Helgarpósturinn - 16.01.1986, Side 24
KVIKMYNDIR
eftir Ólaf Angantýsson og Sigmund Erni Rúnarsson
„Cocoon; blessunarlega laus við þá tæknibrellumanfu, sem oft á tfðum hefur fþyngt sfðari tfma kvikmynd-
um af þessari gerð. . ."
„Cocoon; blessunarlega laus við þá taeknibrellumanfu, sem oft á tfðum hefur (þyngt sfðari tfma kvikmynd-
um af þessari gerð.. ."
„Þarna hafa menn ekki einasta dillandi Travolta heldur Ifka tálgaða leggjalengju sem vindur sig framan viö
vélarnar af viðlfka krafti og skúringakelling tuskuna sfna," segir Sigmundur Ernir m.a. um Fferfect, en þar
leika Travolta og Jamie Lee Curtis (sjá mynd) aðalhlutverkin.
Afbrigöi af
Atlantis
Bíóhöllin: Cocoon (Undrasteinninn). ★★★
Bandarísk. Árgerð 1985.
Framleiðendur: Richard D. Zanuck, David
Brown og Lili Fini Zanuck.
Leikstjórn: Ron Howard.
Handrit: Tom Benedek.
Kvikmyndataka: Don Peterman.
Tónlist: James Horner.
Aðalhlutverk: Don Ameche, Wilford
Brimley, Steve Guttenberg, Thanee Welch,
Hume Cronyn o.fl.
„Efvið fjöllum um bestu upplýsingar, sem
viö höfum af strangri rökfrœði, þá er það
niðurstaða sanngjarnra vísindamanna, að í
vetrarbrautinni okkar einni saman séu sex
hundruð og fimmtíu milljónir byggðra
hnatta“ /.../„byggðir verum á öllum stigum
þróunar. Sumar œttu tímans vegna að vera
komnar miklu lengra en mannkynið."
Gunnar Dal: „Heimsmynd okkar tíma“.
1983.
í ljósi þess að þróunin frá prenttækni Gut-
enbergs til geimferða nútímans tók aðeins
500 ár, og ef mannskepnan hegðar sér skyn-
samlega, og þar af leiðandi sé ástæða til að
ætla að mannkyn geti þrifist á jörðinni í 7,4
billjónir ára, þá er ekki svo fráleitt að ætla að
einhvers staðar úti í óravíddum himingeims-
ins sé til siðmenning, sem eru lengra á veg
komin en við jarðarbúar. í „Heimsmynd
okkar tíma“ fullyrðir Gunnar Dal reyndar að:
...þetta þýðir að aðeins 260 hnettir með
tæknimenningu af 390 milljónum í vetrar-
brautinni eru komnir jafnstutt, eða styttra
en við.“
Þegar maður fer í Bíóhöllina til að sjá
þriðju vinsælustu mynd Bandaríkjanna á ný-
liðnu ári, þá er ekki úr vegi að hafa ofan-
greint til hliðsjónar. Hugmyndin er nefnilega
ekki jafn fráleit og hún í fljótu bragði kann að
virðast.
Við þekkjum öll goðsögnina um Atlantis;
meginlandið sem sökk í sæ í fyrndinni og sið-
menningu þá, er þar af leiðandi leið undir
lok. Nú, það er skemmst frá því að segja, að
Cocoon fjallar um íbúa plánetunnar
Antarea, sem komnir eru til jarðar í þeim til-
gangi að sækja nokkra strandaglópa, er eftir
urðu, þá er Antarea-búar fluttu vísindastöð
sína á annan hnött vegna náttúruhamfara
þeirra, er urðu til að eyða Atlantis. Verk
þetta áætla þeir að muni taka 27 daga og
bregða þeir sér því í mannsgervi og taka á
leigu einbýlishús í St. Petersburg á Florída,
ásamt því að þeir nota sundlaug þá er fylgir
með í leigusamningnum, til að afvatna og
hleypa nýju lífi í ofangreinda strandaglópa.
Verkið gengur að vonum vel, þar til sú
snurða hleypur á þráðinn, að þrír vistmenn
á elliheimili nokkru þar í grenndinni fá sér
óboðnir bað í sundlauginni og losna þar með
undan þeim hrörnunareinkennum, sem
óneitanlega fylgja háum aldri okkar jarðar-
búa.
Þó svo að Cocoon sé búin flestum þeim
kostum, er vel þykja sæma góðum vísinda-
skáldskap, þá er hún blessunarlega laus við
þá tæknibrellumaníu, sem oft á tíðum hefur
íþyngt síðari tíma kvikmyndum af þessari
gerð. . . og er það e.t.v. einmitt þar, sem
styrkur hennar liggur. Handritið er í alla
staði svo vel útfært og skrifað, að engin þörf
er á að bæta upp galla þess með slíkum
óþarfa, í þeim tilgangi að halda áhorfendum
við efnið.
Kvikmyndin er að auki einkar hugljúf og
sannfærandi lýsing á hlutskipti nokkurra
eldri borgara við lok æviskeiðsins og við-
brögðum þeirra við því með ólíkindum heill-
andi tilboði, er geimverurnar gera þeim und-
ir lok myndarinnar.
-Ó.A.
Sláturtíð
Háskólabíó: Code of Silence (Þagnarskyld-
an) ★★
Bandarísk. Árgerð 1985.
Framleiðandi: Raymond Wagner.
Leikstjórn: Andy Davis.
Handrit: Michael Butler, Dennis Shryack
og Mike Gray.
Kvikmyndataka: Frank Tidy.
Tónlist: David Frank.
Aöalhlutverk: Chuck Norris, Henry Silva,
Bert Remsen, Mike Genovese, Molly Hagan
o.fl
Þá er Chuck Norris enn mættur til leiks og
í þetta skiptið í hlutverki stórborgarlögregl-
unnar Eddie Cusacks, sem í anda Callahans
og Eastwoods ranglar um í undirheimum
Chicagoborgar innan um náttsvarta skúrka
og annað illþýði, sem unnendur þessarar
tegundar kvikmynda hafa svo gaman af að
sjá geispa golunni, eftir vel til fundnar og
vægðarlausar líkamsmeiðingar söguhetj-
unnar.
Það er einkum þrennt, sem er athyglisvert
við kvikmyndir sem gerðar eru undir ofan-
nefndum formerkjum. í fyrsta lagi er það
vitaskuld ofbeldið og þá einkum hversu sjálf-
sagt (og í raun nauðsynlegt) það þykir við
lausn þeirra vandamála, er söguhetjan
stendur frammi fyrir hverju sinni. Okkur er
m.ö.o. strétx gert skiljanlegt að eina leiðin til
að fá skjóta úrlausn okkar mála er að forðast
samningaumleitanir og sýna hörku, því þá
gefst mótherjanum ekki færi á að yfirfara
mprðtól sín og búast til varnar.
í öðru lagi er sú heimsmynd, er þessi teg-
und kvikmynda býr yfir, nær einvörðungu
mönnuð karlrembudurgum (englum dauð-
ans og réttlætisins) og síðan illasinnuðum
blókum eða mannleysum, sem vegna lítilla
mannkosta og af ræfildómi einum saman
hreinlega bjóða uppá að söguhetjan lemji þá
í spað hvenær sem þeir eru svo ólánsamir að
gefa á sér færi. í þeim fáu tilvikum sem þessi
heimsmynd yfirleitt gerir ráð fyrir kvenfólki,
þá eru þær nánast einvörðungu „til ráðstöf-
unar" fyrir karlremburnar, eða í besta falli
sem slíkar ágreiningsefni hetjunnar og
skúrkanna, eins og reyndar Diana Luna í
Code of Silence.
Þriðja atriðið sem ég vildi nefna í þessu
sambandi eru þeir nihilistisku undirtónar,
sem ganga eins og rauður þráður gegnum
nánast allar kvikmyndir þessarar tegundar.
Söguhetjan er m.ö.o. í raun ekki samþykk
þeim boðum og bönnum sem réttarfarslegt
skipulag þjóðfélagsins gerir ráð fyrir, heldur
skipuleggur hann og framkvæmir áætlanir
sínar utan við öll lögboðin mörk almennrar
háttvísi og eðlilegs siðferðismats. Hetjan
leggur gjarnan í rúst heilu bæjarfélögin, strá-
drepur fjöldann allan af fólki, og allt í þeim
mótsagnakennda tilgangi að vernda við-
komu þess þjóðskipulags, sem hann í raun
innst inni trúir ekki á.
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að
ætla sér að rekja söguþráð myndarinnar eftir
ofangreint, enda mun handrit myndarinnar
upphaflega verið skrifað fyrir Clint East-
wood og getur þar með hver sem vill getið í
þær eyður, sem kunna að vera á greinargerð
minni hér að framan.
Code ofSilence er sem sagt dæmigerð for-
múlumynd og sem slík hefur hún lítið nýtt
fram að færa, sem aukið gæti á vitsmuni
vora og skilning á eðli tjáskipta skúrka og ill-
menna undirheima Chicagoborgar. Myndin
er þó þokkalega gerð tæknilega og sóma-
samlega leikin, þó svo að Norris sé að vanda
býsna stirðbusalegur og ósannfærandi í hlut-
verki sínu... en það heyrir hefðinni til og
kemur því ekki að sök. -Ó.A.
Travolta
blaðamaður
Stjörnubíó:
Fullkomin (Perfect) ★★
Bandarisk, árgerð 1985.
Framleiðandi: James Bridges.
Leikstjórn: James Bridges. Handrit: Aaron
Latham og James Bridges. Kvikmyndun:
Gordon Willis. Tónlist flutt af Whaml,
Thomson Twins, Pointers Sisters, Nonu
Hendryx, Whitney Houston og fleirum.
Aöalleikarar: John Travolta, Jamie Lee
Curtis, Marilu Henner, Anne De Salvo,
Jann Wenner, Laraine Newman og Kennet
Welsh.
James Bridges er gamalkunnur leikari frá
fyrri tíð sem fékk þá flugu í höfuðið um fer-
tugt, að sennilega gæti hann allt eins vel leik-
stýrt og þessir kallar sem höfðu verið að vas-
ast með hann framan við vélarnar. Fyrsta
mynd hans er frá 1970 og heitir The Baby
Maker. Hún þótti mjög gott byrjandaverk, en
er reyndar hvað kunnust fyrir glimrandi leik
Barböru Hershey í hlutverki ungrar stúlku
sem tekur að sér að fæða barn fyrir hjón sem
er það ekki mögulegt. Bridges hefur ekki
tekist að gera betri mynd síðan, þó the China
Syndrome komist nálægt því.
Með myndinni Perfect kastar Bridges ljósi
á alþekkt þema bandaríska kvikmyndaiðn-
aðarins frá miðjum síðasta áratug, blaða-
mennskuna, sem virðisL reyndar aftur vera
að verða vinsælt viðfangsefni vestan hafs og
nægir þar að minna á nýlega mynd með Kurt
Russel, The Mean Season. Perfect er byggð á
blaðagreinum sem hafa birst í tímaritinu
Rolling Stone, sem sýna, ef rétt er farið með,
að þar fer harla ódýr snepill. Þessvegna er ill-
skiljanlegt að sjálfur ritstjóri þessa blaðs og
aðaleigandi, Jann Wenner, hafi fengist til
þess að leika sjálfan sig í myndinni.
Hér segir af tveimur býsna ólíkum verk-
efnum ungs blaðamanns sem hann fæst við
samtímis. Annarsvegar tilraun hans til þess
að fá viðtal við iðnjöfur sem ákærður er fyrir
eiturlyfjasölu. Hinsvegar víur sem hann ber
í leikfimikennara í vaxtarræktarstöð, en um
það fyrirbæri hyggst hann skrifa grein.
Hvorutveggja heppnast vel, en hefur þær af-
leiðingar að hann verður það náinn stúlk-
unni að erfitt reynist að skrifa grein um hana
og stöðina og svo hótar alríkislögreglan
síefnfnum fa'ff fiann ekkí vídfafsspo'furnar af
hendi.
Að útliti er Perfect ágætis augnayndi.
Þarna hafa menn ekki einasta dillandi Trav-
olta heldur líka tálgaða leggjalengju sem
vindur sig framan við vélarnar af viðlíka
krafti og skúringakelling tuskuna sína. John
og Jamie Lee Curtis mynda sætan sykurhjúp
um myndina en eru þar fyrir utan ekki neitt
neitt. Þau leika beinlínis illa. Ég á erfitt með
að sjá þá leikhæfileika sem James Bridges
virðist greina í Travolta, en þetta er önnur
myndin þar sem han lætur þessum pilti eftir
meginrulluna. Urban Cowboy var hin.
Gleymanleg.
Inntak Perfect er bæði rýrt og frekar flatn-
eskjulegt í þeirri meðferð sem Bridges gefur
annars áhugaverðum efnivið. Hann reynir
að segja tvær alls óskyldar sögur í einni at-
rennu, en tekst það ekki og hefði betur hald-
ið sig við aðra þeirra og þá frekar þá sem
greinir frá líkamsræktinni. Þar nær hann á
skrið ágætri fléttu sem hefði sjálfsagt orðið
áhugaverð með meiri aðhlynningu. Áhersl-
ur myndarinnar eru líka furðulegar. Það er
eins og leikstjórinn gleymi sér í sumum sen-
anna þar sem lopinn er teygður til hins ýtr-
asta. Áhugaverðari atriði hafa hinsvegar ver-
ið klippt niður í fáeina ramma og mörg hver
orðið óskiljanleg fyrir bragðið.
-SER
Löggulífið
vestra
Austurbcejarbíó, Lögregluskólinn 2 (Police
Academy 2): ★
Bandarísk, árgerð 1985.
Framleiðandi: Paul Maskansky.
Leikstjóri: Jerry Paris. Handrit: Barry
Blausten og Daniel Sheffield. Aðalleikarar:
Steve Guttenberg, Bubba Smith, David
Graf, Colleen Camp, Howard Hesseman,
Art Metrang, George Gaynes og Bob
Goldhwait.
Nýjasta stílbragðið í bandarískri grín-
myndagerð er yfirgangur. Ærslin eru aðal-
atriði, ásamt asnaskap. Jafnframt er meira
hugsað um útlit en inntak. Propsið er óskap-
legt, förðunin fyrst og fremst mikil og bún-
ingar grípandi. Leikmyndin jafnan ofhlaðin.
Persónusköpun er gefið langt nef, tæming
oftast hverfandi og leikstjórn að mestu látin
ráðast. Takmarkið er að leikararnir hafi gam-
an af þessu, skríki, emji og dangli svona
jibbý-gaman í rassinn hver á öðrum. Og
hugsunin er sem sagt: Þetta hlýtur fólki að
finnast fyndið.
Það er svo upp og ofan. Lögregluskólinn er
til að mynda ofan. Hún er einn hamagangur
frá upphafi til enda og svo sem sæmileg ef
menn gera ekki meiri kröfur til grínsins en
að það fái þá til að flissa. Þó er hér einn og
einn brandari sem varið er í, en þess á milli
er hinsvegar að finna svo óskemmtilegar
uppfyllingar og vita metnaðarlausar að þess-
ir góðu gleymast þegar upp er staðið.
Lögregluskólinn er líka ein af þessum
myndum sem hafa tölustaf fyrir aftan nafnið,
en það eitt virðist orðið nægja til þess að gefa
mönnum vísbendingu um útþynntan efnivið.
Lögregluskólinn 2 er framhald af þokkalegri
mynd sem grínaðist með léttruglaða nem-
endur í varðmannafræðum. Nú segir frá
fyrsta verkefni hópsins sem útskrifaðist í síð-
ustu mynd. Ef að líkum lætur hlýtur svo
þriðja vitleysan bráðum að fara að koma, því
miður...
-SER.
24 HELGARPÓSTURINN