Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 4
YFIRHEYRSLA nafn: Þorsteinn Pálsson fæddur: 29. okt. 1947 heimilishagir: Eiginkona, Ingibjörg Rafnar, tvö börn heimili: Brúnaland 3 staða: Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins læun Þingfararkaup (kringum 60 þús). Hækkar í ráðherralaun (tæp 100 þús.) bifreið Nýlegur Saab ✓ „Eg er enginn kraftaverkamaður“ eftir Guðmund Árna Stefónsson myndir Sigurður Þorri Uppstokkun á ráðherralidi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki farið framhjá nokkr- um manni. í gær settist Þorsteinn Pálsson á stól fjármálaráðherra. Formaður fiokks- ins loks kominn á „stailinn“ fræga. En það gekk ekki lítið á og meö innkomu Þorsteins í stjórnina voru aliir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hristir milli ráðu- neyta. En hverju breytir það fyrir Þorstein, rikisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn að Þorsteinn er Ioks kominn inn? Hefur hann nokkra möguleika á því að láta til sín taka og breyta ímynd stjórnarinnar, sem óneitanlega hefur veikst mjög I huga almenn- ings hina síðustu mánuði? Um þetta og fleira er fjallað í Yfirheyrslu Helgarpóstsins, þar sem Þorsteinn Páls- son situr fyrir svörum. — Það er hin nýuppstokkaða ríkis- stjórn sem er ofarlega i hugum fólks. Því hefur verið haldid fram að það hafi verið öriög — utanaðkomandi aðstæður — sem hafi orsakað breytingar innan stjórnarinnar fremur en að þú sem for- maður og leiðtogi flokksins hafir ýtt þeim úr vör. „Menn starfa náttúrlega í samræmi við þær aðstæður sem þeir búa við hverju sinni. Það kom fram af minni hálfu eftir lands- fundinn 1983, að ég hefði ekki í hyggju við svo búið að taka sæti í ríkisstjórninni. Nú, en niðurstaðan varð þessi, þingflokkurinn ósk- aði eftir því að ég tæki sæti í ríkisstjórninni og gerði tillögur um breytingar á starfsskipt- ingu milli ráðherra, sem af því leiddi. Þetta er bara hluti af því verkefni, sem á mínum herð- um hvilir sem formanns flokksins." — Þú hafðir sem sagt ekki frumkvæði að því sjálfur að þessar brey tingar yröu? „Ég get aðeins sagt, að það var ekkert sér- stakt áhugamál, en ég verð auðvitað að gegna mínum skyldum sem flokksformaður og þetta er ein af þeim." — Geir Hallgrímsson hefur lýst því yfir í viötölum, að í ágúst hafi hann boð- ist til þess að standa upp úr stól sínum „ef engin önnur lausn fyndist“. Hvað var það í ágústmánuði sem kallaöi fram slíkt tilboð af hálfu Geirs? „Hann ræddi það í ágústmánuði við mig, að hann kynni að hafa áhuga á því að fara út úr ríkisstjórninni um áramótin og niður- staðan varð sú að hann ákvað að gera þetta." — Var það að þínu frumkvæði eða hans, sem Geir bauð þetta nú síðla sum- ars? „Það var að hans frumkvæði." — Frá því að ákvörðun var tekin um ráðherrauppstokkun í síðustu viku, þá hefur Albert Guðmundsson notað síð- ustu dagana á stóli fjármálaráðherra til að útdeila gjöfum á alla kanta. Fer þetta í taugarnar á þér? „Ég hef nú bara lesið um þetta í blöðunum og ugglaust er þetta ýkt með einhverjum hætti í blaðaumfjöliun. Hins vegar hef ég ekki fylgst með þessum ákvörðunum í ein- stökum atriðum. Og hef því lítið um þær að segja." — Nú fór það ekki framhjá nokkrum manni að ráðherrarnir voru allt annað en ánægðir með þennan þvæling á þeim milli ráöuneyta. Það skein bersýnilega í gegnum þeirra tal og fas. Var erfitt að koma þessu á koppinn — voru þeir þung- ir? „Nei, það var ekki ýkja erfitt. Auðvitað kemur það mönnum mikið á óvart að svo gagnger breyting skyldi gerð á starfsskipt- ingu ráðherranna, en þetta tók nú ekki lang- an tíma. Þingflokksfundur var haldinn á mánudagseftirmiðdegi, þar sem mér var fal- iö þetta umboð. Síðdegis á þriðjudegi lágu þessar tillögur fyrir og voru samþykktar samhljóða. Af því má nú glöggt merkja að þetta voru ekki miklar þrautir." — En leiddi þetta ekki aðeins af því, að ráðherrarnir vissu að þeir ættu engra annarra kosta völ, eftir að þingflokkur- inn hafði gefið þér alræðisvald? „Ég hygg að ráðherrarnir séu flestir sáttir. Auðvitað er það þannig með stjórnmála- menn, að þeir verða að vera tilbúnir til þess á hverjum tíma að takast á við margvísleg verkefni. Þetta er á vissan hátt nýjung í ís- lenskum stjórnmálum að breyta svo gagn- gert til á miðju starfstímabiii stjórnarinnar. Reynslan á eftir að skera úr um það, hvaða árangri þetta skilar. Ég tel að þetta hafi verið rétt við þessar aðstæður. Allverulegar breyt- ingar voru óhjákvæmilegar, bara vegna mannaskiptanna í ríkisstjórninni. Það hlaut að ieiða til þess, að það væri eðliiegt að skipa störfum með nýjum hætti." — Var það algjör tilviljun hvar hver ráðherrann lenti; drógu þeir miða úr krukku eins og á tombólu? Eða var ein- hver pólitík ó bakvið hverja einstaka til- færslu? „Auðvitað réði engin tilviljun ferðinni. Ég held að ráðuneytin séu skipuð mjög hæfum mönnum eftir þessa breytingu, og að þekk- ing og frumkvæði manna njóti sín vel, svo sem raunar var fyrir. En það er eðli þessara starfa, að menn verða að vera viðbúnir því að takast á við mjög ólík verkefni. Þetta eru ekki sérfræðistörf. Þetta er pólitík." — Nú hafa menn t.d. velt vöngum yfir þeirri pólitík sem kynni að liggja að baki því að setja Albert niður í iðnaðarráðu- neytinu. Af hverju sendirðu Albert þangað en ekki eitthvað annað? „Það lá á margan hátt beint við að hann færi þangað. Þetta er mikilvægt ráðuneyti og mikið um að vera.“ — Þótti þér fýsilegt að setja Reykja- víkurþingmann í idnaðarráðuneytið í stað Austfjarðaþingmannsins Sverris, til að stöðva ýmis draumaverkefni Iands- byggðarþingmanna I þessum mála- flokki? A Albert t.d. að setjast á áform um kísilmálmvinnslu á Reyðarfirði? „Nei, engin slík sjónarmið lágu að baki. Eftir þessa breytingu mun stjórnin stuöla að alhliða uppbyggingu atvinnulífsins á landinu öllu. Af því að þessi tiitekna verksmiðja er nefnd, þá hefur verið leitað eftir samstarfs- aðilum erlendis frá. Fáist þeir til þessa verks, þá verður ráðist í það.“ — Mál hafa verið sett þannig upp í fjöl- miðlum að þú sért hinn nýi kraftaverka- maður í stjórninni sem eigi að breyta hálfdauðri stjórn í lifandi og virkt stjórnvald. Er mikil pressa á þínar herð- ar vegna þessara væntinga? „Ég er ekki kraftaverkamaður. Og ég fer ekki inn í þessa stjórn með því hugarfari. Ég auðvitað neita því ekki, að mér finnst hvíia veruleg ábyrgð á mínum herðum. Mér er ljóst að það er mjög vandasamt og viðamikið verkefni, sem ég hef tekist á hendur, en ég vona að ég geti stuðlað að framförum á þessu sviði. En ég hef ekki hugsað það í nein- um kraftaverkastíl." — Hvers vegna lá það jafnbeint við og raun ber vitni, að þú færir í fjármála- ráðherrastólinn, en ekki eitthvert annað ráðherrasæti? Nú er það langt í frá al- gengt að flokksformenn taki sér sæti í fjármálaráðuneytinu og það ráðuneyti er talið óvinsælt. Er það Albert sem hef- ur lyft þessu embætti og gert það svo mikilvægt að formaður Sjálfstæðis- flokksins sækir nú í það? „Ætli það stafi ekki fyrst og fremst af því, að þar brennur eldurinn heitast um þessar mundir. Og það dæmist á flokksformanninn að standa þar.“ — En nú hefur fjármálaráðherra- embættið ekki veriö hið vinsælasta í gegnum tíðina og menn kannski ekki sótt í það af þeim sökum. Ætlar þú ef til vill að afla þér vinsælda með því að út- deila gjöfum tvist og bast eins og Albert? „Ég held að það sem skiptir máli í þessu sambandi, sé að fjármálum ríkisins sé stjórn- að á þann veg, að þau stuðli að framförum í efnahagsbúskapnum. Takist mönnum það, eiga þeir erindi. Ég vona að ég geti lagt eitt- hvað af mörkum í þeim efnum." — Því hefur verið haldið fram, að þú hafir ekki þorað í gömlu refina á ráð- herrastólum Sjálfstæðisflokksins, fyrr en nú að örlögin tóku í taumana og fram- kvæmdu það sem þú vildir gert hafa. Hefur þér veist það erfitt að taka um- deildar ákvarðanir, sem ef til vill ganga gegn vilja hinna eldri og reyndari í flokknum? „Samstarf við þingmenn og aðra ráðherra flokksins hefur verið með ágætum. Það eru að eiga sér stað kynslóðaskipti í forystu flokksins. Þau hljóta alitaf að gerast á ákveðnum tíma. Það er útilokað að þau ger- ist á einni nóttu. Ég er tiltölulega ánægður með það, hvernig þetta samstarf hefur geng- ið fyrir sig og hef trú á því að það muni halda áfram." — Ertu varkár stjórnmálamaður? „Já, ég hugsa að ég sé varkár í eðli mínu. Ég neita því ekki." — Þeirri kenningu er mjög haldið á lofti að Sjálfstæðisflokkurinn leiti nú aðeins eftir réttu tækifæri og tíma- punkti til að slíta stjórnarsamstarfinu og efna til nýrra kosninga. Er það í áróð- ursplaninu að þú komir með róttækar niðurskurðartillögur sem framsóknar- menn geti með engu móti sæst á og þá slíti sjálfstæðismenn og heimti kosning- ar? „Við erum ekki í neinum ieikbrögðum eða sandkassaleik. Við erum í þessu vegna þess að við teljum, að við þurfum að ná árangri. Og við höfum samþykktir okkar landsfundar fyrir störfum okkar og munum leggja það til grundvallar okkar stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn. En það eru engar leik- fléttur eftir lögmáli sandkassans í þessu spili." — Yfir í annað. Nú bauð Jón Baldvin þér upp í dans í sjónvarpinu á þriðju- dagskvöld. Ertu farinn að svipast um eftir nýjum samstarfsaðila í nýju ríkis- stjórnarsamstarfi? Finnst þér ástæöa til að hvíla Framsókn eftir 14 ára nær óslitna stjórnarsetu Framsóknarflokks- ins? „Meðan við eigum aðild að ríkisstjórn, þá stöndum við heilir að henni. Við göngum hins vegar óbundnir til næstu kosninga." — Hvenær verða næstu kosningar? „Með réttu lagi eiga þær að verða 1987 — í apríl." — Áttu von á því aö sú tímasetning standi — verða þær ekki fyrr? „Það er ekkert á þessu augnabliki, sem bendir til þess að kjörtímabilið verði stytt. Um það geta menn hins vegar ekkert sagt með fullri vissu fyrirfram. Menn vita ekki hvað á daga þeirra drífur."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.