Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 9
Karate og byssur Hvað líkamlega þjálfun snertir er hún gríðarlega ströng hjá þess- um sveitum. Þeir eru píndir áfram þartil þeir eru að niðurlotum komnir og þá píndir enn meira áfram. Það er nokkuð viðtekin regla að ganga framaf mönnum líkamlega, enda gefast margir upp. Það eru til mörg kerfi sem kenna mönnum að berjast með berum höndum. Þar má nefna Karate, Judo, Kendo og þar frameftir göt- unum. Margar sérsveitir nota sitt eigið afbrigði, samsett úr mörg- um þessíira kerfa. Þeirra á meðal eru norsku sérsveitimar og því má reikna með að sömu sögu sé að segja um þá íslensku. Hvað vopnabúnað snertir þá er hann margvíslegur og misjafn eftir löndum. Myndimar sem við höfum eru ekki svo skýrar að hægt sé að sjá það greinilega en skammbyss- ur Víkingasveitarinnar virðast vera marghleypur af Smith & Wesson gerð. Hlaupvíddin er örugglega ekki minni en 38 caliber, gæti verið .357. Allavega manndrápstól. Þeir eiga langdræga riffla með sjónauk- um og líklega nokkrar hcindvél- byssur. Vinsælar hjá svona sveit- um em handvélbyssur af gerðinni Ingram, sem eru bandarískar, og Uzi, sem em frá ísrael. Haglabyssur þykja nauðsynleg- ar í öllum svona vopnabúrum, þær em til dæmis sérlega heppilegar til 'Þaö eru ýmsar ástæður fyrir einkennisbúningnum; praktískar og sálrænar. Þetta er nú orðin nokkuð hræði- leg upptalning fyrir oss friðsama íslendinga. Sjálfsagt spyrja ein- hverjir hvort við höfum virkilega þörf fyrir þetta. Yfirmenn lögregl- unnar em þeirréu' skoðunar. Þeir benda á að ísland sé ekki lengur úr alfaraleið. Hryðjuverk em löngu orðin alheimsvandamál og engin leið að tryggja að einhverjir erlendir hryðjuverkamenn velji ekki ísland sem vettvcing, til dæmis í sambandi við opinbera heimsókn eða ráðstefnu. Þar að auki gerist það nú oftar en áður að hafa þarf afskipti af vopnuðum löndum vor- um. Reynslan sýnir að þeim mun betur sem menn em þjálfaðir því minni líkur em til að híutirnir fari úr böndunum. Vel þjálfaður maður á miklu auðveldara með að gera andstæðing sinn óvígaui án þess að valda honum miklu tjóni, en sá sem ekki kann til verka. Þótt Víkingasveitin hafi gengið í gegnum þjálfun sem okkur er fram- andi og hafi yfir að ráða hinum hroðcilegustu morðtólum, er þetta enginn hópur af gikkóðum bar- dagabrjálæðingum. Bjarki lagði á það ríka áherslu að þeim væm settar nákvæmiega sömu reglur, um að forðast valdbeitingu í lengstu lög, og öðrum lögreglu- þjónum. Framganga þeirra í Daní- elsslipp sýnir að þeir taka þessar reglur alvarlega. Ekkert hinna hroðalegu morðtóla var notað. Eins og aðrir lögregluþjónar á staðnum kusu þeir fremur að leggja sig í iífshættu við að afvopna manninn en að beita þeirri miklu þjálfun sem þeir höfðu fengið til að skjóta hann. að skjóta upp hurðalæsingar. Al- gengastar em fimm eða sex skota „pumpur", oft með styttu hlaupi. Margar gerðir af „bardagahleðsl- um“ em til fyrir haglabyssur. í þeim em höglin þyngri en í t.d. rjúpnaskotum og stundum af tveim stærðum til að ná bæði, miklu höggi og „mátulegri" dreif- ingu þegar skotið er. Það hafa ömgglega verið tára- gashylki í töskunni sem einn Víki ngæsvei tarmanna var með í Daníelsslipp og þeir hafa sjálfsagt yfir að ráða ýmsum tegundum af handsprengjum. Margar sérsveitir hafa fengið hinar svokölluðu ,,sjokk-sprengjur“ frá Bretum. Það em sprengjur sem springa með ærandi hávaða og miklum blossa, en dreifa engum flísum. Það er kannske skrýtið orð að nota en þær eru „hentugar" þegar t.d. þarf að gera óvirka hryðjuverkamenn sem em með gísla í sama herbergi. SAS-sveitirnar bresku notuðu þær þegar íranska sendiráðið í London var stormað og þýska úrvalssveitin G-9, sem batt enda á flugránið í Mogadishu, notaði þær líka. ,,Við erum bestir“ Það em góðar og gildar ástæður fyrir öðmvísi búningi en almenna lögreglan klæðist. Þessir gallar em mun hentugri til að skríða um í ef þarf að læðast að einhverjum, auk þess sem em á þeim aukavasar fyrir allskonar búnað. Önnur ástæða er sálræn. Allar sérsveitir í heiminum hafa eitthvert sérstakt tákn til að skera sig úr. Mönnum þeirra er innprentað að þeir séu sérstakir. Að þeir séu betri en hinir. Það er lögð áhersla á að vekja með þeim stolt yfir að tilheyra þessari einstöku grúppu og þeir eiga að bera sinn sérstaka búning með stolti. Þetta þykir kannske vafasöm innræting en þess ber að gæta að þessum mönnum er ætlað að vinna mjög svo sérstæð og hættu- leg störf. Þeim er nauðsynlegur sterkur liðsandi og traust hver á öðmm. GOODfÝEAR GEFUR ^RETTA GRIPIÐ Heíurðu gert þér grein íyrir því að milli bíls og vegar em aðeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því aðeins á viðurkenndum hjólbörðum. Sértu að hugsa um nýja sumarhjólbarða á íólks- bílinn œttirðu að haía samband við nœsta umboðsmann okkar. FULLKOMIN HJÓLBARÐAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING HUGSID UM EIGID ÖRYGGI OG ANNARRA Laugavegi 170-172 Símar 21240-28080 GOODfVEAR HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.