Helgarpósturinn - 31.05.1984, Síða 16

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Síða 16
JAZZ Píanósnillingur og ungpíur Þá er miðasala á Listahátíð í fullum gangi og þann 1. júní verður hátíðin sett með pomp og prakt. Þcmn 2. júní, eða á laugar- daginn kemur, hefst svo djassinn klukkan fimm á einleikstónleikum franska pícinó- snillingsins Martial Solal - verða þeir í Norrœna húsinu. Daginn eftur verður svo boðið uppá djass á Broadway. Þar mun MartiaJ Solal koma fram, sænsk-íslenski Quinn-tettinn, íslenskir djassleikarar og grínhljómsveitin Bob Kerr’s Whoopee Band, en það eru háðfuglar a la Spike Jones sem spila dixíland og raggtæm í bland við skrípalætin. Marticd Solal fæddist árið 1927 í Alsír en fluttist til Parísar laust fyrir 1950. Hann varð fljótt fremstur frcinskra djasspíanista og híjóðritaði og lék með bandarísku stór- störnunum í París - New OrlecUis sóprcin- meistaranum Sidney Bechet og trommar- anum Kenny Clarke, sem var einn af stofn- endum Modern Jazz Kvcirtettsins. Solal er klassískt menntaður og mikill tæknihestur, þótt aldrei skyggi tækni hcins á tónlistina. Oftast hefur hann leikið með eigin tríói, löngum með bassaleikaranum Guy Peder- sen og trommaranum Daniel Humair. Frá 1971 hefur hann haldið fjölda einleikstón- leika og skrifað mikið, m.a. tónlist fyrir á þriðja tug kvikmynda, ma. fyrir leikstjóra á borð við Godard. Solcil var upphaflega af skóla Horace Silvers en fljótJega varð Thelonius Monk í miklu uppáhaldi hjá honum. Snemma beygðist því krókurinn frá því hefðbundna til hins ævintýralega. Það er til að mynda skemmtilegt að heyra hann í kvartett Kenny Clarke og með Sidney Bechet árið 1957. Rýþminn er hinn sami, SolaJ, Jjassaleikarinn Pierre Michelot og Kenny. í fyrra tilfellinu er blásarinn tenoristinn Lucky Thompson, í því síðara Bechet á sópran. Ef eitthvað erþá er Solal djarfciri og framsæknari í sólóum sínum með New Orleans meistranum gamla en í hópi bopparanna. Þar nýtur hann þess að láta andstæðumar blómstra. Solal fer ekki troðncir brautir, en hcinn stendur föstum fótum í hefðinni. Hann veit alltaf hvað hann er að gera og því oftar sem maður hlustar á Solcú því meira gcigntekur tónlist hans mcUin. Þar má finna hluti frá Art Tatum til Cecil Taylors samtvinnaða í sér- evrópskum stíl Solals. Margar snilldarskíf- urnar hefur hcinn sent frá sér á síðari árum. 1963 sló hann í gegn meðal djassgeggjara í Bandaríkjunum og lék á Newport - RCA gaf það út. MF’S hefur gefið út skífurmeð einleik hans, dúóa með Niels-Henning Örsted Ped- ersen, tríói með Niels og Daniel Humíiir og kvartett með Solal, Niels, John Scofield og Lee Konitz. Svo hefur hann gefið út stór- sveitarskífu: Martial Solal Big Band (Gau- mont Musique 753804). „Það getur enginn píanisti leikið eins Jiratt og Martial Solal", segir kollegi hans Joachim Kúhn, „en því miður em ekki nógu margir sem vita hversu fautagóður hcinn er.“ Það verður mikið ævintýri að fá að hlusta á hann hér. Að lokum ein saga frá einleikstónleikum Solals: „Ekki veit ég hvað ég á að spila í kvöld, en hvað stendur hér?“ Ekkert stendur á blaðinu svo hann segir: „Ég ætla að leika tvö verk eftir Thelonius noklcum Monk.“ Og hann sest við píanóið og leikur ’Round Mid- night með vinstri hendi og Blue Monk með þeirri hægri! Qvinn-tettinn sænsk-íslenski er sprott- inn aí kvennastórsveitinni Hot Lips þcir sem ein aðaidriffjöðrin var íslenska stúlkan Guðrún Hauksdóttir. Hún er gítarleikari og hefur lengi búið í Svíþjóð. Auk Guðrúnar leika þessar í Qvinn-tettnum: Margareta Olin á hljómborð, Mcirie Larsdotter á flautu, Ulla Andersson á rafbassa og Helen Melin á trommur. Þær segjast leika nútímadjass og spunatónlist - aðallega eigin tónverk. Ræt- ur þeirra liggi í hinni afró-amerísku hefð en inn skjótist popp, rokk og rúmbur. Það sem ég hef heyrt stúlkumar gera er næst hinum hefðbundna módem djassi - þær em greinileg byrjendur í faginu en það er alltaf gaman að hlusta á efnilegan íslenskan djcissleikcira sem maður hefur aldrei heyrt áður - og ekki er lakara að hcinn sé kven- kyns. Það er semsagt djass á fullu í upphcifi Listahátíðar. í lokin verður svo hápunktur- inn þegar Modem Jazz Kvcirtettinn leikur í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. júní. SÍGILD TÓNLIST Niflungahringurinn allur!! eftir Leif Þórarinsson Samkvæmt lögum hefur Þjóðleikhúsið miklar skyldur í allar áttir, því verður ekki neitað. Ýmsar þeirra hafa greinilega for- gang og við því er fátt að segja ef þær em ræktar samviskusamlega, því aðstæður leyfa ekki að öllum sé gert jafnhátt undir höfði osfrv. Ein af þessum skyldum er að stuðla að ópemflutningi og því verður sanncirlega ekki á móti mælt, að Þjóðleikhúsið hefur oft sýnt ótrúlegan stórhug (miðað við aðstæð- ur) í þeirri grein, sérstaklega hér á árum áður. En sú starfsemi (ópemflutningur) hefur þó cilla tíð verið háð tilviljuncu'kennd- um innblástmm, svo skrýtnum stundum, að jaðrað hefur við óráð. En þegar upp er staðið kemur held ég í ljós, að nokkrar óperusýningar Þjóðleikhússins em með því minnisstæðasta sem þar hefur verið á fjöl- unum. Um aðsókn og áhuga almennings þarf heldur ekki að deila, það er staðreynd að ópera er vinsæl á íslandi. Af einhverjum ástæðum hefur aldrei komið til tals í neinni cilvöm að skipuleggja reglulegan ópemflokk innan Þjóðleikhúss- ins, í það minnst ekki opinberlega. Ástæður eru eflaust margar, en líklega er þó pen- inga- og plássleysi þyngst á metunum. Þá ástæðu mætti hinsvegar athuga vel og vandiega og væri ekki úr vegi að biðja þá sem hafa vemlegt vit á plássi og peningum að gera það. (Hvað em svoleiðis menn nú kallaðir? Skipulagsfræðingar? Hagsýslu- menn? Eitthvað hættulegt trúi ég). Samt liggur nokkuð Ijóst fyrir, að óperusýningar ÞjóðleiJchússins hafa verið óþcirflega dýrar, fyrst og fremst vegna þess, hvað þær hafa verið fáar og strjálar. Fyrir hverja sýningu þarf t.d. að gera fokdýr tjöld, sem síðan er fátt annað við að gera en aka á haugana. Ef þarna starfaði floklcur sem hefði „reper- túar", nýttust þau skiljcinlega miklu lengur. Sem dæmi má taka Carmen. Hún var sýnd fyrir nokkmm ámm við metaðsókn. Nú heyrir maður að íslenska óperan ætli að hef ja sýningar á henni næsta vetur. Þá verð- ur enn að byrja á byrjuninni, eða svo til; smíða ný tjöld, æfa nýjan kór og flestir ein- söngvaranna hljóti að koma af fjöllum, án þess ég viti þó hverjir eiga að vera í hlut-' verkum. Ef við Þjóðleikhúsið starfaði ópemflokkur með „repertúar" uppá 7-10 ópemr, væri gamla Ccirmensýningin enn í fullu gildi og gengi vel svona 10-12 sinnum á vetri. Auðvitað hefði þurft að hressa uppá hana (og aðrar sýningar) með gestasöngv- umm í aðalhlutverkum, jcdnvel stjömum. En slíkur rekstur gæfi líka fjárhagslega möguleika á að fá hingað í sýningar nokkr- um sinnum á ári fólk á borð við Carreras og Riccarelli og jcdnvel borga Kristjáni Jó- hannssyni það sama og þeir gera í Evrópu og Ameríku í staðinn fyrir að plata hann hingað í fríum, sem verður varla hægt til eilífðar. En þetta er alvarlegt mál, elskulegu vinir. Við stöndum nú á þeim tímamótum að krcd- an er um ópemflokk sem hefur sýningar minnst þrisvar í viku og hefur minnst tíu verk á efnisskránni og aldrei minna en eina nýja ópemsýningu á ári. Þar væri hægt að velja úr öllum Mozart, öllum Rossini, öllum Verdi, Wagner framað Tristan, Puccini, nema Turadot, Massenet, Bizet og Gounod ofl. ofl. og það má ekki síður sýna Strav- insky (Rakes progress), Britten (kammer- óperumar) og eitthvað af Henze, að ég tali nú ekki um Silkitrommu Atla Heimis, sem hvað sem hver segir er með því besta sem ég hef, séð í Þjóðleikhúsinu. Nú segja menn auð- vitað, og það er ekki nema von: Það er búið að stofna íslenska ópem, og hún hefur sitt eigið hús. Ekki skal fordæma það furðulega framtak, því eflaust fylgir þar góður hugur hér og þar. En sá flokkur, í þeim húsakynn- um sem hann ræður (Gamla Bíó) og með sínu skipulagi, verður aldrei fær um að setja upp nema meðal ,,skólasýningar“. En þar er samt kominn vísir með ýmsa vaxtar- möguleika og ef hann tæki upp samstarf við Þjóðleilchúsið (það gæti vel nýtt Gamla bíó fyrir smærri leiksýningar og jafnvel kammerópem) mætti sannarlega horfa bjartari augum til framtíðarinnar. I öllu falli er það óhagganleg staðreynd að Þjóðleik- húsið er eina húsið í landinu þar sem mögu- leiki er að setja þokkalega ópem á svið. Ef rétt er, einsog heyrst hefur, að verið sé að svæfa hugmyndir um slíkt samstarf í óvirk- um nefndum, þrátt fyrir „góðan vilja ráða- manna í háum stöðum“, þá er verið að fremja slíkan glæp að nægja mun aðstand- endum til ódauðleika í sögunni. En vilja menn nú ekki frekar láta minnast sín fyrir fegurri verk og betri? Ég trúi ekki öðm! Nú er framundan enn ein Listahátíðin. Gera menn sér ekki grein fyrir að það er eitthvað að stofnun, sem var með glimrandi sýningar á Rigoletto 1951 og lætur sér nú nægja „rónastykki" af húsi Mammons. í rauninni ætti þar nú að vera sýndur Niflungahringurinn, allur, ef allt væri með felldu. ,,Við stöndum á þeim tímamótum að krafan er um óperu- flokk sem hefur sýningar þrisvar í viku og hefurminnst tíu verk á efnis- skránni og aldrei minna en eina nýja óperusýningu á ári,“ segir Leifur Þórarinsson m.a. í óperupistli sínum. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.