Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 14
Pétur Tyrfingsson íHelgarpó eftir Egil Helgason mynd Jim Smart Hann er trekvart félags- frœðingur, eins og hann orðar það sjálfur. Baráttu- maður, byltingarmaður og marxisti; og hefur hugsjón sinni samkvœmur starfað sem verkamaður í höfuð- borginni síðan hann kom heim frá námi - fyrst hjá Hitaveitunni og síðar hjá Hafskip. Hann er einn virk- asti meðlimurinn í Fylkingu byltingarsinnaðra kommún- ista, eina smáflokknum sem enn lifir sœmilegu lífi á vinstri kantinum, handan Alþýðubandalagsins. Fylk- ingin lifir enn, já, en reyndar ákváðu þeir Fylkingarfélag- ar um daginn að ganga inní bandalagið og breiða þar út kenningar sínar um verka- lýðsbyltinguna, stunda moldvörpustarfsemi einsog það er kallað. Hann er virk- ur félagi í Dagsbrún og flutti mikla eldrœðu á fundinum fræga um daginn þegar Dagsbrúnarfélagar vörpuðu samningunum útí ystu myrkur, sumir segja að það hafi ekki síst verið ræða hans sem hleypti eldmóði í fundarmenn. Pétur Tyrf- ingsson heitir hann og er í Helgarpóstsviðtali þessa vikuna. - Grunduallarspurning til að byrja með, Pétur. Ertu alltafsami byltingarmaðurinn? Já, já, ég er alltaf sami byltingarmaðurinn og er búinn að vera það í eitthvað tólf - þrettán ár. Jæja, kannski ekki sami bylting- armaðurinn - maður hlýtur auðvitað að læra ýmislegt á leiðinni, öðlast meiri póli- tíska reynslu. - Þú stígur þín fyrstu pólitísku spor um 1970 þegar œskulýður Vesturlanda er i upp- reisn. Eru ekki allar aðstœður gerbreyttar - manni hefur uirst flóttinn úr uinstri herbúð- unum býsna stór? , J’að er rétt að á þessum tíma, hér á landi um 1970, vaknaði ungt fólk til róttækni og athafna. Þessi róttækniþróun stóð yfir í nokkur ár, en fór að dala verulega um 1975- 76. Síðan þá hefur þessi hreyfing, sem var fyrst og fremst borin uppi af náms- og menntamönnum, úrkynjast smátt og smátt. Það er í raun ekkert óeðlilegt - menn eru búnir að læra, þeir þurfa að fara að byggja og þá vantar stöður, prívatlífið tekur sumsé völdin. Flestir láta sér einfaldlega nægja það hlutverk sem þeir fá inní kerfinu, aðrir eru að daðra við Alþýðubandalagið í von um að fá starf eða stöðu útá það - þess vegna var það að ólíklegustu menn voru komnir með furðulegustu bitlinga í stjómartíð Alþýðu- bandalagsins. Nú, sumir snúa alveg við blað- inu á höttunum eftir þessu; sjáðu til dæmis Þórð Ingva Guðmundsson og Guðmund Magnússon. Fyrir áratug var Þórður Ingvi snælduvitlaus maóisti, sem heimtaði statt og stöðugt að fá að vita afstöðu okkar til Stalíns. Og Guðmundur Magnússon, sem nú er kominn á Moggann, þetta véu- eldheitur trotskíisti fyrir sjö-átta árum. Ef við lítum á þjóðfélagslegt eðli hópsins, sem bar uppi þessa róttæknisveiflu, er þetta í raun ósköp skiljanlegt. Þetta vom mestan- part náms- og menntamenn, sem hrærast að vissu leyti utan og ofan við þjóðfélagið. Hóp- urinn byggir ekki á neinum tilteknum þjóð- féiagslegum hagsmunum, sem geta viðhald- ið róttækninni og bundið hann samcin. Síðan verður það raunin að verkalýðshreyfingin tekur ekki við sér, tekur lítinn sem engcin þátt í þessari róttækniþróun, og þá vom í raun litlcir forsendur fyrir því að þessi hreyf- ing gæti haldið áfram að vaxa. Menn fundu einfaldlega að starfið skilaði ekki nógu mikl- um árangri. Rauðsokkurncir til dæmis nenntu þessu ekki iengur og fundu sér ann- an farveg í þessum kvennaframboðum... - Friðsamlegrileið... ,3em er bara jippó... Herstöðvaandstæð- ingsir vilja helst ekkert tala um herinn eða NATÓ lengur, en em í staðinn að berjast gegn einhverjum eldflaugum í útlöndum. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert, en þó spurning hvemig er hægt að berjast gegn þeim nema með því að veikja hernaðarappa- ratið sem er hérna við bæjardymar. Nú og svo em það maóistasamtökin sem einfald- lega lögðu upp laupana. - Fjanduinir ykkar maóistarnir sprungu á limminu, já. Þið starfið hins uegar áfram í Fylkingunni, ótrauðir.... ,Já, okkur hefur tekist að lifa áfram, þótt okkar samtök hcifi hætt að stækka. Eg vil meina að þetta sé fyrst og fremst út af okkar stefnuskrá. Heimsmynd okkar hmndi ekki þótt Teng-Síao-Píng væri endurreistur aust- ur í Kína. Við vorum famir að átta okkur á því strax 1980-81 að við yrðum að taka annan kúrs - láta þessa miðaldra æskumenn, þessa þreyttu fugla sem maður sér á bamum í Þjóðleikhússkjallaranum, eiga sig. í staðinn viljum við einbeita okkur að yngra fólki og svo náttúrlega verkalýðsstéttinni; milliliða- laust. Af hverju ekki að fara beint inná vinnu- staðina í staðinn fyrir að standa fyrir utan fabrikkumar og selja blaðið? Eins höfum við leitað meira eftir [>essu yngra fólki inní AI- þýðubcindalagið. Hundar Leníns og Trotskís - Stundum fannst manni að þessi róttœki uinstri kantur uœri fáránlega sundurklofinn, menn eyddu tíma sínum í deilur um keisar- ans skegg og einhuer söguleg smáatriði í stað þess að standa saman um baráttumál- in? „Lítum á þetta. Þetta unga fólk fór af stað af ýmsum ástæðum; því fannst ekki nógu hart barist gegn hemum, það var óánægt með verkalýðshreyfinguna, það vildi styðja baráttu alþýðufólks víða um heim, það vildi berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta og kvenna og svo framvegis. Því finnst gömlu verkalýðsflokkarnir óalandi og óferjandi og leitar eitthvert annað eftir stefnu og mark- miðum. Hvað gerist hér á íslandi? Hver er saga marxismans á íslcuidi? Næstum engin. Því var það eðlilegt að þessar teoríur flyttust hingað heim með stúdentum sem vom við nám erlendis. Ef þú ferð í gegnum pressuna, Neista og Stéttabaráttuna, rekurðu þig á það að menn em ekki alltaf að deila um teoríu - menn eru ekki að deila um það hvor hafi verið betri við hundana sína Stalín eða Trotskí, einsog ég held að ítalskir sekteristar hafi átt til. Deil- umair snúast um afstöðu til ákveðinna mála; afstöðuna til verkalýðshreyfingarinnar, til landhelgismálsins, til Alþýðubandalagsins, til Samtaka herstöðvaandstæðinga og svo má lengi telja. Eitt af því sem olli klofning- num í Fylkingunni 1974 var til dæmis hvem- ig skyldi útskýra kreppuna í verkalýðshreyf- ingunni og þar með hvemig ætti að staría innan hennar. Klofningshópurinn vildi meina að verkalýðshreyfingin væri bara partur af ríkisvaldinu, skrifstofumennimir þar væm hreint og beint á mála hjá auðvald- inu. Niðurstaðan cif því er í rauninni sú að engin ástæða sé til að starfa í verkalýðs- hreyfingunni. Þetta gátum við ekki skrifað undir. Var í gáfumannafélaginu - Samt uar líka deilt um persónur. Maó- istarnir héldu nafni Stalíns á lofti og þið Trotskí. Erþað ekki stórkostleg fjarstœða að fólk af þessari kynslóð skuli hafa tekið ást- fóstri við skúrk einsogStalín? - „Þegar frá líður finnst okkur þetta auðvit- að fráleitt og hlægilegt. Og það er allt eins víst að það fólk sem þama er um að ræða skammist sín fyrir þetta hliðarspor. Samt verðum við að gefa fólki séns - þetta fólk vissi í raun ekki betur. Þessi endurvakning stalínismans á sína skýringu í klofningnum sem kom upp á milli Kína og Sovétríkjanna á tíma Krússjofs. Þá gagnrýndu Kínverjar Sov- étmenn fyrir að selja byltinguna í ýmsum löndum fyrir diplómatíska hcigsmuni sína og um leið gagnrýndu þeir innanlandsástandið í Sovétríkjunum og bám það út að allt hefði verið á cinnan og betri veg þegar Stalín var og hét. Þetta var á tíma menningarbyltingar- innar og Kínverjar fyrirmynd sem margir tóku mark á. Við getum hlegið að þessu í dag, en í raun er þetta ekkert óeðlilegt. - Stalínsdraugurinn ætti kannski ekki að uera vandamál þessa fólks, heldur kynslóð- annaá undan? „Vissulega. Enda fór um ýmsa þegar þessi endurreisn á gamla manninum kom upp, SÍA-liðið og fleiri hópa innan Alþýðubcinda- lagsins sem þurftu að ganga í gegnum end- urmatið á Stalín á sínum tíma. En svo vom náttúrlega margir sem aldrei ánetjuðust þessu. Eg segi það fyrir mína parta að sá hópur sem ég tilheyrði gekkst hvorki inná stalínismann né maóismann. En það var í raun bara tilviljun. Við vorum í gáfumanna- félaginu, gengumst upp í því að vera ofsa- lega klárir og víðsýnir og þótti þetta einfald- lega ekki nógu gáfulegt. Á þeim tíma var óttalega lítii pólitík þar á bak við, ég verð að viðurkenna það. - Ykkar maður uarð höfuðóuinurStalíns, Trotskí. Þið genguð í Fjórða alþjóðasam- band trotskíista og eruð þar enn. .. „Við göngumst við þessu heiti, trotskíist- ar - Trotskí sjálfur viðurkenndi reyndar aldrei að það ætti rétt á sér. Þetta er fyrst og fremst spuming um tradisjón, sögulega hefð eða samfellu. Við viljum meina að það sé söguleg samfella frá Marx og Engels yfir í vinstri arminn í Oðm alþjóðasambandinu, yfir í Zimmerwald-sambandið í fyrri heims- styrjöldinni, yfir í rússnesku bolsévikkana, yfir í vinstri andstöðuna í alþjóðasambandi kommúnista, en uppúr henni er Fjórða al- þjóðcisambandið sprottið. Menn geta spurt hvaða máli þessi hefð skipti? Jú, marxisminn er í sjálfu sér engin venjuleg teoría. Marx- isminn er fýrst og fremst vísindi og pólitísk stefnuskrá verkalýðsbyltingarinnar, sem þýðir það að marxisminn snýst einkum um þá lærdóma sem hægt er að draga af stétta- baráttunni í einstökum löndum og alþjóð- lega. Þegar við gerumst trotskíistar erum við fyrst og fremst að lýsa stuðningi við hina gömlu bolsévísku tradisjón og þá lærdóma

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.