Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 8
yfirgripsmikið til þess að einn maður geti stjórnað því öllu með einni hendi." Ilögreglunni hefur Sigurjón ævinlega leikið þann leik að vera sem fjærst sínum undir- mönnum, „haldið þeim í kulda- legri fjarlægð," eins og einn við- mælandi blaðsins innan lögregl- unnar orðaði það. Hann hefur nánast aldrei, á uppundir fjörutíu ára ferli sínum sem yfirmaður embættisins, sést á kaffistofu lög- reglunnar sem hugsuð er fyrir háa jafnt sem lága. Og strangt til tekið sést „stjóri", eins og hann er nefndur meðal lögreglumanna, aldrei á neðri hæðum lögreglu- stöðvarinnar þar sem langstærsti hluti starfsfólksins hefur aðsetur. Hann heldur sig aðeins inni á skrifstofu sinni, í mesta lagi að hann gangi yfir til Bjarka Elías- sonar yfirlögregluþjóns sem er í næsta herbergi, „þó það sé nú yfirleitt á hirin veginn; að Bjarki og aðrir yfirmenn lögreglunnar gangi yfir til hans, hlaupi á eftir honum þegar mikið liggur við," eins og einn innanbúðarmaður ofan af efri hæðunum við Hverfis- götu lýsir þessum samskiptum Sigurjóns og næstu samstarfs- manna hans. Sigurjón hefur haft þann háttinn á að kalla menn fyrir sig endrum og eins, einkanlega ef lögreglu- mönnum hefur orðið eitthvað á í messunni. Þá er talað um að þeir séu „kallaðir á teppið". A fjögurra- augnafundum sem þessum þykir Sigurjón afskaplega formfastur. Hann þérar gjarnan menn upp í hástert og segir „herra rninn" í öðru hverju orði. Þetta notar hann oft á „þrælana" í lögreglunni segja menn, hina venjulegu pólitímenn, og tekur þá þannig á taugum. Ef lögreglumenn lenda hinsvegar ekki í neinu og eru ekki kallaðir á teppið, geta liðið mörg ár án þess að þeir sjái nokkru sinni lögreglu- stjóra. Hann sést afar sjaldan þeg- ar um meiriháttar lögregluað- gerðir eins og þingsetningu, komu erlendra gesta eða stórmótmæli er að ræða. í undantekningartil- vikunum ekur hann um á Volvón- um sínum í jaðri aðgerðanna „og snuðrar í kringum þetta", eins og sjónarvottur að svona löguðu lýsir. Hann var jafn hrifinn af Hitler og við hinir, dáði nann sem kennimann og hélt með honum og hans liði allan tímann. Fyrirlitning Sigurjóns á kommúnisma var alveg einlæg og ég efast ekki um að svo sé enn. Sigurjón hefur leikið þann leik í lög- reglunni að halda undirmönnum sínum í kuldalegri fjarlægð frá sér. Hann þolir ekki villur, ekki lítilvæaustu stafsetningarvillur. Hann þolir ekki vitleysinga. Sigurjón er töffari í sér, miskunnarlítill og lætur menn fá til tevatnsins svip- brigðalaust. Mér finnst þessi perfeksjónismi hafa háð honum. Það er ekkert eðlilegt hvað hann þráir fullkomnunina. ar: „Mér finnst þessi perfeksjón- ismi hafa háð honum. Hann hefur komið niður á störfum hans. Það er ekkert eðlilegt, hvað hann þráir fullkomnunina." Og hann er með pókerandlit, vilja menn halda sem umgangast hann mikið, samanbit- inn og hvass í útliti og brosir ekki með augunum þegar hann er á tali við einhverja úr lögguliðinu. „Hann er afskaplega hægur og settlegur í fasi, gengur rólega og er teinréttur og þótt hann sé frem- ur lágvaxinn sker hann sig úr í fjölda vegna sterks svipmóts og virðuleika," nefnir náinn vinur hans. Sigurjón er samt ekki þessi stífi og formlegi embættis- maður allan sólarhringinn. Hann er í návígi utan lögreglunn- ar dálítið kankvís og lúmskur húmoristi, brosir þá með öllu and- litinu að meðtöldum augunum, talar lágt en laumar út úr sér skondnum tilsvörum og sér skop- legar hliðar á málum. Fyrst og fremst er hann þó fjölskyldumað- ur utan vinnu, mjög elskur að börnum sínum sex og ótal barna- börnum. Hans mesta yndi hefur verið að geta ferðast með þau, hvort heldur til útlanda eða hér irTnanlands, og frætt þau um allt sem fyrir augun ber og , þá kannski mestmegnis um fuglana. Hann er mikill fuglaskoðari og á safn ljósmynda sem hann tekur á þessum ferðum sínum út um hvippinn og hvappinn. Vinir hans leggja áherslu á hvað hann sé vel að sér: „Maður kemur nánast hvergi að tómum kofunum hjá honum," segir einn þeirra. Hann les greinilega blöðin vel yfir, þótt hann vilji sjaldnast og nærfellt aldrei sjáífur láta hafa eitthvað eft- ir sér í þeim, svo sem eins og í þessari Nærmynd. Hann er reynd- ar með eindæmum fjölmiðlafæl- inn maður. Vinir hans og sam- starfsmenn segja ástæðuna vera þessa: „Hann er ekki maður augnabliksins. Hann á mjög erfitt með að tjá sig að óathuguðu og óyfirveguðu máli. Hann vill hug- leiða það sem hann lætur frá sér fara. Og þessvegna er það svo, að þegar þið blaðamenn eruð að hringja í hann að óvörum og biðja um komment, þá læsist hann. Það er líka nokkuð til í því að hann sé feiminn." Alla jafna hefur Sigurjón allt sitt um gang mála í lögreglunni í gegnum undirmenn sína; Bjarka Elíasson yfirlögregluþjón, William Möller fulltrúa sinn, Óskar Ólason yfir- mann umferðarmála, Pál Eiríks- son yfirlögregluþjón og Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögreglu- þjón. Einn þessara undirmanna Sigurjóns sem HP talaði við meðal annarra, sagði að þrátt fyrir þetta fylgdist Sigurjón „alveg ofboðs- lega vel með innri störfum lögregl- unnar. Hann er svo fundaglaður maður, hefur hvern morgun á því að funda með okkur um atburði næstliðins sólarhrings og síðan er hann með einn fund í viku með okkur yfirmönnum að ræða málin almennt." Hann kemur ekki beint fram sem stjórnandi, heldur stjórnar í gegnum menn, „fylgist með öllu í gegnum gluggatjöldin" og um þetta eru menn sammála. Gallinn við þessa stjórnunarað- ferð er svo vitaskuld sá að Sigur- jón hefur í gegnum tíðina nær ein- göngu þurft að reiða sig á upplýs- ingar „misviturra ráðgjafa og tek- ið ákvörðun í ljósi þeirra og þann- ig aldrei notað ómengaða dóm- greind sjálfs sín við stefnumörkun- ina,“ eins og starfsmaður úr kerf- inu kemst að orði. Sá sami segir Sigurjón njóta virðingar ráðuneytismanna „en þó aldrei nándar nærri eins mikla og hann nýtur í röðum eigin starfs- manna". Og starfsmaður hans kannast við respektina: „Hann hefur sjarma og þeir sem næst honum standa í lögreglunni myndu vaða fyrir hann eld og brennistein, ef því væri að skipta, ekki af ótta einum saman, heldur einnig virðingu og trausti á hon- um.“ Einn yfirmannanna vill draga úr þessu virðingartali: „Vist er borin mikil virðing fyrir Sigur- jóni. Ég ber til dæmis nær ótak- markaða virðingu fyrir honum enda tel ég hann vera einhvern fullkomnasta embættismann sem ísland hefur átt. En að við séum hræddir við hann ... nei, því fer fjarri. Við myndum hlýða því sem hann segði, en ekki í neinni blindni." Sigurjón hefur stýrt Lög- regluskóla ríkisins frá því að hann var stofnaður á sjö- unda áratugnum og ætti þannig að vera málkunnugur öllum síðari tíma löggum í Iandinu sem hafa próf til starfans. Þessir nemendur hans eru sammála um að ímyndin sem hann hefur skapað lögreglu- starfinu í gegnum tíðina sé eitt- hvað á þessa leið: Traustir menn, en mannlegir! í kennslunni hefur hann lagt mikla áherslu á að tvær hliðar séu á öllum vandamálum sem upp koma og hann hefur brýnt fyrir mönnum sínum að reyna að bregðast mannlega við þeim kreppum sem þeir kunna að lenda í. „Hann vill að iögreglan í landinu sé afskaplega vel mennt- uð og upplýst. Hann leggur mikla áherslu á að hún sýni nákvæmni, til dæmis við gagnaöflun. Hann þolir ekki villur, ekki einu sinni stafsetningarvillur í skýrslum. Hann þolir ekki vitleysinga," bendir einn nemenda hans á. Einn yfirmannanna bætir við þetta: „Lögreglumenn eru ekki lengur valdir eftir aflsmunum, heldur vitsmunum. Já, blessaður vertu, þetta eru óttalegar horrenglur hérna innan um, en það er þá eitt- hvað á milli eyrnanna á þeim í staðinn," sagði vakthafandi lögga og var það meira í gríni en alvöru. En menn segja líka að það sé ekki nóg að vera vitur til að komast í lögguliðið, stundum þurfi venslin til að auki. Sigurjón er að sönnu maður ætt- rækinn og vilja margir meina að ættmenni hans eigi greiðan að- gang að lögreglunni og einnig upp valdastigann. Þetta er þó orðum aukið. Hann á það sajnt til að fara gegn öllum venjum og hefðum^ þegar menn eru hækkaðir í tign í lögreglunni, láta starfsaldur ekki ráða, heldur kippa mönnum upp metorðastigann, ungum og efni- legum mönnum. Sumir hafa reynt að smjaðra fyrir honum í von um þennan skjóta frama, en hann er maður sem sér í gegnum slíkt, segja menn, og einn bætir við: „Hann getur verið ákaflega dóm- harður ef honum finnst menn hafa farið af brautinni. Hann getur þá rokið upp í stuttan tíma og látið ýmislegt fjúka, en hann nær fljót- lega áttum og stillir sig. Gleymum því heldur ekki, að Sigurjón erfir aldrei neitt við neinn, hvað sem á hefur gengið." Margir taka undir ofansagt: Sigurjón er töffari í sér, miskunn- arlítill og lætur menn fá til tevatns- ins svipbrigðalaust og miskunnar- laust. Sigurjón er „perfeksjónisti" og lifir sjálfur eftir þeirri reglu; varkár í orðum, óaðfinnanlega klæddur og svo framvegis. Leit hans að fullkomnuninni getur ver- ið svo örvæntingarfull á stundum að samstarfsmönnum hans er öll- um lokið: „Menn eru að missa alla þolinmæði þegar hann er kannski að velta fyrir sér minnsta smá- atriði í stíl svo mörgum, mörgum mínútum skiptir," segir einn. Ann- Langflestir þeirra sem HP hafði tal af vegna þessarar greinar töldu að Sigurjón væri búinn að eiga farsælan feril sem lögreglustjóri. Það hafa ekki verið mikil átök um hann sem lög- reglustjóra, nema ef vera kynni á umbrotaskeiðinu í kringum ’68. Þá skall vinstri-bylgjan á landinu með látum. Mótmælaaðgerðir urðu daglegt brauð og oftsinnis þurfti lögreglan að stilla til friðar. Og eins og oftar, líkaði mönnum ekki allskostar við aðfarirnar. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur var meðal fremstu manna í Fylkingunni á þessum tíma og segist muna eftir einu þeirra örfáu tilvika sem Sigurjón hefur stjórnað liði sínu utandyra: „Sumarið ’68 var haldinn hérna Nato-fundur í Háskóiabíói. Þetta stríðsbandalag var nýbúið að steypa lýðræðislega kjörinni stjórn í Grikklandi og koma þar á herstjórn og vorum við með nokkra gríska gesti hér á landi í til- efni af því. Þeir tóku þátt í mót- mælum okkar gegn Nató á tröpp- unum fyrir framan Háskólabíó þegar fundurinn var að hefjast. Fundarmenn þurftu þannig að troða sér framhjá okkur ...“ Og Ragnar heldur áfram lýsing- unni: „Lögreglan mætti náttúr- lega þarna með heilmikinn liðs- afla sem raðaði sér upp fyrir fram- 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.