Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 5
Sex mannlegir framhalds- þættir -☆,, Fyrsti þáttur endaöi á _spennumómenti,“ segirÁrni Ibsen leikstjóri, ,,og svo "eykst spennan." - Hann er aö tala um Hinn mannlega þátt, framhalds- leikritið eftir sögu Grahams Greene, The Human Factor. sem hóf göngu sína í Útvarp- _inu, Rás 1, á laugardaginn var. ,,Leikgerðinerþýsk,“ -segirÁrni, „notaöursögu- -maður og tónlist er líka mikið _notuð.“ Fyrsti þátturinn hét „Hver er gagnnjósnarinn?" _og það er slæmt að missa af -honum ef menn ætla að fylgj- ast með. Þess vegna er rétt að vekja athygli á að þætt- —irnir, sem eru kl. 16.20 á -laugardögum, eru endur- _teknir næsta föstudagskvöld á eftir. - „Þetta er óvenjuleg -njósnasaga, dæmigerð saga- fyrir Greene. Hún gerist í bresku leyniþjónustunni, M5, 'í deild hennar fyrir Afríku- -málefni. Yfirmennirnir reyna - að komast fyrir leka sem vart_ verður við í deildinni. "Njósnaapparatið svífst -einskis við að komast að hinu- sanna, aðferðirnar eru allt annað en geðslegar. Áherslan er svo lögð á hinn mannlega þátt sem verður útundan í þessu grimmilega umhverfi, góðu eiginleikana: ást, vináttu og kærleika," segirÁrni. Ymsir urðu til að ráðast á Graham Greene fyrir aö sverta bresku leyniþjónust- una og láta líta út fyrir að ruddaskapurinn þar væri á sama þlani og hjá CIA eða KGB. Þetta þóttu fólskulegar árásir, því auðvitað eru breskir leyniþjónustumenn -ekkert vandlátari á meðulin sem þeir helga með til- gangnum. - Leikarar í helstu hlutverk- um eru Heiga Skúlason, sem er sögumaður, Arnar Jóns- son, Jóhann Sigurðarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, -Rúrik Haraldsson, Þorsteinn Gunnarsson, ErlingurGísla- son og Steindór Hjörleifsson. "Þýðandi er Ingibjörg Þ. -Steþhensen, tæknimaður _Hreinn Valdimarsson. Fylgist með frá byrjun.* -☆Hún hlær við honum föður _sínum, honum Einari Ólafi Ólafssyni, sem er 22 ára og *svo stoltur faðir þarna í -sólinni á Lækjartorgi að _Valdís Ijósmyndari stóðst þau ekki og smellti af. „Hún heitir Sigrún" segir -hann, „og hún er hálfs árs. Ég ereinsmikiðmeðhana -og ég get. Annars er hún hjá mömmu sinni. Nei, við búum ekki sarnan." Móðirin kemur skömmu -síðar. Hún heitir Guðríður _Bjarnadóttir. Daginn eftir mátti sjá hana með Sigrúnu í "vagninum í sólinni í Austur- -stræti. Barniðágreinilegaað _fá gnægð af fyrstu sumarsól- "Aðstandendur — -kvennaferðarinnar, léttklæddar_ á Rue de Rivoli í fyrra. Kvennaferð, hin síðari ☆Nokkur prósent íslensku "kvenþjóðarinnar vinka land- -inu fyrsta júní næstkomandi. .ÞaðverðurParíssemtekurá . móti þeim. Þetta er kvenna- "ferð hin síðari, því á svipuð- -um tíma á síðasta ári gisti .samskonar hópur þessa rómuðu tískuborg. Nei, annars „þetta hefur -ekkert með tísku að gera,“ -fullyrðir Helga Thorberg, ein af aðstandendum reisunnar "sem hér með er orðin árviss. -,,Við nefnum uppátækið -skoðunar- og skemmtiferð." . Nú kemurfélagi Helgu, Edda "Björgvinsdóttir, inn í þetta -viðtal og segir siðustu -kvennaferð haf verið „alveg . æðislega", en þáfóru hve margar konur? „Tólf,“ -svarar Edda. - Það eru allar konur velkomnar í þessa ferð, svo fremi þær geti reitt af hendi -tólfþúsund og fimmhundruð -krónur fyrir farareyrinum og hótelgistingu þá viku sem ferðin varir. „Alveg hlægi- -lega lágt verð,“ segja þær -stöllur og taka bakföll því til áherslu. Hótelið sem búið er að panta til þessarar viku- “dvalar er í Latínuhverfinu, og -maður bara iðar í ritvélar- stólnum þegar á það nafn er minnst, en . . . „Það fá engir “karlar eins og þú að koma -með,“ segja Edda og Helga _og benda á mig. „Nema þá ao þú og þínir kynbræður “nennið að vera í dragt í -viku!“ Og þarfórsádraumur.- En stelpur, ykkur sem langar í vikuparís, þá er að “hafa samband við aðra -hvora, Helgu Thorberg eða - _Eddu Björgvinsdóttur. Kvennaferðin er ykkur “opin!.^ Þérerboöiöá frumsýningu á 40 ámgamalli Reylgavíkurkvikmýnd í tilefni 40 ára afmælis Almennra Trygginga hf. þann 11. maí 1983 samþykkti stjórn félagsins, að láta endurgera og bjarga 40 ára gamalli Reykjavíkurkvikmynd sem Loftur Guðmundsson Ijósmyndari tók, en hafði ekki lokið við er hann lést. Talið var að myndin ónýttist, yrði ekkert að gert. Þessu umfangsmikla verki er nú lokið og fyrir dyrum stendur sýning kvikmyndarinnar, sem er stórmerk heimild um bæjarlífið í Reykjavík, einmitt á þeim tímum sem hlutafélagið Almennar Tryggingar var stofnað. Stjórn félagsins er því sérstök ánægja að bjóða öllum sem áhuga hafa, að sjá myndina en hún hefur ekki komið fyrir almenningssjónir fyrr en nú,40 árum síðar. Fyrsta almenna sýning hennar verður í Austurbæjarbíói, sunnudaginn 13. maí kl. 14:00, og önnur sýning, sunnudaginn 20. maí á sama tíma. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, meðan húsrúm leyfir. til almannaheilla í Qörutíu ár iÆHiíSíTiifii? , TRYGGINGAR HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.