Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Blaðsíða 18
BÓKMENNTIR Ljóð-myndir næstur því að vera fulltrúi höfundar síns, þótt varast beri cillar fullyrðingar í því efni. ,3kynblöndun“ kalla menn það gjama í Ijóðlist þegcir blandað er saman skynsvið- um, t.d. með því að kalla tiltekinn lit kaldan, annan lit heitan. Kristján Karlsson notar skynblöndun meira en flest nútímaljóðskáld og stundum með býsna áhrifciríkurn hætti. Hér nefni ég til af handahófi ljóðlínur eins og þessar: ,,.../Nú dettur veðrið af/ og næsta bílljós nætur/ fer nöktu hljóði um vegginn." (bls. 65). Það er góð íþrótt á ferðinni í svona mynd. Það er aðal góðra skáldverka að þau má skilja og skynja á marga vegu. Ljóðskáldið Kristján Karlsson dvaldist árum saman í New York og kunnugir vita að lífsreynsla hans þar var sumpart bitur. Þeir lesa vísast kvæði hans með öðrum skilningi en mér er gefinn, og kannski dýpri. En það breytir engu um það að ég hygg New York vera ljóðabók sem skipti alla máli sem á annað borð eru unnendur góðrar listar og hafa meðal ann- ars nautn af ráðgátunni, sem í listinni er ' fólgin. Ég spái því þeir finni í New York bók sem þeim þykir gott að leita til aftur og aftur - og uppgötvi þar jafnan eitthvað nýtt. Þann- ig á góð list að vera. Nýr annáll - eða hvað? Anders Hansen: íslenskir annálar 1400 - 1449. Bókaklúbbur Arnar ogÖrlygs 1983. Haukur Halldórsson myndskreytti. 209 bls. Myndskreytt allríflega. Það er ekki vonum fyrr sem „AIdir“ bóka- útgáfunnar Iðunnar virðast vera að fá nokkra samkeppni og gerist með íslenskum annálum sem Anders Hansen blaðamaður hefur nú tekið að gefa út í Bókaklúbbi Amar og Örlygs. Anders velur talsvert ólíka leið eins og skynsamlegt verð- ur að teljast, því hliðstæða við Aldirnar væri væntanlega of mikið fyrir íslenskan bóka- markað. í íslenskum annálum er að mestu leyti fylgt hinni hefðbundnu aðferð annálsritara og sagan rcikin ár frá ári. Verður hún þá að vísu býsna sundurlaus og óskýrð, en gegn því vinnur Anders Hansen með því að skrifa inn á milli ritgerðir um einstök efni, hvort heldur eru menn eðamál.Til frekari uppfyll- ingar og fróðleiks birtir hann ennfremur bréf um ýmislegt efni, oftast eitt við hvert ár. Með þessu móti verður fróðleikurinn líklegur til að nýtast mörgum og í misjöfnum tilgangi. Það veldur miklu um nytsemi rits sem þessa hvort sagnfræðin er nógu traust. Sá sem hér ritar telur sig ekki dómbæran á það en lítilfjörleg þekking hans segir þó að yfir- leitt virðist höfundur umgangast heimildir sínar skynsamlega og hcifa gott mat á þeim. Hann metur af annálum Nýja cinná] mest svo sem löngum hefur verið gert en leggur aftur áherslu á að Setbergsannáll hcifi lítið sem ekkert heimiidagildi - þótt hann geti svo á stundum verið skemmtilegcistur aflestrar. Anders Hansen hefur orðið allmikla reynslu sem blaðamaður og val hans á frá- sagnarefnum mótast vísast töluvert af því. Þar með verða æsifréttir náttúrlega talsvert áberandi, en benda má á að svo er einnig í gömlu annálunum. Almenn Sciga þjóðarinn- ar verður hins vegar seint lesin út úr þeim tíðindum. Greinar eða ritgerðir Anders eru lipurlega Scimdcir og læsilegar þótt þær séu jafnan of stuttar til þess að geta tæmt efnið og verið um leið vísindalegar. Væri vel ef þær gætu orðið til að vekja mönnum áhuga á að lesa meira og sökkva sér dálítið í fróðlega þætti þjóðarsögunnar. Umbrot bókar af þessu tagi skiptir veru- legu máli, ekki síst þcir sem myndefni er ríkulegt. Stundum sýnist mér hefði þurít að semja meira með tilliti til umbrots en gert hefur verið. Þannig koma klausumar um Hannes Pálsson og uppivöðslu Englendinga stundum í kynlegri röð. Vitnað er til ,,Hér sýnist mér vel hafa komiö til álita að skipta hverri bókítvo hluta, rekjafyrst atburði með ströngum aðferðum annálsins eða árbókarinnar en vísa síðan til skýringar- ritgerða í síðari hluta bókarinnar,’’ segir Heimir Pálsson m.a. um íslenska annála. „skýrslu" Hannesar Pálssonar áður en gerð er grein fyrir henni (sem naumast virðist vera fyrr en í heimildaskrá og þá undir nafni Bjöms Þorsteinssonar) og þannig má finna fleiri dæmi um ónákvæmni í uppsetningu. Allt virðist það þó vera smálegt. Myndskreyting Hauks Halldórssonar er kapítuli útaf fyrir sig og sýnist vísast sitt hverjum um hana. Löngu dautt fólk með andlitum lifenda (sumra frægra) finnst mér vera nær skopmyndagerð en alvöru mynd- skreytingu. Þannig finnst mér afar ótrúlegt að Margrét Valdemarsdóttir (atterdags) hafi verið svo lík Margréti núlifandi Danadrottn- ingu sem mynd af henni sýnir (bls. 49). Aftur á móti finnst mér Margrét Danadrottning fyndin í fombúningi. Eftir því sem ég kann á hinn bóginn að dæma um hygg ég að bún- ingateikningar og hlutateikningar séu ágætavel unnar. Framtíðin getur ein sagt til um hvort ís- lenskir annálcir verða í alvöru samkeppnis- færir við Aldimar. Hér skal þeim hreint ekki spáð illu en hvatt til meiri yfirlegu við frá- ganginn á næsta bindi. -HP Kristján Karlsson: New York. Kvœði. 72 bls. Almenna bókafélagið, Rvík 1983. Einhverntíma urðu fleyg þau orð skálds að eiginlega væri öll ljóðlist bréf frá einu Ijóðskáldi til anncirs. Af einhverjum ástæð- um hafa þessi orð leitað á hug minn undan- farncir vikur þegcir ég hef verið að glugga í New York Kristjáns Karlssonar. Ekki svo að skilja að ég haldi að ljóð hcins séu óskiljanleg öðmm en skáldum, en gmnntónn þeirra er þó dálítið í þeim anda að listin sé fyrir list- ina, eða listanautnina. Eða sagt á skiljan- legra máli: Ég hygg sé fánýt för gerð á vit þessara kvæða ef menn ætla sér að skilja umsvifalaust alla hluti. Þeir verða að vera reiðubúnir að gefa sig á vald skynjunarinnar ekki síður en skilningsins sem ætla að hafa erindi sem erfiði. Og þar með er kvæðum Kristjáns skipað á bekk með ýmsu því sem ágætast er í ljóðlist okkar. Sviðið er New York, og sjálfsagt að taka fram að ég er öldungis ókunnugur þeirri stórborg og geri mér þar af leiðandi enga grein fyrir hvemig ég kynni að nálgast kvæði Kristjáns ef ég gæti staðsett þau í kunnug- legu umhverfi. Þetta er áreiðanlega bæði ókostur og kostur. Framandleiki umhverfis- ins styður við skynjunina sem nefnd var, en vitanlega finnst manni öryggisleysi talsvert við túlkanir ýmissa ljóðanna. Bókmenntafræðingurinn Kristján Karls- son kemur víða við sögu í kvæðunum. En það er eins um það og sviðið sjálft að vísanir til bókmennta em að mér sýnist einatt á þá lund að þekking á „heimildinni" skipti ekki sköpum fyrir skilning. Hér má nefna sem dæmi kvæðið „Mona fer út“, þar sem koma við sögu Ófelía og fleiri konur. Með „módemismanum" í íslenskri ljóðlist tengdist skáldskapur myndlist á nýjan og nýstárlegan hátt. Ein leiðin til að nálgast New York Kristjáns Karlssonar er sú sama og fara verður við að nálgast málverkasýn- ingu. Því hann er myndasmiður ágætur og sver sig þar einmitt í ætt módernistanna og atómskáldanna. Þarna er t.ajn. ort í litum á talsvert ævintýralegan hátt. Sama hvort skáldið kveður um grátt rökkrið eða glað- værari liti morguns og dags. Dæmin mætti finnavíða, en hér skal látið nægja brot úr kvæði - sem einmitt leggur áhersíu á tengsl ljóðsins og myndarinnar (og litanna); ,,„sem vitneskja er krukka á hvolfi heil/ kmkkcin full er tvískipt og veil// grænt er tvílitt, þess ímynd eitt,/ í ofbirtu kalt í rökkri heitt// grænt ílát á hvolfi er kvæði yzt/ krukka sem inntak;....““ (Anderson á næturklúbb í 52nd Street). Sá sem talar er skáldið Anderson, sem víðar kemur við sögu og er kannski SÍGILD TÓNLIST Bið að heilsa Fyrsti flutningur á ópem hér í okkar litla stóra bæjarfélagi hlýtur ávallt að vera stór- viðburður, eiginlega sama hver óperan er. Þegar hún er meistaraverk á borð við ,JLucia di Lammermoor" eftir Donizetti, liggur við að spenningurinn á undcm frumsýningu sé sumum óbærilegur, þótt ekki sé þar með sagt að þeir fái þar með pottþétta afsökun fyrir að saga hlaup af haglabyssum, berja gamlar konur eða detta í það, og alls ekki að kveikja í nærliggjandi húsum. En það var semsé titrandi eftirvænting í salnum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið var, þegar fyrsta uppfærslan á Luciu var í þann vegin að hefjast undir stjóm Jean- Pierre Jacquiilat. Enda var þama mætt magnað lið í flest hlutverk; Denia Mazzola í Luciu, Yordy Ramiro í Ravenswood og Krist- inn okkar Sigmundsson ætlaði að takast á við sitt erfiðasta hlutverk fram að þessu, vonda bróðurinn Lordinn í Lammermoor. Og svo var þarna fullt af öðm góðu fólki: Sigurður Bjömsson, Elísabet Eiríksdóttir, Már Mcignússon og síðast en sannarlega ekki síst Jón Sigurbjörnsson, sem er nokkumveg- inn garanterað að bregst aldrei, hvað sem á gengur. Og svo var hún þama Söngsveitin blessuð Fílharmónía og sjálf Sinfóníuhljóm- sveitin, sem einsog ailir vita leikur þessa mánuðina betur en hún hefur nokkm sinni áður gert. Vitaskuld varð maður fýrir ýmsum von- brigðum. Hvemig á annaC að vera þegar maður er svona fordekraður og heimtufrek- ur einsog raun ber óteljandi vitni? En ég verð bara að segja strax, að leikur hljóm- sveitarinnar var vægast sagt undarlegur og held ég engum sé um að kenna nema stjóm- andanum, sem mér virtist beinlínis hafa villst á verkum, vera að fást við Puccini eða jafnvel Berlioz. En þetta var nú einu sinni Donizetti og hann er allt cinnar handleggur. Fyrir bragðið vom sumir þessara ágætu söngvara alls ekki cdlfaf með á nótunum, hljómsveitcirleikurinn ven svo stí'fur að flúr- aður raddstíll Donizettis var stundum eins- og í frostböndum. Auðvitað ætti slíkt ekki að koma okkur íslendingum á óvart eftir þenn- an erfiða vetur, en þetta kom samt algjörlega ciftcm að undirrituðum og hugscinlega ein- hverjum fleirum og áreiðanlega söngvurun- um(heldég). Ég ætla nú ekkert að fjölyrða um frammi- stöðu útlendu söngvaranna; þeir vom greinilega afburða fagfólk og mikill fengur að þeim og hafi sdlir aðstandendur þeirra og þeir sjálfir miklar þakkir fyrir. En Kristinn Sigmundsson, eitt mesta söngtalent sem hér hefur komið fram um árabil, sýndi og sann- aði þama að hann á margt eftir ólært og vona ég svo sannarlega að hann beri gæfu til að nema á réttum stöðum hjá góðu fólki í framtíðinni. Bið að heilsa. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.