Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 13
YFIRHEYRSLA nafn: Guðrún Jónsdóttir fædd 20.3.1935 staða Arkítekt, forstöðumaður Borgarskipulags heimili Bergstaðastræti 81 heimilishagir Gift Páli Líndal lögfræðingi; 4 börn áhugamál: Fjölskyldan, starf mitt og fjölmargt sem tengist því bifreið Volvo ’81 Er ekki til sölu eftirEgilHelgason „Það er augljóst af þessu máli að meirihlutinn hefur lagt allt kapp á að koma i veg fyrir að Guðrúu Jónsdóttir sækti um starf forstöðumanns Borgarskipulags. Þetta terist þrátt fyrir að hún hafi lýst yfir áhuga sinum á áframhaldandi starfi,” sagði igurður Harðarson, fulitrúi Alþýðubandalagsins, á fundi í skipulagsnefnd Reykja- víkur fyrir skömmu. Á þessum fundi var það ljóst að Guðrún Jónsdóttir var ekki i hópi urosækjenda um starf forstöðumanns Borgarskipulagsins, starf sem hún hefur gegnt siðustu fimm árin. í staðinn fyrir það er henni falið að taka að sér afmarkað skipulagsverk- efni fyrir borgina, deUiskipulagningu eldri hverfa í borginni að undanskilinni Kvosinni, Skuggahverfinu og svæði milii Laugavegs og Hverfisgötu. Útaf þessu hefur spunnist nokkurt hitamál og jafnvel sagt að borgarstjóm sé að fría sig vandræðum með þvi að bjóða Guðrúnu þessa nýju stöðu. Hefði Guðrún hins vegar ákveðið að sækjast eftir endurráðningu hefði borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæð- ismanna tæpast getað gengið framhjá Guðrún u án þess að lenda í hörðum pólitísk- um átökum. Guðrún Jónsdóttir er í HP-yfirheyrslu þessa vikuna. - Telur þú þig hafa verið fóraariamb pólitískra hreinsana i boi^arkerfinu? Nei, ég vil ekki líta svo á. Ég hef aldrei haft nein afskipti af pólitík. - Þó bendir flest tii þess að það hafi verið ákveðið fyrirfram að þú fengir ekki endurráðningu? Mér er ekki kunnugt um hvemig því er háttað. - En sjálf lýstir þú yfir áhuga á því að halda áfram störfum hér á Borgarsldpu- laginu í bréfi fyrir nokkra. Já, ég gerði það. Mér hefur fundist þetta skemmtilegt starf. Ég hef þroskast mikið í starfi mínu hér, og ég gat vel hugsað mér að halda áfram að fást við skipulagsmálin á þessum vettvangi. En í því starfi sem mér er boðið núna gefst mér líka tækifæri og að ýmsu leyti betra til að sinna áhugaverðum skipulagsverkefnum. - Á sínum tíma varstu ráðin í þessa stöðu af gamla borgarstjórnarmeiri- hlutanum. Þú telur ekki að nýja meiri- hlutanum hafi verið sérstaldega mikið í mun að losna við þig úr stöðunni? Ég hef unnið lengi að skipulagsmálum í Reykjavik og raunar víðar, bæði með sjálf- stæðismeirihlutum og öðrum meirihlutum. Á sínum tíma var ég ráðin í þetta embætti með fjórum samhljóða atkvæðum í borgar- ráði, þannig að allir flokkar veittu mér stuðning. Ég tel því ekki að ég hafi verið ráðin hingað í neinum pólitískum ágreiningi og hef ekki viljað líta á mig sem fulltrúa eins eða neins stjórnmálaflokks. Ég tók þetta starf að mér sem fagmaður og hef reynt að sinna því sem slíkur. - Nú kemur hingað nýr maður inn á næstunni, maður borgarstjóraarmeiri- hlutans að sjálfsögðu. Er þetta þá eldd pólitísk staða? Mér finnst ekki að hún eigi að vera póli- tísk. Hér á fyrst og fremst að vera góður fagmaður. Það er afskaplega mikilvægt að sá fagmaður geti haldið sínu sjálfstæði og sé þar af leiðandi ráðgjafi aJlra borgarfulltrúa og þar með allra borgarbúa. Við höfum svo aftur kjöma fulltrúa sem vega og meta málin út frá pólitískum sjónarmiðum. Flokkspóli- tísk sjónarmið eiga að mínu mati alls ekki að vera ríkjandi í sambandi við ráðningu í þessa stöðu og þar sem ég var á sínum tíma ráðin með fulltingi allra flokka lít ég svo á að ég hafi ekki verið ráðin á pólitískum forsend- um. - Samt er það staðreynd að beiðni þín um endurráðningu var ekki teldn til greina. Hverju sætirþað? Því verða aðrir að svara. Eftilvill er það spumingin um að einhverjir vilji hafa hér ákveðna hreyfingu á hlutunum, nýtt blóð með vissu millibili. Kannski er það ekki óeðlilegt. - Nú er það Ijóst að það era ýmsir ágreiningspunktar milli þín og borgar- stjómarmeirihlutans - t.d. nýtt skipulag Skuggahverfisins sem þú hefur fundið ýmsa annmarka á? Ég sem fagmaður og þessi stofnun sem fagstofnun skiluðum áliti um það hvað okk- ur fýndist óhætt að gera í því skipulagi áður en nokkur ákvörðun var tekin. Eg taldi það vera embættisskyldu að láta þetta álit í Ijós. Hins vegar verðum við að sætta okkur við það í þessu máli sem öðrum að það sé ekki alltaí farið eftir ábendingum og ráðlegging- umokkar. - En vissulega stangaðist ykkar álit á margan hátt á við fyrirætlanir borgar- stjóraarmeirihlutans. Um það gátum við ekki vitað, því þegar álit okkar var samið lágu engar samþykktir fyrir. Þar að auki er það skylda embættis- manns að beita sinni sérþekkingu til að benda á þau atriði sem honum finnst mikil- vægt að fram komi áður en gengið er frá málum. En það er síðan annarra að nota þær upplýsingar. - Þú lítur ekki á þessa þróun mála sem einhvers konar vantraust á Borgar- skipulagið undir þinni forstöðu? Eg sé enga ástæðu til að gera það. Skipu- lagsnefnd hefur sýnt okkur fullt traust að mínu mati og ég sé ekki að hér sé um neitt vantraust að ræða, sérstaklega ekki þar sem mér er falið að inna af hendi eitthvert vanda- samasta og viðkvæmasta skipulagsverkefn- ið í borginni. -‘Hverju finnst þér þú þá helst hafa komið til leiðar á þessum fimm árum í forstöðumannsstarfinu? Fýrst og fremst til ég nefna þá uppbygg- ingu Borgarskipulags sem sjálfstæðrar stofnunar, sem fram hefur farið á þessum árum. Við höfum haft tækifæri til að vinna að nokkuð heilsteyptum áætlunum á þessu tímabili, sem ég tel mikils virði. Menn hafa treyst okkur til að setja þær fram. Þetta á við um endurskoðun skipulags á austursvæð- um borgarinnar og þetta á við um f jölmargar skýrslur og skipulagsverkefni, sem starís- menn hafa getað unnið að hér og sett fram á faglegum grundvelli, án ritskoðunar af nokkru tagi. - Faglegir ávinningar. En hefur borg- arstjóra notfært sér þá? Sumt af því. Það er heldur ekki alveg kom- ið í ljós, því mikið af þessu eru langtímaáætl- anir og upplýsingar. í Skúlagötumálinu til dæmis fengum við leyfi skipulagsnefndar til að afla viðtækra gagna, sem að mínu mati er ómetanlegt að liggi fyrir þegar ákvarðanir eru teknar, hvort sem þau gögn eru svo not- uð á þann hátt sem við hefðum talið eðliiegt eða ekki. En þau liggja am.k. fyrir. - Nú hefur þú verið forstöðumaður Borgarskipulags undir tveimur borgar- stjórnarmeirihlutum. Verður þú mildð vör við að áherslumar hafi breyst, við- horfsbreytingar? Vinnubrögðin og umræðan eru náttúrlega öðruvisi þegar fleiri flokkar eru í stjóm. Það má ætla að það sé meira verk að samræma sjónarmiðin þegar þrír flokkar fara með stjórn en einn. - Nú ert þú sjálf einn af stofnendum Torfusamtakanna, húsfriðunarmann- eskja. Gengur stefna nýja meirihlutans ekki í berhögg við þínar persónulegu skoðanir? Það hefur mjög lítið verið unnið að mál- efnum gamla bæjarins nú síðustu tvö árin. Menn hafa einbeitt sér að öðru. Þetta er kannski ekki síst ástæðan fyrir því að mér er falið að sinna gamla borgarhlutanum núna. En ég er húsíriðunarmanneskja og mér finnst höfuðborgin hljóti að eiga að leggja áherslu á að halda í þaer byggingar sem hafa menningargildi og tengja okkur við fortið- ina. Þetta er viðurkennt sjónarmið hjáöllum menningarþjóðum. Hér hefur það stöðugt verið að vinna á allt frá því að átökin um Bemhöftstorfuna hófust lýrir hálfum öðrum áratug. í sjálfu sér tel ég þetta ekki vera flokkspólitískt mál, heldur mál sem fólk í öllum flokkum getur og hefur sameinast um. Ég veit að þetta mál á sér víðtækan stuðning innan allra flokka. - Nú tekur þú við nýju starfi innan skamms, skipulagningu vissra svæða f gamla bænum. Er verið að kaupa þig útúr Borgarskipulaginu? ,JNei, ég er ekki til sölu og hef aldrei verið. Ég hefði ekki tekið að mér þetta starf ef mér hefði ekki fundist það áhugavert og talið að ég væri þama að verja tíma mínum í eitt- hvað sem gæti skilað árangri, fyrir mig og vonandi aðra. í raun og veru er þetta eitt- hvert alskemmtilegasta verkefnið í skipulagi Reykjavíkur frá mínum bæjardyrum séð. - En nú eru undanskilin þarna stór svæði; Kvosin, Skuggahverfið, Grjóta- þorpið, svæðið milli Laugavegs og Hverfisgötu. Eru þetta ekki viðkvæmu punktamir i skipulaginu í dag, svæðin þar sem verulega er þörf fyrir stórátak? Pólitísk hitamál? Auðvitað em þetta viðkvæmir punktar en ekki viðkvæmari en margir aðrir. Þar að auki er það svo að um Grjótaþorpið liggur fyrir tillaga, sem þegar er verið að framkvæma að ýmsu leyti - þar er verið að selja hús sem borgin hefur átt með varðveislukvöð. í Kvos- inni liggur fyrir ný tillaga Dagnýjar og Guðna. f þessum pakka sem ég tek að mér em heldur ekki svæði sem tengjast umferðar- mannvirkjum við Tryggvagötu og ekki Al- þingisreiturinn, sem feilur að miklu leyti undir verksvið Alþingis sjálfs. Aðrir reitir í Kvosinni hafa verið hér til úrvinnslu og búið að ljúka skipulagi á þeim, til dæmis reiturinn við Hótel Borg. Varðandi Skuggahverfið þá er eins og ég segi lokið úttekt á ýmsum þáttum á því svæði og eðlilegt að það verði áfram hér í Borgarskipulaginu, enda komin fram opinberlega sú skoðun að samkeppni verði um deiliskipulag svæðisins. Ástæðan fyrir því að svæðið milli Laugavegs og Hverf- isgötu er ekki með er sú að það er taiið að það skipulag verði að vinna í mjög nánum tengslum við endurskoðun leiðakerfis strætisvagnanna, og því eðlilegt að nýr mað- ur hér sjái um þau tengsl. - Þú lítur sumsé ekki þannig á að það sér verið að bægja þér frá þessum um- deildu svæðum? Nei. Það eru jafnviðkvæm svæði t.d. stíax ofanvið Laugaveginn. HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.