Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 12
GOTT FÓLK Einn velta menn vöngum yfir því hver taki við sýslumannsstarfi Böövars Bragasonar nýskipaðs lögreglustjóra í Reykjavík. Fridjón Guðröðarson á Höfn í Hornafirði er títt nefndur, en nú hefur annað nafn bæst við, en það er nafn Þor- leifs Pálssonar starfsmanns í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þorleifur hefur á stundum haft um- sjón með sýslumannsembættum landsins, en einkum mun hann sinna málefnum kirkjumálaráðu- neytisins, sá eini í ráðuneytinu. Þá velta menn jafnframt vöngum yfir sýslumannsembættinu á Húsavík, þar sem Sigurður Gizurarson sat áður en hann tók við Akranesi. Þrír menn eru einkum nefndir og eru það Már Pétursson, sem einnig kemur til greina í Hvolsvallarstarfið. Jón Sveinsson lögfræðingur (sem menn segja, að sé búinn að gefa pólitískan feril upp á bátinn vegna ágangs kvenna í framsóknarfram- boðin) og svo Hjalti Zophoníasson deildarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu. Allir eru þessir menn sagðir eiga þann sameiginlega kost að vera framsóknarmenn. Það gagnast vel á vorum dögum... essi barst að norðan: Þannig er, að Ingimar Eydal tónlistarmað- ur með meiru hefur um langa hríð verið virkur í starfi Framsóknar- flokksins á Akureyri. Ingimar er hins vegar þeirrar gerðar, að hann situr sjaldnast á skoðunum sínum Fjölskylduverkefni Slátur er sérstaklega næringar- og fjör- efnarík fæða og því ómetanlegur orku- gjafi fyrir alla aldurshópa — ekki síst eftir að vetur gengur í garð. í Slátursölu SS er slátr- ið selt nýtt og ófryst og því fer engin næring til spillis. I slátursölunni er á boðstólum allt það sem þarf til sláturgerðar óg að auki kjöt af nýslátruðu í heilum og hálfum skrokkum. I ár taka allir slátur, því það er bæði ódýrt og hollt. Iðufelli 14, Breiðholti. Slátursala Allt til sláturgerðar á einum stað. E j----------i- 4- og lætur menn heyra það, ef þeir eiga það inni. Fyrir vikið er Ingimar ekki par vinsæll í eigin flokki fyrir norðan. Þannig var ákveðið að bola Ingimar úr áfengisvarnanefnd Ak- ureyrar. En það dugði ekki, því Jón Helgason bjórmálaráðherra skip- aði Ingimar sem fulltrúa ráðuneytis- ins í nefndinni. Eiginkona Ingimars Ásta Sigurðardóttir, sem mun vera krati, var svo skipuð sem full- trúi síns flokks í sömu nefnd. Nokkru síðar hringdi síminn hjá Ingimar og á hinum endanum var einhver áfengisvarnaspekúlant að sunnan. Ræddi hann við Ingimar lengi vel og lagði mikla áherslu á, að það þyrfti að hafa taumhald á þess- ari konu, Ástu, og ætti það að vera auðvelt. Það væri nú einu sinni þannig með þessar kerlingar. Ingi- mar sagði fátt og kvöddust þeir svo. Örfáum mínútum síðar hringdi sím- inn aftur og í þetta sinn svaraði frú Ásta. I símanum var sami sunnan- maðurinn og talaði hann blíðlega til Ástu og hlakkaði til samstarfsins o.s.frv. Síðan fór hann að tala um Ingimar Eydal og þótti slæmt, að sá maður skyldi veljast í nefndina. En í miðju kafi snarþagnaði maðurinn allt í einu, afsakaði sig og kvaddi. Þá loksins kveikti hann á því, að hann hafði hringt með fárra mínútna millibili í sama símanúmerið og út- húðað hjónunum Ástu og Ingi- mar. . . A Æ^^^nnan föstudag sýnir Nem- endaleikhúsið fyrsta verkið af þrem- ur sem sýnt verður á vegum þess í vetur. Að þessu sinni er það banda- rískt verk, Hvenær kemurðu aft- ur, rauðhærði riddari eftir Mark Medoff (höfundur Gud gaf mér eyra). í þessum lokahóp Nemenda- leikhússins eru sex nemendur en voru átta í upphafi. Um 70 manns kepptu reyndar um að komast í þennan ,,exklúsíva“ hóp. Þýðandi og leikstjóri er Stefán Baldursson. Hópurinn fær til liðs við sig Gunnar Eyjólfsson og Sigmund Órn Arn- grímsson í þessari uppfærslu, sem verður í Lindarbæ. Næst verður svo Nemendaleik- húsið á ferðinni í febrúar en þá verð- ur hópurinn með sérpantað verk eftir góðkunnan íslenstan höfund, Þórarin Eldjárn. Þetta verður fyrsta frumsamda verk Þórarins á sviði leikbókmennta... S^Sftir að Markús Örn Antons- son tók við starfi útvarpsstjóra og Elva Björk tók við^ framkvæmda- stjórastarfinu hjá RÚV hefur færst nýtt líf í stofnunina og starfsmenn farnir að fá á tilfinninguna, að ýmis- legt sé á seyði. Öll stjórnun er hrað- ari og skilvirkari og er til marks um þetta nefnt, að deildum útvarpsins berist útskriftir úr fundargerðum út- varpsráðs samdægurs eða þar um bil í stað gamla kerfisins, þegar starfsmenn fengu pata af umræðum í útvarpsráði í kaffinu eða á göngum útvarpshússins. Þannig fá t.d. frétta- menn að vita strax um kvartanir vegna starfa þeirra, en heyra þær ekki lengur í formi kjaftasagna eða áreiðanlegra smáfrétta í Helgar- póstinum... BILALEIGA REYKJAVIK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAU ÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYDISFJÖRDUR: FÁSKRÚDSFJÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent Þ ær eru heldur betur jafnrétt- issinnaðar konurnar, sem standa í því basli með dyggðri aðstoð Al- berts fjármálaráðherra, að koma sérstöku þaki yfir konur. Þær aug- lýsa með skiltum „Kaupið hluta- bréf“, en þegar til kastanna kemur vilja þær ekki sjá, að karlmenn kaupi hlut í fyrirtækinu. Kunningi blaðsins ætlaði að styrkja þetta framtak um daginn og fékk neitun. Hins vegar var honum bent á, að honum væri heimilt að reiða fram fjármuni að því tilskildu að hann ánafnaði hlutinn einhverri konu... ið skýrðum frá því á dögun- um, að Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hygðist jafnvel hætta í bæjarstjórn- inni og stefna á þing. Nú getum við upplýst, að Gunnar hefur lýst því yf- ir í sínum hópi, að hann ætli að halda áfram að starfa fyrir Akureyr- arbæ. Þá munu sjálfstæðismenn stefna að prófkjöri I janúar í vetur og eru þrír menn einkum nefndir sem líklegir kandídatar í efstu sætin: Björn Jósef Arnviöarson lög- maður, Bárður Halldórsson kenn- ari og fornbókasali og Halldór Rafnsson hjá trésmiðjunni Þór. Sá síðastnefndi er þó ekki talinn lík- legur til stórverka... isngar fréttir hafa borist úr her- búðum útvarpsmanna BSRB, ASÍ og SÍS, en eins og kunnugt er hafa þess- ir aðilar myndað samtök um út- varpsrekstur. HP hefur hins vegar fregnað að SÍS standi á bremsunum og vilji sem minnst aðhafast í út- varpsmálum. Hefur þetta vakið mikla gremju innan BSRB og ASÍ og menn þar innandyra farið að velta því fyrir sér hver sé ástæðan fyrir tregðu Sambandsins. Til að mynda vilja SÍS-menn ekki halda neinn fund um málið fyrr en í lok nóvemb- er. Tortryggnin í garð SÍS verður nú æ meiri og minnast menn þess gjarnan að SÍS er í slagtogi við ís- film, og velta því fyrir sér hvort fyrir Sambandinu vaki að draga sig end- anlega út úr samstarfi við ASÍ og BSRB... || I lér kemur svo saga af haug- unum. Hún hefst að vísu inni á lager ÁTVR: Paul Masson er sem kunn- ugt er ein af hvítvínstegundunum sem þessi ríkisverslun býður okkur landsmönnum upp á. Henni ber að gefa tólf prósent áhrif, en tvö hundruð kassa sending af þessum miði, sem „ríkinu" barst í síðustu viku, reyndist aftur á móti bara átta prósent. (Altént sumar flöskurnar, starfsmenn smökkuðu ekki allar, enda vaeru þeir þá alvarlega á eyr- unum. Útúrdúr.) Eftir því sem HP heyrir var einfaldlega ákveðið að aka þessum gallaða varningi á haugana eins og hann lagði sig. Það var gert á föstudag. Þann dag og oft- ar eru jarðýtumenn að störfum við að hylja sorpið á svæðinu. Bölvuð ólykt er náttúrlega þarna í Gufunesi allajafna, en þennan dag urðu ýtu- mennirnir varir við allt aðra Iykt en þeir áttu að venjast í vinnunni. Hún var svo góð að þeir gengu á hana allir sem einn, og staðnæmdust ekki fyrr en fyrir framan býsna breiðan haug af pappakössum, merktum ÁTVR. Sýnilegt var að þessu hlassi hafði verið sturtað með látum, en engu að síður kom í ljós við eftir- grennslan að margt var heillegt þarna innan um. í sem fæstum orð- um er þess síðan að geta að einka- bílar ýtumanna lögðu af stað slig- aðir heim að loknum þessum dásamlega vinnudegi, að þeim fannst... BÖRN í BILUM ÞURFA VÖRN 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.