Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 18
MYNDUST Blað(r)að eftir Guðberg Bergsson Hólmfríður Árnadóttir gæti eflaust tekið undir með Antoni Tapies, í þeim skrifum þeg- ar hann segir innfjálgur frá þerriblaðinu sínu og þeim ríku áhrifum sem hann varð fyrir frá því sem barn. Og hann er ekki eina barnið eða verðandi málarinn sem varð fyrir djúp- stæðum áhrifum frá undrinu mikla: töfra- blaðinu sem saug litinn í sig (blekið) og dreifði honum með blæbrigðum uns tregða pappírsins stöðvaði hann. Og eins var þegar skrifað var með penna og þerrað, þá kom undarleg skrift á þerriblaðið, uns það var að lokum útpárað undraskrift sem merkti ekk- ert en hafði þurrkað blekið sem fór í skáld- skap hinna afskaplega andlegu stíla í barna- skólanum, einkum eftir jólin, þegar kennar- anum datt það snjallræði í hug á hverju ári að láta börnin skrifa stíl um jólagjafirnar. Um leið og hann veitti fyrstu leiðsögn í stílfræði og jafnvel því sem nú er kölluð textafræði. Hann sagði: Verið ekki með eintómar upptalningar. Og byrjið ekki hverja setningu á: Og svo fékk ég kattartungur. Og svo fékk ég kerti. Og svo fékk ég ullarsokka. Byrjið heldur skáldlega: Nú eru jólin liðin og heilt ár fram að næstu jólum ... Og hann lyftist svo upp við anda- gift sína að jólastíllinn ætlaði að buna út úr honum við kennarapúltið. Og allir krakkar ákveðnir að éta eftir honum og fá tíu í stíl. Þannig var lærdómurinn og listin á tímum hins ríkjandi þerriblaðs, meðan pappírinn var fremur fágætur og hafði ekkert listrænt gildi heldur notagildi. Og þá var mikið talað um bréfsefni og höfð sérstök virðing í rómn- um. Það að hafa keypt sér bréfsefni benti annað hvort til sárrar brottferðar eða að ljúf ástin hefði vitjað manns. Á tímum plastpoka, jóla allt árið fyrir börn (eins og í sögu Böll) og endalausra ferða til út- landa að skoða heiminn og losna við heim- alningsháttinn og koma heim fullur fróðleiks og segja af andagift: Og svo fórum við til Mallorca. Og svo fórum við til Íbíza. Og svo fórum við . . . þá hefur pappírinn hætt að vera til brúks. Hann er orðinn að efni í það sem hvorki mölur né ryð eyðir: listaverk. Við minnumst allra pappírs- og pappa- verka Tapies, hvernig Morris Louis lét litinn flæða líkt og blek inn í þerriblað og kallaði Alpha pi. En alpha er fyrsti stafur í gríska stafrófinu, og „þerriblaðsaðferðin" er upp- hafsstafurinn í málverki hans . . . Þetta gerð- ist 1960, á þeirri tíð þegar „einfaldleikinn" var að halda innreið sína í málverkið, á tíma hinna opnu svæða, óttaleysis við tómið; við upphaf geimferða. Þannig helst allt í hendur í lífinu og listinni, að minnsta kosti úti í hinum stóra heimi, þangað sem íslendingurinn fer til að viða að sér andagift á sumrin til að snúa heim með öll „svoin sín“. Málarar fara ekki lengur út til að viða að sér í listaverkin sín: heimsborgara- mennskan er á hlaðinu hjá hverjum manni. Og það meira að segja undir bílnum. Þess vegna mála þeir svona, og svo svona og svona-svona. Ég veit ekki hvort Hólmfríður hefur orðið fyrir áhrifum frá kennimönnum á sviði arte povera. Mér þykir ólíklegt að svo sé. í list hennar örlar dálítið á frjóa andanum frá gömlu „sniðunum" sem voru alltaf úr pappír og höfðu yfir sér bláfátækan blæ: það var blær handa, mæðra, samhjálpar og væntan- legs árangurs. Þess að þau væru upphaf að nýjum fötum. Pappírinn var svo fágætur (og fólk svo voðalega snautt) að hvert snið var safn ólíkra tegunda af pappír: veggfóður, dagblöð, maskínupappír, umbúðabréf, bréf- pokar fóru í „sniðið". Og af öllu þessu var lykt af skúffu, geymslu og tíma. En Hólmfríður virðist ekki una við fátækt blaða af þessu tagi: dýrkun á hinum fátæk- legu bréfum. Þau eru líka horfin, týnd og glötuð að mestu. Nema einhver gömul kona eigi þau enn, vafin upp og með teygju. Á blöðum Hólmfríðar er dálítið heimsborgara- snið, og þau eru notuð til að lýsa „ljóðrænum kenndum" eins og vorkvöldi, eins konar þögn og þögn eða næturfiðrildum. Hún er ekkert fyrir handavinnukennarann sem sér snid í öllum bréfum. Konur eru líka hættar að sauma heima og karlmenn ekki komnir enn að saumavélinni, nema skreðararnir; að sjálfsögðu. Hólmfríður er langt frá því að vera á valdi hinnar tillærðu heimsborgaramennsku sem einkennir verk Bjargar Þorsteinsdóttur upp á síðkastið (Björg byrjaði á „sniðum" í grafík sinni en virðist hafa endað í einhverjum zen- búddistastíl með indíánaívafi). Það er af því að verk hennar á sýningunni í Gallerí Borg hafa ekki gleymt mannsandanum úr sniðun- um sem amma hennar hefur kannski geymt í gömlum og götóttum svörtum peysufata- silkisokk í skúffu. Það er einmitt hið einfalda, kæra og sér- staka en alþjóðlega í senn sem hafði rík áhrif á stórmenni málaralistar samtímans, eins og Tapies og Louis. Það að vilja vera heimsborg- aralegur frá byrjun er slæm aðferð, vegna þess að sannur heimsborgari sér sig sem lokastig. Sá sem byrjar frá öfugum enda fær hina íslensku andagift á sig, en hún er í því fólgin að segja aldrei neitt annað en: Þetta er verulega skemmtilegt hjá þér. Enginn almennilegur listamaður vill fá þann orðalepp framan í sig. En hann þorir þó sjaldan að taka hráblautan leppinn og löðr- unga með honum þann sem blaðrar. „Á blöðum Hólmfríðar er dálltið heimsborgarasnið, og þau eru notuð til að lýsa „Ijóðrænum kenndum" eins og vorkvöldi," segir Guðbergur Bergsson m.a. urri sýningu Hólmfríðar Árnadóttur (Gallerí Borg. KVIKMYNDIR Raunir umboðsmanns pftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson Regnboginn: Broadway Danny Rose. ★★★ Bandarísk. Árgerd 1984. Framleidandi: Robert Greenhut. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Kvikmyndataka: Gordon Willis. Adalhlutverk: Woody Allen, Mia Farrow, Nick Apollo Forte, Craig Vandenburgh og fl. Nýjustu myndir Woody Allens streyma nú loks til landsins og er það vel. Eins og áður hefur verið tekið fram í þessum kvikmynda- dálki virðist undirrituðum nýjustu myndir Woody Allens benda til þess að þessi fjölhæfi Bandaríkjamaður sé endanlega að finna sér form og ná því á fullt vald sitt. í Broadway Danny Rose heldur Woody Allen sig við svart/hvítu kvikmyndina með tóni sjöunda áratugarins, þó svo að myndin eigi að gerast fyrir hálfum áratug eða svo. Woody leikur Danny Rose, umboðsmann í lægri þrepum Broadway, sem hefur á sínum snærum stamandi búktalara, hjón með, blöðruatriði og blindan sílófónleikara, svo einhverjir séu tíundaðir úr skemmtikrafta- fólki áfram og ef það tekst, er venjulega liðinu. Danny er frægur fyrir að koma sínu fyrsta verk þess að kveðja umboðsmanninn Woody Allen og Mia Farrow í Broadway Danny Rose: Sagan af umboðsmanninum sem lagði allt (sölurnar fyrir frama skemmtikrafta sinna. og fá sér nýjan. Myndin segir ákveðna sögu; þegar Danny Rose barðist fyrir því að koma silkisöngvaranum Lou Canova áleiðis í bransanum. Canova hefur séð sinn fífil fegri, er orðinn feitur og drykkfelldur, á ástkonuna Tinu (Mia Farrow) sem er í tygjum við ítalska mafíósa. Sagan segir frá ótrúlegum sólar- hring í lífi þeirra þriggja. Ramminn um söguna eru nokkrir gamal- reyndir grínistar (sem leika sjálfa sig) er sitja á kaffistað og segir einn þeirra söguna. Þann- ig blandar Woody Allen enn einu sinni sam- an veruleika og skáldskap; leikpersónur ganga innan um raunverulegt fólk. Broad- way Danny Rose er bæði fyndin og átakan- leg mynd og einnig spennandi. Og vel leikin — ekki síst Mia Farrow sem geðstirð ljóska. En það sem gefur myndinni gildi er máttur Woody Allens að skila söguþræði í persónu- legum kvikmyndastíl og öguðu formi. Verk með sterkum höfundaréinkennum leikstjóra verða nefnilega æ sjaldséðari frá Banda- ríkjunum. -1M Hugmyndafátæktin Laugarásbíó: Milljónaerfinginn (Brewster’s Million) ★ Bandarísk, árgerö 1985. Framleidendur: Lawrence Gordon og Joel Silver. Leikstjórn: Walter Hill. Handrit: Herschel Weingrod og Timothy Harris, eftir sögu George Barr McCutcheon. Kvikmyndun: Ric Waite. Tónlist: Ry Cooder. Adalleikarar: Richard Pryor, John Candy, Lonette McKee, Stephen Collins, Jerry Orbach, Pat Hingle, Tovah Feldsnhuh. Kvikmyndin Trading Places (Vistaskipti) með Eddie Murphy í aðalrullu náði óhemju vinsældum á fyrri hluta þessa árs, jafnt hér heima sem erlendis. Og fyrst svo var, af hverju þá að breyta eitthvað út af efnistökun- um sem þar voru, fyrst maður þarf nú endi- lega að fara að skrifa filmuhandrit á nýjan leik fyrir lifibrauðinu! Þetta hefur áreiðan- lega verið hugsunin sem flögraði um heilabú þeirra Weingrod og Harris þegar þeir hófu skriftir Milljónaerfingjans. Trading Places þeirra var að vísu ekki snjallari hugmynd en svo að kvikmyndin var endurgerð á eldri mynd um vistaskipti auðkýfings og fátækl- ings og þegar þeir leggja síðan út í endurgerð á þeirri endurgerð eða öllu heldur upphrist- ing á henni er ekki laust við að manni sé öll- um lokið. Hugmyndafátæktin maður, vá! Nema hvað: Núna erfir almúgamaður milljónir í stað þess sem áður var; að skipta á því hlut- skipti við auðkýfing. Og hvað gerist svo: Jú, maðurinn eyðir þessu monní í hverja vit- leysuna af annarri og um það snýst allt sam- an; vitleysurnar. Verst af öllu er bara að þessi gáfulega hugmynd að grínmynd hefur ekk- ert úthald í jafn langa mynd og Milljóna- erfinginn er. Persónur hennar og hátta- lag fletjast út þegar á líður. Þetta er fyndið í fyrstu, en þegar í ljós kemur að orsök fyndn- innar er hin sama í hverju skotinu af öðru, fer manni náttúrlega að leiðast eins og gefur að skilja. Og Pryor: Staðnaður. Hill: Hissa. -SER. 18 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.