Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 23
Lldarafmælis Jóhannesar Kjarvals er minnst víða eins og vera ber. Sl. þriðjudag var þessa merka listamanns minnst með til- heyrandi ræðum er sýning á verk- um hans og munum var opnuð á Kjarvalsstöðum. Var húsið þétt- skipað gestum, einkum embættis- mönnum borgarinnar, því allt var þetta húllumhæ í leikstjórn Reykja- víkurborgar. Þarna voru haldnar langar ræður en gleymst hafði að koma fyrir hátalarakerfi þannig að aðeins embættismenn á fyrsta bekk og þeirra makar heyrðu hin frómu orð er féllu um Kjarval. í fremstu víglínu stóðu Vigdís Finnboga- dóttir forseti fslands, Davíð Odds- son borgarstjóri og frú, Alfred Guðmundsson forstöðumaður Kjarvalsstaða að ógleymdum spá- mönnum sem tengst hafa aldaraf- mælinu, eins og Indriði G. Þor- steinsson og fleiri. í hinni veglegu þvögu fyrirmanna og embættis- manna, tók enginn eftir lágvaxinni konu sem stóð aftarlega í salnum og heyrði lítið hvað fram fór í fremstu víglínu. Það var frú Guðrún Kjar- val, eiginkona Sveins Kjarvals heitins, sonar listamannsins, m.ö.o. tengdadóttir Jóhannesar Kjarvals. Við hlið hennar stóðu tvö barna- börn Kjarvals, Kolbrún listamaður og Jóhannes. Þetta voru einu ætt- ingjar Kjarvals á Kjarvalsstöðum í gær, og höfðu skipuleggjendur af- VEX ÞER I AUGUM AÐ kaupa inn fyrir fyrirtœkið? • • • Líttu þá inn til okkar í Griffli. Við höfum allt til að koma skipulagi á skrifstofuhaldið og fyrir utan eru nœg bílastœði. Skrifstofuvörur Meðal annars höfum við möppur í mörgum gerðum, milliblöð, eyöublöð, Ijósritunarpappír, diskettur, diskettugeymsiur, tölvu- möppur, bréfabakka, penna, fallblýanta og öll almenn ritföng, Jímarít og bœkur íslensk, ensk, dönsk, þýsk og amerísk tímarit og vasabrots- bœkur. Úrval af íslenskum bókum. Unibind Gangið frá skjölum skrifstofunnar í Unibind plastkápu. Unlbind kápan er Or níðsterku plasti, svo skjölin varöveitast vel og rifna ekki úr kápunni. Unibind — Einfaldur og fallegur frágangur skjala. mælissýningarinnar gjörsamlega gleymt því að Kjarval átti fjölskyldu, enda fór mesti tíminn í að bjóða embættismönnum og möppudýr- um borgarinnar. Þegar frú Guðrún Kjarval yfirgaf Kjarvalsstaði kom einn af starfsmönnum Kjarvalsstaða hlaupandi á eftir henni og tjáði henni að hún mætti eiga sýningar- skrána. Guðrún svaraði að bragði: „Takk, ég er búin að kaupa hana.“ Um kvöldið hélt Davíð Oddsson lok- að hóf fyrir toppana í minningu Kjarvals. Við fréttum hins vegar af hinni fámennu Kjarvalsfjölskyldu niðri á Nausti, þar sem þau snæddu kvöldverð og minntust Jóhannesar. Og reyndar Sveins Kjarvals, því hann teiknaði innréttinguna í Naustið á sínum tíma. . . jafnframt bent á „óskabarn" íhalds- ins, Brynjólf Bjarnason forstjóra BUR. Sá ljóður væri á því ráði, að Jón Ingvarsson mundi kjósa ein- hvern viðráðanlegan, ef hann fengi ekki starfið sjálfur, og það eru ekki allir sammála um, að Brynjólfur uppfylli þá kröfu. . . E. U m daginn sögðum við frá því, að líklegustu kandídatarnir í starf Eyjólfs K. ísfelds hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna væru þeir Friðrik Pálsson hjá SÍF eða Magnús Gunnarsson hjá VSÍ. Báð- ir eru taldir koma til greina. Hins vegar er jafnframt bent á það, að stjórnarformaðurinn Jón Ingvars- son (ísbirninum) gæti sóst eftir starfinu, ef af sameiningu ísbjarnar- ins og BÚR verður. En auk Jóns er Iftir allar hrellingarnar sem gamla flokksforystan í Alþýðu- bandalaginu hefur mátt þola að undanförnu er nú svo komið að for- ystusveitin, sem oft gengur undir nafninu flokkseigendafélagið, er farin að leita að einföldum skýr- ingum á mótbyrnum innan flokks- ins. Nýjasta skýringin er sú að ófar- irnar séu einum manni að kenna, Ólafi Ragnari Grímssyni. Það sé fyrirætlan hans að rústa Alþýðu- bandalagið að innan, en sópa brot- unum síðan upp í sína fægiskúffu. Á Ólafur Ragnar að hafa undirbúið þetta „plott“ árum saman. Ýmsir úr flokkseigendafélaginu eru ólatir við að bera þessa sögu út, og er svo komið að Ólafi Ragnari og áhang- endum hans er hætt að lítast á blik- una. Segið svo að gamla komma- klikan í Alþýðubandalaginu lumi ekki enn á gömlum vopnum... Síðumúla 35 — Síml 36811 Álfheimumó— Reykjavfk sími: 687-455 Helgartilboð Kínaeldhússins Veislumatur á vægu veröi. Það verður veisla í Kínaeldhúsinu. Réttur dagsins verður ekki af verra taginu: Ljúffeng Pekingönd með appelsínusósu. Máltíð fyrir tvo aðeins kr. 350- Kínamatur er kóngafæða. Allt gos í flöskum á búðarverði. Kipptu með þér Kínamat. KÍNA-ELDHÚSIÐ TEKUR AÐ SÉR VEISLUR FYRJR STÓRA SEM SMAA HÓPA REYNIÐ VIÐSKIPTIN sími 687-455 iOT Það geta ekki allir unnið hjálparstarf — en flestir geta hjálpað... RAÖÐIKROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJOÐUR GÍRÓ 90.000-1 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.