Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 14
ERFITT AD KENHA ÞAÐ ER Höröur Siguröarson er 31 árs gamall Kópavogsbúi, fœddur í Nautsmerk- inu. Eftir stúdentspróf hélt hann á Bœndaskólann á Hvanneyri, staðráöinn í aö stofna kommúnu í sveitinni, sá búskapinn í rómantískum hillingum eins og margir af hans kynslóð sem komust í tœri við hippamenninguna. Hann fór niður í ráðuneyti ásamt vini sínum í leit að ríkisjörðum en þar varð fátt um svör, möppudýrunum leist miður á þessa síðhœrðu og skeggj- uðu ungu menn. Skömmu síðar lagði Hörður búskapardraumana á hilluna og nú, tíu árum síðar, hefur hann stofnað útgáfufyrirtœkið Nótt, eftir að hafa komið víða við í námi og starfi, og einnig í einkalífinu — hefur bœði leitað að lífsfyllingu í sambúð og öryggi í einsemdinni sem einstœður faðir. Spurningin er, hvort ferli hans megi lýsa á eftirfarandi hátt: hippi — nippijsá sem hverfur frá hippahugsjónunum og er á nippinu með að meika það) — uppi (maður á uppleið í einkarekstri). Viðtalið hefst að Laugavegi 145 þar sem Hörð- ur er í óða önn að innrétta húsakynni hins nýja forlags ásamt meðeiganda sínum, Gunnari Steini hjá Auglýsingaþjónustunni — stendur í málningargallanum og nýr hendurnar vand- ræðalegur í framan. „Eg er dálítið stressaður og varia viðtalshæfur sem stendur," segir Hörður, „hef lagt nótt við dag síðustu vikurnar. Við skuium að minnsta kosti drífa okkur héðan út úr þessu hálfkaraða húsnæði." Og við brunum upp í Kópavog þar sem Hörður býr alveg við flæðarmálið, hæg heimatökin að veiða marhnúta og koia niðri við bryggju, jafnvel silung í fjörunni þegar hann er að ganga, eða þá hrognkelsi úti við Álftanesið. — Skrifardu undir þessa skilgreiningu, Hördur, að þú sért rísandi uppi eftir að hafa gengid í gegnum bœði hippaskeiðið og-nippa- skeiðiö? „Já, hví ekki það? Þegar maður er barn og unglingur hefur maður allt aðrar væntingar til lífsins; maður elur með sér rómantískari drauma en seinna meir, hefur aðra trú á möguleikum sínum og gerir sér jafnframt ekki grein fyrir tak- mörkum sínum. Síðan lætur maður reyna á ým- islegt og kemst því miður að raun um að draum- arnir ganga ekki eftir, og maður verður jarð- bundnari. Þegar ég var tvítugur hélt ég að ég gæti lifað góðu lífi af búskap eða hlutavinnu og haft nægan tíma til að spekúiera og njóta lífsins. En svo kemst maður að raun um að lífsbaslið er alveg það sama t.d. í búskap og annars staðar. Þá er að læra af því og breyta um stefnu." ÞREYTTUR Á AÐ VINNA FYRIR AÐRA — En hvers vegna ferðu út í bissness? Hörður lítur feimnislega í gaupnir sér, ólíkt því sem ekta Naut gera. „Ég er orðinn þreyttur á því að vinna fyrir aðra og sjá ósköp lítinn afrakstur af því, hundleiður á að stunda mörg störf í einu til þess eins að geta lifað af. Mig langaði til að brjótast út úr þessum vítahring og um leið að vinna að einhverju sem ég hef persónulega áhuga á — ég er menntaður í bókmenntum — og án þess að láta aðra segja mér fyrir verkum." Nú hleypur roði í kinnar Herði og nú skynjar maður þrjósku Nautsins úndir niðri. — Þú skírir útgáfuna Nótt. Ertu sjálfur mikill nátthrafn? „Já, nóttin er sá tími sem mér finnst hvað skemmtilegastur. Mér þykir gott að sofa út á morgnana og vaka frekar á nóttunni — og það er fyrst og fremst þá sem ég les bækur. Ég held líka að sá tími nýtist íslendingum best til lestrar. Það kemur af sjálfu sér af því að þeir vinna svo þrælslega mikið." — Ertu búinn að móta útgáfustefnuna? „Við leggjum áherslu á að vera með vandaðar bækur, góða höfunda, þýðendur og prófarkales- ara. Það hefur okkur tekist núna í fyrstu at- rennu. Við höfum á að skipa þýðendum á borð við Hjört Pálsson, Árna Ibsen og Þuríði Baxter. í ár gefum við út nokkrar þýddar skáldsögur, eft- ir ekki ómerkari höfunda en t.d. Norman Mailer og Doris Lessing sem ekki hafa komið út áður í íslenskri þýðingu þótt þau séu stór nöfn í bók- menntaheiminum. í framtíðinni munum við leggja metnað okkar í að fylgjast vei með því sem kemur út erlendis og þýða nýlegar bækur, ekki bara skáldverk heldur líka handbækur og margt fleira. Það eru t.d. alltaf að opnast nýir, spennandi möguleikar í fjölþjóðaprentinu. Við stefnum jafnframt að því að gefa út góð skáld- verk á viðráðanlegu verði. Markmiðið er að ná til sem flestra." — Þú trúir þá á mátt bókarinnar? Roðinn í austari kinn Harðar vex. „Já, ég trúi því að bókin eigi eftir að halda velli í framtíðinni. Bóksala erlendis sýnir svo ekki verður um villst að bókin er aftur í sókn eftir þá lægð sem kom í kjölfar vídeóvæðingarinnar. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun, fólk verður þreytt á því að láta mata sig á myndefni þar sem það á ekki annarra kosta völ en að vera óvirkir áhorfendur. Skáldsagan gerir lesendur sína að þátttakendum í þeim heimi sem þar er sýndur. Þar verður lesandinn að beita ímyndunarafli sínu við það að skapa persónur og umhverfi. Heimur bókarinnar er því allt annars eðlis en myndarinnar og ég held að ekkert vitundarform geti tekið við af bókinni." — Hvað lestu helst sjálfur? „Ég les mest af ljóðum þessa stundina, aðal- lega vegna tímaleysis. Það getur verið gott að grípa í ljóðabók á stundum milli stríða. Eitt augnablik með ljóði getur verið ótrúlega nær- ingarríkt, ekki síst mitt í erli dagsins." HARÐJAXLAR OG MJÚKIRMENN — Norman Mailer, sagðirðu. Ég sá einhvern tímann mynd frá bókmenntaráöstefnu þar sem Germaine Greer og aörar kvenréttindakonur œtluöu bókstaflega aö ganga afMailer dauöum og útmáluöu hann sem erkióvin kvenna. Ertu hrœddur um aö þú fáir einhver viöbrögö af því taginu? „Ég ætla rétt að leyfa mér að vona að slíkar öfgar séu ekki lengur fyrir hendi innan kvenna- hreyfingarinnar," segir Hörður og brosir blítt. „Þessi bók Mailers heitir Tough Guys don't dance eða Haröjaxlar dansa ekki. Vissulega er Mailer harðjaxl af guðs náð en kvenréttindakon- ur hafa dæmt hann á röngum forsendum, skammað hann fyrir að lýsa hlutum sem hann hefur engar forsendur til að fjalla um á annan hátt. Þessi bók lýsir harðneskjulegum karl- mannaheimi. miskunnarleysis og tilfinninga- bælingar sem ég held að öllum sé þarft að lesa um. Þar fyrir utan er bókin hörkuspennandi. Hún hefst þar sem söguhetjan vaknar grút- timbraður að morgni með „black-out“, bíllinn hans er allur útataður í blóði og hann veit ekkert hvað hefur gerst. Síðan kemst hann að því smátt og smátt." — Ertu sjálfur haröjaxl? Nú getur Hörður ekki leynt því að vindillinn titrar örlítið milli fingra hans: „Ég er ekki harðjaxl af guðs náð en ég hef þurft að stappa í mig stálinu og reynt það! En ég hef líka reynt að vera mjúkur maður sem kallað er, reynt að aðlaga mig kröfum sambýliskvenna minna og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það er ekki nema sanngjörn krafa að karlmenn taki eitthvað til hendinni á heimilinu og sinni börn- um sínum enda eru þeir karlmenn ófáir sem ganga í heimilisstörfin til jafns við konur sínar. Hins vegar verða konur að taka tillit til þess að flestir karlmenn á mínum aldri voru ekki aldir upp við slíkt, þeir kunnu afskaplega fátt þegar þeir komu úr móðurfaðmi. Það tekur óneitan- lega langan tíma að aðlaga sig að breyttri verka- skiptingu. Ég þekki sorglega mörg dæmi þess að fólk stendur í hávaðarifrildi út af fáránlegum smámunum hvað varðar heimilishald: það er fitublettur á diski, þvotturinn ekki rétt brotinn saman. Það er ekki hægt að krefjast þess að karlmenn varpi heimi karlmennskunnar algjörlega fyrir róða. Sumir karlmenn þora til dæmis nú orðið ekki að viðurkenna ýmsa skemmtilega lesti eins og að hafa gaman af kraftmiklum bílum eða fal- legum konum og óttast að vera stimplaðir sem karlrembusvín." — Gengur þér erfiölega aö halda þig viö bíl- druslur og ófríöar konur?! „Já, fyrr mætti nú vera! Við þurrkum ekki karlmennskuheiminn út í einu vetfangi og ég held að bæling á ýmsum tilfinningum sem hon- um tengjast sé alveg stórvarasöm. Við verðum að fá að njóta þess að vera karlmenn. Það geng- ur ekki að vera að pukrast með karlmennskutal úti í horni þegar konur heyra ekki til, eins og er svo algengt." RÓMANTÍKIN ER AFTUR Á UPPLEIÐ — Ertu mikill kavalér? „Ég vil að minnsta kosti gjarnan vera það. Ég er dálítið gamaldags, mér finnst að konur eigi að vera dömur og karlar kavalérar. Það er svo van- þakklátt hlutskipti að vera mjúkur maður. Þeir eru eins og milli steins og sleggju. Harðjaxlarnir gera óspart grín að þeim og konur þeirra kvarta undan illa unnum heimilisstörfum. Karlmenn eru því margir hverjir í varnarstöðu og ég held að nú sé Iöngu orðið tímabært að ræða reynslu- heim karlmanna í alvöru með fullri virðingu fyrir þeim þáttum sem þar birtast, t.a.m. þeim sem kvenréttindakonur afgreiða sem karl- rembu. Ég verð að játa að ég er hræðilega lélegur kavalér eins og svo margir sem lentu á kafi í hippamenningunni. Við gáfum dauðann og djöf- ulinn i alla ærlega mannasiði á sínum tíma, kunnum varla að bjóða konum upp í dans. Ég gerði reyndar örvæntingarfulla tilraun um síð- ustu helgi til að bæta úr þessu og skellti mér á námskeið í tangó en hann er dans hinna sönnu kavaléra. En það er erfitt að kenna gömlum hippa að dansa og ég játa mig sigraðan eftir fyrstu orrustuna. Skankarnir neituðu að hlýða hljómfallinu og sennilega er skynsamlegra að læra fyrst frumatriði fótamenntar eða vera bara harðjaxl og dansa ekki.“ — Ertu mjög rómantískur? „Já, ég held ég sé það undir niðri. Og sem betur fer virðist rómantíkin vera aftur á uppleið jafnframt því sem konum leyfist að vera dömur og sexí á nýjan leik, ef þeim býður svo við að horfa." — Hvaö meö einkalífiö? „Ég held ég hafi verið ósköp venjulegur ungl- ingur. Þegar móðurinni sleppir er maður kom- inn í samband við aðra konu. Af einhverjum ástæðum var ég alltaf í föstum samböndum. Það var ekki fyrr en ég var tuttugu og átta ára gamall að ég reyndi það að vera einn, þá að afloknum tveimur löngum sambúðum." — Var þaö ekki talsverö uppgötvun? „Jú, ég held að það sé hverjum manni hollt að vera einn í einhvern tíma og standa á eigin fót- um. En mér fannst að um leið og ég öðlaðist- þetta frelsi væri samtímis kippt undan mér fót- unum, að sumu leyti varð maður aftur eins og unglingur." — Fannst þér þú þá ganga inn í eitthvert gamalt mynstur, til dœmis í pörunarleikjum skemmtistaöanna? „Já, maður kynnist skemmtistöðum frá allt öðrum sjónarhóli. Auðvitað er maður í leit að félagsskap en um leið uppgötvar maður hvað skemmtistaðir eru í raun einmanalegir og iítið gefandi, kannski vegna þess að í eðli mínu er ég heilmikill fjölskyldumaður. Mér líður best þegar ég hringa mig uppi í sófa með bók eða eitt- hvað ...“ — Meö bók, kött og konu . . . „Ætli það ekki!“ — Finnst þér konur gera jafnmikiö í því aö nálgast karlmenn á skemmtistööunum eins og þeir þœr? „Hefðin er náttúrulega sú að nálgunin sé karl- mannsins en mér sýnist þetta vera að breytast. Konur eru orðnar hispurslausari á margan hátt. Það er mjög æskilegt að karlmenn losni undan þeirri kvöð að þurfa að taka fyrsta skrefið." — En getur þá ekki veriö erfitt aö segja nei? „Nei, það finnst mér ekki. Hitt er annað mál að skemmtistaðir eru ekki besti vettvangurinn fyrir fólk að kynnast, kringumstæður eru svo annarlegar, allir undir áhrifum. Þetta er eilíf hringiða og stundum var hálfnöturlegt að vakna upp í ókunnu rúmi að morgni og grár hversdags- leikinn blasti við.“ NAUÐSYNLEGT AÐ KYNNAST EINSEMDINNI — Kynntistu ekki einhverjum nýjum hliöum á sjálfum þér eftir aö þú varst oröinn einn og þurftir aö takast á viö lífiö á annan hátt? „Því fyrst og fremst að læra að lifa einn með sjálfum sér, kynnast einsemdinni og læra að sætta sig við hana. Ég held að hver maður verði að takast á við hana, þekkja þá hlið á sjálfum sér, til þess líka að geta notið þess betur að vera með öðrum. Ég fór til dæmis einn í ferðalag til Rómar. Það hafði ég aldrei gert áður, alltaf farið í ferðalög með fullt af vinum og kunningjum. Það var með vilja gert að ég fór einn. Og það var ákaflega gaman að vera einn í stórborg þar sem maður þekkti ekki hræðu og þurfti algjörlega að treysta á sjálfan sig. Það var til dæmis mjög eftirminni- leg reynsla að fara einn út að borða. Ég man að einu sinni sat ég á útikaffihúsi og var orðinn létt hreifur og fann allt í einu knýjandi þörf fyrir félagsskap. Á móti mér var aðeins auður stóll og ég persónugerði stólinn og fór að tala við hann. Þjónarnir urðu mjög skrýtnir á svipinn og héldu sjálfsagt að þarna væri geðsjúklingur á ferð. Róm er svo mögnuð borg. Ég fór til dæmis

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.