Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 21
EN MISSTÍGA SIG NÚ SAMT... mörgum árum, berst við löngunina: „Stundum hvarflar möguleikinn að mér nokkrum sinnum á dag. Svo líð- ur langur tími á milli, þar til ég sé einhverja og hugsa: djö ... væri nú gaman að ...!“ En það eitt að karlmaður sé „sæt- ur eða sexý“ nægir ekki til að kona falli fyrir honum og haldi framhjá. Hún þarf helst að hafa kynnst hon- um áður, þannig vaknar hrifningin og tilfinningarnar sem þurfa að vera með. Öfugt við það sem gengur og gerist hjá körlum. Eins og einn.orðaði það: „Gullvæg regla segir: ókey einu sinni, la, la tvisvar, en alls ekki oftar með sömu konunni. Þá geta tilfinningarnar nefnilega farið að blandast í þetta.“ Annar karlmaður tók í sama streng og sagði: „Þú ert ekki skotinn í kvenmanni þó þú hittir hana tvisv- ar eða oftar. Þú dregst aðeins að henni kynferðislega, og hugsar sem svo: það gæti nú verið gaman að prófa hana aftur. Það er ekki fyrr en síðar að tilfinningar fara á kreik, og þá er hjónabandið líkaíhættu statt." Hverjir og hvar? Hverjir halda framhjá og undir hvaða kringumstæðum? Fólk stimplar helst þá sem eru mikið á ferðinni; flugfólk, sjómenn, biss- nessfólk. Fólk sem lendir í kringum- stæðum sem bjóða upp á freistingar og það þarf nú ekkert endilega að eiga við fólk sem er alltaf á ferðinni. Kvenmaður benti til dæmis á að hún mundi aldrei halda framhjá í útlönd- um; hún þekkti hvorki aðstæður né fólk. En hverjar eru kringumstæðurn- ar? Fólk nefnir vinnustaðapartý fyrst og fremst. í starfi er alltaf möguleiki á að fólk dragi sig saman. Ráðstefnur um víða veröld eru líka nefndar í samræmi við það sem áð- ur sagði og ofarlega á blaði eru skemmtistaðirnir. Þar ku ekki kvikna ósjaldan á perunni. Þannig hófst framhjáhald tæplega fertugrar konu: „Maðurinn minn vann svo mikið að mér fannst ég vanrækt. Ég hafði aldrei fallið fyrir freistingu, þegar ég fór út með til dæmis mikið upp úr góðu kynlífi — innan ramma hjónabandsins eða sambúðarinnar. Þeir leggja meiri áherslu á það en flestar þjóðir. Hins vegar eru þeir fullir umburðar- lyndis gagnvart því að fólk afli sér reynslu í ástamálum áður en það velur sér maka. Þetta tvennt gæti verið uppspretta þess orðróms um íslendinga að þeir séu fjöllyndir. Landinn lítur því alla lausung í ástamálum alvarlegum augum, og það kemur áreiðanlega mörgum á óvart, enda hafa þessar niðurstöður ekki verið birtar fyrr en nú. En eitt er í orði og annað á borði. Fólk var aðeins beðið um skoðun, en ekki upplýsingar um framkvæmd; að láta í ljósi álit sitt á því hvað er rétt ograngt, æskilegt og óæskilegt. Það er ekki þar með sagt að menn geti ekki misstigið sig, þó þeir líti það eftir sem áður alvarlegum augum. Og þar með segjum við skilið við Gallup-könnunina. „Djö... væri nú gaman að. ..“ Um sektarkenndina segir karl- maður við HP: „Hún gerir vart við sig fyrst á eftir. Maður reynir að hrista hana af sér í bílnum á leiðinni heim. Það er næstum eins og annar maður hafi verið að verki, því oftast líður mér ofsalega vel á eftir og elska konuna mína kannski fljót- lega. Þetta hefur ekkert með tilfinn- ipgar mínar gagnvart henni að gera. Ég verð heldur ánægðari með lífið ef eitthvað er, og betri við hana.“ Annar segir: „Ég hef fengið rosa- legan móral eftir framhjáhald. Það sama á við um aðra sem ég þekki. Maður reynir að réttlæta framhjá- haldið á alla kanta. Maður reynir jafnvel að telja sér trú um að það skerpi ástina. Afsakar það líka með því að maður hafi verið fullur, en veit undir niðri að ákvörðunin hafði þegar verið tekin. Svo fékk maður sér í glas og hélt framhjá undir verndarvæng brennivínsins. Menn reyna líka að réttlæta þetta með því að eitt skipti flokkist ekki undir framhjáhald. Það heiti framhjáhald að hitta sömu konuna oft.“ Enn annar karlmaður sem sagðist hafa haldið framhjá konu sinni fyrir saumaklúbbnum og hitti mann. Eg hitti hann nokkrum sinnum áður en ég svaf hjá honum. Ég hafði sam- viskubit til að byrja með. En ég hitti annan mann fljótlega, og hef haldið við hann í tvö ár. Sektarkenndin hvarf fljótt. Núna sef ég hjá mannin- um mínum af skyldurækni. Samt get ég ekki valið á milli. Sameigin- legar eignir og börn hafa sitt að segja." Konur segja í samtölum við HP að hættutími þeirra sé á aldrinum 30—40 ára. Þá er kynorkan mest, og nokkrar höfðu á orði að þær vildu gjarnan prófa „eina nótt" með öðrum, aðeins til að vita hvort þær væru gjaldgengar. Ein sagði reynsl- una sanna að slikt gæti verið mikih vægt fyrir konu; hún yrði jafnvel ánægðari með sjálfa sig eftir slíka tilbreytingu. Önnur sagði að framhjáhald í eitt skipti, sem enginn hefði vitneskju um nema þeir tveir sem í hlut ættu, þyrfti engan að skaða. En hvað um margnefndan gráan fiðring karlanna? Tæplega sextugur maður sagði: „Ætli menn séu ekki að sannfæra sig um að þeir hafi sjens’ og búi ennþá yfir kynorku. Það er gjarnan talað um að grái fiðr- ingurinn geri vart við sig eftir 45 ára aldur, en auðvitað leggst hann ekki á alla. Geri hann það, leita menn á ungar konur; sá skilningur hefur alltaf verið lagður í fiðringinn að menn séu að sækjast eftir ungum stelpum, lambakjöti." Eldi kona sagðist þess fullviss að framhjáhald væri algengt, ekki síð- ur hjá konum en körlum, og brenni- vín væri helsti hvatinn, auk þess sem fólk væri að fullnægja tilbreyt- ingarþörf. „Þetta er áreiðanlega algengast eftir nokkurra ára hjónaband. Karl- ar líta á konur sem eign sína og þurfa þar af leiðandi ekkert að stíga í vænginn við þær. Þær verða varar við að vinnufélagar hafa miklu meiri áhuga og gefa þeim undir fót- inn. Sama gildir um karlana. Þeim finnst konan sjálfsagt minna spenn- andi eftir nokkrar barneignir." Karlar treysta konum — konur ekki körlum Karlmenn virðast geta leyft sér miklu meira í þessum efnum án þess að það snerti mannorð þeirra á ein- hvern hátt. Þeir stæra sig jafnvel af „fjölda fórnarlamba" við vini sína, þó það eigi víst ekki við um þá sem eru í raun afkastamestir í fjöllynd- inu. En karlmenn fá seint á sig slæman stimpil, á meðan konur eru kallaðar mellur og skækjur og öðr- um álíka ónefnum. Þær eru jafnvel sakaðar um að eiga sök á framhjá- haldinu, að hafa dregið manninn á tálar. Annað vekur athygli þegar þessi mál eru rædd við fólk; karlmenn virðast upp til hópa allöruggir um konur sínar. Þeir viðurkenna gjarn- an að þeir væru tilkippilegir ef svo bæri undir. Spyrji maður hvort þeir telji það sama eiga við um konur þeirra, svara þeir fljótlega neitandi. En bæta því við að traustið sé ekki gagnkvæmt; þær séu hræddari um þá. Þeir eru líka óvægnir í dómum sínum; segjast skilja við konur sínar á stundinni ef þær haldi framhjá, — þó svo að þeir geri það sjálfir. Svo skýtur sú spurning upp kollin- um í framhaldi af þessum vangavelt- um, hvort framhjáhald sé algeng skilnaðarorsök. Henni svarar séra Karl Sigurbjörnssort: „Mér sýnist ekki að það sé algeng orsök hjónaskilnaða. Hins vegar er það oft partur af stærra munstri, og framhjáhaldið verður það sem brýt- ur á þegar komin er upplausn í sam- búðina. Á yfirborðinu gæti framhjá- haldið virst ástæðan, en hún er oft önnur." — Heldurdu ad Islendingar hugsi þannig, að þeim kynni að uerða refsað af œðri mdttaruöldum fyrir framhjáhald? „Það hef ég ekki orðið var við. Ég man ekki til þess að það hafi nokk- urn tíma borið á góma.“ — En eru þess dœmi að fólk iðrist suo að það leiti til prests ogjáti fram- hjáhaldið, þegar það getur ekki sagt maka sínum sannleikann? „Já, já, það er til í dæminu. Undir slíkum kringumstæðum reynir presturinn að leita orsakanna og leiða til að bæta úr. Það verður jafn- framt að benda mönnum á að fyrir- gefning er möguleiki. Það er aldrei svo að við getum ekki fyrirgefið. En fyrirgefningin krefst náttúrulega iðrunar og þess að snúa til baka. Oft- ast gerir hinn aðilinn sér grein fyrir að um leið og svona brot er játað, felst í því löngun til að biðjast fyrir- gefningar og bæta ráð sitt.“ Karl sagði líka að þó hann teldi lausung ríkjandi á ýmsum sviðum og ákveðið virðingarleysi fyrir skuldbindingum, væri hann efins um að framhjáhald eftir giftingu væri mjög algengt. Fólk gerði sér grein fyrir að hún setti ákveðnar skorður og sama gilti um óvígða sambúð. „Svo eru ákveðnar mótsagnir í þessu; fólk í sambúð sem taldi sig frjálst, en sárnar svo óskaplega þeg- ar það uppgötvar að hinn aðilinn hefur haldið framhjá. Það er þetta mannlega í okkur, þörfin fyrir öryggi og tryggð.“ Og eitt að lokum; kirkjubrúð- kaupum hefur fjölgað í seinni tíð — rómantíkin virðist vera á uppleið! HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.