Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 17.10.1985, Blaðsíða 17
LIST INN Franski kvikmynda- leikstjórinn Agnes Varda í viðtali við HP: „Konur vilja vera heil- steyptir Kkamar í stað þess að láta stöðugt búta sig niður í Kkamsparta sem karlar geta einblínt á undir yfirskini erótíkur," segir Varda um mynd sína Svar kvenna. ,yid erumengir kjötbitar!“ Agnes Varda er annar gestur Kvikmyndahátíðar kvenna í Stjörnubíói og lokar hátíðinni með sýningu á nýjustu kvikmynd sinni, Ekkert þak, engin lög (og þú ekki), föstudag 18. október kl. 21. Fyrir þessa mynd hlaut hún Gullljónið í Feneyjum í síðasta mánuði en það eru einhver eftirsóttustu verðlaun sem kvikmyndaleikstjóra geta hlotnast og hafa leikstjórarnir God- ard, Fassbinder og Wim Wenders t.d. hreppt þau á síðastiiðnum árum. Myndin hefur enn ekki verið sett í opinbera dreifingu og því telst stór- viðburður að fá hana hingað á há- tíðina. Söguþráður myndarinnar gengur út á hvernig ung flækingsstúlka deyr úr kulda á leið sinni um Suður- Frakkland. „Þessi mynd er fyrst og fremst hugleiðing um frelsið," sagði Agnes Varda í símtali við HP. „En hún er alls ekki heimspekileg, held- ur fjallar hún um það að lifa af frá „Þessi mynd er fyrst og fremst hugleið- ing um frelsið. Hún er ekki heim- spekileg, heldur lýsir hún hvernig ung stúlka gerir uppreisn á hverjum degi til að reyna að halda Kfi," segir Agnes Varda um mynd slna Ekkert þak, engin lög log þú ekkil. degi til dags, hvernig þessi unga stúlka gerir uppreisn á hverjum degi til að reyna að halda lífi, hvernig hún berst gegn því ofbeldi sem hversdagsleikinn beitir hana: hungri, kulda og hræðslu." Agnes Varda verður viðstödd sýn- inguna í Stjörnubíói en kynnir þar að auki þrjár aðrar myndir eftir sig fimmtudaginn 17. október kl. 19. Það eru Daguerro-myndir (Dagu- errotypes) sem Agnes Varda kallar hverfisalbúmið, því hún gerði hana um fólkið í götunni þar sem hún býr í 14. hverfi í París. Um það leyti gekk hún með annað barn sitt, var með hitt heima fyrir og átti því ekki vel heimangengt. Hún fór því ekki lengra með myndavélina en í nafla- strengsfjarlægð frá heimili sínu. Hvunndagurinn í Daguerre-götu varð að mögnuðum óði tii lífsins. Með henni verða sýndar tvær stuttar myndir, Ódysseifur (Ulysse), sem hefur verið talin ein af hennar fegurstu myndum, og Svar kvenna, (Réponse de femmes), sem er djörf tilraun til að birta líkama kvenna í nýju ljósi. „Þessi mynd var fyrst unnin fyrir franska sjónvarpið. Spurningin: „Hvað er að vera kona?“ var lögð fyrir félagsfræð- inga, lögfræðinga, kvikmyndaleik- stjóra og fleiri aðila. Þeir síðast- nefndu áttu að svara í sjö mínútna mynd,“ sagði Varda í spjalli við HP. „Ég svaraði þessari spurningu með annarri spurningu: Hvernig er að vera konulíkami? Það leitast ég við að sýna í þessari mynd. Konur vilja að sjálfsögðu vera heilsteyptir líkamar í stað þess að láta stöðugt búta sig niður í líkamsparta sem karlar geta einblínt á til skiptis undir yfirskini erótíkur: brjóst, rass og svo framvegis. Ég krafðist þess að fá að tala um líkama konunnar og sýna hann á okkar hátt, að leggja áherslu á hann án þess að stilla honum út til sýnis. Við erum engir kjötbitar sem karlar geta krækt í að vild!“ sagði Varda. Agnes Varda er nú einn af virtustu kvikmyndahöfundum Frakka. Hún varð fyrirrennari þeirrar kvik- myndastefnu sem nefnd hefur verið „franska nýbylgjan" með fyrstu mynd sinni, La pointe courte (1954). Því er hún oft nefnd í sömu andrá og Godard, Truffaut, Chabrol, Rohmer og Resnais. Á ferli sínum hefur hún gert fjölmörg verk af margvís- iegum toga. Varda kemur hingað til lands á fimmtudag og er þetta fyrsta ís- landsheimsókn hennar. Hún sagðist hlakka til fararinnar og vonast til að fjörugar umræður skapist um myndir hennar, hún væri a.m.k. til í tuskið. Rétt er að benda á að kvikmyndin Ekkert þak, engin lög (ogþú ekki) er án skýringartexta en hinar mynd- irnar þrjár eru með enskum texta. JS „Ósofin og spennt er ég tærust“ segir Margrét Lóa Jónsdóttir, átján ára skáldkona „Ég hef afskaplega Iftið gaman af að lesa Ijóð þar sem fjallað er um hvað uppvask sé leiðinlegt og hvernig ástarsorgin speglast í sápukúlunum!" segir Margrét Lóa, höfundur Glerúlfa. Tvisvar hef ég stigiö villtan dans á enni þínu og oftar en aldrei hef ég saknad bráhára í dimmu regni. Fimm sinnum hef ég horfiö til þeirra og tár hefi ég fellt yfir miskunnarleysi mínu. Svo hljóöar upphafsljódið í afar sérstœðri bók sem út kom fyrir örfá- um dögum. Hún er gefin út í A-5 broti med plastkápu og er skrúfud saman! I bókinni sem nefnist Gler- úlfar skiptast á tólf ljóð og fimm myndir teiknaðar á glærur af höf- undinum Margréti Lóu Jónsdóttur, sem er átján ára nemandi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. HP spjall- aði við Margréti og spurði fyrst hvort hún hefði lengi fengist við að yrkja. „Ég fór að skrifa að einhverju ráði fyrir um það bil tveimur árum og síðan hefur þetta verið viðloðandi," sagði Margrét. „Fyrst var þetta eins og dagbók. Ég dagsetti það sem ég skrifaði til þess að ég gæti skoðað það seinna. Framan af var þetta fyrst og fremst prósaflæði. Það er gaman að skoða þetta en síðan eru kannski bara örlítil brot sem maður sér ástæðu til að kippa út og setja fram sem Ijóð. í sumar ákvað ég að gefa út bók og ákvað nafnið um leið, Glerúlfar, þá var ég komin með grindina að bókinni. Síðan fór ég í ferðalag og fullvann ljóðin og myndirnar teikn- aði ég nýverið." — Hvers vegna skírðirðu bókina Glerúlfa? „Fyrir mér eru glerúlfar menn. Einu sinni sat ég inni á Mensu og þá kom þetta orð allt í einu upp i huga mér. Ég skynjaði mennina í kring- um mig sem úlfa og síðan breyttust þeir í glerstyttur. Þessa hugmynd hef ég gengið lengi með eins og hugmyndina að heildaruppbygg- ingu bókarinnar og fyrir mér er þetta eitthvað varanlegt, fullunnið, ég hef ekki séð ástæðu til breyt- inga.“ — Hvað er það sem knýr þig til að skrifa? „Þetta er fyrst og fremst einhvers konar útrás. En svo teikna ég líka, og myndirnar á glærunum í bókinni eiga að rénna yfir ljóðin. Hugmynd- in er jafnvel sú að fólk geti kíkt á þetta við kertaljós, haldið glærunni aðeins frá svo hún endurvarpist á ljóðið. Svo er líka hægt að varpa hvorutveggja á vegg. Það er skemmtilegt að sameina ljóð og mynd á þennan hátt.“ — / hvers konar ástandi lœtur þér best að skrifa? „I mjög mikilli spennu, jafnvel þegar ég er ósofin og þreytt finnst mér einhverjar gáttir opnast í mér, þá finnst mér ég vera tærust. Þegar maður hefur verið á fullu við að gera eitthvað og sest svo niður og fer að hugsa, þá er eins og maður vilji afgreiða eitthvert mál eða krist- alla það í vitundinni." — Hvað fœstu helst við að tjá? „Öllu fólki hættir til að vorkenna sjálfu sér, mér jafnt sem öðrum. En ég er mjög mikið á móti sjálfsvor- kunn, ég vil að fólk hafi til að bera sjálfsvirðingu og auðmýkt, að það geti til dæmis sagt „fyrirgefðu" eins og ég segi í einu ljóðanna. í fyrsta ljóðinu, Kœra strandlengja, segist ég svo hafa fellt tár yfir miskunnar- leysi mínu, þvi mér finnst svo margir reyna að kenna öðrum um og líta þá alítaf á sjálfa sig sem þolendur. Ég lít ekki svo á að ég sé einhver eilífur þolandi, heldur þátttakandi." — Lestu mikið af Ijóðum? „Já, bæði eldri og yngri höfunda. Ég held að rómantík höfði til mín, svo og írónía. Mér finnst yngri skáldin vera að hverfa frá hvers- dagsraunsæinu yfir í eitthvað draumkenndara. Ég hef afskaplega lítið gaman af að lesa ljóð þar sem fjallað er um hvað uppvask sé leiðin- legt og hvernig ástarsorgin speglast í sápukúlunum! En kannski var nauðsynlegt að skrifa slík ljóð fyrir tíu árum í hita jafnréttisbaráttunn- ar ...“ — Hvers vegna er bókin gefin út í mjög takmörkuðu upplagi? „Vegna þess að það er talsverð fyrirhöfn að skrúfa hana saman! Hún fæst í Gramminu og síðan ætla ég að selja hana sjálf en ég reikna nú kannski með að við, aðstandendur útgáfuforlagsins Fagrahvamms, þurfum að skrúfa saman annað upp- lag innan tíðar." JS HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.