Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 32

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Síða 32
S_Ftog„ vikudaginn 15. janúar og þeim til- kynnt að sprengja myndi springa á Keflavíkurflugvelli kl. 16.00 um daginn. Þá var vél lögð af stað til London og þegar hún lenti á Heathrow-flugvelli var hún dregin út á sérstaka braut þar sem sprengjufræðingar hersins könnuðu farþega og farangur nánast með smásjá. Var margþuklað á hverjum einasta farþega og farið í gegnum allan farangur og annað lauslegt um borð. Þetta olli rúmlega klukku- stundarlangri töf, en ekkert grun- samlegt fannst við þessa leit. . . N I iðurstöður í prófkjöri sjálf- stæðismanna í desember komu mörgum þrýstihópum innan flokks- ins á óvart og voru ekki allir jafn- hressir með niðurstöðurnar. Fall Huldu Valtýsdóttur úr öruggu sæti í borgarstjórn (og borgarráði) niður í 11. sæti olli miklu fjaðrafoki hjá stuðningsmönnum hennar. Eitt traustasta vígi Huldu er Morgun- blaðsveldið, enda á hún ættir þang- að að rekja. Þar að auki er maður- inn hennar, Gunnar Hansson, stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufé- lagi Morgunblaðsins. Morgunblaðs- veldið berst nú með klóm og kjafti fyrir því að Hulda verði hækkuð á listanum og henni tryggt öruggt sæti. Hins vegar mun barátta Morg- unblaðsins ganga alltreglega því flokkurinn mun ekki vera hrifinn af þessum þrýstingi . . . ÍESins og fram kom í fréttum á sínum tíma, söfnuðust 340 milljónir í Þróunarfélagið og af þeirri upp- hæð á ríkið um 100 milljónir. í skil- málum félagsins er kveðið á um, að greiða megi féð inn á fjórum árum. Davíð Scheving Thorsteinsson var kjörinn formaður Þróunarfé- lagsins á stofnfundinum. Davíð er jafnframt formaður bankaráðs Iðn- aðarbankans. Davíð þótti því eðli- legast að allir þessir peningar Þró- unarfélagsins yrðu lagðir inn í Iðn- aðarbankann, á sérstakan reikning. Ekki voru allir eigendur félagsins á sömu skoðun. Landsbankinn á t.d. rúmlega 20 milljónir í Þróunarfélag- inu og vildi ekki sjá fé sitt hverfa inn í Iðnaðarbankann og lét útbúa sér- staka bók og lagði þetta framlag sitt inn á sérstaka kjörbók bankans. Bókin var síðan afhent stjórn Þróun- arfélagsins. Davíð gerði sér hins vegar lítið fyrir, labbaði niður í Landsbanka og tók allt út af henni og lagði peningana inn á reikning Þróunarfélagsins í Iðnaðarbankan- um. En sagan er ekki öll. Lífeyris- sjóður SIS á einnig í Þróunarfélag- inu. Allar fjárreiður lífeyrissjóðsins eru að sjálfsögðu í Samvinnubank- anum. Sjóðurinn lagði því sitt fram- lag inn á reikning í Samvinnubank- anum. Davíð tók einnig út alla pen- inga lífeyrissjóðsins sem Þróunarfél- aginu voru ætlaðir og lagði inn í Iðn- aðarbankann. Og ekki nóg með það. Bæði Búnaðarbankinn og Stofnlánadeild landbúnaðarins eiga mikla fjármuni í Þróunarfélaginu og voru þessir peningar eðlilega lagðir inn á reikning í Búnaðarbankanum. En Davíð kom einnig við í Búnaðar- bankanum á göngu sinni og tók út þessa peninga og lagði inn á reikn- ing Þróunarfélagsins í Iðnaðarbank- anum. Samanlagt eignarfé þessara banka í Þróunarfélaginu sem Davíð lagði inn á reikninginn í Iðnaðar- bankanum mun hafa numið 85 milljónum. Hina bankana munar að sjálfsögðu um þessa peninga því þeir hafa áhrif á lausafjárstöðu þess- ara lánastofnana og bindiskyldu gagnvart Seðlabankanum. Banka- stjórar þessara banka voru því væg- ast sagt trítilóðir út í Davíð Scheving og titraði allt bankakerfið vegna þessa máls um áramótin. En þessi framkvæmd stjórnarformanns Þró- unarfélagsins var ekki aftur tekin og Iðnaðarbankinn situr nú uppi með nýjan stórkúnna, Þróunar- félagið . . . s ^^^infómuhljómsveitin verður með svonefnda Stjörnutónleika í kvöld, fimmtudag. Verða þar leiknir valsar aðallega frá hinum klassíska tíma Strauss-valsanna en einnig frá öðrum tímum. Aukanúmer kvölds- ins hefur hins vegar hvergi verið auglýst og á að vera leynileg uppbót fyrir gesti og koma þeim skemmti- lega á óvart. Leynivopn Sinfóníu- hljómsveitarinnar er nefnilega eng- in önnur en Hólmfrídur Karls- dóttir — Hófí —- fegursta kona heims. Hún á að lemja nokkra takta við undirleik sinfóníunnar og á ekki ómerkara hljóðfæri en steðja. Við höfum heyrt að Hólmfríður hafi æft stíft fyrir þessa tónleika en meðleik- arar hennar í sinfóníunni hafi hins vegar verið dálítið skjálfhentir og átt erfitt með að einbeita sér að nótnalestrinum eftir að Hófí bættist við í hljómsveitina. Steðjinn er hins vegar mikill og þungur og hefur þurft fjóra menn til að bera hann upp á svið Háskólabíós. Einn hljóð- færaleikaranna í sinfóníunni stakk upp á því að fyrst verið væri að flagga alþjóðlegum stjörnum í íslensku sinfóníunni, væri örugglega þjóðráð að láta Jón Pál Sigmarsson bera steðjann einan upp á svið og halda á honum þar meðan Hófí slægi á steðjann í takt við undirleik hljóm- sveitarinnar. . . SERSTAKRI VAXTAVIÐBÓT AUK VAXTA OG VERÐBÓTA ÁRS 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.