Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Blaðamenn: Edda
Andrésdóttir, Jóhanna
Sveinsdóttir og Sigmundur
Ernir Rúnarsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Magnea Matthíasdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Auglýsingar:
Steinþór Ólafsson
Innheimta:
Garðar Jensson
Afgreiðsla: Guðrún HSsler
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 8-15-11
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Athvglisverð
yfiríýsing
Það er góð vinnuregla að
taka yfirlýsingum stjórnmála-
manna með varúð. Einkum á
þessi regla við um yfirlýsingar
er varða grjótharðar staðreyndir
eða málalyktir, sem þeir geta
ekki haft áhrif á. Þannig lýsir
George Shultz utagríkisráð-
herra Bandaríkjanna yfir því, að
málstaður Bandaríkjastjórnar
vegna „Rainbow-málsins" væri
sterkur fyrir dómstólum. Þetta
sagði bandaríski utanríkisráð-
herrann á þriðjudag og síðar
sama dag töpuðu bandarísk
stjórnvöld málinu fyrir dómi
vestur í Bandaríkjunum.
Þetta er dæmi um slysalega
yfirlýsingu, sem höfð var eftir
Shultz.
En í frétt Morgunblaðsins
um viðræður þeirra Shultz og
Geirs Hallgrímssonar í Brussel
á þriðjudag var önnur setning
höfð eftir bandaríska utanríkis-
ráðherranum, sem endanlega
gæti reynzt miklu mikilvægari
og drýgri en sú, sem hér hefur
verið nefnd. Yfirlýsing Shultz,
sem nú er verið að tala um, er
þessi: . .hvað sem málaferl-
um liði yrði með einum eða
öðrum hætti fundinn farsæll
endir á málið."
Þessari yfirlýsingu þarf ekki
að taka með jafnmikilli varúð
og hinni fyrri, því hér er Shultz
að tala um möguleika á lausn
„Rainbow-málsins", sem yrði
af pólitískum toga og er þar
með innan marka hins mögu-
lega fyrir stjórnmálamanninn
Shultz.
Það er e.t.v. erfitt fyrir banda-
ríska stjórnmálamenn og emb-
ættismenn að átta sig á því
hversu gífurlega mikilvægt
þetta herflutningamál er fyrir
islendinga. öll íslensku skipa-
félögin hafa tapað í upp undir
heilt ár á islandssiglingunum.
Áður voru siglingar á Ameríku
gullnáma. Raunar mætti færa
sæmileg rök fyrir því, að í raun
hafi verið um hreint og klárt
hermang að ræða, því það verð
sem Bandaríkjamenn voru látn-
ir greiða fyrir hvern gám, sem
fór til herstöðvarinnar, var fár-
ánlegt. Vitanlega var um að
ræða ofgreidda þjónustu.
Bandaríkjamenn sáu sér ein-
hvern hag í því að gera vel við
íslendinga og við þökkuðum
pent fyrir okkur.
En nú er það ævintýri búið
fyrir allnokkru síðan.
Vitanlega eiga islendingar
ekki að sætta sig við, að banda-
rísk einokunarlög stjórni ferð-
inni í þessu máli. (slensku
skipafélögin eiga að fá mögu-
leika til þess að keppa við önn-
ur skipafélög, bandarísk eða
önnur, og því kemur vel til
greina, að setja lög strax í
haust, sem komi í veg fyrir ein-
okun á farmflutningum til og
frá Islandi, hvort sem það er fyr-
ir Varnarliðið eða einhverja
aðra.
LEIÐRÉTTING
LAIISN Á SKÁKÞRAUT
Mistök!
15.
1. Dg4!
Svartur á nú um þrennt að velja:
(a) 1. - Kxe5 2. De4 mát,
(b) 1. - de5 2. Dd7 mát og
(c) 1. - c4 2. Hb5 mát
16.
Það er óvenjulegt að maður sé
drepinn í lykilleik, en hér er það
gert:
1. ba4 Kxc4 2. Db5 mát
1. — riddara leikið 2. Df7 mát.
í síðasta Listapósti var drepið á
ýmislegt það sem íslensk bókafor-
lög munu gefa út á næstunni. Þar
urðu blaðamanni á leið mistök er
varðar útgáfubækur Máls og menn-
ingar. í fyrsta lagi giftir hann fólk af
misgáningi þar sem greint er frá því
að Baltasar, eiginmaður Ingibjargar
Sigurðardóttur, myndskreyti barna-
bók hennar, Blómin á þakinu. En
eiginmaður Ingibjargar og sá sem
myndskreytir bókina er Brian Pilk-
inton. í öðru lagi var greint frá því
að Vilborg Dagbjartsdóttir þýði Við
tímans fljót, sögur frá ýmsum lönd-
um sem Alari Boucher semur og
endursemur. En hinn rétti þýðandi
sagnanna er Helgi Hálfdanarson.
Aftur á móti þýðir Vilborg Dag-
bjartsdóttir barna- og unglingabók-
ina Sesselía Agnes eftir Maríu Gripe.
Þetta leiðréttist hér með og eru hlut-
aðeigendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
-JS
HELGARPÚSTURINN
Fé-lagi Albert
Gott er að eiga víða fólgið fé
að færa mönnum líkt og ekkert sé.
Eftir að hafa splæst ó BSRB
gekk Berti út í hlaðvarpann og mé.
Niðri
Gefum þeim mikið af mjólk!*
Nœstum allt það kalk sem líkaminn þarfnast í uppvextinum fer til uppbyggingar tanna og beina. Skorti
barnið kalk getur það komið niður á því síðar sem alvarlegir sjúkdómar í beinum og baki, auk þess sem
hœtta á tannskemmdum eykst. Foreldrar œttu að hafa í huga að nœr vonlaust er að fullnœgja kalkþárf
líkamans án þess að barnið neyti nœgs mjólkurmatar. Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarksskammt af
kalki svo barnið vaxi og þroskist eðlilega. Ónóg kalkneysla getur stuðlað að beinþynningu síðar á œvinni.
Mjólk í hvert mál * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna.
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)**
Bóm 1-lOóra 800 3 2
Unglingarll-léóra 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið Ófrískar konur og 800*** 3 2
brjóstmœður 1200**** 4 3
• Hér er gert róð fyrir að allur dagskammturinn af kalki koml úr mjðlk.
"Að sjólfsógðu er mógulegt að fó allt kalk sem llkamlnn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en sllkt krefst
nókvœmrar þekkingar ó nœringarfrœðl. Hér er mlðað við neysluvenjur elns og þœr ttðkast I dag hér ó landl.
“'Margir sérfrœðlngar teija nú að kalkþórf kvenna eftlr ttðahvörf sé mun melrl eða 1200-1500 mg ó dag.
“"Nýjustu staðlar fyrir RDS t Bandartkjunum gera róð fyrlr 1200 tll 1600 mg ó dag fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamfn,
A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar
og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1% er uppleyst í líkamsvökvum, holdvefjum og
frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrótt, hjartastarfsemi
og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiþtahvötum. Til þess að líkaminn geti
nýtt kalkið þarf hann D-vítamfn, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum,
t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg
ó dag, en það er langt undir róðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk,
t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glðsum af mjólk.
S>B.tl----„
MJÓLKURDAGSNEFND
10 HELGARPÓSTURINN