Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 15
stsviðtali sem Fjórða alþjóðasambandið dregur af úr- kynjun Sovétríkjanna, mistökum Komintem og ýmsum fleiri stóratburðum í stéttabar- áttunni. Menn em ekki að greiða atkvæði um söguna í sjálfu sér, heidur taka afstöðu til ákveðinna sögulegra lærdóma sem em stöðugt að endurtaka sig eða staðfestast. Innganga í Alþýðu- bandalagið - Fylkingin. Er hún enn í fullu fjöri?Hver er stciða hennar núna? „Fylkingin starfar áfram eins og verið hef- ur - gefur út sitt blað og heldur öllu sínu skipulagi. Það eina sem hefur gerst er að við höfum ákveðið að ganga sem einstaklingar inní Alþýðubandcilagið. - Hvernig skýrið þið þá ákvörðun fyrir sjálfum ykkur og öðrum? Þetta breytir því auðvitað ekki að við ætl- um að fjölga liðsmönnum í Fylkingunni og efla ítök hennar. En það em ýmsar gildar orsakir fyrir þessari inngöngu í Alþýðu- bandalagið. í fyrsta lagi teljum við að sú róttækni sem á sér stað meðal ungs fólks í dag hafi leitað inní Alþýðubandalagið, að svo miklu leytí sem hún hefur tekið á sig skipulega mynd. Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins er virk og starfar víða um land. Ég verð líka að segja það að mér sýnist þetta unga fólk núna vera mikJu betri efniviður heldur en mín kynslóð var. Inní okkar rót- tækni blcindaðist alls konar hippanigl og vit- leysa, sem ekki er tíl staðar núna. Ég held að þessir krakkar verði miklu betri flokksmenn og baráttumenn en þeir árgangar sem ég tílheyri. En staðreyndin er sú að við kærum okkur ekki um það að Alþýðubandalagsfor- ystan sé látín ein um að gefa þessu fólki pólitísk kjörorð og stefnumið. Það væri ein- faldlega glæpur. í öðm lagi - það er kannski ekki mikið cif verkalýð í Alþýðubandalaginu, en samt skiptir það okkur talsverðu máli að geta starfað jafnhliða inncin Alþýðubcmdalcigsins og verkalýðshreyfingarinnar. Nú eiga sér stað talsvert snarpar umræður um verka- lýðshreyfinguna í AlþýðabandaJaginu og þar þurfa verkalýðsforingjamir að standa fýrir máli sínu. Við viljum taka þátt í þessu. í Alþýðubandalaginu náum við einfaldlega tíl fleira fólks en ef við værum að rífa kjaft og gagnrýna utanífrá í Neista. I þriðja lagi - og þetta er nokkuð sem við sáum fram á að mundi gerast fyrr en síðar. Lítum á efnahagskreppuna, sókn auðvalds- aflcinna og reynslu undanfarins áratugar af stjórnarsamstarfi Alþýðubcmdalcigsins. Við reiknuðum út að fyrr eða síðar hlyti yngra fólkið og óánægðir eldri félagar að fara að endurmeta baráttuleiðir Alþýðubcmdalags- ins og spyrja óþægilegra spuminga. Það er að segja: Hvemig mátti þessi yfirgengilega kjaraskerðing verða? Það hlýtur að vera eitt- hvað að í verkalýðshreyfingunni. Er það rétt af okkar flokki að vera í samstarfi við íhcildið í verkalýðshreyfingunni? Hvert á að vera samband flokksins við verkalýðsforingjana? Á að láta þá ganga sjálfala og stilla flokknum frammi fyrir alls konar vafasömum ákvörð- unum og yfirlýsingum? Á flokkurinn að bera ábyrgð á svona... svona hyski? Ætlum ekki að betrumbæta Alþýðubandalagið - Þú álítur sumsé að einhverjar Væringar séu í uppsiglingu t Alþýðubandalaginu? Ákveðið endurmat. Margir Alþýðubanda- lagsmenn em foxillir útí' verkcilýðsforingjcma og kenna stjórnarsamstarfinu um margt af því sem hefur fcirið úrskeiðis. Ríkisstjómin á að vera varnarkeðja um lífskjörin, sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar Alþýðu- bandcilagið tók sæti í ríkisstjóm Gunn;irs Thoroddsen. Við svömðum því og sögðum að þótt glitraði á alla keðjuna, þyrfti bara einn hlekkur að liggja í salti. Og hver var svo árangurinn þegar upp var staðið? Þessari stjórn tókst ekki að bæta lífskjörin, launa- kjörin versnuðu þvert á mótí. Það gerðist ekkert róttækt í húsnæðismálum. Þeir unnu ekki sigur í álmálinu. Herinn fór ekki. Hvað tekur svo við? Mesta kjaraskerðing í sögu lýðveldisins. Framkvæmdirnar á Vellinum strax komnar af stað. Og enginn tekur mark á Alþýðubandalaginu. Áróðursstaða þess hefur hríðversnað. Gefum stjórninni séns á því að hafa tafið afturhcddsöflin eitthvað í þrjú ár. En eftir á verður það ljóst að verka- lýðshreyfingin kom í sámm út úr þessu stjórnarsamstarfi og viðnámsþróttur henn- cir er hverfandi. - Eru það nýafstaðnar skipulagsbreyt- ingar í Alþýðubandalaginu sem hvetja ykkur til að ganga þar inn? Alþýðubandalagið hefur opnast svolítið við þessar skipulagsbreytíngar, en við hefð- um gengið í flokkinn þótt þær hefðu ekki komið tíl. Það em ný viðhorf uppi í Alþýðu- bandalaginu sem gefa okkur meiri mögu- leika en ella, kannski frekar það sem liggur á bak við skipulagsreglumar nýju en reglum- ar sjálfar. Flokksforysta Alþýðubandalagsins hefur áttað sig á tvennu: annars vegar því að ef ekki er sæmilegt líf í flokknum, aðstaða til að starfa, tíl að koma að greinum í Þjóðvilj- anum, er hætta á að upp komi klofningur á borð við Kvennaframboðið. Á hinn bóginn þarf svolítið frjálslegra flokkslíf til að auð- veldara sé að virkja félagana í kosningum - fólk þarf að fá að halda að það sé að gera einhver ósköp þessi f jögur ár sem líða á milli kosninga. En samtímis passa þeir auðvitað vei uppá það hver ákveður pólitík Alþýðu- bandalagsins; það gerist engan veginn lýð- ræðislega. En þessi þíða, þessi opnun, gefur okkur taisverða möguleika til að koma okk- ur á framfæri, ná okkur í nýja fylgismenn og æfa okkur svolítið. - Þú heldur ekki að stefna Alþýðubanda- lagsins sé ráðin í eitt skipti fyrir öll? Hvað gerist þegar Framsókn býður faðminn næst? Gemm okkur í hugarlund að þeir fari aftur í stjórn með Framsókn eftir einhvem tíma, að þeir fæm af tur yf ir stéttamörkin. Heldurðu að við mundum ekki nota þennan krítíska punkt til að skilja fólk frá flokksforystunni? Gera upp við hana? Að sjálfsögðu! Við ætl- um ekki að fara að betrumbæta Alþýðu- bandalagið, við höldum ekki að Alþýðu- bcmdcilagsforystan sé menn sem hægt er að bæta eða breyta. Við sjáum ekki fyrir okkur að þessir menn séu til frambúðar í foiystu fyrir íslenskum verkamannaf lokki - það er út í hött. Og verkalýðsforingjamir í Alþýðu- bcindcdaginu, auðvitað er þetta skrifpúlts- apparat sem þarf meira eða minna að lyðja úr vegi ef þetta á eitthvað að horfa tíl fram- fara. En hins vegar em þetta menn sem láta undan þrýstingi á einstökum punktum. - Hver eru viðbrögð Alþýðubandalags- manna við því að fá ykkur allt í einu barna inn, þessa götustráka? Þeir vita mœta vel að þið eruð ekki komnir til að vera þœgir og góðir flokksmenn, kosningasmalar. . . Ég skal segja þér að það er tekið gríðarvel á móti okkur f Álþýðubandalaginu. Betur en ég átti von á. Flokksforystan hefur, held ég, enga trú á því að við komum til með að ná nokkrum árangri eða áhrifum. Því stressa þeir sig ekkert á okkur svona í upphafi. Ég held hins vegar að þetta sé misskilningur hjá þeim ... Svo er auðvitað hitt að þeir vita að við emm voðalega góðir strákar og allt það, engir CIA-agentar eða þjónar íhaldsins. Það eru líka cdlir sammála um það, nema helst verkalýðsforingjamir, að Alþýðubandalagið þurfi á umræðu að halda og við munum náttúrlega hcda hvetjandi áhrif í þá átt. - Þú ert ekki smeykur við að þið týnið tölunni í bandalaginu, hverfið hœgt og hljóðalaust inní raðirnar? Nei, það held ég ekki. Þetta er býsna eins- leitur hópur sem er eftir í Fylkingunni. Úr háskóla í verka- mannavinnu - Þú kemur heim frá háskólanámi í Sví- þjóð 1981 og hefur síðan unnið sem verka- maður. Hvað veldur, erþetta einhvers konar pólitisk yfirlýsing afþinni hálfu? Bíddu nú við. Ég hef verið sósíalisti býsna lengi, hef ekki haft önnur áhugamál en póli- tíkina og mun tæpast hafa. Þetta er það sem ég vil verja minni lífsorku í. Þegar ég kom uppúr menntaskóla var ég eitthvað að pauf- ast við að fara í háskóla. Það gekk ekkert sérlega vel. Síðan fór ég út til náms í félags- fræði. Þegar ég Vcir búinn að vera þar i eitt- tvö ár, fannst mér ég í rauninni vera búinn að lesa flestar þær bækur sem ég hcifði auga- stað á þegar ég fór út. Svo ég fór að velta því fyrir mér hvað mundi liggja fyrir manni eftir vemna í akademíunni: Jú, maður yrði kann- ski einhvers konar blaðamaður, ef til vill lenti maður í einhverri kennslu eða færi að intervjúera fyrir Þorbjöm Broddason. Þetta var ein framtíðarsýnin, en önnur sú að mað- ur þyrfti kannski að selja sál sína til að fá eitthvað að gera sem er skemmtilegt fyrir félagsfræðing - fá styrk eða skemmtilega kennslu til að mynda. Ég var ekki tilbúinn til að selja sál mína. Nú, ég hefði kannski getað sloppið við að selja sálina ef ég hefði tekið tvöfaldan doktor og skrifað slík ókjör að ekki hefði verið nokkur leið að gcinga framhjá mér. Það færi náttúrlega heill mannsaldur í það. Þannig að það var í sjádfu sér ekkert sem ýtti á eftir mér þarna úti. - En þú gœtir ábyggilega fengið einhverja þœgilega innivinnu. . . Það er algjör misskilningur að þetta sé eitthvað erfitt, það er ágætt að vinna verka- mcmnavinnu... - Slœmt kaup? Ja, það er það eina. Maður er svolítið blcinkur, en það er þá ekki í fyrsta sinn. Ég er náttúrlega menntaður maður, það er ekki hægt að neita því. Samt fullyrði ég það að þessi tími hefur verið mér miklu merkilegri skóli en öll þessi háskólaár mín. Ég verð að segja það einsog er að mér finnst þetta mikiu heilbrigðara og þægilegra umhverfi en þessi gamla vinshihreyfing með öllu því snobbi og veseni sem þar var. - Þú ert ekki að snobba niðurávið? Nei, nei, maður er soddcin rusti sjálfur. Maður fellur ágætlega inní þann húmor sem þama ríkir. En auðvitað var í mcinni djöfuls hroki til að byrja með. En það er ávani sem hverfur svona smátt og smátt. Sjáðu til, þeg- ar maður gegnir engu ákveðnu póiitísku hlutverki, hefur enga félagslega stöðu, neyð- ist maður bcira til að blása sig út á þeim hugmyndum sem maður er að leggja fram í það og það skiptið. Þá er maður eilíflega að stressa sig á því að vera gáfaður og klár. En þegar maður starfcir í einhverju hagnýtu pólitísku stcirfi, er virkur á sjálfum staðnum, þá hverfur þessi gáfnakomplex smám sam- an. Menntamenn og menntamenn - Menn tortryggja þig ekki vegna þess að þú ert menntamaður? Það eru náttúrlega ýmsir sem horfa grun- semdaraugum á þetta. En ég vil hins vegar meina að það sé töluverður munur á menntamönnum og menntamönnum í verkalýðshreyfingunni. Það er munur á mönnum sem fara í ve rkaman navi n nu án þess að setja nein skilyrði - ég hef ekki sett 30-40 þúsund krónur á mánuði sem skilyrði fyrir því að ég sé tilbúinn að starfa fyrir verkalýðshreyfinguna - og mönnum sem er vippað inní félög til þess að hægt sé að gera þá að forsetum ASÍ. Verkalýðurinn hefur enga fordóma gagnvart menntamönnum, langt í frá. Hann hefur hins vegar fordóma gagnvart sérfræðingum, afskaplega skiljan- lega. Þess vegna lítur þessi venjulegi verka- lýður allt öðrum augum á fugla einsog Ás- mund heldur en - já, við getum tekið mig sem dæmi eða mann á borð við Skúla Thor- oddsen. Það er undirrótin að vinsældum Skúla að honum hefur tekist að starfa einna líkast því sem svona menntaður starfsmað- ur á að starfa. Hann lýgur ekki að mönnum eða fer á bak við þá, hann fer og talar við menn og kannar vilja þeirra og reynir síðan að ganga erinda þeirra eftír bestu getu. -Þaðkom fram iHelgarpóstinum um dag- inn að forseti ASÍ hefur tæpar 43 þúsund krónur í mánaðarlaun. Erþetta ekki fásinna að hátekjumenn séu að semja um kaup og kjör alþýðu? Við höfum það að stefnumiði í Fylking- unni að þeir sem koma til starfa í verkalýðs- hreyfingunni séu á þeim launum sem gengur og gerist þar. Þetta hefur reyndar verið stefna marxista allt frá dögum Parísar- kommununnar. Ef sú stefna væri tekin upp að laun verkalýðsforingja færu ekki yfir tutt- ugu þúsund kall, værum við að mestu laus við alla metorðastriUira. Við fengjum miklu betri menn til stcirfa. Þetta var nú stefna Margrétar Auðunsdóttur hér í eina tið, að menn ættu auðvitað að vera á þeim launa- töxtum sem þeim tækist að ná í gegn. Þetta er alveg hárrétt. Bara nógu djöfull rauða menn - Þú hefur sumsé starfað sem óbreyttur verkamaður og tekið þátt í starfinu í Dags- brún sem slíkur? Já. Það má reyndar nefna það að Fjórða alþjóðasambandið tók um það ákvörðun 1979 að fólk reyndi að beina sér inní störf í iðnaðinum til að ná meiri áhrifum í verka- lýðshreyfingunni. Ég kynntist slíku starfi í Malmö og lærði ýmislegt af því. Maður getur auðvitað starfað að þessari pólitík hvar sem er, en þarna liggja forgangsverkefnin, í verkamannavinnu er maður á forgangsstað, þar sem maður getur raunverulega orðið hreyfingunni að gagni. Svo er hitt kannski ekki síður mikilvægt að þegar maður starfar sem verkamaður og deilir kjörum með verkafólki, gefur það manni náttúrlega miklu meiri siðferðilegan styrk og þunga í því sem maður segir. - Nu hafið þið Fylkingarmenn haft býsna hátt í verkalýðshreyFmgunni uppá síðkastið. Stefnið þið að valdatöku? Ekki í bráð. Við skulum ekki halda það að verkalýðshreyfingin mundi breytast svo mikið við það eitt að kjósa nýja menn í for- ystu. Það sem þarf að gera er að breyta sambamdinu milli fjöldans og forystunnar í eðli sínu og siík eðlisbreyting getur ekki átt sér stað nema í kjölfarið á einhverri bciráttu, einhverri hreyfingu innan félaganna sjálfra. Slíkrar hreyfingar varð vart í örlitlum mæli í Dagsbrún þegar haldnir voru fundir um sér- kröfur á undan síðustu kjarasamningavið- ræðum. Hinn almenni félagsmaður fór að finna dálítið til sín og það vil ég meina að hafi skilað sér á fundinum í Austurbæjarbíói þegar kjarasamningamir voru felldir. En menn fara ekki í forystu í verkalýðsfélagi út á kjaftinn á sér. Við fengjum ábyggilega tals- vert af atkvæðum ef við byðum frcim í Dags- brún, en það væri stórvarasamt. Það getur . enginn einn maður yfirstigið þau sterku fé- lagslegu lögmál sem þarna eru að verki. Þetta er maður stundum að reyna að útskýra fyrir eldri mönnunum. Þeir koma til manns og segja: „Við þurfum bara unga menn, harða menn, bara nógu djöfull rauða!” Sann- leikurinn er hins vegar sá að ef þú tækir tíu menn einsog mig og settir í stjórn Dagsbrún- ar, þá yrði enginn munur á okkur og hinum •eftir svona tvö-þrjú ár. Við hvorki þorum né viljum gera þetta, nema það sé nógu mikið af félögum þarna í Dagsbrún sem eru tiltölu- lega virkir og félagið sé búið að koma sér upp sæmilegu lýðræðisapparati. Því gengur svo mikið af tillögum okkar í Dagsbrún útá það eitt að koma af stað hreyfingu meðal félaganna, hreyfingin ein er mcirkmið í sjálfu sér. - Að lokum, Pétur. Þú ert ekki hræddur um að þú endir uppi sem kjörinn, útvalinn og heilagur verkalýðskommissar? Ég vona ekki. Það væru hrikaleg örlög. En auðvitað getur farið svoleiðis fyrir öllum. Segjum til dæmis að ég missti mína pólitísku félaga og yrði allt í einu einn á báti inní Alþýðubandalaginu. Þá gæti maður auðvit- að endað uppi sem einhver rækalls býró- krat. - Ég má kannski hnippa í þig þegar mér finnstþú orðinn ofrœkjubleikur? Endilega! Endilega!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.