Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 9
an okkur mótmælendurna. Allt í einu gekk Sigurjón Sigurðsson fram fyrir skjöldu og ávarpaði mig: Ragnar, láttu fólkið fara þarna af tröppunum! Eg stóð upp við þessi orð lögreglustjórans, sneri mér við og bjóst til þess að spyrja félaga mína hvort þeir væru til í að verða við orðum mannsins, þegar mér er sagt að Sigurjón hafi lyft vísifingri upp í loftið. Og þar með byrjaði lið hans að lemja á okkur með kylfum. Grískir félagar okkar furðuðu sig mjög á aðförum yfirvaldsins þarna á staðnum. Þeir urðu, ásamt okkur hinum, fyrir höfuðhöggum og því að vera teknir kverkataki, en hvorttveggja sögðu þeir að löggumönnum væri bannað annarstaðar í Evrópu . . . Sem sagt,“ heldur Ragnar áfram, „okkur kommunum fundust að- farir löggunnar á þessum tíma oft fruntalegar og hættulegar. Við urðum þess líka vör hvað löggan var undir gífurlegum aga, en margir óbreyttir löggumenn kváð- ust utan vaktar ekkert vera hrifnir af þeirri hörku sem þeim væri sagt að beita. Þeir þyrðu hinsvegar ekkert að kvarta, enda fengju þeir bágt fyrir sem það gerðu. Nú, auð- vitað áttu menn það svo til að tengja þessa miðstýringu við Sigurjón og hans fortíð, án þess þó að vera vissir um að þetta ofbeldi kæmi frá honum persónulega," segir Ragnar að lokum. Annar kommi þessara ára segir Sigurjón hafa almennt gengið undir nafn- inu „nasistinn“ í hópi róttæklinga í kringum '68. Sami maður bætir við: „Blessaður vertu, komma- hatrið kraumar ennþá í Sigurjóni. Það þarf ekki annað en að líta á liðið sem hann hefur valið í kring- um sig. Vinstrisinnar í yfirmanna- liði lögreglunnar eru teljandi á fingrum annarrar handar!" Sigurjón Sigurðsson ætlaði sér ekki að ljúka starfs- aevinni í embætti lögreglu- stjóra. í tíð Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra fyrir átta ár- um, sótti hann um starf hæstarétt- ardómara. Sigurjón er perfeksjón- isti sem fyrr segir og var búinn að fá vilyrði Ólafs fyrir því að hann fengi starfann áður en hann fyllti út umsóknareyðublaðið. Sigurjón var af þeim sökum svo fullviss um að fá þessa vinnu í hæstarétti að daginn sem Ólafur hugðist til- kynna hver hreppti stöðuna var lögreglustjórinn búinn að boða inn á teppi til sín helstu samstarfs- menn sína í gefjnum tíðina til þess að kveðja þá. I millitíðinni gerðist hinsvegar þetta: Hæstaréttardómarar fregnuðu að Ólafur hygðist skipa Sigurjón í embættið. Þeim fannst það öllum óviðeigandi, einkum og sér í lagi vegna þess að Sigurjón hefði aldrei praktíserað sem lögfræð- ingur og þar af leiðandi ekki kynnst lögmannsstörfum frá því hann var í skóla. Magnús Torfason hæstaréttardómari gekk þannig á fund Ólafs Jóhannessonar með undirskriftalista frá kollegum sín- um og sér þar sem dómsmálaráð- herra var náðarsamlegast beðinn að breyta fyrirhugaðri ákvörðun sinni svo ekki yrði í fyrsta sinn brotið út af þeirri hefð að praktís- erandi lögmaður eða lagaprófess- or gengi fyrir við skipun hæsta- réttardómara. Ólafur tók mark á Magnúsi og réð Þór Vilhjálmsson sem hæstaréttardómara í stað Sigurjóns. Menn segja að sjaldan eða aldrei hafi Sigurjón Sigurðsson orðið jafn reiður hið innra og þegar hann frétti af þessum málalokum. Hann þoldi þetta ekki. Perfeksjón- istinn hafði tryggt sig í bak og fyr- ir, en engu að síður gekk dæmið ekki upp. Sigurjón sá fram á átta ár enn uppi á efstu hæð við Hlemm. l^ri I yrir nokkrum dögum var Magnús Hreggvidsson, forstjóri Frjáls framtaks, boðaður á fund hjá Verslunarráði íslands og honum gerð grein fyrir nokkrum grundvall- aratriðum. Þannig er mál með vexti, að tímaritið Frjáls verslun hefur að nafninu til verið gefið út af Frjálsu framtaki „í samvinnu við Verslunarráð Islands", eins og segir í ritstjórnar-,,haus“ blaðsins. Að auki hefur blaðafulltrúi Verslunarráðsins setið í ritnefnd tímaritsins, og hefur sá verið Kjartan Stefánsson um hríð, en það er einmitt sami maður og er nú að taka við ritstjórn blaðs- ins. Þessi tilvitnun um samvinnu hefur verið mörgum aðilum Versl- unarráðsins þyrnir í augum og loks um daginn var látið til skarar skríða. A fyrrnefndum fundi var Magnúsi gert það ljóst, að annað hvort tæki tímaritið og önnur tímarit fyrirtæk- isins þátt í upplagseftirliti ráðsins eða þá að tilvitnunin um „sam- vinnu“ yrði strikuð út. Magnús sá sér þann kost vænstan að svara Sigvalda Þorsteinssyni aðstoðar- framkvæmdastjóra Verslunarráðs því, að FF treystist ekki til þess að taka þátt i upplagseftirlitinu. Og þar með er búið að strika út „sam- vinnu" þessara tveggja aðila. . . Þ á höfum við heyrt að Fjölnir hyggi á útgáfu sjávarútvegsblaðs í líkingu við Fiskifréttir, sem Frjálst framtak gefur út. Ýmis öfl- ug einkafyrirtæki í sjávarútvegi myndu standa að útgáfunni með Fjölni, en ekki hagsmunasamtökin sem hafa stutt Fiskifréttir. Sam- keppnin á tímaritamarkaðnum virðist því vera að harðna svo um munar. Annars hafa verið uppi argar raddir á meðal ýmissa útvegs- manna og frystihúsaeigenda og fleiri yfir þeirri staðreynd, að Fiski- fréttir skuli vera komnar í eigu Frjáls framtaks. Fiskifréttir voru stofnaðar sem hlutafélag, en skyndilega búið að selja félagið án þess að efnt væri til hluthafafundar eða yfirieitt látið vita af þessum samningum. Eiríkur Tómasson lögfræðingur mun hafa haft hönd í bagga með þessum eigendaskiptum. Hins vegar efast sumir um lögmæti sölunnar. . . <1r. -yV FLUGURÍ SUPUNNI Skemmtidagskrá í púr. Aöeins fyrir matargesti. // , Leikarar: Rósa Guðný Þórsdóttir. Kolbrún Erna Pétursdóttir. Fjalarr Sigurðarson. Leikstjóri: Helga Thorberg. Tónlist: Dúettinn André Bachmann Kristján Óskarsson MATSEÐILL Sýningar þriðjud. og miðvikud. kl: 20.30-00.30 Tryggvagötu 26 R. Borðapantanir S. 26906 Rjómalöguð spergilsúpa SYNINGARINNAR: Innbakaður lambahryggur Bordelaise. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.