Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Fjölmiðlavíl Ef það er eitthvað sem aftrar nútímasamfélögum frá að leysast upp í frumparta sína, þá er það sífelld miðlun upplýsinga og boða. Þjóðfélög ailra tíma eru háð sameiginlegri upplifun og sú tækni sem þau ráða yfir til að ná áhrifum hefur breyst í stórum stökkum. Alltaf finnst mér okkar þjóðfélcig hljóti að hafa byrjað með útvarpinu þegar möguleiki skapaðist til að þræða alla menn upp á sömu skynjun, samtímis. Aðrir myndu setja upphafið við orðið, trúarbrögðin, prentið, osfrv. Látum það liggja á milii hiuta og hugleiðum þess í stað hvemig hinirýmsu miðlar hafa sniðið okkur Islendingum stakk. Ef við skoðum fyrst ritað mál þá er ekkert sem mælir á móti því að við lesum og skrifum um flest svið menningar og mannlífs. Á því verður valla teljandi breyting með hljóðmiðii: Hugsum okkur að við ætlum að gera tilteknu atriði úr íslandssögunni skil, t.d. Tyrkjaráninu. Ekkert bcinnar ís- lenskum höfundi að fjalla um það, hann getur tileinkað sér alit sem um það hefur verið skrifað og síðan gert því skil eins og hann hefur innlifunarhæfni til. Sama viðfangsefni myndi sóma sér ágætlega í útvarpi. Ef við hinsvegar hyggjumst stíga næsta skref og fara upp í sjónvarp er hætt við að opnist peningagjá á leið okkar. 17. öldin! 300 mcinns! Sjóræningjaskip! Alsír! Viðbúið að forráðcimenn sjónvarpsins gripi ekki minni paník en þegar Hund-Tyrkinn þirtist á ofan- verðri 17. öld. 1 menningarlegu tilliti hefur sjónvarpið sniðið okkur nærskornari stakk en við höfum áður mátað, líkt og fulltíða maður yrði á nýjan leik færður í barnafötin. Aldrei í sögunni höf- um við verið eins miklir þiggj- endur og auðmjúkir endurvarps- menn notaðs efnis og síðan sjón- varp kom til skjalanna. Og nú ku fara í hönd tímar sem upphefja takmarkanir á móttöku sjón- varpsgeislans. Senn sitjum við uppi með myndir og boð hvaðan- æva úr veröldinni sem í sjálfu sér eru gleðitíðindi og til þess fallin að eyða útnesjamennsku. Málið fer þó að vandast ef við höfum ekkert fram að færa sjálfir. Þýðir það ekki menningarlegt hara- kiri? Á sama tíma láta íslenskir ráðamenn sjónvarpinu blæða út í lit og skammta því 10 kr. á dag í afnotagjald, útvarpið fær 3 kr., sjöfalt minna en dagblað. Enginn sem skoðar óbrjáluðu auga ástand íslensku pressunn- ar, getur velkst í vafa um mikil- vægi ríkisfjölmiðlanna. Því hvað eru dagblöðin okkar annað en misstórir flokksmiðar þar sem heimsmyndin er jcifnan skoðuð út um flokksljórann? Ef við tök- um þá flokksútgáfu sem mest hefur umleikis og stærsta til- burði: Morgunblaðið, þá kemur flokkspólitísk truflun iðulega í veg fyrir að það nái sambandi við veruleikann; gott ef mikið af um- svifum þess fer ekki í að trufla útsendingar á mörgu af því sem fólki liggur á hjarta í samfélaginu. Ofurkapp er lagt á að bera uppi steindauða heimsmynd kalda- stríðsins og iðulega gripið til terroríseringar í því augnamiði, samanber umræðuna um sögu- kennslu, friðaruppeldi og friðar- hreyfingar frá því í vetur. Veidi Morgunblaðsins er óumdeilan- Iegt: Það kemur nánast fyrir hvers manns augu, fasteignasal- ar afhenda því daglegar fúlgur og það sálast ekki svo maður í land- inu að hann gjaldi því ekki skatt í formi dánartilkynningar og jarð- arfarar. Hið opinbera og kirkjan umgangast það eins og málgagn þjóðarinnar og það ræður því ekki svo litlu um veðurlagið í þessu þjóðfélagskríli okkar frá degi til dags. En ægishjálmurinn virðist hafa fallið því fyrir augu og gert það rangsleitið og hrokafullt; á þjóðarheimilinu kemur það iðulega fram í gervi geðills, upp- stökks heimilisföður. Um önnur blöð er vart að ræða: þeir sem neyttu þeirra ein- göngu ættu vísa andlega hörgul- sjúkdóma. Ríkisfjölmiðlamir eru nánast einasta von okkar um ábyrgan fréttaflutning og púls- töku þjóðlífsins. Hægt er að láta sig dreyma um útvcup og sjón- varp sem væru fulltrúar fólksins andspænis valdinu. Fréttastofur styngju okkur í samband við at- burði og málefni dagsins jafn- framt því sem þær veittu stjóm- málamönnum og embættis- mönnum aðhald. Því sárgræti- legra er að sjá þessa miðla slig- aða af flokkspólitísku útvcirps- ráði sem jafnvel virðist vera sett til höfuðs starfseminni; gott ef það ofsækir ekki starfsmennina. Sá skilningur er furðu algengur að útvarpið eigi fyrst og fremst að vera endurspegiun á kraftahlut- föllunum á Alþingi. Samkvæmt þeim skilningi er fréttamaður sá sem réttir hátalarann ráðamönn- um og tappar ai þeim skilaboð- um sem þeir kunna að vilja koma á framfæri það og það sinnið. Daginn eftir hefur hann svo skyldum að gegna við stjómar- andstöðuna. Oft er engu líkara en aðilar mála búi sinn í hvorri heimsáifunni og fái mikrófóninn sendan í pósti. 011 skoðanaskipti fyrir bí, engin kryddsíld. Ef út af þessu er brugðið bregst sá sem fyrir „hnjaskinu" verður gjarnan ókvæða við og frábiður sér „út- úrsnúning" eða „við skulum ekk- ert vera að draga þetta niður á pólitískt plan“. Gott ef frétta- maðurinn finnur ekki um sig bók- un í næstu fundargerð Útvarps- ráðs og fyrirmæli um að halda síg á hlutleysismottunni. Auðvitað varðar engan um hvaða prívat- skoðun fréttcimaður kann að hcifa á tilteknu máli, heldur einurð hans til að grafast fyrir um mál, koma af stað og halda gangandi upplýsandi umræðu, gerast mál- svari myrkrahöfðingjans ef því er að skipta og koma með spuming- ar sem em annað en áréttingar á því sem viðmælandinn vildi sagt hafa. Eftir 50 ára starfsemi er hljóð- varpið fyrst og síðast staðnað (og þykir engum mikið þegar Rás-2 hringsólar í sama fari og fyrsta útsendingardaginn). Sömu dag- skrárliðir em keyrðir árin inn og út bara af því bara og fyrst í fyrra að mönnum datt í hug að athuga hvort nokkur væri að hlusta. Það er lífseigt viðhorf að útvarp sé e.k. opinber þjónusta á borð við snjómokstur og saltaustur á gangstéttar í hálku. Hvaða erindi á t.d. upplestur á skipaferðum að og frá landinu? Ef ég þarf að vita um skipakomu kveiki ég ekki á útvarpinu heldur hringi í við- komandi skipcifélcig. Á fimmb'u ámm hefur það gerst að sími er orðinn aimenningseign. Eða þessi endalausi dagskrárlestur löngu eftir að blöðin em fcirin að birta dagskrána bæði í heild og daglegri sundurliðun. Auglýs- ingaþulan er náttúrlega kapítuli út af fyrir sig og fer langt með að setja útvarpið á pall með salt- mokstrinum. Jafnvel versti fjár- plógsmiðill myndi ekki leyfa sér auglýsingaspýju í viðlíka mæli og hér tíðkast og fer langt með að ónýta bitastæða dcigskrá: maður siekkur á meðan versta hrinan ríður yfir og er víðs fjarri þegar eiginlegt efni er aftur komið í loft- ið. Að frágengnum auglýsingum, hver ætti þá að borga brúsann? kann einhver að spyrja: I því sam- bandi verð ég að játa að ég hef aldrei skilið fjármálastefnu ríkis- fjölmiðlanna. Þeir hcifa komið sér upp kostnaðarsömu innheimtu- apparati sem virðist gagnslítið nema hvað það framleiðiroft ein- kennilegar auglýsingar til að minna á sig. Undirritaður hefur tvisvar lent í því að kaupa útvarp með löglegum hætti en aldrei borist neinar mkkcinir um cif- notagjöld. Hvert mannsbarn veit hinsvegæ að obbinn cif útvarps- tækjum landsmanna er hingað kominn í farangri frá útlöndum og þæ af leiðandi hvergi á skrá. Og ætti ekki að vera tiltökumál svo sjálfsagt sem það er að kostnaður af útvarpsrekstri komi úr sameiginlegum sjóðum lands- manna. Hér eins og reyndar á flestum sviðum þjóðlífsins stöndumst við því aðeins að við leggjum saman í púkk og beinum kröftum okkar í einn farveg. En fyrSt þcud að hreinsa úr farvegin- um stíflur og drasl á borð við flokkspólitískar nefndir og setja í fyrirrúm faglegt mat og forræði starfsmanna. Aðeins ein stjóm- málasamtök á íslandi virðast hcifa skilning á því hve fráleitt það er að tilnefna fulltrúa í þetta rit- skoðunarapparat sem útvarps- ráð er. Aðrir segja sem svo að þeir séu með til að afstýra stór- slysum á borð við það að and- stæðingarnir væm einir um hit- una. En einhversstaðar hljóta að vera takmörk. Hvað ef dauðarefs- ing yrði lögleidd á íslandi og flokkunum yrði boðið að tilnefna fulltrúa sem tækju afstöðu til ein- stakra tilfella og ráðningar starfs- manna? Auðvitað mætti hugsa sér Útvarpsnefnd í þinginu sem tæki afstöðu til rökstuddra klögumála og sinnti eftirlitshlut- verki. En að leiða jafn viðkvæmt tæki og fjölmiðil undir pólitískt ok þar sem stjómmálaflokkar hlutast til um stöðuveitingar jafnt sem einstaka dagskrárliði — hvar í heiminum myndi slíkt viðgangast? (Svar fæst hugsan- lega ef UTVARP er lesið afturábak og munar þá bara einum staf að útkomi nafn á alþekktu erlendu málgagni). Litla matreiöslubókin útgefin af Erni og Örlygi Ib Wessman tók saman BUFFSTEIK MEÐ KRYDDJURTASMJÖRI • 4 þykkar sneiðar nautafilet = úr hryggvöðva u.þ.b. 200 g hver sneið • matarolía • 75 g smjör • salt, malaður pipar Ofnsteiktir tómatar: 4-8 tómatar, olía, salt. Kryddsmjör: 200 g smjör, 2 msk söxuð steinselja, 2 msk söxuð garðperla (karse) 1 msk smátt klipptur graslaukur og ef vill 1 msk smátt saxaður kjörvill eða estragon, smávegis sítrónusafi, mulinn pipar og nokkrir dropar af enskri sósu. Meðlæti: Franskarkartöflur, ofnsteiktir tómatar, hrafnaklukkublöð (bröndkarse), kryddsmjör. Sláið buffsteikurnar létt til með lófanum eða berjið þær varlega og létt með kjöthamri og formið þær síðan til. Þerrið síðan steikurnarmeðeldhúsþurrku. Hitið þykkbotnaða steikarpönnu með 1-2 msk af matarolíu. Snöggsteikiðbuffin á báðum hliðum á vel heitri pönnunni svo að yfirborð kjötsins loki sér. Takið steikurnar af pönnunni og þerrið en síðan er smjör/smjörlíki brúnað á pönnunni og steikurnar steiktar í 2 - 3 mín. á hvorri hlið allt eftir gæðum og þykkt kjötsins. Snúið steikunum 2-3 meðan á steikingu stendur. Framreiðsla: Steikurnar settar á heitt fat og heitu smjörinu hellt yfir. Ofnsteiktum tómötum raðað til hliðar við steikurnar. Franskar kartöflur og hrafna- klukkublöð borin með. Framreitt strax. Ofnsteiktir tómatar: Skerið lítinn kross í hvern tómat og penslið þá með olíu og stráið salti í þá. Tómatarnir settir í ofnfast fat og bakaðir í miðju ofnsins í 8 - 12 mín. við 200° hita. Kryddsmjör: Hrærið saman linu smjöri og söxuð- um kryddjurtum og bragðbætið með sítrónusafa, pipar og enskri sósu. Smjörinu siðan rúllað inn í smjörpappír og kælt í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Vel má laga kryddsmjörið deginum áður. Smjörið skorið í sneiðar og framreitt með steikinni. Þegar steikin er látin á diskinn er smjörið látið á hana en ekki fyrr því þá bráðnar það niður. Verið velkomin % NAUTASKROKKUR TILBÚINN í FRYSTINN AÐEINS KR. 100.- KG. KJOTMIÐSTOÐIN Laugalsek 2. s. 86511 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.