Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 22
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 18. október 19.15 Á ystu döf. 19.25 Tannféð. Sænsk börn sýna tennurnar. 19.50 Táknmálsfréttir. 20.00 Loðnufréttir og veðurkort. 20.40 Kastljós. Spurt og svarað og spurt aftur. 21.15 Springfield rokkar. 22.15 Derrick. Horst Tappert sýnir föðurlega * athyglisgáfu. Eitthvað fyrir ömmur á öllum aldri. 23.15 Allt vill lagið hafa. (The Knack. . . and how to get it.) ★★★ Aðalhlutverk: Michael Crawford, Ray Brooksog Rita Tushingham. Þrælfyndin mynd um strák sem lærir trikkin hjá vini sínum að koma stelpum til. Jaqueline Bisset bregður fyrir í myndinni. 00.40 Stillimyndin. Laugardagur 19. október 16.00 Móðurmálið. Framburður. Hlutverk varanna. 16.10 Bjarni Fel sýnir hvað hann lærði af þættinum á undan. 19.20 Marcó Póló í grjótinu. 19.50 Það helsta úr fréttum á handahlaup- um. 20.00 Kvöldskaup fréttastofunnar. 20.35 Staupasteinn — Nýr amerískur gam- anmyndaþáttur. Hahahaha! 21.05 Fastir liðir „eins og venjulega”. ís- lenskur fjölskylduharmleikur í þriggja eininga raðhúsi eftir Eddu Björgvins og Helgu Thorberg. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson. Aðalhlutverk: Júlíus Brjánsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Arnar Jónsson, Hrönn Steingrímsdóttir, Bessi Bjarna- son o.fl. 21.35 Tvær riðu hetjur. (Two Rode Together.) ★★ Bandarískur vestri frá 1961. Leik- stjóri John Ford. Aðalhlutverk James Stewart og Richard Widmark. Stew- art er háðskur lögreglustjóri sem ríður ásamt Widmark sem liðsforingja inn í lendur Comanche-indjána að heimta hvíta landnema úr höndum þeirra. Svona la la vestri af gömlu gerðinni. 23.30 Stillimynd og síðan snjór. Sunnudagur 20. október 17.00 Prestahornið. 17.10 Á frumubraut. 18.00 Á grásleppu. 18.20 Á hestunum sínum. 19.50 Á höndunum. 20.00 Á fréttavakt. 20.25 Á pyngjunni. 21.25 A tali. Maður nefndur Emil Björnsson talar við mann sem nefndur er Gylfi Þ. 22.05 Á lá Verdi. 23.50 Á endum. Fimmtudagur 17. október 09.00 Fréttir (en fréttamenn samt á vakt). 09.05 Morgunstund barnanna (en öll börnin farin í skóla og leikskóla og þau sem eru heima sofa ennþá). 10.40 ,,Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög sem hann man eftir. 12.20 Fréttir. Pétur og fleiri segja aftur frétt- irnar. 14.00 Miðdegissagan. Njörður P. Njarðvík les 19. lestur fyrir sjálfan sig. 14.30 Á frívaktinni. Ómúsíkalskir sjóarar senda kveðjur til kvenna sinna og öf- ugt. 16.00 Fréttir. Pétur sennilega farinn af vakt. 17.00 Barnaútvarpið. Börnin komin heim úr skólanum en farin út að leika sér. 19.00 Fréttir. Gunni Kvaran, Óli E. Friðriksog fleiri fá að komast að. 19.50 Daglegt mál. Bubbi spælir blaða- menn og aðra sem skrifa í fjölmiðla. 20.00 Ævintýraeyjan. Stefnuræða forsæt- isráðherra og umræða um hana. Út- varp frá AlþingL 23.15 The Best of Mozart. 24.00 Fréttir. Pétur löngu sofnaður enda dagskrárlok. Föstudagur 18. október 09.05 Morgunstund barnanna. 17. lestur „Sætakopps" (Fylgist einhver með?) 10.00 Fréttir lesnar hátíðlega með þögnum af þul. 10.05 Daglegt mál. Bubbi spælir aftur. 11.25 Tónleikar. Jæja, þá byrjar það.. . 14.00 Miðdegissagan. Njörður P. les og les og les... 15.40 Tilkynningar, tónleikar, þagnir, til- kynningar, létt lög af plötum, meiri þögn, tilkynningar, þung lög af plöt- um, þagnir, tilkynningar og svo fram- vegis alveg fram til klukkan fimm. 17.00 Aftur barnaútvarp. í þetta skipti sýnir djasssérfræðingur HP á sér alvarlegri hliðina. 17.40 Tilkynningar, þagnir, tónleikar, til- kynningar o.s.frv. 19.00 Dammdammdammdammdamm- damm — Damm — Damm — Damm. Fréttir. 19.40 Tilkynningar, tilkynningar, tilkynn- ingar..... 19.50 Daglegt mál. Guðvarður gefur þjóð- inni móral. 20.40 Lög gamla fólksins. Kvöldvökupartí í útvarpssal. 22.00 Þulur les svonefndar fréttir, síðan er hörmung næsta dags þulin upp, þá koma veðurfregnir í vondri útsend- ingu, svo hátíðleg mærðarrulla í orð- um kvöldsins en bíðið við, þið eruð enn ekki laus, því nú hefst... 22.55 Svipmynd Jónasar. „Komdu inn, láttu fara vel um þig, fáðu þér kaffi, slapp- aðu af, láttu dagsins önn líða úr lík- amanum... segðu mér Guðrún, hvern- ig leið þér þegar þú skildir við mann- inn þinn?" 00.05 Jón Múli fleygir djassplötum á fóninn. 01.00 Þessu er loksins lokið. Laugardagur 19. október 07.00 Þetta er á Veðurstofu íslands. . . 07.15 Þulur opinberar smekkleysu sína á tónlist. 07.30 Gaulað af plötum. íslenskir einsöngv- arar og kórar. 08.15 Þetta er á Veðurstofu íslands. .. 09.00 Fréttastofan örugglega farin á fætur. 09.30 Sjúkir senda lagið fyrir aðgerðina (eða á eftir). 10.00 Þetta er á fréttastofu Íslands. . . Sjúkir halda áfram að senda tóninn. 12.20 Fréttastofan með stírurnar í augun- um. 12.45 Þetta er á Veðurstofu íslands, síðan tilkynningar: „Höfum tekið nýja send- ingu. . " og loks tónleikar, tónlistar- deildin skelfir landslýð. 13.50 Hér og nú eða Þá og þar. Fréttastofan fer úr húsi. 15.00 Miðdegistónleikar. Tónlistardeildin heldur áfram að hrella landsmenn. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar. Ha? 16.20 Listagrip. Menningin handfjötluð. 17.00 Ævintýraeyjan. Nei, þetta er ekki er- indi Steingríms forsætisráöherra um ísland, heldur gamla sagan hennar Enid Blyton í leikritsformi. 17.30 Skagfirska söngsveitin. Skyldi Jón örn vera ættaður af norðan? 18.05 Leiðinlegar plötur, lesnar auglýsingar, tafsað á veðurfréttum, dagskrá kvöldsins þulin upp og loks lesnar auglýsingar á nýjan leik. 19.00 Fréttastofan leikur stefið sitt: Damm- dammdammdammdammdamm — Damm — Damm — Damm! 19.35 Stungið í stúf. Svavar Gests sprogsettur, nei annars. .. . 20.00 Harmoníkuþáttur. 15 lög leikin og öll eins. 20.30 Smásagan eftir Agötu Christie. Eins og dagskráin gefi ekki hlustendum nægan hroll... 20.05 Einsöngur í útvarpssal. Og lengra nær hann ekki... 21.20 Vísnaþáttur Gísla Helgasonar. Brúð- kaupsvalsinn leikinn á blokkflautu. 22.00 Fréttastofan bregður á leik. 22.30 Á ferð. Sveinn Einarsson lýsir skemmtilegum atvikum í embættis- ferðum. 23.05 Danslög. Teppið út í horn... 00.05 Miðnæturtónleikar. Jón örn Marinós- son fær útrás fyrir kvalalosta sinn. Klassísk tónlist á laugardagsmið- nætti! 01.00 Kvölunum linnir en martröðin tekur við. Góða nótt. Sunnudagur 20. október 08.10 Fréttastofan býður góðan dag með já- kvæðum fréttum heima og heiman. 08.35 Létt morgunlög. Þýskir listamenn leika. 09.00 Fréttir. islenskir listamenn flytja. 09.05 Morguntónleikar. Bach og t'élagar flytja. 10.00 Fréttir. Margrét Indriða og félagar flytja. 10.10 Veðurfréttir. íslenskir veðurfræðingar flytja. 14.30 Miðdegistónleikar. Erlendir listamenn leika og syngja. 15.10 Leikrit: „Nótt á níundu hæð." Byggt á reynslu Agnars Þórðarsonar af lyftum fjölbýlishúsa. 16.00 Fréttir. Þulur les og leiðréttir frétta- skeyti. 16.20 Páll Skúlason fjallar um vísindi á auð- meltan hátt. 17.00 Sumartónleikar í Skálholti. Gaman, gaman! 20.00 Stefnumót. Þorsteinn Eggertsson hittir á ungt fólk. 21.30 Saga Borgarættarinnar. 00.05 Milli svefns og vöku. Hlustendakönn- un útvarpsins. Fimmtudagur 17. október 10:00-12:00 Morgunþáttur. Kristján Sigur- jónsson og Ásgeir Tómasson vakna og skríða úr svefnpokum sínum í stúdíói. 14:00-15:00 I gegnum tíðina. Jón Ólafsson dregur upp sögulegar myndir og setur sjálfan sig í fókus. 15:00-16:00 Jesúspopp. 16:00-17:00 Byyyylllljjjjuuuuur. 17:00-18:00 Berti Möller spilar sokka- bandarokk. Þriggjamínútnafréttir 11:00,15:00,16:00 og 17:00. 20:00-21:00 Páll Þorsteinsson kynnir niöur- stöður símahringinga. Heldur Sandra sætinu? 21:00-22:00 Ragnheiður Davíðsdóttir hlær og býður gestum kaffi. 22:00-23:00 Svavar Gests spilar Twilight Time og Stardust. 23:00-24:00 Jónatan Garðarsson og Gunn- laugur Sigfússon hlusta á Bob Dylan segja frá. 00:00 Allt búið og Kristján og Ásgeir skríða aftur ofan í svefnpokana sína í stúdíói. Ragnheiður býr til súpu. Þorgeir löngu farinn heim. Föstudagur 18. október 10:00-12:00 Ásgeir upp úr svefnpokanum og Páll Þorsteins með stírurnar í aug- unum; Morgunþáttur. 14:00-16:00 Pósthólfið. Valdís Gunnarsdótt- ir les úr sprengjuhótunum til rásar 2 og uppsagnarbréfum hlustenda. 16:00-18:00 Léttir sprettir. Jón Ólafsson í innhverfri íhugun. Þriggja mínútna fréttir (er það ekki alveg nóg) kl. 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20:00-21:00 Hljóðdósin. Þórarinn Stefáns- son kynnir niðursoðna tónlist. 21:00-22:00 Bergmál. Sigurður Gröndal stælir sjálfan sig. 22:00-23:00 Rokkrásin. Snorri og Skúli tjútta í stúdíói. 23:00-03:00 Vignir á næturvakt með Þor- geiri sem var löngu farinn heim en er nú kominn aftur, samkvæmt heimild- um HR Laugardagur 19. október 10:00-12:00 Sigurður Blöndal drekkur morgunkaffi með hlustendum. 14:00-16:00 Laugardagur til lukku. Svavar Gests segir frá gæfusporum í sínu lífi og annarra. 16:00-17:00 Hringborðið. Magnús Ein- arsson lýsir stolnum húsgögnum úr búi Árna Þórarinssonar. 20:00-21:00 Línur. Heiðbjört Jóhannsdóttir syngur megrandi vísur. 21:00-22:00 Djassspjall. Venni Linnet rifjar upp samdrykkju með þekktum djass- leikurum. 22:00-23:00 Bárujárn. Siggi Sverris lýsir sveinsprófi sínu í málmréttingum. 23:00-24:00 Hákon Sigurjónsson í beinni útsendingu úr svifflugu. 24:00-03:00 Næturvaktin. Magga Blöndal ein og yfirgefin í stúdíói. Þorgeir löngu farinn heim og alveg vonlaust að ná (hann. Sunnudagur 20. október 13:00-15:00 Valdís Gunnars kryddar míkró- fóninn. (Hlustendur fá hnerra og skrúfa fyrir.) 15:00-16:00 Dæmalaus veröld. Þórir og Ei- ríkur á alþjóðlegu egóflippi. 16:00-18:00 Vinsældalistinn. Gunnlaugur Helgason breytir niöurstöðum Palla Þorsteins. Meikar Sandra það? 18:00 Sendingu hætt. Ásgeir viðrar svefn- pokann sinn en Þorgeir sést hvergi. ÚTVARP Náloftið burt! „Dead Air“ nefna Ameríkanar þá þögn sem myndast stundum í útvarpssendingu. Fyrsta frumregla allra útvarpsstöðva vestra (og reyndar um allan siðmenntadan heim) er að „náloft" myndist aldrei. Það er reyndar ekki erfitt að skilja það; ekkert er óþægilegra fyrir hlustanda en að vita ekki hvað er á seyði, hvort útvarpstækið hans sé bilað eða hvort þulurinn hafi orðið bráð- kvaddur við hljóðnemann. Allir þeirsem einhvern tímann hafa hlýtt á Ríkisútvarpið kannast við náloftið. Á Hver kannast ekki við að opna fyrir útvarp og ekk- ert heyrist? Sfðan skrúfar maður tækið í botn og þá kemur þulurinn skyndilega inn af alefli. hverjum degi heyrum við þessar þagnir, stuttar og langar, í tíma og ótíma. Algeng- astar eru þær milli þátta, stundum eftir kynningu þular áður en nýr þáttur hefst, en oftast að loknum dagskrárlið meðan þulur er að átta sig og ná upp hljóði. En það kemur jafnvel fyrir, og þá einkum í auglýs- ingalestri eða jafnvel fréttalestri, að náloft myndist, og hlustendur bíða með öndina í hálsinum eftir að heyra framhaldið. Annar ónotalegur þáttur náloftsins er að opna fyrir viðtækið meðan þögnin er í al- gleymingi ef svo má að orði komast. Hlust- andinn veit ekki sitt rjúkandi ráð, tékkar á bylgjunni, þuklar á snúrunni, jú, jú, tækið logar og í sambandi. Þá er tíðnistakkanum snúið fram og aftur en engin hljóð. Sendir ekki útvarpið út á þessum tíma? Á miðjum degi? Jú, andskotinn sjálfur... Að endingu er tækið stillt í botn, það skyldi þó ekki vera að hátalararnir hafi klikkað? Og þá bregst það ekki, þulurinn kemur skyndi- lega inn á fullum styrk svo undir tekur í húsinu og áheyrandinn fær vægt sjokk, ef ekki hjartaáfall. Náloftið sem mun vera séríslenskt fyrir- bæri á okkar tímum, er auðvitað fyrst og fremst móðgun við hlustendur. Það lýsir ennfremur ágætlega þeirrl stöðnun og stirðleika sem einkennir rás 1. Náloftið ein- skorðast nefnilega við Gufunesradíóið, það heyrist ekki á rás 2, enda mun þéttari stöð í útsendingu. Rás 1 hefur þessar óþolandi glufur, tafs og seinagang sem gerir stöðina að gömlu fyrirbæri. Það sorglega við Skúlagötustöðina er einmitt hve litlu þarf að kippa í lag til að gera stöðina áheyri- legri. Þéttari dagskrá, þulir þurfa að vera áheyrilegri og frjálslegri og fyrir alla muni: sleppið náloftinu út um gluggann en ekki inn í míkrófóninn. SJONVARP Skálkaskjól Islenska sjónvarpið er stundum dálítið sveitó. Hvernig stendur á því þegar klippt er inn á fréttamann í viðtali úti í bæ (á mynd- bandi) að hann starir á sjónvarpsáhorfend- ur í svona fjórar til fimm sekúndur áður en hann mælir orð frá munni? Hvers vegna eru útitökur ekki klipptar þannig að inn- gangur fréttamannsins hefst um leið og hann er kominn i mynd? Lítið atriði, en þó ekki. Svona þagnir í sjónvarpi eru nefni- lega heil eilífð og gefa fréttatímanum mjög hallærislegan blæ. Og annað atriði í þessu sambandi. Frétta- menn hafa farið út í bæ í efnisöflun. Þeir kynna viðfangsefnið á staðnum og snúa sér síðan að viðmælendum. Þessu er svo skotið inn í fréttatímann, en á undan fer stutt „súmering" á öllu viðfangsefninu hjá þuli í stúdíói. Og spurningin er þessi: Hvers vegna þurfa þulir í stúdíóinu að blandast málinu með einhverjum aukainngangi? Hvers vegna ekki einfaldlega setja mynd- bandið í gang ókynnt og láta viðkomandi fréttamann um að koma öllu málinu til skila? Þulur hefur í þessu tilviki engu hlut- verki að gegna nema draga hlutina á lang- inn. En þetta er stíllinn hjá sjónvarpinu. Það þarf alltaf einhvern formlegan aðdraganda að öllu. Allt þarf að kynnast með formleg- um og langdregnum hætti. Af hverju ekki láta hlutina kynna sig sjálfa og auka þannig hraðann? Hafa dálítið tempó á hlutunum. Já, það er dálítið sveitalegt hjá okkur ís- lenska sjónvarpið. En svona hefur það ver- ið og kannski viljum við einfaldlega hafa það svona af gamalli venju. Öll þekkjum við þá viðbáru að þetta og hitt sé ekki hægt hjá sjónvarpinu vegna þess að stofnunin er í fjársvelti og það vanti mannafla. Hin og þessi mistökin eru af- sökuð með mannfæð. Og vitaskuld er það hárrétt — sjónvarpið er undirmannað. Ef litið er t.a.m. á fréttastofuna, þá sér hver maður að það eru einfaldlega alltof fáir menn um að koma saman þéttum og góð- um hálftíma fréttatíma á hverju kvöldi. Þetta afsakar að frumkvæði fréttastofu sjónvarps er sáralítið. Þau eru örfá málin sem raunverulega byrja á fréttastofu sjón- varps. Algengara er að fréttastofan fylgi eftir málum sem aðrir fjölmiðlar hafa opn- að. Og ódýru lausnirnar eru einnig of al- gengar. Fréttamaður og tæknimenn eru sendir á blaðamannafund — stutt frásögn og yfirlitsmynd af fundinum og í kjölfarið stutt viðtal við einn forsvarsmanna. Og svo hitt sígilda efnið, þegar lið er sent í sjávar- þorpin og spurt um gæftir og aflabrögð í einhverri víkinni eða firðinum. Það er of mikið um þetta. Það er of lítið um raunverulega fréttaöflun — þar sem frumkvæðið kemur frá sjónvarpsmönnum sjálfum. Lítið dæmi um undantekningu: Páll Magnússon og sólarlandafargjöldin. Það eru margir ágætis fréttamenn á sjón- varpinu. Þeim í erlendu fréttunum tekst t.d. aðdáunarlega vel að klára sín mál. En það er þetta með mannfæðina — það er aldrei tími til að gera eitt né neitt. Vantar mann- afla og fjármagn. En er ekki afsökunin um mannfæðina orðin einum of samgróin umræðum um frammistöðu fréttastofu sjónvarps? Er þetta ekki orðin of handhæg skýring fyrir starfsfólkið sjálft? Er það ekki stórhættu- legt fyrir vinnandi menn að vita ævinlega af góðri og gegnri afsökun, skotheldri í of- análag, ef þeir skyldu klikka? Er mannahallærið stundum notað sem skálkaskjól? 22 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.