Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 3
„Þetta fólk er með gamlar kratahug- myndir og það er einfaldlega í vitlausum flokki." — Um „fornaldarkratana". „Ég er sannfærður um, að BJ mun logn- ast út af." „Ég held, að þessi hópur hafi fyrst og fremst farið að hittast f kringum ein- hverjar kjaftasögur." — Um sig og Val- gerði Bjarnadóttur. ekki. Þegar mér varð ljóst í sumar, að ég mátti vart leysa vind fyrir þessu Félagi jafnaðarmanna, þá lýsti ég því yfir, að ég skyldi halda kjafti, þetta hlyti að ganga yfir. Svo varð ekki. Og eftir að fjárhagsáætl- un okkar Guðmundar frá því í ágúst var endurskoðuð kom í ljós, að það var ekki pláss fyrir mig. Með endur- skipulagningu fjármálanna í lok september var búið að skipuleggja mig út á götu.“ — Var þad vísvitandi? „Auðvitað, það var ekki gert ráð fyrir starfsmanni landsnefndar. Og rökrétt framhald hjá mér var að segja af mér. Kannski var þetta skynsamleg aðgerð. Ef þessar deilur eiga að halda áfram og á þann hátt, sem þær hafa verið reknar, og með þeim viðhorfum og aðferðum sem hefur verið beitt, þá er þetta banda- lag dautt.“ — Dautt, enda þótt þid fariö? „Já, nema að pólitíkin verði rekin á öðrum nótum en við kysum. Nýtt fólk rekur varla sömu pólitík og við, þá er þetta allavega eitthvað grun- samlegt." BJ mun lognast út af — BJ er tilraun til þess ad breyta í grundvallaratridum stjórnskipan ís- lenzka lýdveldisins. Ef BJ deyr, er þetta þá ekki sídasta tilraunin? „Guðmundur Einarsson og Stefán Benediktsson eiga að styðja við bakið á Jóni Baldvin." Um krata og örlög for- manns þeirra. „Þetta er kannski sú fyrsta, en ekki sú síðasta." — Loforö frá þér? „Já.“ — Þannig ad það mun heyrast frá þér aftur á pólitískum vettvangi? „Já, örugglega." — Framboð í nœstu kosningum? „Það held ég ekki.“ — Stefnið þið Valgerður Bjarna- dóttir að því, að BJ lognist út af? „Nei, við stefnum ekki að því. Eg er hins vegar á því, að það muni lognast út af.“ — Myndirðu sjá eftir því? „Já, ég myndi sjá eftir því." — Og einhvers konar þálttaka í starfinu kemur ekki til greina? „Nei, það er alveg ljóst, að á með- an helmingurinn af þingflokknum er í beinni andstöðu við mig og hinn tekur ekki afstöðu, þá er ég bara að eyðileggja með því að koma ná- lægt þessu." — Og gildir sama um Valgerði? „Mér finnst það.“ — Hvað áttu við með því, þegar þú segir, að Félag jafnaðarmanna sé að uppruna til eins konar „aðdá- endaklúbbur" ykkar Valgerðar? „Eg held, að þessi hópur hafi fyrst og fremst farið að hittast í kringum einhverjar kjaftasögur. Um þetta hef ég dæmi.“ — Að þetta ráði kreppunni t BJ? „Ekkert vafamál." — En hvað með pólitíkina, ein- hver er hún hjá félaginu, andófs- hópnum? „Ja, Félag jafnaðarmanna á sér tvo talsmenn á Alþingi íslendinga, þær Kolbrúnu Jónsdóttur og Kristínu Kvaran. Og þær hafa aldrei komið með neina pólitík, aldrei. Þingseta þeirra er slys frá upphafi. Niðurstaðan er sú, að þetta félag á sér enga pólitík." — Attu við, að þessir tveir þing- menn BJ séu pólitískt stefnulausir? „Já, ég er bara að segja, að þær skilja ekki um hvað pólitík snýst. Þær verða að hafa pólitík sína á hreinu, þó ekki væri nema vegna virðingar við kjósendur sína. Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því, að þær muni taka Jón Baldvin og hina kratana í karphúsið." — Áttu ekki fremur von á, að þœr gangi til liðs við þá? „Það væri langskynsamlegast og ég hef bent þessu félagi á það, að það ætti helzt heima í Alþýðu- flokknum." Góður BJ-þingmaður á að vera leiðinlegur — Nú virðist þingflokkurinn klof- inn, en hvar standa þeir Guðmund- ur Einarsson og Stefán Benedikts- son? „Það er ekki ljóst, en ég gaf þeim kost á að tala út við þessar stúlkur." — Nú gagnrýndi Valgerður þá Guðmund og Stefán á landsnefnd- arfundinum frœga um daginn. Tek- ur þú undir þetta? „Já. Hins vegar vil ég ekki berja þá undir beltisstað. En þeir eru á einhvers konar ,,flippi“.“ — Hvað áttu við með því? „Þetta er ofboðslega ,,næs“ klúbbur þarna við Austurvöllinn. Það er gaman að vera þarna." — Áttu við, að þeir hafi gleymt sér I þœgilegheitum? „Ég held bara, að forsendur þess, að þeir geti sinnt þessum málefnum bandalagsins og verið „þjóðfélags- skæruliðar", séu að þeir skapi óróa í kringum sig. Þeir geta ekki setið í kaffistofunni með hinum köllunum, hlegið með þeim og verið svo vond- ir við þá. Þeir eiga að vera leiðinleg- ir og borða nestið sitt uppi í Kringlu. Góður þingmaður fyrir BJ væri maður, sem kæmi inn í skarkalann og þá gengju allir hinir út. Þetta var það sem við lofuðum fólki." — Má ég minna á, að stofnandi BJ var óþekkur þingmaður en um leið manna vinsœlastur á kaffistofunni. „Ég hygg, að það hafi reynt tölu- vert á hann. En það má vel vera, að það sem við viljum gera sé ekki hægt. Það verður þó að koma fram, að af fjórum þingmönnum flokksins eru tveir þeirra, Guðmundur og Stefán, fjandi góðir." Guðmundur og Stefán styðji Jón Baldvin — ekki krata — En eruð þið Valgerður ekki að stíga hœttulegt skref fyrir BJ og þessa tvo góðu þingmenn með því að deila svona hart á opinberum vettvangi? „Nei, það má aldrei verða mark- mið bandalagsins að halda Guðmundi og Stefáni inni á þingi." — En þeir hafa gert gagn? „Má vera, en ég held að það sé alveg klárt, að það gildi um bróður- partinn af málum BJ, að þau hefði allt eins mátt flytja í nafni Alþýðu- flokksins." — Þannig að Guðmundur og Jón Baldvin hafi t.d. verið fulltrúar krata í sjónvarpsþœtti um stjórn- málaástandið á þriðjudag? „Já. Ég varð ekki var við neinn sérstakan mun.“ — Guðmundur og Stefán eru þá ekki þessir „kerfisbanar“ sem þú vildir sjá í þingmönnum BJ? „Nei.“ — Þannig ertu búinn að segja, að þingflokkurinn sé ódugandi fyrir BJ? „Ég held a.m.k. að þessi þing- flokkur eigi að velta því alvarlega fyrir sér hvort hann eigi ekki að ganga til samstarfs við þá á þingi, sem eru að tala á sömu eða svipuð- um nótum.“ — Alþýðuflokkinn? „Nei, ekki Alþýðuflokkinn, því það er t.d. ofboðsleg gjá á milli Guð- mundar Einarssonar og Alþýðu- flokksins. Hins vegar held ég að þeir ættu að íhuga alvarlega samstarf við Jón Baldvin Hannibalsson. Það er umtalsverður munur á málflutn- ingi hans persónulega og svo krata og í raun gæti hann hiklaust verið þingmaður í þingflokki BJ, miklu frekar en í Alþýðuflokknum. Guð- mundur Einarsson og Jón Baldvin eiga miklu meira sameiginlegt í pólitík en Jón Baldvin og t.d. Karl Steinar og slíkir. í þeirra sporum myndi ég ganga til samstarfs við Jón Baldvin. Eg held nefnilega, að ef Jón Baldvin ætlar að lifa af í Alþýðu- flokknum þá þurfi hann á svona mönnum að halda eiris og Guð- mundi og Stefáni.“ — Og þú mœlir með þvt, að þing- menn BJ hlaupi undir bagga með Jóni Baldvin? „Já, ég er á því, að þeir ættu að reyna að hatda honum á floti. Ég er enginn krati, en hafi jafnaðarstefna átt sér von, þá er það nú í þessum Jóni Baldvin. Þú verður að athuga, að samþingmenn hans í krata- flokknum bíða eftir því að skræla hann.“ Er þetta eitthvað fyndið? Edda Björgvinsdóttir ,Já, það má segja að þetta séu rosalega fyndnir þættir." — Nú eru þættirnir kynntir sem fjölskylduharm- leikur. Bendir það ekki til þess að þarna sé sorgarleikur á ferðinni, kannski í ætt við gríska dramað? ,,Jú, nei, þetta hefur allt sína skýringu. Sjáðu til, og nú tala ég alveg prívat, svona okkar á milli, ef fólki er sagt í dagskrár- kynningu að einhver þáttur sé skemmtiþáttur eða gamanþátt- ur, þá fara allir í stellingar fyrirfram og búast við einhverju stór- kostlega fyndnu, samanber áramótaskaupið um árið. Því ríður á að villa um fyrir fólki og kannski koma því gleðilega á óvart þannig að það detti úr stólunum af kæti." — Um hvað fjallar þetta verk? „Um þrenn hjón í raðhúsi. Fjölskyldumynstrið er öfugt á við það sem við eigum að venjast, þ.e.a.s. kynjahlutverkunum er snúið við, stelpurnar eru útivinnandi í ábyrgðarstöðum og strákarnir heima að dunda við börnin og skera salat milli þess sem þeir setja í þvottavélina og þvo upp. En nóta bene, þetta er engin skyndibreyting, í þáttunum gefum við okkur það að svona hafi ástandið alltaf verið hjá þessum blessuðum hjón- um." — Altsó, djúpt stykki og útpælt? „Nei, nei, alls ekki, engin þjóðfélagsádeila, heldur grunnir brandarar." — Er þetta kannski enn meira kvennakjaftæði? „Þættirnir eru eiginlega karlakjaftæði, svo það hálfa væri nóg!" — Karlar í hefðbundnum kvennahlutverkum og öfugt — er þetta kannski óskhyggja ykkar Helgu — svona vilduð þið hafa ástandið í þjóðfélaginu? „Miðað við öskubuskukomplexinn mun þetta vera hinn duldi draumur hvers karlmanns. Svo vil ég taka fram og undir- strika að við göngum út frá hinu sterkara kyni." — Ertu að reyna að segja lesendum HP að karlmenn- irnir f þáttum ykkar séu draumaprinsarnir ykkar, eða öllu heldur: Er þinn draumamaður þarna einhvers staðar á skjánum? „Nei, en draumur mannsins míns!" — Er kannski þinn æðsti draumur að vinna úti? „Nei, ég vil ekki sjá það." — Verða kannski þættirnir til þess að þeir fáu karl- menn sem eru orðnir mjúkir og komnir með aðra löpp- ina inn á heimiiin, sjái nú sjálfa sig f spéspegli og bakki strax út í atvinnulífið á ný? „Já, já, þá getum við stelpurnar byrjað upp á nýtt og hafið nýjan kvennaáratug. Heldurðu að það verði ekki bara gaman?" — Þetta eru sex þættir, er það eitthvað táknrænt? „Já, það er það." — Eitthvað svona að lokum? „Nei, nei. Sestu bara fyrir framan sjónvarpið á laugardags- kvöld. Fáðu þér einn róandi og góða konu þér við hlið." Edda Björgvinsdóttir er landsþekktur leikari og spaugari. Hún hefur löngum unnið með kollega sfnum Helgu Thorberg <Á tali og fleira). Þær stöllur (fyrirgefið, þeir félagar) hafa nú skrifað sex þætti fyrir sjónvarp sem nefnast Fastir liðir „eins og venjulega". Fyrsti þáttur verður sýndur á laugardaginn. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.