Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 11
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Nýja hliðin ritstjórans Hr. Ingólfur Margeirsson. Þar kom að því að vel varðveittir hæfileikar þínar nytu sín sem þeim ber. í umsögn um dagskrá sjón- varpsins um daginn fékk loksins einhver innibyrgður Fúlilækur að flæða hindrunarlaust fram úr rit- stjóravitundinni fullur af vandlæt- ingu, hnjóðsyrðum og barnalegu skítkasti. Líklega finnst þér sjálfum þessi pistill þinn bara þó nokkuð smart hjá þér. Tæpitungulaus og röff. Punkturinn yfir i-ið í smartheitun- um er auðvitað að kalla Sveinbjörn I. Baldvinsson skussa og gefa auk þess sterklega í skyn að hann sé hálfviti líka. Þar sem ég er téður Sveinbjörn finnst mér þetta hins vegar ekki mjög smart. Þessi pistill er í mínum augum fíflalegur og ég skal segja þér afhverju. í upphafi máls þíns talarðu um þáttinn „Tarkovskí á íslandi", sem ég hafði umsjón með, sem heimildar- mynd um heimsfrægan listamann, en lætur nægja að kalla hana heim- ildarmynd um komu Tarkovskís til landsins nokkru síðar. Hafi þáttur- inn verið kynntur þannig í sjón- varpsdagskrá, þá er þetta orðalag a.m.k. ekki frá mér komið. En þetta er smáatriði. Eftir að hafa afgreitt ágætan viðtalsþátt um Iris Murdoch sem flatan og áreynslulítinn byrj- arðu fyrir alvöru að ná þér á strik og kallar Tarkovskíþáttinn „ósköp". Svo kemur þessi skemmtilega klausa: „Möguleikarnir virtust ótæmandi, þrátt fyrir stuttan stans listamannsins; sjónvarpsviðtal, þar sem klippa mætti inn sýnishorn úr myndunum til að undirstrika ákveð- in atriði, heimildarmynd um Tar- kovskíhátíðina og viðbrögð sovéska sendiráðsins eða á einn eða annan veg kynning á verkum hans í at- hyglisverðri heild." Þetta er' dásemd. Afhverju var þetta ekki gert? spyr lesandinn sig. Og svarið kemur frá ritstjóranum: — Vegna þess að Sveinbjörn I. Bald- vinsson er skussi og hann og félagar hans „klúðruðu öllu sem hægt var að klúðra". Ef þú hefðir kynnt þér málið, Ing- ólfur, eða leyfðir vafalaust þokka- legri greind þinni að njóta sín, hefð- irðu látið þetta ósagt. Sannleikurinn er sá að ekkert af þessu sem þú telur svo fjálglega upp var hægt að gera. Tarkovskí er samningsbundinn ítala nokkrum um það, að enginn megi gera um hann heimildarmynd, nema sá ítalski. RUV hafði ekki á prjónunum að gera neitt í sambandi við komu Tarkovskís til íslands. Mér datt í hug að freista þess að fá að fylgja honum eftir meðan hann staldraði við, heldur en að láta hann koma og fara án þess að neitt væri gert af hálfu sjónvarpsins. Ég fékk leyfi til þess frá sjónvarpinu, en eng- inn dagskrárgerðarmaður var laus í þetta verkefni og því hélt ég sjálfur utan um þetta. Vegna fyrrgreinds samnings Tar- kovskís og ítalans mátti Tarkovskí ekkert það aðhafast sem líta mætti svo á að væri sérstaklega gert fyrir þennan sjónvarpsþátt. Þó fékk Arni Bergmann að leggja fyrir hann þrjár spurningar, þegar stansað var í sum- arbústað við Alftavatn í fyrirfram skipulögðu ferðalagi með Tar- kovskínefndinni. Hugsanlega hefði verið unnt að gera einhvers konar heimildarmynd um Tarkovskíhátíðina og þátt sov- éska sendiráðsins, hefði RUV-sjón- varp tekið ákvörðun um það með fyrirvara og sett mannskap í málið. Svo var ekki. Því má svo bæta við að öll eintök af myndum Tarkovskis sem sýndar voru á hátíðinni voru send utan með hraði strax eftir að hátíðinni lauk, nema eintak af Stalker. Þú ert argur yfir því að ekki skuli meirá hafa verið sýnt frá málþing- inu í hátíðarsal Háskólans. Það stóð yfir i þrjá tíma. Það var ómögulegt að taka upp allt málþingið. Slíkt hefði til dæmis þýtt hreinustu vand- ræði við að eftirvinna þáttinn, en ég skal í betra tómi útskýra það fyrir þér. Það er kannski rétt að ég taki það fram að ég man það hreinlega ekki hvort við náðum myndum af ykkur Tarkovski saman, þarna á málþinginu. Það sem þér þykir „kannski það versta" við þennan þátt, sem þú nefnir svo skemmtilegum nöfnum í pistlinum, er að „Sveinbjörn leyföi (undirstr. SIB) sér að klippa brot úr myndum Tarkovskís inn í þessa naglasúpu sína, algerlega sam- hengislaust og án allra tilrauna til útskýringa eða skilgreiningar". Jafnvel þú hlýtur að skilja það, að í svona stuttum þætti var ekki mögu- legt að fjalla um myndir Tarkovskís. Ætlunin var einungis að gefa áhorf- endum tækifæri til að sjá örlítil dæmi um það sem Tarkovskí hefur verið að gera, ekki að útskýra það, eða skilgreina. Að lokum þetta: Ég hélt að þú vissir að hefði allt þetta, sem þú lýsir svo fjálglega í upphafi máls þíns, verið mögulegt, þá hefði ég og samstarfsmenn mínir að sjálfsögðu leitast við að gera það. Svo virðist ekki vera. Af skrifi þínu að dæma telurðu mig hafa átt alla möguleika á að gera frábæra heim- ildarmynd osfrv. en ekki haft vit á því að nýta þá. Þú hlýtur að sjá að í þessu felst gróf árás og hrein móðg- un. Nú þarf I.M. ekkert að segja mér til varðandi gerð sjónvarpsþátta eða neitt annað, ef því er að skipta, en góði reyndu amk. að gera þér grein fyrir því hvað þú ert að setja á blað. Eg verð að segja að það kemur mér á óvart hvað þú leggur þig fram um að ata mig auri í þessu skrifi þínu. En það er alltaf fróðlegt að kynnast nýjum hliðum á fólki, jafnvel veru- lega ómerkilegum hliðum. Takk, sælir, Sveinbjörn I. Baldvinsson Ofurhugar Sveinbjörn minn. Þú hefur útskýrt betur fyrir les- endum HP en fátæklegur sjónvarps- pistill minn í síðasta tölublaði megn- aði: Tarkovskí var samningsbund- inn ítala og mátti sig hvergi hræra. Enginn mannskapur var til að fjalla um heimsóknina eða atburði sem henni tengdust. Sjónvarpið vildi ekkert gera fyrir þig nema veita þér leyfi til að gera myndina. Öll eintök af myndum Tarkovskís voru send ut- an með hraði. Það var ómögulegt að kvikmynda þriggja tíma mál- þing. Og svo framvegis. Það virtist sem sagt ómögulegt að gera mynd um heimsókn Tarkovskís til íslands. Samt fórst þú af stað. Og gerðir mynd. Þú skalt vita að ég kann að meta bjartsýni. En þú ert ekki einungis bjartsýnismaður, þú ert ofurhugi. Ég kann líka vel að meta ofurhuga. En ekki alltaf verk þeirra. Og verk þitt um Tarkovskí er að mínu mati klúður. Því miður fá engar útskýringar breytt því. Hins vegar mættir þú og aðrir ofurhugar sjónvarpsins fara að átta ykkur á því, að það er ekki endalaust hægt að fela sig á bak við mannfæð, pen- ingaleysi og erfiðleika aðra. Að fjalla um Tarkovskí eins og þú gerðir (sama hverjar forsendurnar eru) er auðvitað ekkert annað en móðgun við listamanninn sjálfan, verk hans og þá sem þeim unna. Lifðu heill, Ingólfur Margeirsson ritstjóri. HALOGEN H-4 og H-3 Vinnuvélalugtir (í gúmmíhúsi) fyrir: Dráttarvélar Gröfur Vörubíla Jarðýtur Athugið okkar verð Póstsendum Givarahlutir HamarshnlAa 1 Hamarshöfða 1 Simar 36510 og 83744 ií' ' , . -5- emu, Síðan er hann þveginn með mji um (vélþvottur), þar á eftir þvotturinn (svampar og sáf sleppa burstum og fá bí idþveginn. Næst fer bíllinn í bónvélina og sprautað yfir hann bóni og síðan I Að þessu loknu er þurrkun og . „ bílar eða fleiri geta verið í hí “ | t.d. einn í móttöku, annar í há. . . S þriðjí í handþvotti o.s.frv. ”"l, sem þveginn er oft og reglul lengur, endursöluverð er hí ökumaður ekur ánægðari öruggari á hreinum bil. | Tíma þarf ekki að panta. þeir sem koma með bilinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvað margt skeður á stuttum tima (15 minútum). Bón- og þvottastöðin Sigtúni 3, Sími 14820. HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.