Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 7
VIKINGASVEIT LÖGREGLUNNAR Með haglabyssu í fanginu og þunga skammbyssu í belti skundar Víkinga- sveitarmaður á vett- vang í Daníelsslipp. «5^ eftir Óla Tynes NT-myndir: Sverrir •/ skothríðinni og öskrunum tóku fáir eftir tveimur bílum sem renndu upp að Danielsslipp. Annar þeirra var ,,boddí-bíU“ frá slysarannsókna- deild lögreglunnar, hitt var ómerktur Volkswagen. Lögregluþjónarnir sem stigu út úr þeim komu dálítið ein- kennilega fyrir sjónir. Þeir voru í grœnleitum hermannagöllum og skotheldum vestum, með alpahúf- ur á höfði og í reimuðum leðurstíg- vélum, eins og þeim sem kennd eru við fallhlífahermenn. í beltum þeirra héngu þungar skammbyssur og nokkrir héldu á fjölskota haglabyss- um. Þeir hreyfðu sig hratt, örugglega og fumlaust. Eftir að hafa ráðgast við Bjarka Elíasson yfirlögregluþjón, sem stjórnaði aðgerðum, var gefin stutt skipun: ,,Verðu mig“ og svo þaut sá fyrsti af stað, notandi það skjól sem gafst. Hinir fylgdu á eftir hver aföðr- um. Nokkrum mínútum síðar sást einn þeirra á þaki bátsins við hliðina á þeim sem byssumaðurinn var í. Hann beindi haglabyssu sinni niður í bátinn og öskraði: ,,UPPMEÐ HEND- UR.“ Á sömu stundu geystust tveir aðrir upp í bát byssumannsins og nokkrum mínútum síðar var allt um garð gengið. Hinn ölóði byssumaður var leidd- ur á brott og hefur sjálfsagt ekki haft neina hugmynd um að þarna hafði hann staðið andspœnis harðsnún- asta og best þjálfaða hópi lögreglu- manna sem við eigum afaðstáta. Strákarnir í hermannagöllunum pökkuðu í skyndi niður sínu hafur- taski og flýttu sér í burtu. Þeir reyndu að vísu ekki að fela sig fyrir Ijós- myndurum og öðrum viðstöddum en það mátti á þeim sjá að þeir hefðu alveg eins viljað vera án þeirra. SJÁNÆSTUSÍÐU

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.