Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 13
YFIRHEYRSLA nafn: Friðrik SophussonFÆDDUR: 18.10 1943 fieimili: Skógargerði 6 mánaðarlaun: 41.200 heimilishagir Kvæntur Helgu Jóakimsdóttur, 5 börn bifreið: Mitsubishi Galant 1982 staða: Varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins áhugamál: Stjórnmál og knattspyrna úr sér genginn eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Valdís Óskarsdóttir Mönnum kom á óvart harSorð gagnrýni FriSriks Sophussonar á ríkisstjómina, sem hann lét frá sér fara á fundi á Seltjamamesi fyrir fáeinum dögum. Hann vill formann SjálfstæSisflokksins í ráSherrastól, segir ríkisstjóraina hafa feilað í sið- ustu efnahagsaSgerðum sínum, og krefst þess að flokkur sinn endurskoSi sam- starfiS viS Framsóknarflokkinn hiS fyrsta, annars leysist hann upp í óstýranlegar öreindir sinar. VaraformaSur SjáifstæSisflokksins svarar fyrir þetta í Yfirheyrslu. Vfkjum fyrst aS fundinum fræga á Seltjamamesi. HvaS segirSu um þann orðróm að þér eldri menn i flokknum séu þér ævareiSir fyrir ræðuna sem þú fluttir þar? „Þeir hafa ekki sagt mér frá þvf.“ Hefurðu þá ástæðu til aS ætla aðallir flokksbræður þínir séu ánægðir með þetta ávarp þitt? „Nei, ég held að það hijóti að vera skiptar skoðanir um efni þessarar ræðu eins og ailt sem sagt er vafningalaust." Hafðirðu samráS við formanninn um efni þessarar ræðu þinnar? „Nei, hún er að sjálfsögðu alveg samin af mér einurn." EmS þið Þorsteinn ekki einmitt óað- skiljanlegir, hið unga tvíeyki flokksins? „Við Þorsteinn erum vel aðskiljanlegir. Hinsvegar hefur okkar samstarf verið ákaf- lega gott í alla staði.“ Hefur Þorsteinn ekki náð nógu góð- um tökum á hlutverki sínu? „Hann hefur náð fullum tökum á hlut- verki sínu miðað við þær aðstæður sem uppi vom þegar hann var kjörinn, það er að segja, eftir að búiðvar aðskipa ríkisstjóm." Einhverra hluta vegna sagSirðu samt í Seltjaraamesræðunni að æskilegra væri að hann tæki ráðherraembætti, svo hann geti náð tökum á hlutverki sínu. „Það sem ég á þama við er einfaldlega það að mjög mikilvægt er fyrir formann Sjálfstæðisflokksins, og reyndar formenn allra annarra stjómmálaflokka, að vera á þeim stað þar sem uppspretta valdsins er. Það hlýtur ríkisstjóm að vera á hverjum tíma.“ Finnst þér einu gilda í hvaða ráð- herrastól formaðurinn sest? „Ég tel að formaður í stjómmálaflokki eigi að velja sér ráðuneyti. Við þetta má bæta þeirri skoðun minni að ég tel að Sjálf- stæðisflokkurinn þurfi að breyta þeirri að- ferð sem hann hefur viðhaft við að velja ráðherraefni flokksins. Hingað til hafa ráð- herrarnir verið kjömir af þingflokknum og síðan hafa þeir skipt með sér verkum. Ég tel að það þurfi að innleiða nýtt form sem felst í því að formaður flokksins á hverjum tíma stilli upp þeim ráðherralista sem hann vili hafa í ríkisstjóminni. Þann listaeigi hann svo að ieggja sem sína tillögu fyrir þingflokkinn sem auðvitað getur flutt breytingartillög- ur.. Sem sagt aukið vald til formannsins? ,JHann á að mínu mati að hafa frumkvæð- is- og tillögurétt í því máli.“ Ertu ekki með þessu að segja að það hafi verið illa valið í ráðherrastóla Sjálfstæðisflokksins fram að þessu? ,JNei.“ Réttir menn í réttum stólum fyrr og nú? >rJá.“ Er æskilegt að varaformaður Sjálf- stæðisflokksins sitji utan stjómar? „Ég held að það sé afar mikilvægt að formaður sé í stjóminni. Það gegnir ekki endilega sama máli um varaformanninn. Það er að mínu máti ekki jafn nauðsynlegt að hann sitji í ráðherrastói. Hinsvegar er það ekkert óeðlilegt að varaformaður sé í ríkisstjóm....“ Langar þig? ,JÉg er í stjómmálum til að hafa áhrif. Og mér er það vel ljóst að maður hefur mest áhrif, sitji maður í ríkisstjóm." Þið Þorsteinn hafið verið gagnrýndir fýrir slaka og bitlausa flokksforystu. Erað þið ekki einfaldlega ráðalitlir innan þingflokksins? ,J4ei. Við höfum ákaflega sterka stöðu í flokknum með það umboð sem okkur var veitt á síðasta landsfundi." Höldum okkur innan þingflokksins eins. Hlusta gömlu kempuraar nokkuð á ykkur? ,JÞeir hlusta víst á okkur. Og taka mark á okkur.“ Þið ráðið þá mestu eftir allt saman? „Við höfum góð tengsl við forystumenn flokksins....“ Hverjir era þessir forystumenn? ,T>að em forystumenn félaga og samtaka flokksins um land allt....“ Og Morgunblaðslclíkan? „Morgunblaðið er ekki aðili að Sjálf- stæðisfíokknum.“ Þú sagðir úti á Nesi að æskilegt væri að hnika til í ráðherraliði Sjálfstæðis- flokksins. Hvaða núverandi ráðherrar hans hafa staðið sig svona illa? „Ég hef aldrei sagt annað en það að til álita komi að skipta um ráðherra í fram- haldi af endurmati á stjórnarstefnunni, að ráðherralisti flokksins verði skoðaður upp á nýtt.“ Þá hljóta einhverjir að hafa staðið sig illa að þínu mati, nema þetta séu breyt- ingar breytinganna vegna? „Nei, alis ekki. Ég er hér að tala um breyt- ingar í ráðherrastólum sem koma myndu í kjölfar kaflaskila í stjómarsamstarfinu. Stjórnarsáttmálinn er nánast úr sér geng- inn. Hann fjallaði mestan part um brýnustu aðgerðir sem þurfti að grípa til strax eftir kosningar. Nú er þessu tímabili iokið. Það kemur í Ijós að okkur hefur ekki tekist að ná samkomulagi við Framsóknarflokkinn um nokkur veigamikil atriði. Það eigum við eft- ir. Þessvegna tel ég að við verðum að end- urmeta okkar stöðu. Við þurfum að ræða við Framsóknarflokkinn um það hvemig við viljum halda á málum á næstunni, í næsta kafla þessa stjómarsamstarfs. Og þegar sú niðurstaða er fengin, finnst mér eðlilegt að það verði rætt, hvort ástæða sé til að breyta ráðherralistanum. En það gerist því aðeins að formaður flokksins æski þess." Annað mál. Hefur verið erfitt að halda friðinn í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins? „Það hefur ekki verið tiltakanlegur ófrið- ur í þingflokknum. Auðvitað hafa menn mis- munandi skoðanir á vissum málum, en það hefur ekki staðið starfi þingflokksins fyrir þrifum." Hafið þið Þorsteinn til dæmis náð nokkru taumhaldi á Albert? , Albert hefur unnið ágætlega, bæði í sínu ráðuneyti og í þingflokknum. Hinsvegar verður það ekki sagt um hann að hann verði beislaður....“ Er Albert þessi „yfirlýsingaglaði ráð- herra“ sem þú minntist á í margumtal- aðri ræðu þinni á Seltjamamesi? „Ég átti ekkert frekar við hann en aðra ráðherra." Ætti hann að víkja fyrir Þorsteini? „Það er ekkert slíkt til umræðu....“ En Geir? „Ekki heldur." Jæja. Óeining flokksins, hefur hún nokkumtíma verið skýrari? „Ég held að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn mikil samstaða innan flokksins. Það er reyndar með ólíkindum hvað hann hefur náð sér vel eftir þann klofning sem hann átti við að striða á meðan síðasta ríkisstjóm sat á valdastóli." Engín sárindi eftir frá þeim tíma? „Ég hef ekki orðið var við nein sárindi inníin flokksins. Hann er fuilkomlega gróinn sára sinna.“ Hvaða öreindir flokksins varstu þá að tala um í ræðunni úti á Nesi? „Eg var að tala um það að flokkurinn myndi leysast upp í óstýranlegar öreindir sínar, nema gerð yrði þessi endurskoðun á stjórnarsamstarfinu sem ég útskýrði áðan....“ Samstaðan innan flokksins er þannig bara á yfirborðinu? ,Jfún er góð sem sakir standa, en ég endurtek það sem ég sagði á Seltjarnamesi, að það gæti skemmt fyrir flokknum ef hann athugar ekki sinn gang á þeim tímamótum sem nú eru að verða í stjómarsamstarfinu." Tölum þá um kynslóðastríðið sem menn segja að heldur betur herji á flokkinn sem sakir standa. Fara þar mikil átök? „Ég kannast ekki við þau. Og ég kannast ekki við þetta stríð sem þú ert að tala um. Við sjáum það að flokksmenn kusu yngsta þingmanninn sinn til fórmennsku á síðasta landsfundi. Ég held það segi sitt um það að ungir menn eiga jafn mikia möguleika í flokknum og þeir sem eldri em.“ Hvaða skýringu hefurðu þá á því að meðalaldur ráðherra ykkar er vel yfir fimmtíu ár? .„Sjálfsagt enga aðra skýringu en þá að þeir em þetta gamlir. Hinsvegar em flestir okkar þingmenn á svipuðum aldri og allir ráðherrarnir, og því er það ekkert óeðlilegt að meðalaldurinn skuli vera sá sem þú nefnir." Að lokum. Þú gagnrýndir aðgerðir ríkisstjómarinnar harkalega á fundin- um á Seltjaraaraesi. Er þetta veik stjóra? „Þú færð mig ekki tii að segja mig afhuga þessari ríkisstjórn. Hinsvegar verður að koma skýrt fram að efni ræðu minnar hefur ekki verið lýst réttilega í f jölmiðium að und- anfömu. Fyrri partur ræðunnar var mikið lof á stjórnina fyrir þann árangur sem hún hefur náð í efnahagsmálum. Síðari hlutinn var aftur á móti ábending um það að við væmm ekki að leysa nægilega stóran hluta vandans með þessum aðgerðum sem nú er verið að fjalla um í þinginu, heldur værum við að ýta of stómm hluta vandans á undan okkur. Mér hefur verið það ljóst um langan tíma að ef við frestum því að ieysa vandann nú, þá verði erfiðara og kannski varla hægt að leysa hann síðar. Þetta byggi ég á því að ríkisstjómir hafa fyrst og fremst tækifæri til þess að gera stóra hluti á meðan þær em með nýtt umboð. Þá gefa allir aðilar henni tækifæri og svigrúm til að sjá hvað hún getur. Fyrsta stjómarár hverrar ríkisstjóm- ar er það mikilvægasta og jafnframt örlaga- ríkasta. Það er miður að stjómin skuli ekki hafa nýtt sér þetta mikilvæga ár í lífi sínu til að leysa stærri vanda en hún hefur gert." HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.