Helgarpósturinn - 06.02.1986, Page 4

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Page 4
INNLEND YFIRSYN Sverrir situr ennþá á reglugerðinni um frjálsu útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar. Ekki er sopið kálið. Af hverju situr Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra ennþá á reglugerðinni langþráðu um aukið frelsi í útvarpsrekstri? Og hvað er framundan í þeim efnum? Eru einhverjir í startholunum, bíða aðeins eftir grænu íjósi frá yfirvöldum? Eru einhverjar nýjar útvarpsstöðvar eða sjónvarpsstöðvar tilbúnar í slaginn um leið og leyfi fæst? Eða eru þessi mál öll meira og minna í upplausn? Þessar spurningar og aðrar hafa verið á kreiki síðustu vikurnar. I spjalli við nokkra aðila sem hafa fylgst grannt með framþróun þessara_ mála, þá er staðan raunverulega engin. Útvarpsréttarnefndin, sem skipuð var rétt fyrir áramót, fundaði stíft um og eftir síð- ustu áramót og fór yfir drög að reglugerð um rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva. Skilaði síðan athugasemdum sínum til ráðherra. Nefndin var að sönnu ekki einhuga í afstöðu sinni til allra þeirra fjölmörgu álitamála, sem upp komu, en engu að síður var álitið að það ætti ekki að standa í Sverri að taka afstöðu, skera á hnúta og gefa reglugerðina út. En það er öðru nær. Ráðherra hefur nú haft athugasemdir útvarpsréttarnefndarinnar til skoðunar í heilan mánuð og ekki bólar á einu né neinu. Hjá útvarpsréttarnefnd liggur allnokkur fjöldi umsókna um rekstur útvarps og/eða sjónvarps, en útvarpsréttarnefndin er óstarfhæf og getur ekki tekið afstöðu til þeirra án þess að hafa títtnefnda reglugerð fyrirliggjandi. Allt er þetta hinn formlegi vinkill á málinu. Hvað er svo raunverulega að gerast í þessum málum hjá væntanlegum rekstraraðilum? Umsóknir liggja fyrir, en þýðir það sjálfkrafa, að allt fari á blússandi ferð um leið og yfir- völd taka tappann úr stíflunni? Fara nokkrar útvarpsstöðvar í gang og jafnvel einhverjar sjónvarpsstöðvar? Fyrir nokkrum mánuðum hefðu flestir svarað þessum spurningum með hiklausu jái. Nú draga kunnugir hins vegar seiminn. „Þessi mál hafa snúist á hinn furðulegasta veg,“ sagði einn þeirra sem hefur mjög skoð- að möguleikana á rekstri tiltölulega öflugrar útvarpsstöðvar. ,,A síðasta ári voru það hægri menn, sem voru hvað ákafastir um framgang þessara mála og frjálst útvarp var nánast aifa og omega alls. Vinstri menn vildu hins vegar fara sér hægt og bentu á hættuna af ofurvaldi fjármagnseigenda í íslenskri fjöl- miðlun, ef ekki yrði staðið vel og skipulega að málum. Nú hafa orðið ákveðin endaskipti á. Hægri menn, fjármagnseigendur, hafa reiknað og reiknað og komist að þeirri niður- stöðu að það sé tæpast hægt að græða um- talsverða peninga á rekstri sem þessum. Þeir hafa líka litið til þess, að ríkisfjölmiðlarnir eru nú að langmestu leyti undir stjórn sjálf- stæðismanna, þannig að hinn brennandi áhugi á frjálsum útvarpsstöðvum hefur eitt- hvað kólnað. Menn þurfa ekki annað en fylgjast með þróuninni í Morgunblaðinu í þessum efnum til að átta sig á hugarfars- breytingum á þessum væng stjórnmálanna. Nú sýnir Mogginn þessu máli engan áhuga, en talar frekar um nauðsyn þess að styrkja ríkisfjölmiðlana. Öðruvísi mér áður brá. Vinstri menn sjá hins vegar orðið sóknar- möguleika í hinum frjálsu stöðvum og ýmsir hópar eru mjög áhugasamir í þessum efnum. En sem oftar eru þeir að krunka í mörgum hornum, sundraðir og smáir.“ Ef farið er yfir stöðuna hjá þeim aðilum sem hvað helst hafa verið nefndir sem vænt- anlegir rekstraraðilar útvarps og/eða sjón- varpsstöðva, þá virðast málin í biðstöðu á flestum bæjum og engin afdráttarlaus ákvörðun hafa verið tekin um að setja í gang um leið og leyfi fæst. Hlutafélagið ísfilm, sem er í eigu SÍS, Morg- unblaðsins, Reykjavíkurborgar, Almenna bókafélagsins, en nú án DV sem gekk úr fé- laginu fyrir skömmu, er eitthvað togað og teygt í afstöðunni til þessara mála, sam- kvæmt heimildum HR Sambandið er beggja blands um þátttöku í þessu félagi og aðrir eigendur eru alls ekki sammála um, að það sé jafnsjálfsagt og fyrr að hefja útsendingar alveg á næstunni. Eigendur ísfilm hafa jafn- an talað á þeim nótum, að útvarps- og sjón- varpssendingar yrðu að vera með háan standard og útsendingartími ekki miklu styttri en gerist hjá ríkisútvarpinu. Slíkt kall- ar á mikið battarí og gífurlegan kostnað. Spurningin er hvort auglýsingatekjur nægi til að standa undir slíkum rekstri. Sannleikurinn er sá, að menn hafa áttað sig á ýmsum tæknilegum örðugleikum sam- fara því að innheimta afnotagjöld af notkun dagskrárefnis. Flestir eru þeirrar skoðunar, að það þýði ekki annað en senda út ótruflaðan geisla sem allir geti tekið á móti, sem á annað borð eru á umræddu sendingarsvæði. Það þýðir eftir Guðmund Árna að reksturinn verður að byggjast á auglýs- ingatekjum. Og hvaðan eiga þær að koma? Einhver viðbót kemur til, en í öllum aðal- atriðum er talið að hinar frjálsu stöðvar verði að ná í auglýsingar frá þeim fjölmiðlum sem fyrir eru á markaðnum; ríkisfjölmiðlunum og dagblöðunum. Og hvað síðarnefndu aðil- ana áhrærir, þá er auðvitað langmest að taka frá Morgunblaðinu og DV. Kannski áhuga- leysi þessara aðila fyrir frjálsum útvarps- og sjónvarpsstöðvum sé einmitt tilkomið vegna ótta við samkeppni á auglýsingamarkaðn- um. Því var a.m.k. gaukað að HP frá fleiri en einum og fleiri en tveimur viðmælendum. Verkalýðshreyfingin er líka að skoða mál- ið, bæði BSRB og ASÍ. Skilningur manna fyr- ir beittari fjölmiðlun frá hendi launþega- hreyfingarinnar hefur aukist, en kerfið er þungt í vöfum. Innan verkalýðshreyfingar- innar eru menn úr öllum flokkum. Það ríkir því tortryggni. Ákvarðanir um „prinsipmál" af þessu tagi eru ekki teknar á einum degi. Ekkert liggur því fyrir hjá þessum aðilum, en að málinu er unnið eins og þar segir. Þá má geta þess að Rolf Johansen er með videósjónvarpsrekstur bakvið eyrað og Jón Óttar Ragnarsson er einnig kappsfullur um rekstur sjónvarpsstöðvar. Sá síðarnefndi hyggst aðallega taka á móti sjónvarpsefni frá Sky Channel, en samkeppnisaðilar í bransan- um fullyrða að hver sem er geti tekið á móti sendingum gervihnatta. Og fyrst minnst er á gervihnetti, þá mun það mál þvælast einna mest fyrir Sverri Hermannssyni. Hann eins og aðrir hefur áttað sig á því að ekki er hægt að setja íslenskan texta á beinar útsendingar frá gervihnöttum. Sumir hafa velt fyrir sér þeim möguleika, að láta tala íslenskan texta jafnóðum inn á slíkar sendingar, en vanir menn hafa hlegið af slíkum hugarórum. Það er því í mörg horn að líta í þessum efn- um og langtum fleiri en hér hefur verið drep- ið á. Það er því eins í þessu og svo mörgu öðru, að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Framboð ekkju í stað myrts eiginmanns vekur vonir Filippseyinga um lausn undan 20 ára harð- stjórn. Corazon talinn þurfa 65% at- kvæða til að sigra kosningafalsanir ERLEND YFIRSYN í forsetakosningunum á Filippseyjum á morgun eigast við ekkja ein og sá sem hún telur ráðbana eiginmanns síns. Til sigurs er Corazon Aquino talin þurfa hátt í tvo þriðju raunverulegra atkvæða, því alveg eins og Ferdinand Marcos forseta er trúað til að hafa sett menn til höfuðs Benigno Aquino fyrir rúmum tveim árum, efast enginn um að hann muni halda uppteknum hætti og beita hverskyns kosningasvikum í viðureign við ekkju hans. Síðast þurfti Marcos að eiga völd sín undir dómi kjósenda árið 1969, þótt óslitinn valda- ferill hans á forsetastóli Filippseyja sé kom- inn yfir tvo áratugi. Kosningarnar 1969 voru þær óþverralegustu í filipseyskri stjórn- málasögu, segir W. Scott Thompson, fyrrver- andi starfsmaður upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, í grein í Washington Post. Marcos aflaði sér þá mútufjár með því að þvinga bandarískar stofnanir á eyjunum til að greiða þarlendum starfsmönnum sínum með dollaraávísunum, sem framvísa varð í sérstökum bönkum sem Marcos tiltók. Svartamarkaðsgróðinn af dollurum sem þannig var aflað rann í kosningasjóð forset- ans. Stjórnarskráin girti fyrir að Marcos mætti sækjast eftir þriðja kjörtímabili, en í stað þess að skila af sér völdum 1973 setti hann herlög ári áður, umturnaði stjórnarskránni og ríkti í valdi herlaga þaðan í frá. Fyrsti forustumaður stjórnarandstöðunnar sem Marcos hneppti í fangelsi eftir setningu herlaga ver Benigno Aquino. Hann var þá yngstur manna í öldungadeild Filippseyja- þings, og sat í dýflissu fram til 1980, þegar þrýstingur frá stjórn Jimmy Carters í Wash- ington kom því til leiðar að hann fékk að leita sér lækninga við hjartasjúkdómi í Bandaríkjunum. í ágúst 1983 hugðist Benigno Aquino snúa heim, en um leið og hann sté út úr japanskri flugvél á Manila-flugvelli var hann liðið lík. Hervörður skipaði honum að fara fyrstum og einum út úr vélinni, og einn hermaður eða fleiri skutu hann á leiðinni niður landgöngu- stigann. Um leið var smáglæpon sem herinn hafði um skeið haft á valdi sínu, skotinn við flugvélina, og því haldið fram að hann hefði orðið Aquino að bana. Samsærið var svo bersýnilegt, að allir sem til þekktu voru handvissir um að Marcos hefði verið að losa sig við skæðan keppinaut. Rannsóknarnefnd, að nokkru skipuð óháð- um aðilum, komst líka að þeirri niðurstöðu, að ábyrgðina mætti rekja allt upp í æðstu stjórn hersins, en þar var og er að finna fyrr- verandi einkabílstjóra Marcos, Fabian Ver herráðsforseta. En fyrir rétti sem forsetinn skipaði var Ver sýknaður, ásamt 25 öðrum herforingjum og hermönnum og einum óbreyttum borgara. Dómstóllinn gerði sér lítið fyrir, úrskurðaði allan vitnisburð gegn sakborningum sem máli skipti ógildan og kvað síðan upp sýknudóm. Eftir þetta afrek færðist Marcos í aukana, gekk á bak orða sinna að skipa annan her- ráðsforseta í stað Ver og boðaði forsetakosn- ingar löngu áður en kjörtímabil rann út, til að nota sér að stjórnarandstaðan átti engan sjálfsagðan merkisbera eftir morðið á Benigno Aquino. En þá kom Corazon Aquino til skjalanna. Hún tók upp merki eiginmanns síns, samein- aði flokkana í stjórnarandstöðu og hefur orðið svo ágengt í kosningabaráttunni, að erlendum fréttamönnum á Filippseyjum ber saman um að í frjálsum og heiðarlegum kosningum ætti hún sigur vísan. En slíku er ekki að heilsa á Filippseyjum. Seth Mydans, fréttaritari New York Times, skýrir frá að helsta sjónvarpskerfi Filippseyja hafi nefnt Corazon Aquino á nafn þrisvar sinnum í fréttum á tíu daga tímabili, eftir að kosningabaráttan var komin á fulla ferð. Og í öll skiptin var verið að greina frá árásum Marcos á andstæðing sinn. Aldrei var vikið orði að mannfjöldanum á kosningafundum Corazon né hrifningunni sem þar ríkti. Sjónvarpsrás þessi er í eigu ríkisins, og þær þrjár sem eru í einkaeign hafa sama hátt í kosningafréttum, enda allar í eigu gæðinga forsetans. Sama máli gegnir um blöð og út- varp. Þegar stuðningsmenn Aquino reyndu að koma efni frá henni og um framboð henn- ar inn í auglýsingatíma sjónvarps, var því hafnað með þeirri átyllu, að fyrst þyrfti að fá sýningarheimild frá kvikmyndaeftirlitinu. Sú stofnun hefur annars það hlutverk að ákveða aldursmörk við aðgang á svæsnar kvikmyndir og liggur auðvitað á auglýsinga- efninu frá forsetaframboðinu fram yfir kjör- dag. Annar fréttamaður frá New York Times á Filippseyjum, Francis X. Clines, lýsir aðferð- um forsetans í kosningabaráttunni. Á fundi í eftir Magnús Torfa Ólafsson Bacolod úti á landsbyggðinni var inntak boð- skaparins til viðstaddra, að undirrita á staðn- um og með tilheyrandi yfirlýsingum forseta- tilskipanir um ráðstafanir í þeirra þágu. Gerðar voru í hitabeltissólinni tilskipanir um lækkun húsaleigu og rafmagns, fyrirskipuð útbýting milljarðs pesos til almennings til að grynna á birgðum lamaðs sykuriðnaðar, jarðnæðislausum veitt undanþága frá út- burði af hálfu landeigenda og úrskurðuð vatnsveita í bæinn. Kaþólska kirkjan á Filippseyjum er í farar- broddi þeirra afla, sem berjast fyrir endur- reisn lýðræðis eftir einveldistímabil Marcos. í hirðisbréfum hefur Jaime Sin, erkibiskup í Manila og kardínáli, varað við afleiðingum þess að meina öðrum forsetaframbjóðand- anum aðgang að fjölmiðlum og beita auð og valdi til að falsa kosningaúrslitin. Kjörstjórnin sem Marcos hefur skipað hef- ur þegar úrskurðað, að engum útlendingi leyfist að koma nær neinum 90.000 kjör- staða á kjördag en 50 metra. Við broti liggur sex ára fangelsi. Þessi regla var sett, þegar í ljós kom að bandarískir aðilar, þar á meðal Bandaríkjaþing, höfðu hug á að senda full- trúa til að fylgjast með framkvæmd forseta- kosninganna. Bandarísk þingnefnd hefur flett ofan af nokkrum hluta fjárplógs Marcos-hjónanna. Þau reynast eiga fjórar húseignir í New York einni, 350 milljón dollara virði. Loks hefur fengist aðgangur að skjölum Bandaríkjahers, sem leiða í Ijós að fullyrð- ingar Marcos um að hann sé stríðshetja og hafi stjórnað skæruher gegn Japönum eru uppspuni frá rótum. Þetta og fleira sýnir að sumum í Bandaríkj- unum stendur ekki lengur á sama um afleið- ingar af stuðningnum sem Marcos hefur not- ið þaðan allan valdaferil sinn. Á hvorn veg sem forsetakosningarnar fara, er búist við árekstrum og jafnvel blóðbaði í kjölfar þeirra. Eftir fyrri kosningar lét Marcos hefna þess á byggðarlögum, snerust þau á sveif með andstæðingi hans. Horfi stuðn- ingsmenn Corazon upp á að hún sé svipt sigri með rangindum, hlýtur að sjóða uppúr. Og í fjöllunum bíður Nýi alþýðuherinn, sí- vaxandi skæruher kommúnista. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.