Helgarpósturinn - 16.01.1986, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSÝN
Stjórnarmaður í Brunamálastofnun Is-
lands heldur því fram í samtali við Helgar-
póstinn að ástandið á eldvörnum langflestra
opinberra stofnana sé mikið hneyksli. Þessi
maður vill ekki koma fram undir nafni, en
segir HP: „Ástandið er sumstaðar þannig að
við viljum loka þeirn." Hann vill ekki segja
nákvæmlega við hvaða staði hann á, af ótta
við að „panikera þá sem þar dvelja" eins og
hann kemst að orði. Þar komi þó á móti
„nauðsynin að opna þetta mál í fjölmiðlum",
en varla verði með öðru góðu móti bent á
þetta vandamál svo eftir því sé tekið.
Annar maður, kunnur eldvörnum á
Reykjavíkursvæðinu, segir blaðinu: „Rétt-
lætiskennd okkar íslendinga er hvað ríkust
þegar búið er að sparka fast í rassinn á okk-
ur.“ Hann hefur þá í huga brunann á Kópa-
vogshæli í byrjun vikunnar, en afleiðingar
hans voru hörmulegar eins og komið hefur
fram í fréttum. Einn vistmaður lést og aðrir
fimm björguðust úr húsi á síðustu stundu, að-
framkomnir af súrefnisskorti og reykeitrun.
Alls var fjórtán mönnum bjargað úr brun-
anum. Strax í kjölfar fréttanna af þessum at-
burði, þar sem meðal annars kom fram að
ekkert eldvarnakerfi er á öllu Kópavogshæli,
hófust umræður manna um það sem þarna
hefði betur mátt fara. Og má, því komið hef-
ur í ljós að ástandið á öðrum opinberum
stofnunum er í mörgum tilvikum engu betra
en á Kópavogshæli, þegar litið er á eldvarnir.
Orð stjórnarmannsins í Brunamálastofnun
íslands staðfesta það enn frekar. Hann
segir að það sé nánast sama hvert litið sé í
opinbera geiranum; eldvarnir sitji þar all-
staðar á hakanum. Það sé algengt að reglur
þær sem Brunamálastofnun setti árið 1979
um eldvarnakröfur við gerð nýbygginga, séu
þverbrotnar, jafnvel vísvitandi. Hann bendir
til dæmis á nýbyggingar stærstu spítala
landsins, Landspítalans og Borgarspítalans.
„Trassaskapurinn á þessum stöðum í eld-
varnamálum er slíkur að engu tali tekur. Til-
högun nýjustu álma við þessar stofnanir er
nánast andstæða þess sem krafist er í reglu-
gerð okkar um eldvarnir. Nýju álmurnar eru
eitt helvítis brunahólf. Það mátti hvergi
„Trassaskapurinn í eld-
vörnum spítala tekur
engu tali,“ segir stjórnar-
maður hjá Brunamála-
stofnun íslands.
Elliheimilin med verstu
eldvarnirnar?
koma hurð fyrir á milli og fyrir bragði er stór-
kostleg hætta á því að allt eins og það leggur
sig fuðri upp í hvelli ef einhver eldur fær að
kvikna. Þetta er hræðilegt."
Símon Steingrímsson forstjóri ríkisspítal-
anna segist auðvitað vera fylgjandi uoibót-
um í eldvörnum á spítölum landsins. Honum
finnst hinsvegar lýsingin hér á undan helsti
hástemmd. Það sé umdeilanlegt hversu
ástandið sé slæmt. Hann segir: „Það er gífur-
legur fjárskortur til allra framkvæmda og
kaupa á ríkisspítalana. Við erum undir stans-
lausri pressu um að spara á sem flestum svið-
um. Það er kalt mat hvers tíma hvar pening-
arnir komi sér best. Valið getur til dæmis
staðið á milli þess að kaupa bráðnauðsynleg
lækningatæki og fullkomið eldvarnakerfi.
Og meðan ekkert gerist, hvergi kviknar
minnsti eldur, er það vitaskuld freisting að
kaupa frekar lækningatækin. Við skulum í
því sambandi líka hafa í huga, að það er ekki
síður öryggisatriði að lækningatækin séu í
góðu lagi.“
Viðmælandi HP frá Brunamálastofnun
segir að eldvarnakerfi þurfi ekki að kosta
ýkja mikið „og miklu minna en menn láta sér
detta í hug, engar milljónir að minnsta kosti".
Hann segir að fyrst um sinn sé réttast að
bæta úr þar sem brýnust er þörfin, áður en
farið verður út í stórt og almennt átak til að
kippa þessum málum í liðinn. Nauðsynlegt
sé að fylla strax í verstu gloppurnar. Símon
Steingrímsson vill hinsvegar meina að mjög
erfitt sé að meta hvað sé nauðsynlegast í
þessum efnum. I sínum huga sé það nauð-
synlegasta í flestum tilvikum það yfirgrips-
mikið, að réttast væri að ganga að fullu í
verkið frekar en að vinna það í áföngum.
Það síðarnefnda sé jafnvel dýrari leið, þegar
upp sé staðið.
Áð mati Brunamálastofnunar íslands er
ástand eldvarna þokkalegt á Kleppsspítala
og allgott á Landakoti, en á öðrum spítölum
ríkir „meira og minna ófremdarástand" í
þessum málum eins og viðmælandi okkar
segir frá. Af öðrum stofnunum hins opinbera
sé ástandið skást í fyrirtækjunum og á dag-
heimilunum. Mjög misjafnt ástand sé á skrif-
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
stofuhúsnæði, ýmist mjög vont eða til fyrir-
myndar, og fari það því miður ekki eftir því
hvorum megin '79 þessir staðir voru teknir í
notkun. Utan spítalanna sé ástandið á elli-
heimilunum og flestum samkomuhúsunum
hinsvegar langverst og sé það samdóma álit
stjórnar Brunamálastofnunar. Stjórnar-
maðurinn sem hér hefur talað, segir: „Hvað
samkomuhúsin varðar eru útgönguleiðir yf-
irleitt mjög fáar og reyndar hvergi í samræmi
við þann fjölda sem þarf að flýta sér út ef
eldur brýst út. Troðningurinn í útgönguleið-
um þessara húsa getur sjálfsagt orðið háska-
legri en eldurinn inni fyrir. Á elliheimilunum
er sjaldgæft að fullkomin viðvörunarkerfi
séu til staðar og yfirleitt er ekki að finna
eldvarnahurðir á þessum stöðum sem hamla
útbreiðslu elds. Elliheimilin eru oftast eitt
gap og jafnframt er víða svo, að útgönguleið-
irnar eru erfiðar því fólki sem eldinn þyrfti
að flýja, myndi hann kvikna. Sum elliheimil-
in, ég vil ekki nefna nöfn, eru með verstu
eldvarnirnar á Islandi, sýnist mér þegar litið
er yfir skýrslur."
Þeir forsvarsmenn dvalarheimila á Reykja-
víkursvæðinu sem Helgarpósturinn náði í
vegna þessara fullyrðinga Brunamálastofn-
unar, töldu að hér væru á ferðinni vafasamar
alhæfingar. Pétur Sigurðsson í stjórn Hrafn-
istu kvaðst ætla að uppbygging eldvarna hjá
DAS væri að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Á
Hrafnistu í Reykjavík væri verið að koma fyr-
ir fullkomnasta aðvörunarkerfi sem völ væri
á og væri því verki lokið að hluta. Áætlun
væri um að ganga í sama verk suður í Hafn-
arfirði eins fljótt og unnt væri. Pétur bætir
við: „Auðvitað er aldrei nógu varlega farið í
þessum efnum og auðvelt að gagnrýna ýmis-
legt sem betur má fara. En því má fólk trúa,
að við gerum okkar besta." Gtsli Sigurbjörns-
son forstöðumaður Elliheimilisins Grundar,
taldi líka að ástand eldvarna á sínum bæ
væri í engu samræmi við fullyrðingar Bruna-
málastofnunar. „Ég veit ekki annað en þetta
sé nokkuð gott á Grund," sagði Gísli.
ERLEND YFIRSYN
Dramb er falli næst segir hið fornkveðna,
og þessa dagana sannast það eftirminni-
■lega á Margaret Thatcher. Einmitt þegar
álit breska forsætisráðherrans og fylgi við
íhaldsflokk hennar var komið á uppleið í
skoðanakönnunum eftir langa lægð, held-
ur hún þannig á málum að vandséð er
hvernig forustuímyndin sem hún hefur lif-
að á í breskum stjórnmálum fram til þessa
getur átt sér viðreisnar von. Thatcher reyn-
ist hafa blekkt stjórn sína, reynt að þagga
niður í samráðherra sem vildi leggja sig í
framkróka til að evrópskir hagsmunir yrðu
yfirsterkari bandarískum og látið einn
vikapilt sinn í ráðherrastöðu bera ósann-
indi á borð fyrir breskan þingheim. Meira
að segja Times fær sig ekki lengur til að
bera blak af járnfrúnni.
Málið snýst um framtíð bresku þyrlu-
smiðjanna Westland. Þær eru ekki stórfyr-
irtæki, en það eina í Bretlandi sem telst í
fremstu röð þessarar þýðingarmiklu grein-
ar flugvélaiðnaðarins. Gjaldþrot blasti við
Westland eftir mikið tap á síðasta reikn-
ingsári. Á jólaföstu hillti undir björgunar-
leiðangra úr tveim áttum til liðs við nauð-
statt fyrirtækið.
Fyrri á vettvang með frágengið tilboð
var United Technologies Corp, bandarísk
samsteypa sem á fyrir Sikorsky þyrlusmiðj-
urnar, í félagi við Fiat á Ítalíu. Margbrotnari
og því seinni til var bjarghringur frá helstu
evrópskum fyrirtækjum sem halda uppi
keppni við bandarískan flugvélaiðnað. Þar
stóðu saman að tilboði um hlutabréfakaup
í Westland, endurfjármögnun að öðru leyti
og útvegun verkefna Aerospatiale í Frakk-
landi, Messerschmitt-Bölkow-Blom í Vest-
ur-Þýskalandi, Agusta á Ítalíu og bresku
fyrirtækin British Aerospace og General
Électric.
Á fundi með stjórn varnarmálanefndar
þingflokks íhaldsmanna ræddi Thatcher
framtíð Westland. Nefndarmenn mæltu
með að tekið yrði evrópsku tilboði, og í
Guardian hefur Hugo Young eftir þing-
mönnum sem fundinn sátu, að ómögulegt
hafi verið að skilja forsætisráðherra öðru
vísi en hún væri á sama máli, ef slíkt tilboð
kæmi fram, en teldi tormerki á að af því
gæti orðið. Sikorsky-tilboðið lá á borðinu,
og Thatcher lét Leon Brittan viðskiptaráð-
herra skýra sir John Cuckney, stjórnarfor-
manni Westland, frá að ríkisstjórnin væri
Michael Heseltine er í
vígahug og hlífir
Margaret Thatcher í
engu.
Flett ofan af vinnubrögðum
forsætisráðherra Bretlands
því hlynnt að gengið yrði til samninga við
Bandaríkjamennina. I stað þess að skýra
ríkisstjórninni rétt frá afstöðu varnarmála-
nefndar flokksins, lét forsætisráðherra svo
að hún hefði reynst sammála sér, um að
upp á evrópska kostinn væri ekkert að
púkka.
Thatcher hafði ekki reiknað með
Michael Heseltine landvarnaráðherra.
Hann hafði lagt sig í líma til að koma sam-
an tilboði evrópskra aðila í Westland, og
þegar það lá fyrir hóf hann harða sókn fyr-
ir að því yrði tekið. Hann benti á að málið
snerist bæði um getu bresks iðnaðar til að
uppfylla þarfir breskra landvarna og um
mátt evrópsks iðnaðar til að hafa í fullu tré
við bandarískan í þýðingarmikilli hátækni-
grein, flugi og öllu sem því tengist. Næði
Sikorsky taki á Westland, yrði fyrirtækið
aldrei meira en útibú fyrir bandaríska
þyrlusmíði. í félagi við evrópsku tilboðsað-
ilana fengi það tækifæri til að gegna full-
gildu hlutverki í framþróun þyrlusmíða.
Málafylgja Heseltine á opinberum vett-
vangi var fljót að skila árangri. Evrópuráð-
ið lagðist á sveif með honum. í Bretlandi
risu upp fyrirtæki og fjármálamenn og
tóku að kaupa hlutabréf í Westland til að af-
stýra því að fyrirtækið yrði lagt undir
Sikorsky. Gera átti út um málið í atkvæða-
greiðslu um tilboðin tvö á hluthafafundi,
sem boðaður hafði verið þriðjudaginn í
þessari viku.
Thatcher forsætisráðherra brást hart við
óstýrilæti landvarnaráðherra síns. Á opin-
berum vettvangi lét hún talsmenn stjórnar-
innar halda því fram, að hér væri hvorki
um landvarnamál né tækniþróunarmögu-
leika að ræða, aðeins að ríkisstjórnin væri
ekki að skipta sér af því, hvernig kaupin
gerast á eyrinni milli sjálfstæðra fyrirtækja,
sem reka skuli einvörðungu á ábyrgð
stjórnenda og eigenda. Var með þessu
minnt á að Michael Heseltine er úr þeim
armi íhaldsflokksins, sem aldrei hefur ját-
ast undir einstrengingslega markaðs-
hyggju núverandi flokksforingja.
Undir hástemmdu tali um stefnufestu og
trúmennsku við lífsreglur ríkisstjórnar býr,
að Margaret Thatcher getur ekki þolað í
stjórn sinni ráðherra sem dirfast að mæla
henni í mót. Allra síst má það á sannast að
þeir hafi sitt mál fram gegn vilja hennar.
Því var á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku
ákveðið að þaðan í frá skyldi einstökum
ráðuneytum óheimilt að láta nokkuð frá
■ eftir Magnús Torfa Ólafsson
sér fara um mál Westland, öll upplýsinga-
miðlun um það skyldi vera í höndum starfs-
manna forsætisráðherrans. Þannig átti að
kefla Heseltine.
Landvarnaráðherrann lét ekki bjóða sér
slíkt. Hann sagði af sér munnlega og gekk
af fundi, hafði ekki fyrir að senda bréf. Síð-
an hélt hann fréttamannafund, þar sem
hann hellti sér yfir framkomu og starfsað-
ferðir Margaret Thatcher í máli Westland.
Forsætisráðherrann hafði vonast til að allt
yrði klappað og klárt að hennar vilja, án
þess þingið fengi tækifæri til að ræða fram-
tíð Westland. En þegar fyrsti þingfundur
eftir jólaleyfi hófst á mánudaginn, var það
framtíð ríkisstjórnar Margaret Thatcher
sem liggur undir í umræðunni.
Alvara málsins fyrir forsætisráðherrann
hefur verið að koma í ljós smátt og smátt,
eftir að Leon Brittan, auðsveipur undir-
maður hennar, svaraði á þingfundinum á
mánudag fyrirspurn frá Michael Heseltine,
hvort ríkisstjórninni hefði ekki borist bréf
um togstreituna um Westland frá formanni
stjórnar British Aerospace, helsta breska
fyrirtækisins sem að evrópska tilboðinu
stendur. Viðskiptaráðherrann þóttist ekki
við neitt slíkt bréf kannast, en varð að
kveðja sér hljóðs síðar á sama fundi, játa til-
vist bréfsins og reyna að afsaka sig með að
það hafi verið trúnaðarbréf til forsætisráð-
herra og því hafi hann haldið að það ætti
að fara leynt.
Á þriðjudag þóttust svo bresku blöðin
vita með vissu, hvað í bréfinu stendur. Þar
kvartar stjórnarformaður British Aero-
space yfir að Leon Brittan viðskiptaráð-
herra hafi lagt hart að sér að hindra að fyr-
irtækið taki þátt í evrópska tilboðinu til
Westland, enda þótt það sé tvímælalaust
því í hag.
Engum sem til breskra stjórnmála þekkir
kemur annað til hugar en Brittan hafi
gengið erinda Thatcher í þessu máli. Svona
vinnur forsætisráðherrann, sem státar sig
þegar það hentar henni af algeru afskipta-
leysi af högum sjálfstæðra fyrirtækja og
gerðum stjórnenda þeirra.
Hluthafafundi Westland hefur verið
frestað til föstudags.
6 HELGARPÖSTURINN