Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 15
Hörður Sigurðarson bókaútgefandi í HP-viðtali svokölluð togarasteik. Þá tekur maður tvö kíló af súpukjöti, dengir því í ofninn, fleygir stóru smjörlíkisstykki á eftir því, tekur upp dós af grænum baunum og aðra af rauðkáli og býr svo til brúna sósu. Þá er veisla um borð. Ef ég aftur á móti reyndi að vera með einhverjar tiktúrur í matargerð eins og að matreiða krabbaklær með franskri sósu þá kom svipur á menn og sumir neituðu að bragða á þessu lostæti og kölluðu krabbann skólpdýr!" — Svo þú ert gjörsamlega búinn aö losa þig viö sjóara- og sveitarómantík? ,,Já, ég held ég hafi losnað við síðustu leifar slíkrar rómantíkur þegar ég kenndi einn vetur norður á Raufarhöfn, þótt það hafi vissulega verið gaman að komast í tæri við þorparamóral- inn og kynnast þar mörgu ágætisfólki. En ég held að maður sæki alltaf í uppruna sinn, ég hef gert nokkrar tilraunir til að flytja úr Kópavogin- um en sæki alltaf þangað aftur. Þar á ég heima, mér líður best á mölinni." einn í kaþólskar messur og það var sterk tilfinn- ingaleg upplifun. Það má segja að þessi ferð hafi styrkt mig í „einsemdinni". Þegar maður hefur svo verið einn í ákveðinn tíma er maður gjör- samlega sáttur við það. En auðvitað er mann- eskjan rómantísk í eðli sínu og alltaf að leita að ástinni." — Aö hverju leitar þú í ástinni? „Maður er að leita að félagsskap. Stundum hef ég sjálfsagt verið að leita að einhverju í mótaðil- anum sem ég hef ekki sjálfur, eiginleikum sem ég hef verið hræddur við að rækta með sjálfum mér. En slíkt getur verið hættulegt, að sækjast eftir ást annarrar manneskju vegna þess að hún bætir manni eitthvað upp sem maður hefur ekki sjálfur. Ég held að það skipti mestu máli að vera stöðugt að gera sjálfan sig upp, maður verður að vera með sjálfan sig nokkurn veginn á hreinu til að geta notið hinnar persónunnar á sjálfstæðan hátt, maður má ekki líta á hana sem hluta af manni sjálfum eða hluta af þessu klassíska pari." — Og eftir aö hafa verið einn í talsveröan tíma varöstu svo skyndilega ástfanginn? „Já, þetta gerist svo skyndilega, maður verð- ur allt í einu ástfanginn og ræður ekkert við það og þá tekur lífið nýja stefnu. En núna er ég kannski í fyrsta skipti á ævinni almennilega und- ir það búinn að fara í sambúð eftir að hafa náð því að vera sáttur við það að vera einn. Ég var hættur í þessari leit að öryggi og lífsfyllingu, ég hafði með öðrum orðum fundið öryggi í sjálfum mér. Núna held ég líka að ég hafi fundið minn rétta starfsfarveg og það skiptir ekki minna máli." TOGARASTEIK OG SKÓLPDÝR — Hvar hefuröu best kunnaö viö þig í starfi? „Ég hef fengist við allan andskotann, t.d. kennslu, verið til sjós, við uppeldisstörf á ungl- ingaheimili og nú síðast við textagerð í auglýs- ingabransanum. Reyndar er þetta ekki fyrsta til- raun mín til sjálfstæðs atvinnurekstrar, því einu sinni keypti ég mér trillu og reyndi að gera hana út frá Dalvík. Það var mjög skemmtilegur tími, yndislegt sumar í norðlenskri veðurblíðu. Ég fór snemma út á morgnana og kom seint heim á kvöldin. En því miður var þetta slæmt aflasumar svo ég neyddist til að selja bátinn og hætta út- gerð. En ég held að mér hafi líkað best að starfa með unglingum, bæði á fjölskylduheimilinu og í útideildinni. Þeir eru svo uppfullir af orku þótt orka þeirra skvettist gjarnan út um allt þar sem hún hefur enn ekki fundið sér ákveðinn farveg." — Hefuröu einhvern tímann lent í verulegum lífsháska? „Eitt sinn var ég á vertíð á sex manna neta- pungi frá Grundarfirði. Þar var ég í einu og hálfu starfi, vann bæði sem háseti og kokkur. Þar fannst mér ég komast næst lífsháskanum. Það var sótt grimmt út á haf og við lentum í ótrúleg- ustu hættum. Það var verið að draga net í brælu og oft mátti engu muna að menn fykju fyrir borð eða yrðu fyrir stórslysum. Þetta var algjör and- stæða við það tiltölulega verndaða líf sem ég hafði lifað fram að því." — Fannst þér þú vera nógu mikill bógur til aö standa í þessu? „Þetta var spurning um að duga eða drepast. Maður varð að hleypa í sig kjarki. Það var erfitt að standa bæði sem háseti uppi á dekki og sem kokkur við kabyssuna niðri í lúkar, ég varð að vera mjög fastur fyrir og forðast að láta aðra vaða ofan í mig.“ — Hvernig líkaöi skipsfélögum þínum matur- inn?_ „Ég komst að því að það var affarasælast að elda ósköp venjulegan, staðgóðan, íslenskan mat svo sem kjötsúpu. Vinsælasti rétturinn var ERFIÐARA AÐ VERA EINSTÆÐ MÓÐIR EN EINSTÆÐUR FAÐIR — Hvaöa reynslu hefuröu af því aö upra ein- stœöur faöir? „Mjög jákvæða. Síðustu misserin hef ég búið einn ásamt syni mínum sem er ellefu ára gamall. í mínu tilfelli var róðurinn alls ekki erfiður. Ég á yndislega foreldra sem hafa verið stoð mín og stytta og hjá þeim hefur drengurinn alltaf haft skjól þegar ég er úti. En ég öfunda ekki þá ein- stæðu foreldra sem þurfa að standa algjörlega á eigin fótum og reyna að framfleyta sér á þeim sultarlaunum sem hér eru skömmtuð. Svo á ég líka bráðskemmtilega átta ára gamla stelpu sem býr úti á landi og kemur til mín einu sinni í mán- uði og þá er ég í sunnudagspabbahlutverkinu." — Helduröu aö þaö sé ef til vill erfiöara aö vera einstœö móöir en einstœöur faöir? „Já, ég held að einstæðir feður mæti meiri skilningi. Fólk heldur að hlutskipti þeirra sé erf- iðara. Almennt er því öfugt farið þar sem karl- menn eru betur launaðir en konur og eiga því auðveldara með að sjá um framfærsluna. En þar sem einstæðir feður eru sjaldgæfari en einstæð- ar mæður heldur fólk að þeir séu að drýgja ein- hverja hetjudáð og því sé sjálfsagt að hjálpa þeim." — Hvort séröu roöann í austri eöa vestri? Ertu bjartsýnn? „Ég leyfi mér að vera það fyrir sjálfan mig. Ég starfa nú við hluti sem ég hef mikinn áhuga á og er þar að auki sjálfs mín herra, hef m.a. skellt hurðinni á ríkið sem er versti óvinur launa- mannsins. En hvað varðar austur og vestur þá er ég í pólitísku millibilsástandi, vil helst prjóna minn eigin sokk í friði, blanda saman eftir smekk þráðum sósíalisma, frjálshyggju og ann- ars sem mér þykir henta. Óneitanlega verður maður æ meiri einstaklingshyggjumaður ef maður ætlar að lifa af. Það er staðreynd að ég og aðrir með svipaða menntun fáum t.d. helmingi hærri laun fyrir að semja auglýsingatexta en að kenna bókmenntir. Og ef maður ræðst út í einkarekstur verður rhaður að gera það heils- hugar. Svo blómstrar rómantíkin hér í Kópavogin- um,“ bætir Hörður við og horfir dreyminn út á sjóinn. Nú er tímabært að kveðja því hann þarf að undirbúa stórveislu sem hann segir að sé eitt- hvað það skemmtilegasta sem hann gerir. Hver veit nema hann verði með skólpdýr á boðstól- um — ilmurinn lofar alltént góðu. Og þótt Hörð- ur telji að hlutskipti mjúka mannsins sé erfitt er andskotanum erfiðara að neita því að hann sé mjúkur á manninn ...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.