kynlíf er ekki hægt að líta á sem einangrað fyrirbæri í mannlegum samskiptum, það ber merki þess misréttis, sem ríkjcindi er í samfé- laginu, stundum kallað kvenna- kúgun.” (Þorgerður Einarsdóttir: Nauðgun og vændi - vanmáttur hverra. Vera, júlí 1983) í sama tölublaði er raunar sagt frá tillög- um þriggja Evrópuþingskvenna um kynferðislega áreitni á vinnu- stöðum. (bls. 36) Áskriftarsím- inn að orðum kvenna er 21500! * Ekki prentvilla. Með kveðjum samt. Magdalena Schram. Af hverju konur klípa ekki stráka Það er okkur konum, sem er- um jú helmingur þjóðarinnar, að sjálfsögðu gleðiefni [>egar blað á borð við Helgarpóstinn tekur upp okkar mál, þ.e. kvenfrelsis- má, eins og í síðasta tölublaði með grein sinni .Ástreitni”. En strákar mínir, það er mál- stað okkar lítill stuðningur þegar kynferðislegu ofbeldi gegn kon- um er gefið jafn elskulegt ncifn og ÁST. Hinn jafnréttissinnaði blaðamaður (hæ Egill) leggur meira að segja á sig að smíða nýyrðið „ástreitni” í tilefni grein- arinnar. Við konur vitum það ósköp vel að þegar við erum að klípa stráka er það alls ekki af neinni ást. Kynferðislegt áreiti hefur nefnilega ekkert með ást að gera. Það er aðeins birtingar- mynd á því misrétti sem ríkjandi er í samfélaginu og kallast gjarn- an kvennakúgun. En í greininni segir jafnframt: „ástreitni gagn- vart karlpeningnum er fágæt”. Þetta vakti mig til umhugsunar um margt. Ég sá fyrir mér margan karlmanninn lesandi þetta og hugsa .. .„ enn ein forréttindin sem þessar konur hafa - við er- um ldípandi þær og kreistandi - afhverju er aldrei klipið í rass- kinnina á mér?“ Það eru jú margir karlmenn sem finnst konur hcifa ýmis for- réttindi framyfir karla í okkar samfélagi og að þama hafi verið vsikin athygli á enn einu forrétt- indcunálinu. En þá fór ég að hug- leiða afhverju t.d. ég er ekki klíp- andi stráka um allcin bæ og hinar steipumar ekki heldur. Ástæðan er ekki sú að okkur skorti viljann. Því hvað er í raun meiri skemmt- un fyrir konur en að þukla pínu og kreista sætan, velvaxinn strákinn? Mér dettur ekkert skemmtilegra í hug í svipinn. Nú, en hver er þá ástæðan fyrir þessu ójcifnrétti nú á tímum jafnréttis- bcu;áttu og kvennaframboða? Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er svo sjaldgæft að rekast á einhvem bráðhuggulegan og velniðurvcixinn karlmann að konur langi til að káfa á honum og þukla. Hvað þá að einhverjar séu svo heppnar að vinna með slíkum eintökum. Flestir karl- menn em nefnilega svo álappa- legir og hallærislegir að enga konu langar til að kássast neitt upp á þá. En flestir em nú reynd- ar svo heppnir að ná sér í konu sem getur í flestum tilvikum skaf- ið og klætt af honufn verstu og mest áberandi skavankana. En allar vitum við lfka að á hinn bóginn er kvenkynið í öllum sínum glæsileik, því konur em upp til hópa fallegar, gáfaðar, að- laðcuidi og sumar hverjar hreincu fegurðardísir. Þannig að það er alveg augljóst mál hvað staða kvenna er slæm í þessum efnum. Þama sitja konur ekki við sama borð og karlar. Þama hafa konur ekki sömu tækifæri. Enn eitt misréttið sem fyrirsjáanlega leysist ekki. Nú má vera að konur haldi að ég máli ástandið dekkri litum en ástæða er til og séu mér þess vegna kannski ekki alveg sam- mála. En þá vil ég taka nærtækt dæmi; ritstjómarskrifstofu Helg- arpóstsins, en þar em karlmenn að sjálfsögðu í miklum meiri- hluta eins og á öllum ritstjómar- skrifstofum dagblaðanna. Ég hef komið þar nokkrum sinnum og aldrei lent í vandræðum með hendumar á mér. Nú em þetta alls ekki svo ófríðir karlmenn sem vinna þar, og ekkert ófríðari en gengur og gerist. En þeim kon- um sem enn em í vafa um fullyrð- ingar mínar vil ég benda á að taka sig saman í smá hópum og skreppa í vettvangskannanir á nokkra karlavinnustaði, og þá er tilvalið að kíkja við í leiðinni á ritstjórn Helgarpóstsins og dæma sjálfar. Með baráttukveðjum. Helga Thorberg leikari. P5. Egill minn, ég bið að heilsa mömmu þinni elskan. Blessuð íslenskan okkar er dá- lítið óþjált tungumál á köflum, dálítið gamaldags, ekki satt? Þetta er náttúrlega ekki raunin þegar rœtt er um forn og sigild hugðarefni landans; karl- mennsku, búskap og veður til að mynda. En þegar á tungu okkar Hvað er meðfeið? í bókinni Furðuheimar alkóhólismans, er hulunni svipt af starfsháttum AA. Höfundurinn, Steinar Guömundsson fer á kostum f umfjöllun sinni um meðferö og f hverju hún sé fólgin. Bókin kostar aöeins 500 kr. og er hægt að fá hana senda gegn póstkröfu (ekkert kröfugjald). Hringiö I sfma 33370 eða fylliö út meö- fylgjandi miöa og sendiö okkur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.