Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 12
MATKRÁKAN Púrrið ykkur upp! I þessum pistli hef ég hugsað mér að vera einkar málefnaleg, upplýsingagjöful og al- vöruþrungin; í stað þess að vella, þó ei án viðstöðu, um hrátt kjöt og ský í buxum eins og grautur í kringum heitan kött, mun ég nú gera mér far um að púrra ykkur upp, í bók- staflegri merkingu! Púrrur (öðru nafni blaðlaukur) fylla fremur fáskrúðugan flokk þess grænmetis sem fæst hér allan ársins hring; og það sem meira er um vert: þær eru á skikkanlegu verði og að öðru jöfnu ferskar (eitthvað annað en kartöflurnar). í Frakklandi, þar sem þær eru mikils metnar, eru þær stund- um nefndar „aspas fátæka mannsins". Blaðlaukur er víða ræktaður og sums staðar vex villt afbrigði hans,t.d. í Miðjarð- arhcifslöndum.í Bretlcindi er hann mjög vin- sæll og mörgum er það beinlínis stöðutákn (e.t.v. freudískt) að geta ræktað sem lengst- an og svörgulslegastan blaðlauk í Bandsrikj- unum er hann heldur lítið ræktaður, þrátt fyrir vinsældir köldu súpunnar Vichyssoise. I Frakklandi, Spáni og Ítalíu er mikið ræktað af blaðlauksafbrigði sem er ólíkt geðslegra en ensku lurkamir, minna, og mýkra undir tönn. Hérlendis hefur blaðlaukur töluvert verið ræktaður í gróðurhúsum, ekki þó vegna þess að laukurinn sé svo viðkvæmur; hann er þvert á móti mjög harðgerð jurt, en hægvaxta og þarf til muna lengri og hlýrri vaxtartíma en hér er til að geta skilað þeim vexti og þroska sem framleiðendur gera kröfur til. Mikilvægt er að þvo blaðlaukinn vel áður en hann er matreiddur, innan jafnt sem utan, því mold getur leynst inni á milli þéttra blaðanna. — Byrjið á því að skera af honum ræturnar og efst ofan af grænu blöðunum. Þvoið hann síðan undir renn- andi vatni og haldið honum á hvolfi alian tímann (þ.e. látið grænu blöðin snúa nið- ur). Látið laukinn síðan standa öfugan ofan í vatnsfötu (í a.m.k. hálftíma) þar til hann er matreiddur. Áður en þetta er gert má enn- fremur skera djúpan „kross" niður í gegn- um grænu blöðin, þ.e. tvo skurði sem kross- ast, til að auðvelda úthreinsunina.—Trass- ið ekki þvottinn, því heldur er óyndislegt að bíta í sjóðcindi heita púrru molduga mjög að innan. Af blaðlauk er ljósi hlutinn notaður til matar, en gjarnan má nota grænu blöðin til að bragðbæta kjöt- og fisksoð. Falleg blað- lauksblöð má og saxa í salat. Laukurinn er ríkur af kalsíum, jámi og fosfór; auk þess er mikið af steinefnum í blöðunum svo sjálf- sagt er að reyna að nota þau. Púrrur má svo nota í hina margvíslegustu rétti: súpur, salat, heita ofnrétti, sem fyll- ingu í pæa, pönnukökur eða soufflé. Þau krydd sem helst fcira vel við púrrur eru lík- ast til timjan, múskat og jafnvel karrý, að ógleymdu salti og pipar. Hér koma svo nokkrar uppskriftir sem ég vona að geti púrrað ykkur upp. Vichyssoise — köld púrrusúpa Þetta er margrómuð súp>a víða um heim, hefur púrrur og kartöflur að meginuppi- stöðu. Hún er borðuð köld og rétt áður en hún er borin fram er þeyttum rjóma bland- að Sciman við hana, en það gerir hana svif- létta í munni og lokkandi. Nafnið er dregið af franska héraðinu Vichy, en þrátt fyrir það telja margir að hún sé af bandarískum ætt- um. Uppskriftin er hcinda 4 í forrétt eða sem hluti af léttum málsverði. 300 g púrrur 1 laukur 2 msk smjör/smjöriiki 2 stórar kartöflur salt, pínu pipar 3 1/4 dl kjúkiingakraftur 2 1/2 dl mjólk 2 1/2 dl rjómi nokkrir dropar tabasco-sósa* Auk þess: 1 1/4 dl rjómi til að þeyta graslaukur 1. Fjcirlægið grænu blöðin af hreinsuðum púrrunum, en sneiðið hvíta hlutann. Sax- ið laukinn. Léttsteikið hvoru tveggja í smjörinu í potti án þess að brúna. 2. Afhýðið kartöflumar og skerið í litla bita, setjið út í pottinn og kraftinn sömuleiðis. Sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 35 mín. 3. Pressið þá súpuna í gegnum sigti (eða með öðrum nýtí'skulegri meðulum). Hit- ið hana aftur í pottinum og hellið mjólk og rjóma saman við. Bragðbætið með nokkrum dropum af tabasco, salti og pipar. Síið súpuna og kælið. 4. Stífþeytið 1 1/4 dl af rjóma og hrærið saman við súpuna rétt áður en hún er borin fram og stráið smátt söxuðum graslauk yfir. Ef þið ætlið að bera súpuna fram sem forrétt í viðhafnarmálsverði, er við hæfi að bera hana fram í glerskálum, ef því verður við komið, og leggja marða ís- mola í botn hverrar skálar. * Vichyssoise má krydda á annan veg; í stað tabascosósunnar má krydda með múskati og ögn af karrý; þriðji möguleikinn er timjan. Heit púrrusúpa á la Neró Hér kemur svo uppskrift að heitri súpu sem hefur sömu meginuppistöðuhráefnin og sú fýrri. Ætli það hafi ekki verið svipuð súpa sem Neró, illfyglið á keisarastóli Rómaveldis, lét færa sér hvem morgun á sængina, því hann stóð í þeirri trú sem fleiri til foma að púmir mýktu röddina. Og hon- um veitti víst ekki af. — Uppskrift handa 4 sem aðalréttur ásamt brauði og áleggi. 200 g kartöflur 4 púrrur 1 1/4 1 súpukraftur 2 eggjarauður 1 dl rjómi salt og pipar* 2 greinar steinselja (má sleppa) 1. Afhýðið kartöflumcir og skerið í litla ten- inga. Takið vandlega hreinsaðar púrr- umar, skerið af þeim grænu blöðin og skerið hvíta hlutann í sneiðar, u.þ.b. 11/2 cm á þykkt. 2. Sjóðið kartöflurnar í 15 mín. í krciftinum; setjið þá púrrumar út í og sjóðið í 5 mín. til viðbótar. Bragðbætið með salti og pipar. 3. Þeytið saman eggjarauður og rjóma og hrærið saman við súpuna sem hér eftir má ekki sjóða. Þá er súpan til og gott er að strá saxaðri steinselju yfir hana rétt áður en hún er borin fram, en að sjálf- sögðu ekki bráðnauðsynlegt. * Varðandi kryddið gildir það sama og um fyrri súpuna. Þið getið prófað að bragð- bæta hana enn frekar með timjan, músk- ati eða jafnvel karrý. Púrrur í rjóma Úrvals meðlæti, t.d. með glóðuðu kjöti. Handa 4. 50 g smjör 4 púrrur í þunnum sneiðum salt og pipar graslaukur Bræðið smjörið á pönnu við miðlungs- hita og hrærið púrrusneiðunum saman við. Um leið og þær byrja að fá lit er rjómanum hellt yfir og kryddað með salti og pipar. Látið suðuna koma upp á rjómanum, stráið söxuðum graslauk yfir og rétturinn er til! LAUFÁSVEGI 17 - REYKJAVÍK - SÍMI 25336 VORUM KASSAGÍTARA FRÁ MARINA TROMMUSETT FRÁ DIXON VASAMAGNARA FRÁ CHASER GÍTARMAGNARA FRÁ MARSHALL 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.