Helgarpósturinn - 06.02.1986, Side 18
einn auglýsingastjóri fyrir alla stofn-
unina, heldur yfirmenn hver á sín-
um stað, einn hjá útvarpi, annar á
rás 2 og enn annar hjá sjónvarpinu.
Nú hefur HP fregnað, að fyrirhugað
sé að ráða eins konar yfirauglýs-
ingastjóra til Ríkisútvarpsins. Og
raunar gengur það fjöllunum
hærra, að búið sé að ákveða hver fái
starfið. Það er enginn annar en
Ólafur Stephensen, sem rekur
umsvifamikla auglýsingastofu. Það
rennir stoðum undir þessa frétt, að
fyrir áramót leitaði Ölafur að við-
skiptalegum framkvæmdastjóra
fyrir auglýsingastofu sína. Þá minn-
ast menn þess að sjálfsögðu, að
Ólafur sótti um starf útvarpsstjóra á
sínum tíma og hefur HP heimildir
fyrir því, að Ólafur hafi mikinn
áhuga á því að vinna á útvarpi.
Þessu til viðbótar rifjast svo upp fyr-
ir mönnum, að það var einmitt Ólaf-
ur Stephensen, auglýsingastofa,
sem hafði séraðgang að auglýsing-
um í útsendingu á Miss World
keppninni. ..
u
Hjá framsóknarmönnum eru
framboðsmálin óttalegt vandamál
Kristján Benediktsson mun ekki
gefa kost á sér aftur og ekki heldur
Gerður Steinþórsdóttir. Eftir-því,
sem HP hefur fregnað hefur Kristj-
án látið í ljós þá ósk, að Gestur
Jónsson (Skaftasonar fv. þing-
manns) lögfræðingur verði í fyrsta
sæti í Reykjavík. Aðrir tala um, að
Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður
færist upp í 1. sæti. Erfðaprinsinn í
eina tíð, Eiríkur Tómasson (Árna-
sonar) er sagður búinn að missa
áhugann með öllu, en hér áður fyrr
sat hann í nokkrum nefndum og
ráðum Reykjavíkurborgar. Hjá
frömmurum er semsé gat. . .
K
H^^reppan, sem nú gengur yfir
þjóðina, lýsir sér með ýmsu móti.
Forráðamaður hraðhreinsunar
einnar í Reykjavík tjáði HP að við-
skipti á þeim vettvangi væru miklu
minni en venja er til á þessum árs-
hátíðatíma. Ekki nóg með það, held-
ur koma kúnnarnir núna og biðja
um að fá að leysa út aðeins eina eða
tvær af flíkunum sínum! Eitthvað
finnst manni þetta nú trist...
iSins og fram kemur annars
staðar í þessum dálkum er Sigurð-
ur E. Guðmundsson hættur við að
óska rannsóknar á framkvæmd
prófkjörs krata í Reykjavík, en hann
hélt því m.a. fram, að Björgvin
Schram (faðir Bryndísar) og
Hihnar Guðlaugsson (tengdafaðir
Bjarna Pé) hafi smalað íhalds-
mönnum á kjörstað. Þetta þykir hins
vegar sjálfstæðismönnum í borg-
arpólitík heldur einkennileg kenn-
ing, því þeirra ósk hefði einmitt ver-
ið sú, að Sigurður myndi hafa
Bjarna og Bryndísi í prófkjörinu.
Vígtennurnar í honum væru nefni-
lega farnar að slævast...
■ ú er skemmtistaðurinn
Safarí liðin tíð en í hans stað er
kominn nýr skemmtistaður á sama
stað með nýju nafni. Roxzy. Eigend-
ur eru Hjörtur Hjartarson (plakata-
verslunin hjá Hirti), Elínborg Hall-
dórsdóttir (Ellí í Q4U), Björn Bald-
vinsson (Jónssonar auglýsinga-
stjóra á Mogga) og Pétur Blöndal
Gíslason. Staðurinn hefur verið
innréttaður upp á nýtt og opnunar-
hátíðin verður einmitt í kvöld,
fimmtudag. Á opnunarkvöldinu
verður það enginn annar en Bubbi
Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja?
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Aldurshópur Ráðlagðurdagskammtur Hæfilegurmjólkur-
ár (RDS)afkalklímg skammtur(2,5dlglös)
Börn 1-10 ■
Unglingar 11-18
Fullorðnir karlar
Fullorðnar konur (
800
1200
800
800 (*)
(*) Margir sérfræöingar telja að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf sé mun
hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt væri hæfilegur mjólkur-
skammtur ekki undir 5 glösum á dag.
Krakkar þurfa
mjúlktilað
nálangt
Guðmundur Þorbjörnsson var kjörinn besti leikmaður
íslensku knattspyrnunnar 1985, hann varð
íslandsmeistari með Val, stóð sig frábærlega í
landsleikjum sumarsins og réðst sem atvinnumaður til
Sviss í haust. Hann hefur náð langt í íþrótt sinni.
Guðmundur hefur alltaf drukkiö mikla mjólk; sem
ungur drengur og einnig eftir að hann varð fullorðinn.
Honum finnst mjólkin góð og veit hve holl hún er.
Fyrir unga fríska krakka er mjólk algjör nauðsyn. Úr
mjólkinni fá þau kalk, sem er ein af undirstöðum þess
að bein og tennurgeti vaxið eðlilega. Nær vonlauster
að fullnægja kalkþörf líkamans án mjólkurmatar. Skorti
barn eða ungling kalk í uppvexti geta alvarlegir
sjúkdómar í beinum og baki gert vart við sig síðar, auk
þess sem hætta á tannskemmdum eykst.
Gefum börnunum mjólk að drekka!
MJOLKURDAGSNEFND
Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna.
Morthens, sem skemmtir. Raunar
stóð einnig til, að fá Þursaflokkinn
til þess að koma saman á nýjan leik
í tilefni dagsins, en snurða hljóp á
þráðinn á síðustu stundu. . .
S_ ....
fulltrúi allaballa hefur uppi ýmsar
skýringar vegna hlutfallslega lélegs
stuðnings, sem hann hlaut í forvali
Alþýðubandalagsins eða um 40%.
M.a. nefnir hann oft, að svo stíft hafi
verið smalað, að meira að segja hafi
sex Færeyingar kosið. Þessir menn
hafi gengið í flokkinn til þess eins að
kjósa framkvæmdastjóra Líknar-
félagsins Vonar, Skúla Thorodd-
sen. Færeyingarnir hafa verið í
meðferð hjá Von. í forvalsreglum er
gert ráð fyrir því, að erlendir náms-
menn megi kjósa og hafa Færeying-
ar senniiega verið flokkaðir sem
slíkir. . .
í fréttaflutningi. Á dögunum fékk
fréttamaður á útvarpinu handrit frá
starfsbróður sínum í erlendum frétt-
um til lestrar. Venjulega eru hand-
ritin pottþétt en í þetta sinn var eins
gott að fréttamaðurinn, sem lesa
átti fór yfir textann, því í fréttinni
var Yasser Arafat orðinn að forseta
Sýrlands en er óvart leiðtogi Frelsis-
fylkingar Palestínumanna. . .
■ yrir fimmtán árum eða svo voru
uppi hugmyndir um stofnun blaða-
mennskudeildar við Háskóla ís-
lands. Nefnd starfaði, en ekkert
varð úr framkvæmdum. Nú hefur
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra lýst því yfir opinber-
lega, að hann vilji að stofnuð verði
blaðamennskudeild við Háskóla ís-
lands. Hyggst hann setja nefnd á
laggirnar, þar sem m.a. munu sitja
þeir Gunnar G. Schram alþingis-
maður og formaður BHM og Sig-
mundur Guðbjarnason rektor Há-
skólans. Þetta kom fram á fundi sem
ungir sjálfstæðismenn efndu til um
fjölmiðlamál á laugardaginn var í
Valhöll. Fram kom í máli Sverris, að
hann hefði m.a. áhyggjur af ís-
lenskukunnáttu blaðamanna. Hann
bætti því þó strax við, að þessi at-
hugasemd ætti allt eins við um
ýmsa þingmenn...
l Reykjavík er verulegur skortur
á Iegudeildum fyrir aldraða sjúkl-
inga, eins og oft hefur komið fram í
fréttum. Þannig er ásóknin í rúm-
pláss á legudeild Borgarspítalans,
svokallaða B-álmu mjög mikil og
raunar svo mikil, að þess eru þó
nokkur dæmi, að stjórnmálamenn
hafi reynt að beita pólitískum þrýst-
ingi fyrir aldrað fólk á sínum snær-
um. Þeir koma víða við í góðverk-
unum blessaðir stjórnmálamenn-
irnir. Þess er skylt að geta, að á
Borgarspítalanum hefur verið stað-
ið fast gegn pólitískum langlegu-
greiðum...
u
tvegsbankinn óttaðist
mjög, að vegna Hafskipsmálsins
gæti hann lent í því ^ð missa góða
kúnna enda bar á því á tímabili, að
sparifjáreigendur tækju út fé af ótta
við hrun bankans. Eitt af því, sem
Útvegsbankinn hefur gert til að
halda í góða viðskiptavini er að hafa
sérstakt samband við þá, ef þeir
hafa ekki komið í bankann í smá-
tíma. Og þegar ljóst er, að viðkom-
andi er ekki hættur að skipta við
bankann er honum tilkynnt, að
hans bíði þar gjöf. Gjöfin er glæsileg
dagbók með gylltri áletrun við-
komandi kúnna...
SPENNUM
BELTIN
sjálfra okkar
vegna!
18 HELGARPÖSTURINN