Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 6
eftir Halldór Halldórsson Galdrabrennur nútímans? Átökin vegna Víkurfrétta og skrifa blaðs- ins um slaklegt siðferðisþrek þeirra Grind- víkinga, hafa færzt út og tekið á sig nýja og alvarlegri mynd en í fyrstu. í Grindavík hefur þriggja manna nefnd, kjörin á borgarafundi, látið að sér kveða á ýmsan hátt í því augna- miði að klekkja á blaðinu ,,og kenna þessum piltum mannasiði og almennilega frétta- mennsku", eins og einn Grindvíkingurinn komst að orði við HP. En á síðustu dögum eru það ekki einungis Grindvíkingar, sem hafa beint spjótum sín- um að ritstjórum Víkurfrétta, heldur hefur bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og víðar, Jón Eysteinsson, svipt blaðið mikilvægum auglýsingatekjum. Frá og með þarsíðustu helgi hætti fógeti að birta auglýsingar frá fógetaembættinu í þessu útbreiddasta hér- aðsblaði Suðurnesja, og beinir hann nú við- skiptum stnum að DV í staðinn. Þeir sem HP ræddi við þarna suðurfrá að meðtöldum reiðum Grindvíkingum töldu vafalaust, að Jón Eysteinsson hefði svipt Vík- urfréttir þessum auglýsingatekjum af tveim- ur ástæðum: Annars vegar vegna skrifa Víkurfrétta um Grindavíkursiðferði og hins vegar vegna gagnrýni blaðsins á embættis- færslu bæjarfógetans sjálfs og starfsmanna hans. Því var með öðrum orðum haldið fram, að hér væri á ferðinni hefndarráðstöfun. HP bar þessa ásökun undir Jón Eysteins- son og neitaði hann henni. Hins vegar vildi hann ekki skýra ástæður sínar fyrir því, að hann skyldi allt í einu núna, í miðju Grinda- víkurmálinu, taka svo afdrifaríka ákvörðun fyrir Víkurfréttir, sem einnar milljón króna tekjumissir á ári er fyrir ekki stærra blað. „Ég ákvað bara að hætta þessu og ég get ekki sagt neitt annað," sagði bæjarfógeti í samtali við HP. Þú vilt ekki rökstyðja það frekar, spurðum við. „Nei, nei.“ I okkar eyru voru höfð eftir efnisleg um- mæli bæjarfógeta, að honum þætti blaðið Víkurfréttir ekki merkilegt blað og frétta- mennskan slök. Við bárum þetta undir Jón Eysteinsson: „Ég hef aldrei sagt það.“ Þá spurðum við Jón að því hvort verið gæti, að gagnrýni á bæjarfógetaembættið í Víkurfréttum kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun hans um annan auglýsingamiðil? „Nei, það hefur ekki verið þannig gagn- rýni í þessu blaði, að það hafi ráðið," sagði Jón Eysteinsson bæjarfógeti. En skyldi þá tilviljun ein hafa ráðið um, að þetta auglýsingamál skuli hafa komið upp einmitt á sama tíma og Grindavíkurmálið svokallaða er á kreiki? „Já, það má segja það,“ sagði Jón og bætti við: „Annars vil ég ekkert tjá mig um þetta.“ Jón neitaði jafnframt, að samráð hefði ver- ið haft við Grindvíkinga um þetta mál, ákvörðunin stæði eins og væri og um fram- haldið gæti hann ekkert sagt. HP hefur hins vegar heimildir fyrir því, að svo kunni að fara innan mjög skamms, að bæjarfógeti breyti ákvörðun sinni og Víkur- fréttir fái sem endranær embættisauglýsing- ar fógeta. Lögfræðingur Víkurfrétta mun hafa haft afskipti af þessu máli og öðrum, sem snúizt hafa um Víkurfréttir að undanförnu og gera verður ráð fyrir, að hann og bæjarfógeti hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri í hæsta lagi óeðlilegt, að opinbert embætti léti með þessum hætti í ljós skoðun á tilteknu héraðsblaði. Hætt er við, að Blaðamannafélag íslands hefði ekki iátið slikt óátalið enda ekki í verkahring hins opinbera að beita blöð efna- hagslegum þvingunum. En það er sem sé von á farsælli lausn á þessum anga málsins. HP hafði samband við þá Pál Ketilsson og Emil Pál Jónsson ritstjóra Víkurfrétta vegna málsins, en þeir kváðust ekki vilja tjá sig um ákvörðun fógeta, þar sem málið væri á við- kvæmu stigi. En Grindvíkingar hafa á hinn bóginn kosið þrjá menn úr sínum hópi, sem hafa það verk- efni „að fylgja málinu eftir", eins og Jón Gröndal, einn nefndarmanna, sagði við HP. Með þessum orðum átti hann við, að þriggja- mannanefndin ætti að standa að og skipu- leggja ráðstafanir málstað Grindvíkinga til framdráttar og „sækja" málið gegn Víkur- fréttum. í þessu skyni var fenginn lögfræð- ERLEND YFIRSYN í fimm ár samfleytt hefur Reagan Banda- ríkjaforseti hótað greypilegum hefndum fyrir hermdarverk. Harðast kvað hann að eftir ítrekaða niðurbrytjun á Bandaríkja- mönnum í Líbanon. Tvívegis hefur banda- ríska sendiráðið í Beirut verið sprengt í loft upp, í annað skiptið þegar erindrekar leyni- þjónustunnar CIA úr öllum löndum fyrir Miðjarðarhafsbotni sátu þar á ráðstefnu, og fórust þeir tugum saman. Yfir 250 land- gönguiiðar biðu bana, þegar sprengjubíll ók inn í herskála þeirra við Beirut-flugvöll. En fimm ára heitingar komu fyrir ekki, meira að segja eftir rán þotu frá TWA síðastliðið sum- ar, þar sem bandarískur sjóliði var skotinn til bana, kom Delta-liðið, sem Reagan lét koma upp með ærnum kostnaði til að fást við hermdarverkamenn, að engu haldi. Þeim mun meiri varð fögnuðurinn í Wash- ington og vítt og breitt um Bandaríkin um síðustu helgi, þegar kunnugt varð að her- flugvélar af flugvélaskipinu Saratoga höfðu knúið egypska flugvél með fjóra hermdar- verkamenn innanborðs til að lenda á flug- velli á Sikiley. Þar voru komnir fjórmenn- ingar, sem náð höfðu á sitt vald ítalska skemmtiferðaskipinu Achille Lauro og voru sakaðir um að hafa myrt um borð fatlaðan, bandarískan gyðing, til að fylgja eftir kröfu um að stjórn Sýrlands beitti sér fyrir að sendiherrar vestur-evrópskra ríkja í Damaskus gerðust milligöngumenn í samn- ingaviðræðum um skipti á skipinu með 500 manns innanborðs og 50 palestínskum föng- um í ísraelskum fangelsum. Sýrlandsstjórn vísaði Achille Lauro á brott úr landhelgi sinni. Skipsráninu lauk með því að fjórmenningarnir sem að því stóðu gáfu sig á vald Egyptum, með því eina skilyrði að þeir fengju að fara frá Egyptalandi þangað sem þeir helst kysu. Uppgjöfin átti sér stað eftir að fulltrúar Frelsissamtaka Palestínu- manna í Túnis voru komnir á vettvang. Craxi forsætisráðherra Ítalíu hafði leitað til Jassers Arafats, foringja PLO, strax og fréttist af skipsráninu, og fengið fyrirheit um fyllsta liðsinni við að leysa skip og skipverja úr ræn- ingjahöndum. Af hálfu PLO hét Abu Abbas til Egypta- lands. Hann er forustumaður Frelsisfylking- ar Palestínu (PLF), samtaka sem eru þver- klofin milli stuðningsmanna Arafats annars Abu Abbas var sá sem sýndi hetjuskap gagn- vart sjóráninu, segir Egyptalandsforseti. Reagan hylltur heima fyrir en skelfir bandamenn sína vegar og Sýrlandsstjórnar hins vegar. Meðan Abbas og hans menn voru um borð í Achille Lauro að tala ræningjana til, biðu í landi Abdel Meguid, utanríkisráðherra Egypta- Iands, og Giovanni Megluolo, sendiherra ítal- íu í Kairó, í stöðugu sambandi við Palestínu- mennina. Gengið var frá skjali, sem ráðherra og sendiherra undirrituðu, um að stjórnir þeirra ábyrgðust ræningjunum farargrið þangað sem þeir kysu. Á þessi grið gekk Reagan, þegar hann skipaði flugvélunum af Saratoga að ræna egypskri farþegaflugvél á alþjóðaflugleið yf- ir Miðjarðarhafi og neyða hana til lendingar á herflugvelli við Sigonella á Sikiley. Síðan hefur ekki linnt væringum milli stjórna Egyptalands og ftalíu annars vegar og Bandaríkjastjórnar hins vegar. Erjurnar hófust í SigonelTa rétt eftir lend- ingu egypsku Boeing 737 þotunnar, sem flutti skipsræningjana fjóra ásamt embætt- ismönnum Egyptalandsstjórnar og PLO. Lá við að ítalska herlögreglan, carabineri, yrði að beita skotvopnum gegn mönnum úr bandarísku víkingasveitinni Delta, sem þarna höfðu beðið í viðbragðsstöðu en að- gerðarlausir meðan Egyptar, ítalir og PLO voru að ná Achille Lauro úr ræningjahönd- um. Hugðust Delta-menn taka ræningjana á sitt vald en urðu að vægja fyrir carabineri. Ekki tók betra við, þegar dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna bar fram við Ítalíu- stjórn kröfu um framsal Abu Abbas, og þótt- ist hafa vitneskju um að hann hefði í raun og veru gert út fjórmenningana, sem gáfust upp fyrir hans orð um borð í Áchille Lauro. Stjórn Italíu tók ekkert mark á kröfu Banda- ríkjastjórnar, og sama máli gegnir um stjórn Júgóslavíu, sem einnig fékk bandaríska framsaiskröfu, þegar maðurinn kom þar við á heimleið til Túnis. Enn tók Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, að klifa á hinu sama á fundi NATÓ í Brussel í fyrradag, en Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu, svaraði að krafan um framsal Abu Abbas til Banda- ríkjanna hefði ekki minnstu lagastoð. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur lýst yfir sárri reiði í garð Bandaríkjastjórnar. Hann hafnar flugráni Reagans við sjórán fjórmenninganna, og segir að þeir sem sýnt hafi raunverulegt hugrekki séu Abu Abbas og félagar hans, sem gengu undir byssukjafta erkióvina sinna í PLF til að leysa skipshöfn og farþega á Achille Lauro úr lífsháska. Krefst Mubarak þess, að Reagan biðji sig og alla Egypta opinberlega afsökunar á athæfi ingur úr Reykjavík. Málið var kært til siða- nefndar Blaðamannafélags íslands, sem mun skila áliti mjög bráðlega og skipulögð var herferð í bænum í því augnamiði að gera Víkurfréttir útlægar úr Grindavík. Haft var samband við kaupmenn í bæn- um, þar sem blaðið hafði áður legið frammi og haft var samband við kaupfélagið og það fengið í lið með andstæðingum Víkurfrétta. Þannig hefur góður meirihluti heils bæjarfé- lags lagt blessun sína yfir þær „efnahagslegu þvinganir" og „hefndarráðstafanir", sem þriggja manna nefndin lofaði að gripið yrði til gegn Víkurfréttum. En nefndin lét ekki þar við sitja, heldur hefur verið haft samband við ýmsa þá aðilja í Grindavík, sem auglýsa í blöðum, að þeir hunzi Víkurfréttir. Jón Gröndal sagði, að samstaða hefði verið með kaupmönnum um að leyfa ekki Víkurfréttum að liggja frammi í verzlunum sínu, blaði, sem héldi áfram að rægja og níða Grindvíkinga. Eftir að blaðinu hafði verið dreift í Grindavík fór „Grinda- víkurnefndin" og safnaði saman þeim blaða- bunkum, sem dreift hafði verið í bænum og skilaði þessum hluta upplagsins á ritstjórnar- skrifstofur Víkurfrétta í Keflavík. Hjá Víkurfréttum fengum við þær upplýs- ingar, að Grindavíkurnefndin hefði sagt, að blaðið ætti helzt heima á sorpeyðingarstöð- inni. Jón Gröndal nefndarmaður sagði við HP, að nefndin væri ekki að reyna að koma í veg fyrir, að blaðið væri lesið. Dreifing til lesenda væri mál Víkurfréttamanna. f samtalinu við Jón Gröndal kom fram, að hugsanlegt væri, að farið yrði í mál við að- standendur Víkurfrétta þótt ekki yrði það vegna ummæla Víkurfrétta um „rotið sið- ferði“ í Grindavík. Ekki mun það með öllu rétt. En spurning- in, sem vaknar að lokinni svona samantekt, er hvort viðbrögð Grindvíkinga séu eðlileg eða hvort eitthvað sé líkt með þeim og galdrabrennum til forna? oftir Magnús Torfa Ólafsson sínu, að ræna egypskri flugvél á alþjóða flug- leið og ónýta griðasamning sem Egypta- Iandsstjórn hafði gert. Sadat, fyrirrennari Mubaraks, var myrtur fyrir að semja frið við ísrael. Viðleitni Reag- ans til að bæta hlut sinn í skoðanakönnunum meðal bandarískra kjósenda á kostnað Egyptalandsstjórnar getur hæglega orðið Mubarak skeinuhætt. Stjórnir ísraels og Bandaríkjanna hafa komið því til leiðar með árás ísraelskra flug- véla á aðalstöðvar PLO í Túnis og töku Bandaríkjanna á egypsku flugvélinni, að friðarviðleitni Husseins Jórdanskonungs og Arafats er runnin út í sandinn. Reagan rak smiðshöggið á það verk, þegar hann fékk frú Thatcher til að ganga á bak orða sinna og banna breska utanríkisráðherranum að eiga með fulltrúum PLO fund sem hún sjálf hafði átt frumkvæði að. Sviðið er nú opið fyrir stjórnir Sýrlands og írans að leika lausum hala. Eftir brottför PLO frá Líbanon og hervirki ísraelsmanna þar í landi eru ekki aðeins dreifðir hópar Palest- ínumanna heldur einnig líbanskir shiítar móttækilegir fyrir þann boðskap, að nú sé um að gera að herja á ísraelsmenn og Banda- ríkjamenn hvar sem til þeirra næst. Stjórn- endur í Teheran og Damaskus vita að stjórn ísraels skellir allri skuld á PLO, af því hún telur það auðvelda sér að vísa á bug friðar- viðleitni Husseins og Arafats, og Bandaríkja- stjórn lætur þá ísraelsku ráða ferðinni. Reagan lýsti yfir í síðustu viku, að hann teldi ísraelsku leyniþjónustuna Mossad óskeikula að útskýra framvindu atburða fyrir Miðjarð- arhafsbotni. Mubarak segir að ákvörðun sín að afhenda ræningja Achille Lauro Frelsissamtökum Palestínumanna hafi verið eina færa leiðin til að ljúka málinu án þess að efna til nýrrar keðju hefnda og hermdarverka. Griðrof Bandaríkjaforseta séu hins vegar vís til að kalla á mótaðgerðir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Stjórn Ítalíu er ekki jafn skor- inorð, en sýnir í verki að hún er sama sinnis. Fyrirskipaður hefur verið viðbúnaður vegna hættu á aðgerðum til að fá skipsræningjana lausa úr ítalskri fangavist. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.