Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 20
KVENE SVAVA JAKC Sigurdar A. Magnússonar nýverið að hér vanti með öllu opinbera menningarpólitíska stefnu? „Menningarpólitísk stefna verður að mótast af fólki sem hefur bæði skilning á gildi listar fyrir þjóðina og á eðli listarinnar. I verki á hið opin- bera að sýna þann skilning með stórauknum fjárveitingum, og ýmiss konar stuðningi. En það er rangt að nota orðið „pólitík" þarna sem þýð- ingu á enska orðinu „policy" — því skammsýnir stjórnmálamenn gætu farið að halda að þeir ættu að fara að gera upp á milli listastefna og list- greina. Menningarstefna verður að mótast af menn- ingarlegu hugarfari og virðingu fyrir listamönn- um, og slíkrar stefnu verður að gæta hvarvetna. Áreiðanlega mætti herða á eins konar „codex ethicus" í samskiptum ýmissa menningarstofn- ana við rithöfunda. Þess eru t.d. dæmi að rithöf- undar þurfi að bíða óeðlilega lengi eftir svari hjá leikhúsum og ríkisfjölmiðlum hvort verk þeirra verði tekin og svo hvenær þau verði sýnd. Þetta er ekki bara fjárhagsspurning fyrir listamanninn — þetta hefur líka áhrif á starfsgetuna. Það hef- ur slæm áhrif ef verk hans liggja lengi í óvissu. Það veldur tætingi og getur hamlað því að hann geti einbeitt sér að nýju verki. Eitt af því sem ég veit ekki betur en hafi þó alltaf tíðkast hér er að hafa samráð við höfund um leikstjóra. En nú les ég það í Morgunblaðinu að leikritin sem sjón- varpið pantaði sérstaklega og keypti — þar á meðal mitt — eigi að fara á nokkurs konar upp- boð til fjögurra leikstjóra og ekki verður annað séð af fréttinni en þeir eigi þá að ráða því hvaða verk verði tekin upp í ár. Mér koma þessi vinnubrögð mjög á óvart því í samningi mínum við sjónvarpið er kveðið á um upptöku sumarið ’86 og það ítrekað í bréfi og þar vitnað til ákvörðunar útvarpsráðs. Nú, ég hef fulla ástæðu til að ætla að útvarpsráð standi við orð sín og leikritið verði tekið upp í sumar og ég vona að sjónvarpið fari nú í það að velja mér leikstjóra út frá textanum í stað þess að velja texta eftir höfði og hentugleika leikstjóra, hversu ágætir listamenn sem þeir kunna annars að vera.“ — Viltu Ijóstra einhverju upp um efni leiksins? „Ekki of miklu — en þetta er rammíslenskt efni. Kveikjan er atburður sem gerðist 1916, en persónurnar eru allar skáldskapur, þetta er ekki heimildarverk. Eiginlega er þetta ástarsaga. Eg. er að reyna að brjóta til mergjar mýtuna um hvers konar kvaðir fylgja ástinni." Það er í eðli ástarinnar að þjóna, en . . . — Hvernig finnst þér að hœgt sé að sanna ást? „Eitthvert mesta hrósyrði sem hægt er að segja um konu er að hún hafi búið manni sínum fagurt heimili. En það þýðir strangt til tekið að hún sé vel tamin. Auðvitað er það í eðli ástar- innar — kærleikans — að þjóna. En þessar til- finningar hafa verið tamdar í okkar vestræna samfélagi. Ég held að karlmenn séu íhaldssamir, þoli illa breytingar. Og ég held jafnframt að það sé andstætt kveneðlinu að láta temja sig, að kveneðlið hafi allar forsendur til að ekki bara að sætta sig við allar breytingar í lífinu heldur jafn- framt að njóta þeirra." — Finnstþér karlmenn dálítið í varnarstöðu á þessum tímum? „Já, ég býst við því. Að vísu eru fjölmargir þeirra farnir að skilja ýmislegt í jafnréttisum- ræðunni; karlmenn á öllum aldri gera sér nú far um að vera með börnum sínum og njóta þeirra mannlegu samskipta sem það býður upp á ef allt er með felldu. En það eru allar þessar eilífu kvaðir, í bók- menntaheiminum til dæmis. Bókmenntafræð- ingar virðast hafa tilhneigingu til að skipa svo fyrir að rithöfundar eigi að skipta um stíl eða „stefnu" á tíu ára f resti. Ég hef aldrei skilið hvers Engan þarf að undra að á heimili Svövu Jakobsdóltur rithöfundar skuli vanta það vel- megunartákn íslenskrar millistéttar, grjótvegginn, sem hún á sína vísu hefur reist traustan en trónískan minnisvarða í skáldskap sínum. Pegar blaðamann ber að garði íEinarsnesinu er Jón Hnefill Aðalsteinsson eiginmaður Svövu að undirbáa ferð austur til Norðfjarðar til að vera viðstaddur jarðarför. Svava minnir hann á að kjósa utankjörstaðar í forvali Alþýðubandalagsins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar áður en hann fer. „Ef ég næ því ekki í þetta sinn kýs ég bara í nœsta forvali," segir Jón Hnefill yfirmáta rólegur og brosir. „Ertu nú almennilega búinn í svona svaðilför?" spyr Svava alvörugefin og allt að því óróleg. „Þetta er nú engin svaðilför, bara dálítið hnjasklegt," segir Jón jafn œðrulaus og áður, kveður í bili og ég sit ein andspænis þessari fíngeröu konu sem kom ekki einungis með ný viðfangsefni og viðhorfinn í íslenskar bókmenntir fýrir tveimur áratugum heldur hafa efnistök hennar og frásagnartœkni almennt verið ólík öllu öðru sem sést hefur í íslenskum prósa. Þess vegna ber ég fyrirfram mikla lotningu gagnvart þessari konu, en þori þó að fullyrða að allt fas hennar og viðmót er slíkt að það hlýtur að vekja virðingu ókunnugra; frá henni streymir öryggi, yfirvegun og hlýja. — Hvað kýstu að rœða um í þessu viðtali efþú fœrð að ráða helstu áhersluatriðunum? „Þá vildi ég helst ræða um síðustu árin í lífi mínu því ég held að það sé lítið spennandi fyrir lesandann að ég reki æviatriði min. Þeir sem á annað borð hafa áhuga á þeim þekkja þau þeg- ar. Það er heldur ekki sérlega spennandi fyrir mig sjálfa. Ég hef gert það svo oft, finnst þetta vera sama tuggan þó að mér komi vissulega ekki alltaf sömu hlutirnir í hug. Ég held ég sé með dálítið sterkt súperegó og hleypi ekki hverju sem er upp úr undirvitundinni, síst í við- tölum við fjölmiðla. Undanfarin ár hef ég dvalist talsvert erlendis. Þegar ég hætti þingmennskunni varð ég svo feg- in að fá frelsi yfir mínum eigin tíma, t.d. til að ferðast meira af gagni. Ég hef gaman af því að dveljast langdvölum erlendis, kynnast fólki vel. Ég hef aldrei legið á baðströnd nema mér til ama, kannski af því að ég get ekki lesið þar. Við hjónin dvöldumst í Englandi veturinn '8S-34 og í vetur var ég ein í London frá því í októberbyrjun og fram að jólum. Ég bjó ein í íbúð og skrifaði frá morgni til kvölds." — Var orðið langt síðan að þú hafðir búið við slíkar aðstœður? „Já, mér fannst eins og ég væri aftur komin í skóla erlendis. Ég var efins um að ég ætti að leyfa mér þetta, spurði alla í fjölskyldunni hvað þeim fyndist. Ég hélt að enginn gæti án mín ver- ið. Svo komst ég að því að ég væri ekki eins of- boðslega ómissandi og ég hafði haldið,” segir Svava brosandi. — Varstu eingöngu að vinna við ensku ver- sjónina á Lokaœfingu? „Ég vann raunar líka að öðru verki sem er í smíðum en aðaltilefni dvalarinnar var vinnan við Lokaæfingu. Það var afskaplega spennandi verkefni. Leikfélag í London fékk áhuga á því að koma verkinu á framfæri. Svo byrjuðu þessi ensku vinnubrögð, samlestur sem meðlimir leikfélagsins hlusta á. Síðan fara fram umræður um verkið, og gagnrýni. Þá er komið að höfund- inum að ákveða hvort hann vill taka þá gagn- rýni til greina. Ég ákvað að stúdera leikritið út frá gagnrýninni því bæði var hún jákvæð og sett fram af fólki með menntun í leikhúsfræðum og leikbókmenntum og í lokin gerði ég breytingar sem ég var ánægð með, aðallega strúktúrbreyt- ingar í upphafi leikritsins. Ég lærði gífurlega mikið á þessari vinnu. Bretar segja mér að þetta séu venjuleg vinnu- brögð hjá þeim. Það er athygli vert við Breta hvernig þeir rækta höfunda, gera sér far um að brýna hugsun þeirra ef svo má segja. Við höfum ekkert sambærilegt hérlendis, nema kannski að samvinna Jökuls bróður míns og Sveins Einars- sonar hafi leitt til þess að hann varð svokallaður leikhúsmaður. En það byggðist á vináttu tveggja manna sem er tilviljun háð. í Bretlandi er það aftur á móti viðurkennd stefna að þeir rækti sína höfunda eftir föngum. Breska rithöfundasam- bandið gefur út leiðbeiningar til félagsmanna sinna, hvetur þá t.d. til að setja inn í samninga að láta ekki ráða leikstjóra án samráðs við þá, svo og að þeir fái að vera viðstaddir æfingar. Hér eru dæmi þess að rithöfundum hafi beinlínis verið hent út. Annars þarf ég persónulega ekki að kvarta undan leikhúsum — samskiptin þar hafa verið góð.“ Leikhús og ríkisfjölmiðla vantar siðareglur gagnvart rithöfundum — Ertu sammála því sem kom fram í máli

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.