Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 7
NÆRMYND Sigur jón Sigurðsson ■■■■■■■■■■■■■■■■■ eftir Sigmund Emi Rúnarsson teikning Ingólfur Margeirsson ■■■■■■■■■■■■■■■ Sigurjón Sigurðsson hóf starfsferil sinn hjá lögreglunni í Reykjavík í upphafi lýð- veldisársins 1944. Hann var skipaður í lögreglustjórastarfið þremur árum síðar og hefur þannig gegnt þessu vandmeðfarna embætti í hartnær fjörutíu ár. Næstkom- andi fullveldisdag, fyrsta desember, lætur hann af því. Sigurjón er í Nærmynd núna. Þar segir af nákvæmum embættismanni í örvæntingarfullri leit að fullkomn- un, miskunnarlausum töffara sem lætur menn fá til tevatnsins svipbrigðalaust, ein- lægum kommahatara frá árum áður og ennþá að því er sumir halda. Perfeksjónist- anum sem kemur hingað á síðurnar úr kuldalegri fjarlægð. Sigurjón Sigurðsson er ljón, fæddur sextánda ágúst árið 1915 í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjónin Siguröur Björnsson brunamálastjóri frá Höfnum og Snjólaug Sigurjóns- dóttir húsmóðir frá Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu, en hún lést þegar Sigurjón var á fimmtánda ári. Hann ólst upp á Grettisgöt- unni, yngstur sex systkina og er hans minnst frá þeim árum sem hins stillta stráks „sem átti ekki þátt í uppátækjum óhlýðinna al- þýðukrakka". Hann varð strax af- skaplega prúður og fékk jafnframt fljótt á sig þennan íbyggna og al- vörumikla svip sem einkennt hef- ur hann æ síðan. Það lá alltaf ljóst fyrir að hann gengi menntaveginn, enda ein- kunnir allt frá fyrstu tíð yfir góðu meðallagi. Menntaskólinn í Reykjavík bauð upp á tvær deildir í þá daga. Sigurjón valdi ekki stærðfræðideildina heldur málin og meðal annarra sem klóruðu sig í gegnum latínuna samtíða Sigur- jóni voru síðari tíma þekktir menn á borð við Davíb Ólafsson seðla- bankastjóra, Halldór Pétursson listmálara, Þórb Björnsson ríkis- saksóknara, Bjarna Konrábsson lækni, Dóru Gubbjartsdóttur ekkju Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra, Ástráb Sigur- steindórsson skólastjóra og Her- stein Pálsson ritstjóra og þýðanda. Hersteinn rifjar upp: „Prúð- mennskan var aðal Sigurjóns á þessum árum og ég gat ekki séð að það hefði nokkuð breyst þegar ég hitti hann síðast núna á fimmtíu ára stúdentsafmælinu okkar í sumar sem leið. f skólanum var hann og hægur í fasi. Hann fór aldrei með látum og það væri rangt af mér að segja að hann hafi verið uppátækjasamur. Hinsvegar báru menn fljótt traust til Sigur- jóns ...“ Það gerði Davíð Ólafsson sem varð einn nánasti vinur hans á næstu misserum- Þeir tveir kynntust svo Birgi Kjaran á haust- dögum árið 1933. Þá var Birgir ný- kominn frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalist um alllangt skeið og kynnst uppgangi nas- ismans. Birgir kveikti áhugann hjá þeim Sigurjóni og Davíð á því sem var að gerast þarna ytra undir stjórn Adolfs Hitl- ers. Þeir stofnuðu sellu. Hún kynnti sér rækilega allt efni sem fáanlegt var um þjóðernisstefnuna í Þýskalandi „og það verð ég að segja um þessa stráka," segir krati frá þessum tíma í MR, „að þeir voru miklu lesnari en aðrir ungir menn í skólapólitík þessara ára.“ Sigurjón heillaðist af þjóðernis- hyggjunni. Hann léði nafn sitt stofnskrárlista félags þjóðernis- sinnaðra stúdenta í mars 1934, en fyrir voru þá í landinu tvær fylk- ingar þjóðernissinna sem voru að sameinast í Flokk þjóðernissinna um þetta leyti. Baldur Möller fyrr- verandi ráðuneytisstjóri man eftir þessum tímum, en hann var í MR um líkt leyti og Sigurjón. „Mörgum hægrimönnum hér heima fannst Sjálfstæðisflokkur- inn ekki vera nógu harður í afstöð- unni gegn kommúnismanum sem var víða í miklum uppgangi á þessum árum,“ segir Baldur og heldur áfram. „Þessvegna gripu þeir þjóðernisstefnuna á lofti þeg- ar hennar fór að gæta í Þýska- landi, en þessum mönnum fannst hvað mestum ljóma stafa af henni fyrir þær sakir að hún var að yfir- buga kommúnismann í landinu. Þetta kommahatur ásamt ein- stakri aðdáun á algjörri miðstýr- ingu, var það sem laðaði menn á borð við Sigurjón að þjóðernis- hyggjunni," bendir Baldur Möller á. Gamall bekkjarbróðir Sigurjóns bætir við þetta: „Hann varð ein- arður nasisti, það held ég sé alveg ljóst. Það var ekki annað að heyra á honum en hann vildi útrýma öll- um kommúnistum og koma á eins flokks kerfi undir stjórn kröftugs foringja." Þjóðernishreyfingunni á íslandi var að vaxa mjög fiskur um hrygg um það leyti sem Sigurjón útskrif- aðist úr Menntaskólanum í Reykjavík með aðra einkunn upp á vasann. Þetta var sumarið 1935 og framundan blómaskeið ís- lenska Þjóðernisflokksins. Baldur Möller segir þjóðernissinnana hafa komið með miklum krafti inn í háskólapólitíkina haustið sem Sigurjón hóf lögfræðinám sitt. Þeir hafi boðið fram, fengið einn mann kjörinn í stúdentaráð og þar með oddamann þar sem Vaka og kommúnistar höfðu hvorir um sig þrjá menn í ráðinu. Og oddamað- urinn var Sigurjón Sigurðsson. Baldur Möller var Vökumaður og sat með Sigurjóni í stúdentaráði: „Hann var ekki mjög massívur pólitíkus," finnst Baldri eftir á að hyggja. „Sigurjón er einfaldlega alltof skipulagður til þess að hafa nokkurntíma átt möguleika á því að ná langt í stjórnmálum." Jón Þ. Árnason tekur undir þessa skoðun Baldurs, en hann var einna fremstur í flokki þjóðernissinna. Jón segir að þrátt fyrir að Sigurjón hafi alltaf haft „ákaflega heilbrigðar og trú- verðugar skoðanir á málunum" þá hafi hann aldrei haft til að bera þá áköfu tilfinningu fyrir málstaðn- um sem pólitíkus þurfi að hafa, viiji hann njóta lýðhylli. „Sigurjón var ekki öfgamaður í okkar hópi,“ heldur Jón áfram. „Hann var fyrst og fremst íslenskur þjóðernis- sinni, ekki blandinn alþjóðlegum hugmyndastraumum. Hitt er víst, að hann var jafn hrifinn af Hitler og við hinir, dáði hann sem kenni- mann og foringja og hélt allan tím- ann með honum og hans liði." Jón heldur því fram að meginástæðan fyrir sterkri þjóðernishyggju Sigurjóns hafi verið óbeitin á kommúnismanum. „Hún var alveg einlæg og ég efast ekki um að svo sé enn,“ segir Jón og á við „fyrirlitningu Sigurjóns á komm- únisma". Jón Þ„ ásamt reyndar fleirum sem HP leitaði til, segist ekki sjá ástæðu til annars en að ætla að Sigurjón sé sama sinnis í pólitík- inni og hann var á fjórða áratugn- um. „Engum okkar hefur spúist hugur," fullyrðir Jón Þ. Árna- son . . . „Hvort við, þessir gömlu nasistar, hittumst hinsvegar ennþá eða höfum eitthvert samband okkar í milli; nei, ég vil bara ekk- ert úttala mig um það!“ Aðrir, og þá nánari félagar og samstarfs- menn Sigurjóns á seinni árum, telja að stjórnmálaviðhort hans hafi hallast að Sjálfstæðisflokkn- um eftir að hann lauk lögfræði- prófi, en það var árið 1941. Um það leyti byrjaði hann í spilaklúbbi með Bjarna Benediktssyni, síðar forsætisráðherra. Reyndar segja sumir að hann hugsi ekkert lengur um pólitík „þannig lagað“ og svo hafi verið mörg síðustu ár. Baldur Möller fullyrðir að eftir að Sigur- jón komst í tölu embættismanna ríkisins hafi hann alveg „kúplað sig út úr“ öllu pólitísku starfi. Og hvað gamla kommahatrinu við- víki, þá hafi aldrei borið á öðru en réttsýni hans og virðingu fyrir lög- um og reglu í starfi. „Þetta er gríð- arlegur jafnvægismaður sem við erum að tala um.“ Sigurjón sneri sér ekki að dómstörfum eða venju- bundnum lagamálum eftir að hann útskrifaðist úr lögfræð- inni og átti það eftir að koma hon- um í koll löngu síðar, heldur réðst hann til Sjóvátryggingarfélags ís- lands í ársbyrjun 1942. Hann dvaldi þar skamman tíma, því rétt- um tveimur árum síðar gerðist hann fulltrúi hjá fyrrum féiaga sín- um og fyrsta fáhaliðsforingja þjóð- ernishreyfingarinnar, Agnari Kofoed Hansen lögreglustjóra í Reykjavík. Agnar hætti störfum sem lögreglustjóri haustið 1947 og var Sigurjón þá settur í embættið og síðan hálfu ári seinna, í febrúar 1948, skipaður lögreglustjóri í Reykjavík af þáverandi dóms- málaráðherra Bjarna Benedikts- syni. Lögreglustjóratíð Sigurjóns í Reykjavík spannar þannig 38 ár. Baldur Möller ræddi um það hér á undan að sér hefði alltaf fundist Sigurjón of skipulagður til þess að geta orðið mikilvirkur pólitíkus, en hann vildi einnig meina: „Hann hefur sjálfsagt alla ævi haft þörf fyrir að hafa reglu á hlutun- um eins og hans embættisferill sýnir. Reglusemi er sérstaklega mikill þáttur í fari hans. Stjórnsemi líka, það er enginn vafi á því. Á seinni árum hefur mörgum örugg- lega þótt hann stjórna um of og það má vel vera rétt. Okkur, þess- um gömlu embættismönnum, sem höfum lifað í sama starfinu mestan part ævinnar, hættir sennilega til þess að vilja halda í gamla tíðarandann þegar stofnan- ir voru fámannaðar og yfirmaður þeirra gat haft yfirsýn yfir starfið og stjórnað þeim. Við eigum lík- lega erfitt með að sætta okkur við það, að starfssviðið sé orðið of HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.