Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 24
SJÓRÆNINGJALEIKIR MYNDBANDALEIGANNA ,,Höfundaréttarbrot með þeim hœtti að fjölfalda og dreifa myndefni án leyfis höfunda og án nokkurs endurgjalds til þeirra, eru ekki lengur óþekkt fyrirbœri á íslandi. í skýrslu myndbandanefndar frá 3. desember 1981 segir til dœmis, að hér á landi eigi sér nú stað stórfelld brot á höfundarétti, bœði með upp- töku á myndbönd, leigu myndbanda ogsíðast en ekki síst með dreifingu efnis afmyndbönd- um um myndbandakerfi. ” - Þessi orð eru tekin upp úr forsendum frumvarps til laga um breytingu á höfunda- lögum, sem tekið verður til meðferðarAlþing- is á allra næstu vikum. Frumvarp þetta var unnið af höfundaréttarnefnd, sem Ingvar eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart að var fyrst eftir að Samtök rétthafa myndbanda á ís- landi (SRM) voru stofnuð í nóvember 1982, að farið var að beita löggjafarvaldið einhverjum þrýstingi um afgreiðslu á nýjum höfundaréttarlögum sem stöðv- að gaetu stanslausa lögleysu á þessu sviði. Nú bólar loks á sam- þykki þeirra laga. Innan vébanda SRM á íslandi eru nær allir umboðsmenn dreif- ingar- og sýningarréttar á mynd- efni hérlendis. Gunnar Guð- mundsson er lögfræðingur sam- takanna og jafnframt fram- kvæmdastjóri þeirra og segir hann um tilgang félagsins: „Hcinn er sá að sameina alla rétthafa myndefnis í samtök sem gæta hagsmuna og verndar á því myndefni sem þeir hafa umboð til að dreifa hérlendis. í því skyni hefur margt verið gert, þótt sam- tökin séu enn ung að árum. Það hefur meðal annars verið farið í alla landshlutatil að kynnaréttar- stöðu umboðsaðila myndefnis. Við höfum fylgst reglulega með því efni sem hérlendis er í umferð og óspart krafist réttar okkar ef við höfum orðið véirir við ólög- Gíslason skipaði í ráðherratíð sinni og erþví talsvert komið til ára sinna, eða samið strax á fyrstu misserum myndbandavœðingaríslend- inga fyrir um fjórum árum. Frá þeim tíma hefur ólögleg dreifing á myndbandaefni auk- ist gífurlega og leiga á leyfislausum upptökum á kvikmyndum og sjónvarpsefni margfaldast að svo miklum mun að fyrir löngu érkomið í hrikalegt óefni. Það sést best á því að við skipulagða rannsókn á umfangi ólöglegra myndbanda í umferð hjá vídeóleigum áStór- Reykjavíkursvœðinu, sem gerð var fyrir þremur vikum, reyndust yfir níutíu prósent allra leiganna hafa á boðstólum spólur án réttinda til dreifingar. dæmi að bíræfnustu mynd- bandaleigumar hafi komið sér upp ljósmyndum af útsendur- um SRM, svo afgreiðslufólk þeirra geti þekkt þá er þeir nálg- ast leigurnar og þar með lokað á þá. Ekki er enn vitað um alvarleg átök sem komið hafa upp í þessum ,/assíum” útsendara SRM, en víst er að þeir em illa þokkaðir á sum- um leiganna, svo sem framar greinir. Umfang ólöglegra myndbanda í umferð vídeóleiga skiptir enn mörg hundmð titlum, líklega allt að eitt þúsund, en fjöldi mynd- bandatitla í umferð nú mun vera nálega 5000. Myndbandaleigur á Stór-Reykjavíkursvæðinu munu nú vera 43 talsins, og í nýlegri rassíu sem fcirin var í fjömtíu ()eirra kom í ljós að allar þessar leigur, nema ein, höfðu á boð- stólum einn eða fleiri titla sem þær höfðu ekki dreifingarrétt á. í þessari rassíu samtakanna, sem gerð var fyrir þremur vikum, var lagt lögbann á ólöglega dreifingu 340 titla sem aðilar innan SRM hafa einir dreifingarrétt á. Ætti þessi fjöldi að sýna vel hvemig staðan er á myndbandamarkaðn- um í dag. Við þetta má bæta, að í fyrr- greindri rassíu komu leiðangurs- lega dreifingu á efni sem við höf- uin umboð fyrir.” - Hefurorðiðáranguraf þessu starfi? Já, það hefur sýnt sig að eftir stofnun samtakanna hefur dreif- ing á ólöglegum kópíum minnk- að að mikium mun. Það var kom- inn sægur af slíku efni á markað- inn, en við þykjumst hafa hreins- að rækilega til á því sviði. Nú er svo komið að upptökur og út- leiga á ólöglegu efni er orðin næsta lítil miðað við það sem áðurvar...” - En óvandaðar myndbanda- leigur þrífast enn. Hverjar helst- ar? ,Af okkar háifu em langsam- iega flest mál í gangi gegn Vídeó- heiminum í Tryggvagötu. Það er óhætt að fullyrða að sú leiga sé bíræfnust á þessu sviði. Það hvíla f jölmörg lögbönn á þessari leigu, sem hún hefur síðan ítrekað brotið. Og reyndar hefur hún ekki haft að neinu þa»r óteljandi áminningar sem við höfum gefið henni. Sem stendur biðum við dóms í máli Vídeóheimsins, en það er áreiðanlegt að eigendur þessarar leigu eiga yfir höfði sér háar fjársektir og miklar skaða- bótakröfur frá nær flestum rétt- höfum myndefnis hérá landi.” - Erufleirimálafþessumtogc í gangi? Já, það eru nokkrar leigur í viðbót inni í þessu dæmi, en mál þeim viðkomandi eru óðum að leysast. Það er að myndast ákveðin samskiptaregla milli rétthafa myndbanda og vídeó- leigasem nær allir eru famir að virða. Þar skera eigendur Vídeó- heimsins sig algjörlega úr. Þeir eru einfaldlega ekki viðræðuhæf- ir.” - Hverju munu nýju höfunda- réttarlögin breyta fyrir rétthafa myndbanda? „Eins og höfundaréttcirlögun- um er nú háttað, sæta brot á þeim ekki opinberri kæru, heldur verður sá, sem misgert er við, að höfða sitt mál sjálfur. Þetta gerir lögleysu á sviði myndbandaleigu mun auðveldari en ella, því hvert mál á hendur lögbrjóti gengur svo hægt í gegnum dómskerfið. Nýju höfundalögin Veita hinsveg- ar rétthöfum aukna vemd, þar sem brot á þeim varða eftirleiðis opinberri ákæru. Þar með verður hægt að stöðva ólöglega dreif- ingu myndefnis á stundinni, að viðlagðri hegningu. Þetta verður vonandi þeSs valdandi að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir stofna til ólöglegra viðskipta af þessu tagi.” Eins og kemur fram hér á undan hefur útleiga á ólög legum myndböndum farið mjög minnkandi eftir að Samtök rétthafa myndbanda komu til sögunnar með sínar .fireinsanir” á markaðnum. Enn er þó talsvert í að lögleysan hverfi af þessum vettvangi. Samtök rétthafa myndbanda hafa allt frá stofnun gert skipulagðar „rassíur” í myndbandaheiminum, bæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu og úti umlandsbyggðina.Eftirtekjan frá þeim ferðum hefur alla jafna ver- ið mikil. Það eru þrír menn frá samtök- unum sem gerðir eru út af örk- inni í þessar ferðir, þar með tal- inn einn lögfræðingur hinum til halds og trausts. Heimildir HP segja þessa menn hafa fengið mjög misjafnar móttökur á vídeóleigum, allt frá mjög vin- samlegumtil talsverðra átaka þar sem annað hvort hefur slegið í brýnu milli þeirra og viðkomandi eigenda eða þeir hafa hreinlega varnað þeim inngöngu í leiguna, stundum með átökum. Þess eru S ,,Eg rek mína sjoppu vel“ - segir eigandi Vídeóheimsins í Tryggvagötu, en Samtök rétthafa myndbanda hafa ítrek- að reynt að binda enda á ,,bírœfna“ starf- semi hans. Vídeóheimurinn, myndbanda- leigan í Tryggvagötu 19, hefur allt frá stofnun átt í hvað mestum útistöðum við Samtök rétthafa myndbanda á íslandi, af öllum myndbandaleigum í landinu. Þessi ..bírœfna sjórœningja- leiga”, eins og hún hefur oftar en ekki verið kölluð, á að baki fjölda málssókna auk nokkurra lög- banna fyrir meintan stuld á myndböndum sem aðrar leigur eiga einar rétt á til útleigu. Af hálfu Samtaka rétthafa mynd- banda, SRM ,er nú róið að því öllum árum að fá starfsemi þess- arar leigu stöðvaða og þess reyndar eins beðið að frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um breytingu á höfundalögum nái fram að ganga, en þar er skýrt tekið fram að afglöp af því tagi sem SRM ákœrir Vídeóheiminn fyrir, sœti allt að tveggja ára fangelsi. Svo sem kemur fram í greininni hér að ofan hafa SRM neytt margvíslegra leiða til að fá stöðv- aða starfsemina hjá Vídeóheim- inum og skulu þœr ekki tíundað- ar hér, en hinsvegar farið í heim- sókn á þessa umtöluðu ,,sjórœn- ingjaleigu” í Tryggvagötu. Það er annar eigandi leigunn- ar sem tekur á móti okkur, Sergio Pizarro, ungur Chilebúi sem stofnaði Vídeóheiminn ásamt konu sinni íslenskri, Elínborgu Kjartansdóttur, er þau fluttust hingað fyrir tveimur árum. Sergio er fœddur og uppalinn í höfuðborg Chile, Santiago, en fyrir um sex árum fluttist hann til Englands og hóf störf hjá chile- anska sendiráðinu í London. Hann segist hafa komist í kynni við ýmsa umboðsaðila í vídeó- bransanum í Lundúnum, jafnt smærri sem stœrri, og hafi notið góðs af þeim kynnum eftir að hann fluttist hingað til lands og stofnsetti Vídeóheiminn. Mágur Sergio, bróðir Elínborgar, rekur myndbandaleiguna Vídeósýn í Breiðholti, og segir Sergio þá hafa samvinnu um útvegun efnis frá Lundúnaborg sem þeir síðan leigi til skiptis á leigum sínum. Þess má geta að Vídeósýn á einn- egin yfir höfði sér lögbann frá SRM fyrir ólögmœta leigu á myndböndum ,,og hefur reyndar í fáu sýnt höfundaréttinum meiri virðingu en Vídeóheimurinn ”, eins og einn heimildamaður HP innan SRM orðarþað. „Viðskiptin hafa gengið langt framar vonum allt frá því við hjónin hófum starfsemina héma í Tryggvagötunni," segir Sergio Pizarro. „Við höfum ávallt reynt að hafa á boðstólum nýjustu titl- ana, ellegar þá vinsælustu á markaðnum hverju sinni. Við reynum að hafa það til, sem fólk biður um. Þetta hefur mönnum líkað.” - Frá hvaða aðilum í London fœrðu þitt efni? „Eg vil ekki gefa upp hverjir það eru, eða fara að nafngreina þá. Það er bíssnessleyndarmál.” - Er eitthvert efni frá þér með íslenskum texta eins og þekkist orðið hjá flestum mynd- bandaleigum? „Nei, ekkert. Ég er ekki ennþá farinn að bugleiða textanir, enda sýnist mér viðskiptavinir mín- ir ekki kvarta þó þeir fái allar myndirnar á frummálinu einu. Ég set bara efnið upp í hillur eins og það kemur upp úr kössunum frá mínum mönnum í Englandi.” - Mér sýnist heldur ekki nein- ar íslenskar skýringar vera utan á myndbandahulstrunum, svo sem eins og kynning á innihaldinu eða hvort um er að rœða vafa- samt efni fyrir börn að horfa á? „Nei, eins og ég segi, þá læt ég fólk bara fá böndin eins og þau koma frá Englandi. Við sem störf- um héma í afgreiðslunni, reynum þó yfirleitt að segja fólki frá því hverslags efni það er að leigja sér. Við bemm okkur til dæmis eftir því að vara það við efni sem má ætla að sé bömum skaðlegt. Að vísu höfum við náttúrlega ekki alltaf tíma til slíkra útskýr- inga yfir búðarborðið, enda jafn- an við marga að fást í afgreiðsl- unni í einu. Það er svo mikil um- ferð héma í gegnum hjá okkur alla jafna.” - Má fólk á öllum aldri fá leigt efni hjá þér? „Nei, við reynum yfirleitt að miða aldurstakmarkið við fimm- tán ár.” - Ertu með,,bláar"ábakvið? Já, rétt eins og aðrir í þessum bransa. Þetta er það vinsælt efni að maður þarf að hafa eitthvað af því á boðstólum.” - Hverjir fá slíkar myndir leigðar? „Bara kunningjar, eða sérlegir fastakúnnar.” - Hvað með hryllings- eða ódœðismyndir sem bannaðar hafa verið í nágrannalöndum okkar? „Ég hef bara ekki kynnt mér þessi bönn í nágrannalöndunum, svo ég get ekkert sagt um það atriði.” - Samtök rétthafa mynd- 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.