Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 21
Italskt rit um norrænar bókmenntir Nýlega er komið út hjá ítalska forlaginu Giardini Editori e Stampatori í Pisa safnrit sem hef- ur að geyma fyrirlestra um nor- rænar bókmenntir milli heims- styrjaldar og nefnist La letteratura dei paesi scandinavi nel periodo fra le due guerre. Voru fyrirlestr- arnir fluttir á sjöttu ítölsku ráð- stefnu um norrænar bókmenntir sem haldin var í Pisa dagana 24. til 26. janúar 1983. Norræni menningcirsjóðurinn styrkti út- gáfu ritsins með 30.000 dönskum krónum auk þess sem mennta- málaráðuneyti einstakra Norð- urlanda lögðu fram fé til útgáf- unnar. Ritið er 200 blaðsíður og kostar 25.000 lírur eða kringum 150 danskar krónur. Eftirtaldir höfundar eiga efni í ritinu: Sigurður A. Magnússon, Peter Madsen og Sven Möiler Kristensen frá Kaupmannahöfn, Ingemcir Algulin frá Stokkhólmi, Bengt Landgren frá Uppsölum, Helge Rönning frá Osló, Atle Kittang frá Bergen, Merete Kjöller Ritzu frá Flórens, Randi Moen frá Bologna, Birgitta Ottoson Pinna frá Flórens, Inge Lise Rasmussen Pin frá Siena, Anna Maria Paroli Clausen og Jörgen Stender Clau- sen frá Pisa, og er sá síðastnefndi ritstjóri verksins. Meðal höfunda sem fjallað er um í bókinni eru Halldór Lax- ness, Þórbergur Þórðarson, Gunnar Gunnarsson, Guðmund- ur Kamban, Paul la Cour, Knut Hamsun, Sigrid Undset, Elin Wágner, H.C. Branner, Aksel Sandemose, Nordahl Grieg, Lud- vig Nordström, Otto Gelsted, Pár Lagerkvist, Eyvind Johnson, Harry Martinson, Artur Lund- kvist, Ture Nerman, Erik Blom- berg, Stellan Arvidson, Torgny Segerstedt, Hjalmar Gullberg, Johannes Edfelt, Amulf Över- land, Herman Wildenwey, Martin A. Hansen, Karen Blixen, Hans Kirk og Hans Scherfig. Björgvin Gylfi í Nýlistasafninu Björgvin Gylfi Gunnarsson (f. 1951) heldur sýningu í Nýlista- scifninu v/Vatnsstíg (Living Art Museum) dagauia 9.-18. mairs. Á sýningunni eru keramikverk, teikningar og ljósmyndir. „Við skoðun sýningarinnar ber að líta á öll verkin í samhengi,” sagði listamaðurinn. ,Jlvert verk á sér samsvörun í hinu daglega lífi og samanstendur af tugum eininga. Þessar einingar mynda ramma endurtekningar og stöðl- unar, líkt og menningarheimur- inn einkennist ai ákveðinni end- urtekningu athafna, leikja og tákna. Svo sem hinar ýmsu ietur- gerðir, getur hin mismunandi niðurröðun samræmdra eininga borið í sér og miðlað mismun- andi mikilvægum upplýsingum. Verkin em flutningshæf mynd- ræn stafrófslíki, óbundin ákveð- inni staðlaðri túlkun. Skoðandi á að hvíla hugann, leita skilnings á grundvelli eigin reynslu og túlk- unar myndræns tálmmáls. Sýning byggist á aðgreiningu skapanda verksins, skoðanda verksins og verksins sjálfs. Þrí- hymingur gagnkvæmrar skoðun- ar milli þessara aðila krefst sam- eiginlegs skilnings og túlkunar á táknum hversdagsins. Sé skiln- ingurinn sameiginlegur fellur að- greiningin um sjálfa sig og skap- andi, verk og skoðandi em orðin ein heild.” NOACK RAFGEYMAR FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI Saensku biialramleiðendumir VOLVO. SAAB og SCANIA nola NOACK talgeyma vegna Vosta þeirra. A rrVCTD Bílaleiga !/.♦, Ijló I Oll\ Carrental B WWW* m Miuva CCMB Xi <m Mlll <■< 1» Hlll ■« —jlT_ _ r \ Borgartún 24 (hom Nöatúns) Sími 11015, á kvöldin 22434. Sækjum — Sendum — Aðeins að hringja — Nýir og sparneytnir bílar. Tegund og árgerð daggj. Kmgj. Lada 1500 station árgerð 1984. 500 5,00 Opel Kadett (framdrif) árgerö 1983. 600 6,00 Lada Sþort jeppar árgerð 1984. 800 8,00 Allt verð er án söluskatts os bensins. Góöir gestir Arnarhóls! Vid höfum tekiö í notkun nýjan stórkostlegan sérréttamatseöil Sýnishorn: Hreindyra-pate meö heitu giófu ponnubrauöi Reyksoöinn regnbogasilungur meö hvitlauksspmatsósu og kartóflugratini Ali-ond með appelsinuhjúp Kaffi og konfekt kókur HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.