Helgarpósturinn - 08.03.1984, Síða 12
GRÁSÍÐA
Grásíðan er kvennasíða
Ég veit ekki hvort athygli ykkar
er nægilega skörp til þess að þið
hafið tekið eftir að neðri hluti
Grásíðunnar er að mestu lagður
undir matarrétti. Sá hluti er
stærri en kannski ekki veigameiri
en efri hlutinn. Það sama gildir
um alla hluti, eðli þeirra er að
vera stórir að neðan en miklir að
ofan. Nú vil ég alls ekki keppa við
kynsystur mína á síðunni og
heimta að fá stærra pláss, að
minnsta kosti jafnmikið og hún.
Þó langar mig að segja svolítið,
ekki bara við hana, að þótt maga-
fóður hennar sé mikið þá er and-
legt fóður mitt engu minna, þótt
það sjáist ekki á ýkja mikiili út-
þenslu höfuðsins á þeim sem les
mína pistla. Hinu hef ég tekið eftir
að karlmenn hafa þreknað í þind-
arhæð sem lesa pistla hennar. Og
það stafar af einu - og nú kem ég
að kjarna málsins - allir réttimir
sem hún býður fólki upp á að
elda eru karlremburéttir og ég
undirstrika það.
Lítið ekki á gagnrýni mína
þannig að ég ætli að leggja undir
mig aila síðuna, fjarri fer því, en
mér brá þegar ég hugieiddi málið
og fór að bragða á matnum niður
í kjölinn og beita þá nokkurs kon-
ar bókmenntaaðferðum sem ég
hafði lært hjá Ólöfu Siggu, og þá
kom í ijós að sérhver réttur var í
karlmannshlutverki hjá blessaðri
vinkonunni.
Nú greip ég hverja matreiðslu-
bókina á fætur annarri, ekki bara
þýddar matreiðslubækur heldur
líka fmmsamdar af ísienskum
konum. Og ég held þær frum-
sömdu hafi verið verri, og þó
Helga Sigurðar verst, því allir
réttirnir voru eins og þeir lögðu
sig karlremburéttir.
Ég held því ekki fram að grein-
ingaraðferð Ólafar Siggu sé
hundrað prósent rétt, og ég skil á
milli greiningaraðferða við bók-
menntir og matreiðslubækur,
þótt munurinn sé ekki stór, því
matreiðsla er í báðum og grautar
geta farið í kekki ekki síður en
bókmenntir. Eins og Jensína
Pauli frá Færeyjum gat réttilega.
En hún verður á næsta sveppa-
námskeiði hjá Norræna húsinu
(Nordsveppó 1984). En sleppum
Jensínu Pauli. Þó Iangar mig að
geta þess að í bók hennar sem
kemur út hjá Iðunni í haust (með
styrk úr norræna þýðingarsjóðn-
um) og heitir Kokkhús og Karl-
remban, þar segir hún í kaflanum
um fæði og hægðir: Það er ekki
hlutverk matarins að leysa ein-
vörðunga um hvers kyns tregðu í
líffærunum heldur eiga réttir ef
vel eru hanteraðir (orð sem er
næstum óþýðanlegt) að leysa
öðru fremur um karlrembuna og
hleypa henni niður af karlmönn-
unum.
Síðan fer Jensína Pauli afar víð-
tækt og marktækt út í skilgrein-
ingar, hliðstæður, samstæður,
skjönstæður og þverstæður sem
allar hníga í þá átt að matreiðslan
hafi alltaf haft rík áhrif á karl-
menn, og hún talar um hcirða rétti
og lina rétti, karlmannlega rétti
og kvenlega rétti. Hún tiltekur
nokkra færeyska rétti sem hún
álítur að haii og séu valdir að
misrétti í Færeyjum.
En má ég spyrja, er verið að ala
karlmenn á karlremburéttum hér
uppi á íslandi í því augnamiði að
þeir standi ekki bara á blístri upp
frá borðum heldur troði okkur
niður í ruslafötuna með orku sem
er fengin úr réttunum? Erum við
ekki með þessu móti að elda okk-
ur gröf, ef svo mætti segja? Erum
við ekki að matreiða misréttið?
Og ég er ekkert að þegja yfir því
að flestir réttimir á Nordsveppó
1983 í Norræna húsinu vom karl-
remburéttir. Húsinu stjóma samt
konur!
Auðvitað er ég ekki að fara
fram á það að allar matreiðslu-
bækur verði ritskoðaðar og ég
taúd eftirlitið að mér. Ég er ekki að
reyna að koma mér í embætti, fá
lektorsstarf í matreiðslubóka-
fræðum við Háskóla íslands. Mér
finnst samt full ástæða til að kon-
ur á matreiðslunámskeiðum séu
á verði (og mér finnst framlag
forstöðukonu Húsmæðraskólans
vera allt rembuaukandi, svo ekki
sé meira sagt).
Mér finnst því hálf skammar-
legt að ég verði að benda fólki á
skrif Jóns Óttars Ragnarssonar
sem dæmi um umfjöllun um mat
og næringu á ókynbundinn hátt
sem hneigist þó heldur að hnign-
un karlrembunnar. Karlrembu
má lækna með réttu mataræði
eins og svo marga aðra menning-
arsjúkdóma. Þetta virðist stalla
mfn ekki vita héma á neðri part-
inum.
Ef hún bætir ekki fyrir brot sitt
og sér ekki að sér, þá sé ég ekki
fram á annað en ég verði að birta
stöku sinnum sanna kvenrétti en
þó einkum þá sem láta karlremb-
una leka niður af mönnum. Við
þurfum ekki að taka kryddið af
okkur til þess. Hitt þurfum við: að
beina kryddinu á réttan hátt uns
lokasigri er náð og sannir kven-
réttir verða á hverju borði. Kjör-
orðið er krydd en gegn karlremb-
unni.
Við hljótum samt þangað til
það verður að mótmæla því að
eintómir karlremburéttir eru á
flestum matseðlum veitingahús-
anna. Og það er þess vegna sem
eiginmenn bjóða konum sínum
út að borða, ef þeir gera það, ekki
af ánægju yfir að gera eitthvað
fyrir þær, heldur af þeirri illgimi
að sjá karlremburétti renna niður
í magemn á þeim.
Hefjum hina sönnu baráttu
með hreinsun matreiðslubók-
anna og látum Möggu Bjöss ekki
villa okkur sýn með kvennabók-
menntum og leiða okkur frá hinu
raunvemlega markmiði. Hefjum
baráttuna hér á Grásíðunni.
Heimtum matreiðslueftirlit og að
veitingahúsin hafi minnsta kosti
einn konurétt á matseðli dagsins
og krossi við hættulegustu karl-
remburéttina.
Seinna fjcilla ég um vínin sem
er heill kapítuli út af fyrir sig.
MATKRÁKAN
Nú er öldin önnur
Frakki nokkur sem ég kynntist í fiskisúpu-
borginni frægu Marseilles átti stuttan stans í
Reykjavík fyrir nokkrum árum. Sagðist hcifa
leitað að fiskréttastað um allan miðbæinn
en ekki fundið og þótt furðulegt í þessu
„fiskimannasamfélagi“. Að lokum snæddi
hann í inferno (alias grillskála) þar sem
annað bauðst ekki. En um leið og hann sett-
ist aftur upp í flugvélina sagði hann við sjálf-
an sig:, Asni var ég. Allir heiðarlegu veitinga-
staðirnir vom náttúrlega niðri við höfnina
og þangað fór ég aldrei. - Em annars ekki
góðir fiskrétfastaðir þar?“ spurði hann mig.
,Jú, elskan mín, heil legíó", laug ég án þess
að blikna; vildi ekki forsmá mína hnípnu
þjóð í feitum lúðusúpuvcinda.
Þetta var fyrir nokkmm ámm. En nú er
öldin önnur. I dag höfum við í námunda við
höfnina Bæjarins bestu, Souithem fried
chicken, Svörtu f)önnuna, Kaffivagninn og
Gauk á Stöng sem vel má kalla eins konar
alirahanda sem eyðir saltbragðinu á götun-
um, hvaðan stangarstökkva má undan and-
fúlum útmánaðavindum.
Yljandi kráarstemming
Gaukurinn er til húsa í fyrrverandi
skemmuhúsnæði að Tryggvagötu 22. Þar er
nú býsna ólíkt umhorfs en þegar verkarar
mokuðu þar ssilti á sínum tíma; stílhrein inn-
rétting frá meginlandi Evrópu, sem á upp-
mna sinn í Tékkóslóvakíu (en þaðan munu
renna borð og stólar inn á ófáar bjórstofur
germanska heimsins). Úr fallegum speglum
endurvarpast návist hafsins í formi mynda af
skipum og symbólsku málverki af hafmeyju
á steini. Sameiginleg menning matargesta er
mótuð í málsmetandi andlitum liðinnar tíð-
ar í myndum og málverkum á veggjum.
Myndverk eftir Picasso nr. 23, frá hægri talið,
andar að sér léttum vindum suðræns láðs og
lagar. Flytur gesti á vit sólbaðaðra sjávar-
rétta Miðjarðarhafsins.
Ómögulega verður sagt að gestir Gauks á
Stöng myndi einlitan flöt tilbreytingarleysis:
mósaíkmynd manna og kvenna á einum
stað; bókstaflegir bissnessmenn blandast
berumorðum togarasjómönnum; íþrótta-
menn bjórsins ávarpa systkini sín úr erlend-
um höfnum, andrík eða fúl eftir atvikum...
Á Gauknum ríkir því ósvikin kráar-
stemmning. Þegar líða tekur á kvöldið er
ekki óalgengt að tónlistarmenn cif ýmsum
toga leiki þar listir sínar. Um síðustu helgi
hlýddu gestir t.d. á eldfjörugt dixielandútibú
frá lúðrasveitinni Svani.
Mildur matur og injöður
Gaukurinn opnar kl. 11 árdegis, lokar
23.30 mánud., þriðjud. og miðvikud., 1.00
fimmtud. og sunnud., en 3.00 föstud. og
laugard. Þar er sérstakur hádegisverðar-
matseðill sem býður upp á tvær tegundir af
súpum (80 kr.) (önnur er kartöflusúpan sem
uppskrift fylgir að hér á eftir) , þrjár tegundir
af girnilegu Scúati, eitt með paté hússins og
ferskum sveppum, annað með avocado,
rækjum og edikssósu (135 kr.) sem borið er
fram með „þýsku túristabrauði" frá Nýja
kökuhúsinu; þæ má og hafa snittubrauðs-
samlokur (80 kr.), og heitan fiskrétt og kald-
an kjötrétt fyrir þá þurftcirfrekcu'i.
Kvöldverður er frcimreiddur milli kl. 18.00
og 21.00 og er rétt að undirstrika að öðrum
en matargestum er ekki hleypt inn á þeim
tíma. Matseðillinn er ekki stór en þar ættu
þó allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Af forréttum vil ég sérstaklega mæla með
freyðandi sjávarréttasúpu (135 kr.), afar
mildri þannig að sérkenni hvers hráefnis
nýtur sín fyllilega, og heimareykta sil-
ungnum (135 kr.) sem er uppalinn í Laxa-
lóni. Hann er reyksoðinn yfir sagi og hefur
léttan, kitlandi viðarkeim. Sóscin sem fram er
borin með honum mætti þó vera ögn meira
afgerandi fyrir minn smekk.
Fiskréttimir eru allir fyrsta flokks og á
mjög viðráðanlegu verði; smjörsteiktur
karfi í koníaki (170 kr.), karrýkryddaður
smokkfiskur (190 kr.) steiktur ásamt ýmis
konar grænmeti, þ. á m. baunaspírum, í
rjóma, sítrónusafa og hvítvfni, framreiddur
áscimt hrísgrjónum og hvítlaukssmjöri;
pönnusteiktur skötuselur með ristuðum
möndlum (245 kr.), framborinn með rækj-
um, ýmis konar grænmetí og afar geðþekkri
heitri sósu bragðbættri með sinnepi og
kapers; og að lokum Stangarsíldin fyrir þá
þjóðlegu, en ætlast er til að henni sé sporð-
rennt með kældu brennivíni (180 kr.).
Um kjötréttina get ég ekki dæmt þar sem
ég nota mína orku í annað en að melta kjöt.
En á matseðlinum má m.a. finna franska
piparsteik (395 kr.) og Stangarstökkið
svokallaða sem samanstendur af 3 teg. af
köldu kjöti, kartöflusalati, ýmis konar græn-
meti og brauði (255 kr.).
Gaukurinn býður upp á ölbollu sem að-
standendur hans hrista sjálfir saman úr
pilsner og 3 - 4 víntegundum (uppskriftin er
algjört leyndarmál). Útkoman Iíkist að
bragði og áfengismagni ljósum, sterkum
bjór, eða um 4 1/2%. Að sögn forráðamanna
er bolla þessi geysivinsæl. Hálfur lítri kostar
t.d. 110 kr. En auk þess er á boðstólum ágætt
úrval borðvína.
Framkvæmdastjóri Gauks á Stöng, Guð-
varður Gíslason, og matreiðslumeistarar
hans, Valbjöm Sæbjömsson, Unnsteinn
Hjörleifsson og Matthías Jóhannsson (dul-
búinn Frakki), settu saman matseðilinn í
sameiningu. Honum verður reyndar breytt
cúveg á næstunni, svo nú fer hver að verða
síðastur að bragða á framangreindum rétt-
um. Guðvarður lét mér í téeftirfcircindiupp-
skriftir sem sýnishom cif því sem staðurinn
hefur upp á að bjóða.
Þýsk kartöflusúpa
KcU'töflumar gera það ekki endasleppt í
þessum pistlum. Súpa þessi er afar saðsöm
og holl, einföld og ódýr. Svona skammtur
ætti að nægja handa 4 í aðalrétt, en 6 - 7 í
forrétt.
4 stórar, mjölmiklar kartöflur
1 stór laukur
1 gulrót
3 sneiðar beikon
3 selleristönglar
kjötsoð
nokkrar msk rjómi
timjan, salt, nýmalaður pipar
ný steinselja
nokkrar rnsk olía til steikingar
1. Saxið laukinn smátt, skerið gulrót og
sellerí í þunnar sneiðcir, beikonið í litla
bita og léttsteikið þetta allt í olíunni í
potti, án þess þó að hráefnin brúnist.
2. Afhýðið kartöflumar og skerið í teninga;
setjið út í pottinn og látið krauma í 2 - 3
mín. og hrærið stöðugt í á meðan.
3. Þá er kjötsoðinu hellt út í pottinn - það á
rétt að fljóta yfir grænmetið. Sjóðið í
u.þ.b. klukkustund.
4. Að þeim tíma liðnum er grænmetinu jafn-
að saman við kjötkraftinn. Súpan á að
vera býsna þykk, þó ekki eins og grautur...
Finnist ykkur hún of þykk er hún einfaldJ
lega þynnt eftir smekk með vatni eða
meiri kjötkrafti.
5. Kryddið súpuna eftir smekk með timjan,
salti og pipar; hrærið að síðustu nokkrum
msk. af rjóma saman við og stráið nýrri,
saxaðri steinselju yfir súpuna rétt áður en
hún er borin fram ásamt brauði og smjöri.
Gott er að setja eins og 1 msk af hálf-
þeyttum rjóma út í hverja súpuskál.
Kryddlegnar gellur á
la Guffi
Þessi nýstárlega gelluuppskrift er mnnin
undan rifjum Guðvarðar Gíslasonar (Guffa).
Reiknið með 5-6 gellum á mann (nýjum,
alls ekki söltuðum).
Kryddlögur (f. u.þ.b. 20 gellur):
2 dl matarolía, 1 1/2 msk paprikuduft, 2
laukar, 1 msk salt, 1 1/2 msk piparmix
(blandaður pipar)
Mjölblanda:
nokkuð jöfn hlutföll af hveiti, heilhveiti
og heimatilbúnum raspi eftir þörfum
Auk þess:
smjör til steikingar, rjómi og hvítvín í
sósuna
1. Gellurnar eru látnar liggja í bleyti í renn-
andi vatni í 6 - 7 tíma. Þá eru þær þerrað-
ar og látnar liggja í kryddleginum í sólar-
hring í ísskáp.
2. Veltið gellunum upp úr mjölblöndunni og
steikið þær upp úr smjöri á miðlungs-
heitri pönnu í 45 sek. á hvorri hlið. Hellið
rjóma yfir eftir þörfum og sjóðið í u.þ.b.
30 sek. Færið gellumar upp á fat.
3. Bragðbætið rjómasoðið í pönnunni með
hvítvíni og e.t.v. kryddi og berið fram t.d.
með hrísgrjónum, soðnum kartöflum og
öðru grænmeti, ef vill.
12 HELGARPÓSTURINN