Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 20
ISLENDINGAR LITA ÞAÐ ALVARLEGUM AUGUM, „Svo þetta verður grein um það sem allir gera, en eng- inn veit um,“ sagði karlmaður í samtali við Helgarpóst- inn. Áður höfðu svo margir haldið því fram að íslend- ingar væru iðnir við framhjáhald, að við þurftum ekki frekari vitnanna við. Menn ætla að náunginn sé lauslátur, án þess að geta fært sönnur á það. Þetta kemur reyndar heim og saman við niðurstöður könnunar sem nýlega var gerð á Islandi; yfirgnæfandi meirihluti spurðra tekur harða afstöðu gegn lauslæti í kynferðismálum, á meðan þeir sömu standa í þeirri trú að flestir aðrir séu lauslátir! Megin niðurstaða þessarar sömu könnunar er raunar sú að íslendingar séu mjög siðavönd þjóð, sem vel að merkja þýðir ekki að við get- um ekki misstigið okkur. Og um það fjallar þessi grein. En nú er best að rugla ekki saman félagslegri könnun og Helgarpósts- samtölum við fjölda fólks. Enda gerður greinarmunur á því hér á eftir, og sérstaklega talað um „könnun" þegar sú fyrstnefnda á í hlut. Við HP-menn spyrjum hins vegar: Hvers vegna verður fólki hált á svellinu? Og komumst einfaldlega að því að ástæðurnar geta verið hundrað eða fleiri. „Þetta er svo einstaklings- bundið," voru undantekningarlítið svör þeirra sem veltu vöngum yfir þessu, kvenna jafnt sem karla. Dæmi um svör eru þessi: „Mig langar í tilbreytingu." — „Maðurinn minn sýnir mér ekki áhuga." — „Ég héit einu sinni fram- hjá vegna þess að ég reiddist mann- inum mínum, og fékk svo heiftar- legt samviskubit að ég er viss um að ég geri það ekki aftur." — „Ævin- týraþrá." — „Karlmenn gera þetta af því að þeir vilja sanna sig." — „Ég gæti trúað að framhjáhlaup mundi hressa upp á egó konunnar." Þar höfum við það. En að draga niðurstöður af trúnaðarsamtölum Helgarpósts við bæði kynin væri í rauninni hættulegt. Þar af leiðandi biðjum við menn að taka eftirfar- andi með öllum hugsanlegum fyrir- vara, eða sleppa næstu línum ella: Að fólki sé hættast við framhjá- haldi á aldrinum 30—45 ára. Að möguleikinn á framhjáhaldi sé ofar í huga karla en kvenna. Að karlar geri það af nýjungagirni og ævin- týraþrá, á meðan konan gerir það fremur út af vonbrigðum með eitt eða annað í hjúskapnum. Að tilfinn- ingar þurfi að vera með í leiknum hjá konunni, á meðan þær skipta engu hjá karlinum; eru fremur fjöt- ur um fót. Að ótrúlega margir líti svo á að framhjáhald geti undir viss- um kringumstæðum verið til bóta í hjónabandi. Að hugtakið framhjá- hald megi toga og teygja enda- laust... Léttúðugar „sólar- landaþjóðir“ Áður en lengra er haldið skulum við snúa okkur að fyrrnefndri könn- un. Þessa dagana er í félagsvísinda- deild Háskóla Islands unnið úr rann- sókn á lífsviðhorfum Islendinga, sem byggir á Gallup-könnun þeirri er Hagvangur gerði á síðasta ári, og gerir mönnum kleift að bera okkur saman við aðrar þjóðir. Þannig eru „sólarlandaþjóðir" einna léttúðugastar í viðhorfum til kynferðismála, þó ekki sé það ein- hlítt að blóðhitinn lækki eftir því sem norðar dregur. Bretar og Svíar líta hliðarspor í ástalífi til dæmis ekki jafn alvarlegum augum og við, en Danir og íslendingar eiga sam- leið í þeim efnum. 74% íslendinga teija að boðorðið um að maður skuli ekki drýgja hór sé í fullu gildi hvað þá sjálfa snertir. Þar erum við einna efst á blaði með- al annarra þjóða. Hins vegar telja aðeins 46% íslendinga að það sama gildi um fólk almennt í landinu. Sum sé, þeir ætla að aðrir séu fjöllyndari en þeir sjálfir. 67% Dana eru sammála 74% ís- lendinga, en aðeins 7% þeirra telja að boðorðið um að ekki skuli haldið framhjá sé í fullu gildi hjá öðrum. Sem endurspeglar orðsporið sem fer af nágrönnum okkar; að vera með lauslátari þjóðum í heimi. Og hverfum nú í bili frá niðurstöðum Gallup-könnunarinnar. Ævintýraþrá, kynlífsþörf og nýjungagirni I þessari grein erum við beinlínis að fiska eftir sjónarmiðum sem lúta að framhjáhaldi, hvort sem viðmæl- endur HP hafa nú stigið hliðarsporið til fulls eða látið sér nægja að velta þessum möguleikum mannlífsins fyrir sér. Þessi breyskleiki er því í sviðsljósinu, allt annað bíður betri tíma. 36 ára karlmaður segir til dæmis við Helgarpóstinn: „Menn halda framhjá vegna þess að þeir eru að mæla sig; kanna hvort þeir hafa ein- hvern sjens ennþá, eins og þeir höfðu í gamla daga áður en þeir giftu sig. Sumir eru með þeim ósköpum gerðir, að þeir þurfa alltaf að standa í þessu." Kynbróðir hans, tveimur árum yngri, segir: „Framhjáhald svalar ævintýraþrá, kynlífsþörf og nýjungagirni. Stór partur af leiknum er spennan; þetta má ekki og þetta gæti komist upp. Þetta er ævintýri með allri þeirri áhættu sem hugsan- lega kann að fylgja." Enn annar segir: „Ég stunda þetta ekki. En þegar réttar kringumstæð- ur skapast; möguleikinn á framhjá- haldi er allt í einu fyrir hendi, þá hlýðir maður þörfinni og siðferðis- öflin, skynsemi og tryggð gagnvart konunni verða undir í baráttunni. — Huaö þarí,,hin" konan aö hafa við sig? „Ekkert sérstakt. Hún er bara öðruvísi. Hluti af þessu er auðvitað að eiginkonan er ekki eins spenn- andi og áður." Það var nefnilega lóðið. Einmitt þetta „honum finnst ég greinilega ekki eins spennandi og áður" rekur konur út í framhjáhald, ef marka má viðmælendur HP. Ein þeirra segir t.a.m.: „Þegar karlinn hættir að segja að ég sé sexý eða sæt verður maður eðliiega fúll. Hann veitir mér ekki athygli lengur. Þetta held ég að sé algengt í hjóna- böndum. Fólk hefur svo mikið að gera, að það mætir afgangi að rækta ástina í hjónabandinu. Það ein- angrast hvort frá öðru. Áður en var- ir er það farið að skemmta sér sitt í hvoru lagi, og þá er nú leiðin í fram- hjáhaldið greið. Allt í einu finnur konan að hún vekur athygli karl- manna og þeir spila á strengi sem hún hafði gleymt. Egóið tekst á loft, og ekkert er auðveldara en að ganga lengra." Við viljum gott kynlíf í fyrrnefndri Gallup-könnun voru Islendingar spurðir að því hvort rétt- lætanlegt væri að halda framhjá. Þeir taka almenna afstöðu gegn því, öfugt við þar sem sumir hefðu átt von á. 92% segja að það sé ekki rétt- lætanlegt. Þar af taka 72% enn dýpra í árinni, og segja að það sé aldrei réttlætanlegt. En hvernig í ósköpun- um verður þá skýrður sá orðrómur sem farið hefur af lauslæti landans? Jú, á móti koma aðrar niðurstöður í sömu könnun. fslendingar ieggja 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.