Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 2
Kristófer Már Kristinsson
formaður landsnefndar BJ:
FRÉTTAPÓSTUR
I
Smygluðu heróíni með IVz árs barni
íslensk hjón voru handtekin á Schiphol-flugvelli í
Amsterdam fyrir helgi, þegar þau hugðust smygla heróíni
og öðrum eiturlyfjum á lVz árs gömlu barni sinu. Hollensk-
ir öryggisverðir fundu eiturlyfin; heróínið, hass og hass-
olíu, við vopnaleit á flugvellinum. Málmkenndur hlutur á
barninu leiddi til fundarins. Poreldrarnir, sem eru liðlega
tvitug hjón, voru handteknir og íslensk yfirvöld kröfðust
framsals þeirra. Þau voru væntanleg til landsins í fyrrinótt.
Málið er nú í rannsókn.
3% hækkun til ASÍ
Allt benti til þess í gær að gengið yrði frá því að félagar í
ASÍ fengju 3% launahækkun sambærilega þeirri eins
flokks hækkun, sem Albert Guðmundsson samdi um við
BSRB í síðustu viku. Er talið líklegt að launahækkunin gildi
frá og með gærdegi, enda samtök atvinnurekenda á móti því
að hækkun virki aftur fyrir sig.
Sprunga í burðarbita Fiugleiðaþotu
Undanfarið hefur verið unnið að mestu viðgerð sem fram
hefur farið á flugvél á íslandi, eftir að i ljós kom fimm
tommu sprunga í einum burðarbita Flugleiðaþotunnar
Vesturfara í svokallaðri C-skoðun á Keflavíkurflugvelli.
Flugvélin er af gerðinni.Douglas DC-8. Skoðun leiddi einnig
í ljós að skipta varð um einn af fjórum hreyflum þotunnar.
Bókhaldið í ólestri
276 fyrirtæki af 423 reyndust vera með reikninga sína í
ólagi. Það er niðurstaða könnunar skattrannsóknarstjóra á
bókhaldi fyrirtækja i Reykjavík, á Reykjanesi og í Norður-
landskjördæmi eystra. Skattrannsóknarstjóri hefur sagt að
ástandið sé verra en búist var við. Sérstaklega eru þar til-
nefnd bókhaldsfyrirtæki og lögfræðifyrirtæki sem í mikl-
um meiri hluta höfðu bókhald i ólagi.
Bandalagsklofningurinn eykst
Óánægja í röðum BJ-manna er ekkert ný af nálinni þessa
dagana. En nú bregður svo við að þingmennirnir Kolbrún
Jónsdóttir og Kristín S. Kvaran hafa lýst því yfir að þær ætli
að segja sig úr landsnefnd bandalagsins. Ástæðan er óvænt
tilkynning landsnefndarmanna um lokaðan fund nefndar-
innar um næstu helgi, þar sem boðuð er kosning formanns
og varaformanns. Jafnframt er tilkynnt í fundarboði að
næsti landsfundur BJ verði i desember.
Ríkissjóður bjargaði Hagkaup fyrir horn
þegar fjármálaráðherra Albert Guðmundsson lagði nær
40 milljónir á borðið fyrr í sumar og ákvað að kaupa stórt
pláss í nýju Hagkaupshöllinni í Kringlumýri undir áfengis-
útsölu. Þessi kaup voru ákveðin eftir mikinn þrýsting á ráð-
herra að bjarga Hagkaupsmönnum fyrir horn, því nær
ekkert hafði gengið fram að þvi að selja verslunarpláss i
byggingunni.
Skip fyrir þúsundkall
Gengið hefur verið frá kaupum á varðskipinu Þór. Slysa-
varnafélag íslands keypti það fyrir þúsund krónur. Skipið
verður notað sem miðstöð fræðslu og þjálfunar sjómanna og
er hugmyndin sú að skipið fái fastan samastað við land.
Már sleginn Ríkisábyrgflarsjóði
Togarinn Már SH frá Ólafsvík hefur verið sleginn Rikis-
ábyrgðarsjóði fyrir HO milljónir króna á fyrra uppboði í
Ólafsvík. Annað og síðara uppboð fer fram í desember. Bæj-
arsjóður og 6 stærstu fiskvinnslufyrirtækin í Ólafsvík og á
Hellissandi gætu tapað stórum f járhæðum verði skipið selt
út byggðarlaginu.
Stólaskipti
í gær stóðu ráðherrar upp úr stólum sínum og færðu sig
yfir í aðra, eins og ákveðið var fyrir viku. Þar með hefur Þor-
steinn Pálsson verið settur í embætti fjármálaráðherra.
Fréttapunktar:
• í tilefni 100 ára afmælis Kjarvals var opnuð yfirlitssýning
á verkum meistarans á Kjarvalsstöðum á þriðjudag.
• Ævisaga Kjarvals eftir Indriða G. Þorsteinsson er komin
út hjá Almenna bókafélaginu.
• Stór útgáfufyrirtæki slást nú um Mezzoforte, og samn-
ingur hefur verið gerður við RCA um útgáfurétt á músik
hljómsveitarinnar.
• 30 þúsund manns hafa nú séð kvikmyndina Amadeus í
Háskólabíói. Allar tekjur af frumsýningu runnu til styrkt-
ar hjartaskurðlækningum á íslandi.
• Mikill áhugi er nú meðal kvenna að minnast 10 ára
afmælis kvennafrídagsins 24. okt. nk. með því að leggja
niður störf og nota daginn til umræðna um stöðu kvenna.
• Mynd Halldórs Laxness verður á sænsku frímerki, sem
verður gefið út 2. nóvember næstkomandi.
• Þingflokkarnir hafa skipað fulltrúa sína á allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna í New York en það hefst síðar í mán-
uðinum.
• Staða olíufélaganna er sögð erfið um þessar mundir og
200 milljóna tap á sölu oliu og bensíns.
• Guðjón Friðriksson blaðamaður hlaut i vikunni verðlaun
úr Móðurmálssjóði — Minningarsjóði Björns Jónssonar
fyrrum ritstjóra, alþingismanns og ráðherra.
• Mikil hlýindi hafa verið á landinu Síðustu daga. 22ja stiga
hiti var á Dalatanga í fyrradag, hæstur hiti í Evrópu.
2 HELGARPÓSTURINN
O FiVlillOÍOu .f.rVJ-ii i
GRUNA
KRATANA
UM
UNDIRRÓÐUR
Kristófer Már Kristinsson for-
maður landsnefndar Bandalags
jafnaðarmanna og Valgerður
Bjarnadóttir varaformadur
nefndarinnar hafa ákveðið að
hætta afskiptum sínum af BJ og
pólitisku starfi bandalagsins frá
og með næsta laugardegi en þá
hefur verið boðað til síðasta
fundar landsnefndarinnar, þar
sem þau sitja í formanns- og
varaformannsstörfum.
„Þetta er orðið leiðiniegt og
hallærislegt, eins og hjá Flokki
mannsins eða einhverju áiíka
fyrirbæri, og BJ virðist vera að
hasla sér völl á þessum hallæris-
væng stjórnmálanna,“ segir
Kristófer Már í viðtali við HP.
„Það versta, sem getur komið
fyrir þjóðmálahreyfingu er að
verða hlægileg," bætir hann við.
Enda þótt Kristófer ætli ekki
að starfa innan BJ telur hann
það skyldu sína að taka sæti
varamanns á Alþingi í mánaðar-
lok, þegar Guðmundur Einars-
son þingflokksformaður fer á
þing Sameinuðu þjóðanna. „Ég
mun starfa þar með Stefáni
Benediktssyni, en ekki þeim
Kolbrúnu Jónsdóttur og
Kristínu Kvaran, sem hafa enga
pólitíska skoðun nema þá einna
helzt þá að bæta þurfi launa- og
starfskjör fóstra og sjúkraliða,“
segir Kristófer.
„Þessar konur eru vanhæfar
sem þingmenn, þær hafa enga
pólitíska skoðun eða hugsjón og
þær hafa heldur ekkert að segja,
eins og hefur sýnt sig á ferli
þeirra sem þingmanna. Hins
vegar verður gaman að fylgjast
með störfum þeirra nú eftir að
þær sögðu sig úr landsnefndinni
vegna andstöðu við mig.“
■— Hvers vegna þessi andstada viö
þig?
„Það er sjálfsagt margt sem kem-
ur til. Ég veit að þær móðguðust eft-
ir síðasta landsfund, þegar ég reyndi
að breikka þann „front", sem kemur
fram fyrir hönd BJ. Þær sökuðu mig
um að setja sig í „fjölmiðlaþögn"
vegna þess að ég vildi ekki nota þær
sem ræðumenn á opinberum fund-
um.“
— Er þetta rétt?
„Já, auðvitað er það rétt. Mér
finnst þær ekki vera frambærilegar
fyrir utan að það er alls ekki klárt
hvaða skoðanir þær hafa í pólitík."
— En ef viö snúum okkur aö deil-
unum, sem nú ganga yfir Bandalag
jafnaöarmanna. Er ekki Ijóst, aö
þœr hafa oröiö þess valdandi, aö
bandalagiö á ekkert erindi í kosn-
ingar?
„Jú, það er ekkert vafamál, að
þessar svokölluðu deilur hafa spillt
mjög fyrir.“
Kolbrún og Kristín hafa
engar skoðanir
— Er þessi deila óleysanleg?
„Já, hún var náttúrlega óleýsan-
leg vegna þess, að við Valgerður og
fleiri vildum ekki semja. Það kom
ekki til greina að fara að miðla mál-
um með því að taka upp helminginn
af skoðunum Þorláks Helgasonar
og Kristjáns Jónssonar og bera slíkt
moð fram. Hins vegar hefði það í
sjálfu sér ekki verið neitt mál að
taka upp skoðanir þeirra Kristínar
Kvaran og Kolbrúnar. Þær eru
nefnilega engar. Ég neita því ekkert,
að ég er mjög ósveigjanlegur, við er-
um mjög ósveigjaníeg og verðum
það. Það er grundvallaratriði hjá
okkur, að þessi þjóð þarf á öllu öðru
að halda en enn einum vinstri
flokknum, meira að segja vinstri
flokk, sem á sér engar skoðanir. “
— Er þaö ekki harla heimskulegt
í pólitík aö lýsa yfir ósveigjanleika?
„Ég tel það mjög mikilvægt, að
kjósendur geti treyst því, að maður
sé trúr grundvallarhugsjónum og
Bandalag jafnaðarmanna snýst um
grundvallarhugsjónir. Þetta endur-
speglast í okkar helztu málum, en
þó samt miklu fremur í þeim grund-
vallarviðhorfum, sem liggja að baki
þessum málum. Og um þessi við-
horf verður ekkert samið."
Sett út á þverslaufuna
— En um hvaö snýst þessi ágrein-
ingur?
„í stórum dráttum fjallar þetta
mál um það, að í BJ eru öfl, menn
sem ég hef leyft mér að kalla forn-
aldarkrata, sem eiga ekkert heima í
BJ. Þetta fólk er með gamlar krata-
hugmyndir og það er einfaldlega í
vitlausum flokki. Það á heima í
krataflokknum. Þetta gildir um
þingmennina Kolbrúnu og Kristínu,
og svo Garöar Sverrisson og fleiri.
Og mér er raunar ekki grunlaust
um, að menn eins og Sighvatur
Björgvinsson og Helgi Már Arthurs-
son í Alþýðuflokknum hafi haft sín
áhrif á suma þessa einstaklinga og í
„Mér finnst þaer ekki vera frambærilegar
fyrir utan að það er alls ekki klárt hvaða
skoðanir þær hafa ( pólitík." — Um Kol-
brúnu Jónsdóttur og Kristínu Kvaran,
þingmenn BJ.
raun komið af stað þessum deilum.
Þessu til viðbótar hafa svo ýmsir
úr þessum hópi og fleiri haft horn í
síðu minni eftir að ég var kjörinn
formaður landsnefndar. Þar má
nefna tvo kontórista BJ og að
óreyndu hefði ég ekki trúað því
hvað þetta fólk setti fyrir sig vegna
mín: launamál mín hjá BJ, einkalíf,
þverslaufuna mína, að ég borðaði á
Hótel Holti í hádeginu (sem ég
reyndar hef ekki efni á) og drykki
rauðvín með (sem ég geri raunar
ekki heldur), væri í tygjum við
Valgerði Bjarnadóttur o.s.frv. o.s.frv.
Enn til viðbótar nefni ég svo skrif
mín, sem kratarnir í BJ sögðu vera
frjálshyggjuskrif. Þegar svona var
komið, þá ákváðum við Valgerður
að þegja í tvo mánuði og skrifuðum
ekki stafkrók. En það hafði ekkert
að segja. Ég spyr hvort við höfum í
rauninni verið að fást við einhverja
fimmtu herdeild — kratana Sighvat
og Helga Má.“
— Aö þeir hafi róiö undir til þess
aö drepa BJ?
„Auðvitað."
— En hvers vegna þá ekki aö berj-
ast?
„Það virðist ekki vera hægt á
meðan þingflokkurinn, þ.e.a.s. Guð-
mundur og Stefán vilja ekki taka af
skarið, vilja ekki taka afstöðu. Þeir
eru að reyna að halda sig fyrir utan
og ofan, sem náttúrlega gengur